Hér er semsagt H&S stimpillinn klipptur út og gellan límd á kortið með 3D púðum en það sést varla á myndinni. Svo eru blómin stimpluð með glæru bleki og PearlEx púðri stráð í svo að nú glansa þau svo fallega enda fín sansering á þeim.
Prismacolors auðvitað notaðir til að lita....úúú elska að lita svona og nú langar mig í fleiri og fleiri stimpla sem hægt er að lita! :D
Minns notaði: H&S stimpil og StazOn blek, Versamark glært blek og TT blómamiðjustimpla, Pearl Ex púður í grænum lit, Prismacolors tréliti og eitrið til að dreifa úr, kortapappír frá Lindu Glimm og afgangs pappír, Prima blóm, tölu og borða úr SG kitti.
Þetta kort skellti ég svo í á nýársnótt þegar allir aðrir heimilismeðlimir voru löngu sofnaðir.
Þarna var ég að prófa að leika mér smá með stimpil, blek og vatn á úðabrúsa. Linda Glimm sýndi okkur ýmislegt spennó í Skálholti síðast svo nú er um að gera að prufa sig áfram með allt nýja dótið! ;)
Þennan stimpil elska ég alveg...finnst hann svo geggjaður og fæ aldrei leið á kortum með þessum fallega stimpli!
Samt ekkert súperánægð með kantablekunina....en hey ég er nú bara að prufa hitt og þetta! ;)
Hér notaði minns:Rautt kortakarton, BG pappír, gullpappír, borða úr SG kitti, kjólastimpilinn góða, ljósbleikt, bleikt og svart blek, smá bleikt Pearl Ex duft til að fá smá sanseringu í kjólinn og jú svo var það vatn í spreybrúsa.
12 ummæli:
Æðislegt kort hjá þér :-)
GuðrúnE
vá hvað þau eru falleg :)
æði alveg :O)
Bæði kortin eru æði :) ég er líka ógó skotin í kjólastimplinum og segi það með þér... ég fæ aldrei nóg af kortum með þessum stimpli.
þau eru baaaara gordjöss...
Æðisleg kort hjá þér :)
Kem sko með mitt stöff til þín á fimmtud. og geri kort!!!
ÞAu eru bæði geggjuð :D
vá geggjuð kort!!!!
Rosalega flott hjá þér.
Og já þessi stimpill er æði.
Klikkað sækó hjá þér. Get ég fengið að kíkja til þín við tækifæri og kaupa af þér nokkur stykki?
kv.
Mæja
Mæja, ég ætti að geta reddað því. :D
Kíktu í skrappgalleríið mitt (linkur á það á blogginu) og tékkaðu hvort þú sjáir einhverjar týpur sem þú kýst heldur og þá hversu mörg. Það eru nefnilega fleiri þar sem ég nennti ekki að pósta hingað inn.
kveðja Magga.
geðveik kort hjá þér
Skrifa ummæli