þriðjudagur, nóvember 25, 2008

one note

fór endanlega í bakinu um helgina, svo nú sit ég hér heima étandi verkjatöflur og bólgueyðandi, þar sem ég má ekki né get hreyft mig svo mikið, hef ég verið að grúska í tölvunni minni. Þar fann ég forrit sem heitir one note. Eg man að mamma var að tala um þetta forrit og sagði það mjög skemmtilegt. Ju, það er reyndar rett en maður þarf að komast upp á lag með að nota þetta. Svo nu hef ég seð að ég get verið í onenote fengið hugmynd og bloggað um hana, nær samstundis. Sniðugt mjög svo, enn ein leiðin til að afvegaleiðann mann fra þvi sem skiptir máli.
tæknin er ótrúlega timafrek og í raun timaspillir.
Mesti timaspillir minn í dag er:
1. Facebook
2. tölvupóstur
3. uppsetning í tölvu, s.s. word
4. samhæfing á milli forrita til að einfalda og stytta vinnslutima
5. sniðug forrit t.d. one note.

Nú hefur mer dottið i hug að fara að dröslast með tölvuna í skolann og nota hana meira í vinnunni en ég hef gert. hvað leiðir það til - að eg taki vinnuna meira með mér heim og mer verður minna ur verki, eða kannski ekki, kannski næ eg að skipuleggja mig mun betur og verð því afkastameiri ahha!!

sunnudagur, október 26, 2008

Stíll 5 i dönsku, sjáið þið villurnar?

Stíll 5

Dagerne hedder: søndag, mandag, tirsdag, onsdag, torsdag, fredag og lørdag. Sommeren er kort på Island men vinteren er lang. Der er lyst om natten om sommeren. Der er kolt her om vinteren. Om efteråret begynder skolerne igen efter sommerferien. Om foråret kommer fuglerne igen fra de sydlige lande. I morgen kørte far mig i skolen. Mor vil køre mig i morgen tidligt (i morgen formiddag/ i morgen). I morgen aften skal jeg i biografen sammen med Lotte. I overmorgen er min fødslelsdag. Jeg bagte en kage i går aftes. I morgen eftermiddag skal jeg bage flere kager. I søndags kom min ven på besøg. På søndag skal jeg besøge ham. Jeg går aldrig i skole om søndagen. På lørdag tager jeg til/rejser jeg til udlandet. I lørdags dansede jeg med Ole. Jesper må hjælpe sin far om lørdage. I onsdags tog jeg til tandlægen. I dag er tirsdag. I formiddags. Skal jeg i byen.

 

6. stíll

I dag er torsdag i går var onsdag i overmorgen var tirsdag. I morgen er fredag og i overmorgen er lørdag. Om julen får jeg mange gaver. Om weekender tager jeg somme tider sammen men min veninde på et godt og stort restaurant hvor vi køber flødeis. Om påskende tager vi i sommerhus. Om Pinsen er vi hjemme hos bedstefar og bedstemor. Om hverdage går jeg i skole. Jeg starter klokken fem minuter over otte hver morgen. Om eftermiddagen laver jeg mine lektier. Om aftenen går jeg ud sammen med mine venner. Far siger altid, at jeg slet ikke har lov til at komme for sent hjem. Alle pigerne få lov til at være længere ude end jeg. I morgen skal alle mine venner i biograffen men skal sidde hjemme. Det værste er, at hvis jeg ikke får lov til at gå få mine veninder heller ikke lov til at gå.

föstudagur, apríl 25, 2008

Dagurinn minn, ef þið hafið þolinmæði

Fyrir um tveimur árum fór ég í ADHD greiningu og viti menn jú ég greindist með ADHD. Við þessa greiningu skildi ég ýmis atriði í sambandi við mína hegðun, s.s heimilisstörf. Ég er ekki góð að halda heimili, hef greinilega ekki alveg þetta gen í mér. Mér finnst heimilisstörf vera mjög erfið og flókin og ég kem ekki miklu í verk - bara stundum.
Dagurinn minn:
6-6:30 vakna, fæ mér kaffi og sígó, spjalla við Þröst, gef Hildi Ósk smá morgunkorn, glugga aðeins í blöðin.
6:30-7 vekja strákana (ef ekki vaknaðir), kveðja Þröst.
7-7:30 Meira kaffi, tek úr þurrkaranum set i aðra vél, Hreinn þvottur í körfu, annað hvort fer ég með körfuna upp eða geymi hana niðri þar til seinna, eða brýt saman fötin og geymi í hillu svo ég geti farið með blauta þvottinn út á snúru, eða ... einhver ákvörðun tekin eða enginn
7:30 -8 taka til nesti, reka á eftir strákunum að borða morgunmat og/eða að fara að klæða sig, finna til sundföt eða leikfimisföt, finna sundpoka undir dótið, finna lesbók strákana.
8 á góðum degi eru strákarnir komnir út og við stelpurnar tvær eftir heima, fer og skipti á henni, blanda pela, ef gleymdi þvi um kvöldið sest og horfi á Rachel Ray á meðan ég gef pela.
8:30 Já, ég þarf að ganga frá morgunmatnum, nei, bíddu já, ég ætla að ganga frá þvottinum, hann er niðri, fer niður í kjallara að ná í þvott þar er hreinn þvottur síðan í gær og blauti þvotturinn, set hann í þurrkarann, fer upp með þvottinn brýt saman og byrja að ganga frá, sokkar hér nærbuxur þar, viskustykki og tuskur, fer með það niður í eldhús, þarf að ganga frá morgunmatnum, opna uppþvottavélina, æj, leirtau síðan í gær, tek úr vélinni og byrja að setja óhreina leirtauið í vélina, tek tusku til að þurrka af borðinu, æj, tuska síðan í gær fer með hana niður í þvottahús. þvottavélin búin, tek úr henni, æj, þurrkarinn ekki búinn ok, fer með þvottinn út. þvottur a snúrunni síðan í gær grrrrr. Til baka með blauta þvottinn tek úr þurrkaranum hengi það upp inni, set blauta þvottinn í þurrkarann og fer með tóma körfu út. Tek inn þurra og hreina þvottinn. Ætla að setja hann íhillu en þar sem þvottur er fyrir sem átti að fara upp en fór ekki - ég veit ekki af hverju - kemst þessi þvottur ekki fyrir. Fer með körfuna upp þar er fyrir þvotturinn síðan áðan. ok. Ganga frá þvotti byrja á þvi. Þá Hildur ósk orðin pirruð og ég þarf að sinna henni. Klukkan er orðin rúmlega 11 og Hildur þarf að fara að fá sér að borða. Setjumst inn í eldhús, æj, er ekki enn búin að þurrka af borðinu, geri það fáum okkur smá í gogginn blöndum pela og gerum Hildi Ósk klára til að fara út í vagn. Klukkan orðin hálf eitt, Hildur Ósk sofnuð og ég get farið að sinna heimilinu....
Ok fæ mér kaffi og sígó fer ígang, hvað ætlaði ég að gera já þvotturinn!!! Fer niður til að taka úr þurrkaranum og setja í nýja vél, tek úr þurrkaranum man svo að Þröstur var búin að biðja mig að þvo vinnuskyrtu, fer upp til að ná í skyrtur og finna þvott sem passar við. Komin með það, vélin í gang og þá er að ganga frá þvottinum. Nei, ekki vera að fara með of mikið upp þvi þá fer allt úr skorðum, halda sig við lítið svo ég ráði við þetta! (eins og ég hafi fulla stjórn). fer upp að byrja að ganga frá, byrja að ganga frá þvottinum og jafnvel klára það. Fer að taka til óhrein föt til að fara með niður. Nú ger ég strikað eitt úr af listanum setja í vél, já, ég geri lista og fylgi honum eftir :-) Sest niður og byrja að skrifa lista, ég ætla að byrja á að ganga frá í eldhúsinu, nei, Melkorka sagði að ég á að byrja að taka ganginn svo eldhúsið, ok,
Listinn :
Gangur
Eldhús
stofa
þvottur,
(bíddu, þegar ég er búin að taka til á ganginum þá get ég farið og tekið úr vélinni....
Gangur:
-taka til, ryksuga, og skúra? skúra, út með skúra

Gangur
-taka til, ryksuga
Þvottur
-taka úr vél, setja í vél, ganga frá
Eldhús
-ganga frá, setja í vél, ryksuga

Nú er klukkan orðin tvö Arnar Þor kominn heim og ég sest niður með honum og gef honum að borða og svona, hjálpa honum að finna til fótbolta og/eða körfuboltafötin hálf þrjú og Arnar fer.

Ok, þvottur fer niður og tek úr þurrkaranum fer upp með hreina þvottinn, æj, gleymdi að fara niður með óhreina taujið fer niður með það, já, taka úr vélinni setja í þurrkara og setja í aðra vél....

ohh, klukkan orðin þrjú, hvað á ég að hafa í matinn!!! þarf að fara í búðina, bý til lista, hendi listanum síðan áðan og geri nýjan yfir hvað þarf að fara í búðina. Þar sem ég veit að Hildur fer að vakna fer ég að gera eitthvað annað, ætla aðeins að slappa af, sest fyrir framan tölvuna og við tekur sama viteysan og ég er búin að standa í, skoða póst, svara einhverju athuga með hitt og þetta á netinu, les blogg annara kannski blogga smá sjálf, Hilduri vöknuð skipta á henni gefa henni smá að borða skella sér í búðina. Kem heim úr búðinni geng frá matnuð strákarni koma heim. ég á enn eftir að ganga frá í eldhúsinu, ganga frá þvotti upp, hef ekki tekið til á ganginum eða stofunni og búin að vera á fullu í allan dag.
Taka til mat, elda heimalestur (ef ég man eftir því) og loks þegar allt er komið í ró um kvöldið get ég klárað að ganga frá í eldhúsinu og þvottinum, æj, ég er svo þreytt geri þetta á morgun, já, ég geri lista og ....
er þetta hemja!

mamma bloggar

ég verð að segja nú er hún mamma mín komin í bloggheiminn og er byrjuð. Maður verður víst að hafa smá þolinmæði fyrir henni, hún er ekki jafn afkastamikil og sumir en það er hugurinn sem skiptir máli.
http://ammalee.blog.is/blog/ammalee/

þriðjudagur, apríl 22, 2008

Til viðbótar

Til að bæta við það sem áður er sagt um þingmenn er að þeir bulla bara og ef þeir eru ekki að bulla og tala af einlægni, ja þa verða þeir bara kjaftstopp! eins og sést á meðfylgjandi myndbandi :) http://www.youtube.com/watch?v=6GWcYwgG1eA

Þingheimur

Það eru nokkrir eiginleikar mannsins sem ég hef mikla andstyggð á, það eru: óheiðarleiki, siðblinda, græðgi. Það vill svo óheppilega til að allir þessir eiginleikar falla - að mínu mati - undir alþingismenn. Ekki svo gott það, álit mitt á alþingismönnum er orðið svo lélegt að það hálfa væri nóg. Ef einhver alþingismaðurinn svo einkennilega segir eitthvað sem - að mínu mati - er eitthvað vit í, set ég alltaf spurningarmerki við það og velti fyrir mér af hverju hann segi þetta og hvaða hagsmuni hann hafi á að koma með tillöguna eða fyrirspurnina eða eitthvað. Áður fannst mér alltaf hálf einkennilegt að talað væri um þingheima, eins og það væri einhver annar heimur. En í dag skil ég þetta orð mætavel, það er nefnilega málið, alþingi er svo langt frá veruleikanum og hvernig þjóðfélagið virkar íheild að það gæti eins verið, ekki bara annað land, heldur annar heimur. Talað um líf á öðrum hnöttum, jú svei mér eg farin að trúa þvi, það er á alþingi. Svo má aftur deila um það hvort eitthvað líf sé þar inni, en það er önnur saga.

fimmtudagur, október 25, 2007

Tannálfurinn

Merkilegt fyrirbæri þessi tannálfur. Hér á heimilinu hafa barnatennurnar verið að detta eða fara og tönnin samviskusamlega farið undir koddan og einhverra hluta vegna breytist hún í pening! Þetta finnst strákunum ótrúlegt. Um daginn fórum við í heimsókn og hafði heimsætan á þeim bæ ótrúlega sögu að segja. Hun hafði misst tönn sett hana undir koddan eins og á gera, nema hvað tönnin var enn undir koddanum daginn eftir. Okkur fannst þetta öllum ótrúleg saga og áttum eiginlega ekki til orð. Það voru miklar vangaveltur um hvað hafi eiginlega gerst, hvað fór úrskeiðis?
Í gær missti Sigurður tönn og samviskusamlega setti hann tönnina undir koddan eins og áður, en í morgun þegar hann vaknaði brá honum heldur betur í brún.- tönninn var enn undir koddanum! hann kom til mín með tárin í augunum og skildi ekkert í þessu og taldi víst að tannálfurinn væri dauður! Við fórum og leituðum í rúminu en enginn peningur, hvað gat hafa komið fyrir? Ég gat nú sannfært hann um að tannálfurinn væri nú ekki dauður, ég tryði því nú ekki, þvi það hefði örugglega komið í blöðunum ef svo væri. Ein útskýringin var sú að þar sem skólarnir eru byrjaðir og svo margir krakkar eru að stækka að hann hreint og beint hafi ekki náð að anna eftirspurn. - eða eins og Sigurður benti á, þá gat það líka verið að hann hafi nú ekki byrjað að sofa í rúminu, maður þarf örugglega að vera með hausinn á koddanum, svo í kvöld ætlar hann sko að sofa á koddanum til að tryggja að hann fái nú eitthvað fyrir tönnina og þar er eins gott að tannálfurinn láti sjá sig.

föstudagur, október 19, 2007

Enn meira grænmeti


ég á fullt af þessum myndum með ógeðslegur grænmeti svo ég held bara áfram setja það inn. Mér finnst ótrlulegt að grænmeti geti tekið á sig svona mismunandi myndir.


En yfir í allt annað. Ég kynntist nýlega einhverskonar vinaneti á netinu. Sem virkar víst þannig að það er búið til einhver hópur og svo stækkar hópurinn og hægt er að gera allskonar kúnikúnstir. Þetta er svo sem ágætt en eini gallinn sem mér finnst við svona er að hvert sinn sem maður ætlar að prufa eitthvað þá þarf að senda það á alla aðila. Ekkert leynimakk þar greinilega. Þetta finnst mér svolítið óþægilegt þvi ég vil ekki að allir viti nákvæmlega hvað ég er að skoða og prufa. En þetta lærist eflast og ég er einnig nokkuð viss um a ég er gera eitthvað vitlaust.

Í kvöld er enn eitt partýið, síðustu helgi var að 60 afmæli nú 40 afmæli svo það verður fjör. Núna undanfarnar vikur hefur skemmtalífið hjá mér aukist verulega og er það kannski þess vegna sem ég er svona þreytt alla vikuna! Manni finnst það helv... hart ef ég þarf heila viku til að jafna mig eftir djamm, ætli líkaminn sé ekki að segja að ég sé of gömul fyrir þetta, en ég mun aldrei viðurkenna það.

miðvikudagur, október 17, 2007

He´s got the whole world...


Þetta finnst mér fyndið, ég veit nú ekki hvaða grænmeti þetta er, en það er ferlega fyndið að mínu mati.
ég hef nú ekkert að segja þessa dagana, það er einkennilegt að stundum þá bara er akkúrat ekkert að gerast hjá manni og ég er nú ekki besti bloggari, en eins og ég hef áður sagt verður mað ur ´vist bara að reyna og þið sem lesið verðið bara að athuga og muna að ég er miklu skemmtilegri í eigin persónu!!! :-)

þriðjudagur, október 16, 2007

Grænmeti



Það er alltaf gaman að skoða grænmeti, það minnir okkur á svo margt. Hollt líferni er það sem skiptir máli, en þarf grænmetið að líkjast lífi svona rosalega?

ég ákvað að láta video af dóttur minni fylgja með sem er svo dugleg þessa dagana að æfa sig í að skríða og það vantar ekki mikið uppá





.