24 maí 2008

Lag dagsins, fös. 23 maí 2008




Maður er nú bara melankólískur fjári, þannig er það. Hér er lag með hljómsveit sem stóð vaktina með Bob Dylan þegar hann var hrópaður niður af þröngsýnum skríl sem vildi að hann spilaði "folkmusic" og reyndi að haga sér eins og talsmaður kynslóðarinnar ... en ekki vildi Bob það. The band (eða flestir meðlimir hennar held ég) léku með Dylan á tónleikaferðinni þegar hann kynnti Highway 61 ... en fólkinu líkað ekki við rokkið. Seinna héldu Bandingjar sínar eigin leiðir. Þetta lag er eftir Rick Danco, hinn gítaristinn í The band er enginn annar en Robbie Robertson. Það er ástand í þessu lagi sem nær mér alveg inn að beini.

16 maí 2008

Lag dagsins

Það hefur alltaf verið eitthvað stórkostlega einfalt við þessa tónsmíð en svo er ekki alveg gefins að pikka þetta upp. Hér er það Brian May sem syngur og það er hreint ótrúlegt hvað honum tekst að ná harmóníu með áhorfendum (2:40 ca),.. enda eru raddir þeirra kvín-drengja sér kapituli út af fyrir sig. Var að skoða Queen þætti á toggbloggi. Mjög skemmtileg upprifjun.

Góða helgi,

elskurnar!

28 febrúar 2008

Bækur sem ferðast frjálst

Við kaffivélina í leikhúsinu í morgun fann ég bók. Í koffínskortinum gaf ég henni ekki frekari gaum en um síðir þegar bollinn var kominn að vörunum og eituráhrifin fóru að lama stóra hluta heilans fékk ég loksins ráðrúm til skoða hana betur. Við mér blasti límmiði, kyrfilega merktur bookcrossing.com – the karma of literature. Sem sagt, síða þar sem haldið er utan um ferðir flökkubóka sem ganga manna á millum. Verandi helst til forvitinn stóðst ég ekki mátið og fór á síðunu og get nú rakið ferð bókarinnar. Ætla að fóstra hana í þann tíma sem það tekur mig að lesa hana og velja mér svo góða stað til þess að fleyta henni eitthvað áfram. Geri svo grein fyrir þessu á síðunni svo næsti maður getur séð hvar síðasti maður sleppti og þeir sem voru á undan í röðinni geti fylgst með ferðum hennar áfram. Svolítið eins og að merkja farfugl, bara skemmtilegra. Það er ekki einleikið hve spennan er mikil í lífi manns.

25 febrúar 2008

Hér sárvantar góða fyrirsögn ...

Einu sinni hélt ég að stjórnmál snérust um hugsjónir. Fólk sem vildi hafa áhrif á umhverfi sitt til hins betra væri reiðubúið að skrá sig í stjórnmálaflokka og ganga hugmyndakerfum þeirra á hönd; vinna svo að því að hörðum höndum að yfirfæra þessar hugmundir og hugsjónir í lög, reglur, ákvarðanir og skipulag sem gerði líf fólks betra og bærilegra. Þeir sem væru því ósammála gengju til liðs við aðra flokka sem ynnu annars konar hugmyndum fylgi.

Þetta hefur verið sérlega slæmur vetur fyrir þess háttar barnatrú. Allt of margir íslenskir stjórnmálamenn hafa opinberað það með afgerandi hætti að þeir meta völd öllu ofar. Samherjar í flokkum verða uppvísir að því æ ofan í æ, gersamlega kinnroðalaust, að setja sig ofar heildinni og berjast jafnvel svo svívirðilega innbyrðis að flestir sem ég þekki (og þeir eru nú ekkert annálaðir fyrir það að vera einsleit hjörð) hafa fengið nóg af bægslaganginum.

Hvenær heyrðist síðast frétt um það að einhver sem almenningur kaus til þess að fara með forystu í stefnumótun fyrir samfélagið hafi sett fram einhverja spennandi sýn, byltingarkennda hugmynd eða snjalla lausn sem felur í sér möguleika á bættum lifskjörum, viðhorfum eða betra samfélagi?

Um hvað snúast fréttir af þessu fólki í dag. Þær snúast um það hvernig viðkomandi stendur innan eigin flokks. Hvort „samherjar“ treysti viðkomandi til þess að starfa í þeirra nafni“... menn verða upvísir af lygaþvættingi og dellu, sjást læðast í burtu frá fjölmiðlum út um bakdyr, jafnvel menn sem áður voru hvassir gangrýnendur í fjölmiðlastétt segjast ekki lengur hafa tíma fyrir fjölmiðla. Í dag eru menn einungis að reyna að „styrkja stöðu sína...“ „meta ástandið...“ „...hugsa næsta leik...“ Kalkúlerað að plotta og gæta sín á meðal samherjanna. Af þeim stafar víst mesta ógnin.

Hvernig væri að fara bara að vinna?

Þetta andlit stjórnmálanna er ekki fagurt fés. Svo finnst mönnum skrýtið að ungt fólk hafi ekki áhuga á pólítík! Ég hef í það minnsta ekki mikla trú á því að flykkist í vinnu fyrir þá og flokksbindist.


PS:
Hef reyndar álíka litla trú á því og að það geri eitthvað gagn að senda microsoft error report þegar explorerinn minn frýs aftur og enn. Guð blessi Firefox.

30 janúar 2008

Heima í dag

Fegðar sitja heima í dag. Sá yngri hóstar og lætur sér leiðast. Sá eldri reynir að vinna úr fjarlægð. Nýja vinnan er stórskemmtileg, en maður þarf sko aldeilis að vera duglegur get ég sagt ykkur. Skemmitlegt að hrærast í þessum heimi. Merkilegt hverju fáeinir stafir á blaði geta komið til leiðar. Upp úr sakleysislegum handritum spretta sýningar, fullar af lífi, lausnum, tækni og tilfinningum. Orðin má segja á ótal vegu og kúvenda þannig merkingunni. Sat samlestur í gær á leikriti sem heitir Gítarleikararnir. Það var einstakt að heyra þungavigtarleikara eins og Jóhann Sigurðarson og Hönnu Maríu Karlsdóttur leika sér með textann, finna honum stöðugt nýjan farveg og prófa sig áfram. Mark my words... þeta verður frábær sýning!Var bókstaflega búinn að gleyma því hvað ég þrífst vel í leikhúsi.

27 janúar 2008

Já já

Í mig hringdi gamall félagi fyrir skemmstu. Við spurðum hvorn annan frétta eins og gengur, hann segir mér eílítið af sér og ég segi honum af mér en hann vissi um flest sem á mína daga hafði drifið mér til nokkurar undunar. Kom í ljós að hann hefur verið iðinn við að lesa bloggið. Notaði þó tækifærið og kvartaði undan litlum fréttum undanfarið. Ég minnti því sjálfan mig á tilgang þessara síðu og reyni að vera iðnari við kolann hér eftir.

Munið að facebook er tæki djöfulsins.

23 nóvember 2007

og hver sagði:

"I do not have much patience with a thing of beauty that must be explained to be understood. If it does need additional interpretation by someone other than the creator, then I question whether it has fulfilled its purpose."


?
Free Counter
Web Counters