fimmtudagur, október 25

Hvað segið þið um jóla eða janúar-hitting?

Mig langar svo ofboðslega að hitta kellingarnar (líka þær sem eru hættar). Eigum við ekki bara að taka okkur til og bjóða þeim öllum með okkur út að borða? Þið vitið, Sigrúnu Scheving, Gauju, Kareni Gests, Eyju, Öllu Gunn, Doddý, Kristínu Ósk, Sólrúnu, Dóru, Önnu Ragnars, Siggu Helga, Stefaníu, Hrafnhildi, Ástu og öllum hinum. Hvernig líst ykkur á?

ps. ég skil ekki facebook, getum við ekki talað um þetta hér?

Katla

miðvikudagur, september 19

Dagbjört, aka Dissið, blæs til Snúrupartýs í bækistöðvum sínum sem ég held að engin ykkar hafi séð.

Tíminn er 29. september
Staðurinn er xxxx (set ekki á Netið, en þið getið sent mér sms eða tölvupóst)

Og það er skyldumæting.

Gott ef þið gætuð látið mig vita (saerunmaria hjá simnet.is) í tíma hvort þið komið svo við getum slumpað á stóla.

þriðjudagur, september 11

Ji, stelpur....þessi síðasta færsla mín fór óvart inn á báðar síðurnar sem ég er skráð með...þ.e.a.s. snúrusíðuna og mína persónulegu síðu....ég ætlaði nú ekki að vera að tjá mig svona svakalega á sameiginlegri síðu...hehe...ég er nú meiri aparassinn...

mánudagur, ágúst 27

Hvað segiði gott stelpur?

fimmtudagur, júlí 19

Jæja, allar að drífa sig á Facebook, ég er búin að búa til lokaða grúppu þar handa okkur.

miðvikudagur, júní 20

Jæja Snúrur, Heiðurssnúrur og aðrar minna flæktar Snúrur! :) Þá er komið að því!


Árshátíð Snúranna 2007!!!


Verður haldin laugardaginn 14. júlí (breytt) kl 20 á Red Chili á Suðurlandsbraut!


Mótmæli eða aðrar hugmyndir eru velkomnar.. endilega tjáið ykkur um þetta. Ítalíufararnir hafa verið látnar vita og munu koma til landsins í þeim eina tilgangi að mæta þarna með bjöllur og önnur tól. Endilega látið mig vita (nóg hérna) hvort þið sjáið ykkur fært um að mæta svo hægt sé að panta borð. Valdi þennan stað því hann er ekki langt frá miðbænum og er hrottalega kósý, í ódýrari kantinum með ágætlega fjölbreyttan matseðil! Einhver stakk upp á Singstar eftir á... en þá er auðvitað spurning um stað... og já.. það kemur í ljós bara... Ég er til í Snúrusnafs og Skot og Singstar... spurningin er: Eru þið til í það ;)

KOMA SVO.... Er ykkur ekki farið að hungra í sögur af öðrum Snúrum, sjá aðrar og láta sjá sig... hvernig er það!! Einhverjar giftar, aðrar komnar með fleiri börn, hinar að flytja upp á Miðnesheiði... Verum virkar Snúrur!

Too much?? Já, ok.. kannski smá en ég vil bara sjá einhver viðbrögð!

Aldan út!




föstudagur, maí 18

Veiga mín, hleyptiru Alberti út í garð? Tékk it át! :)