þriðjudagur, 29. janúar 2008

Jeij, síða!


Vúhú! Mér tókst að klína saman einni síðu! Finally! ;)

Þetta eru myndir sem ég er búin að vera með á borðinu síðan í Skálholti fyrir heilu ári síðan...kominn tími á að festa þær á blað thank you very much!

Pappírinn er minn eini sanni K-ology sem virðist ekkert eyðast hér í bunkanum mínum sama hvað ég tek af honum.

Krybbulingurinn minn skar út swirlin og eyddi ég dágóðum tíma í að sanda kantana á þeim...nöts I know! :/

Tölurnar eru úr AL pakka, blómið er Bazzill bling og þessi glæru eru Heidi Swapp. Stafirnir eru uppfærðir Bazzill stafir. Skellti á þá smá Pearl ex dufti og sandaði brúnir. Kantana á stærri pappírbútunum og cardstockinu "distressaði" ég með skærum...renndi þeim nokkrum sinnum niður brúnirnar þannig að skærin tættu hann smá og rifu og var audda búin að sanda kantana á pp fyrst.

Myndirnar eru af okkur Mjúka á gamlárskvöld 2006...greyið Mjúkinn minn var hálf stjarfur úti að skoða flugeldana...síðustu áramót vildi hann svo bara vera inni!

Okí, góða nótt og sofið rótt!

sunnudagur, 27. janúar 2008

Skvísu kort


Vúhú...ég fékk nokkra stimpla fyrir helgi. Þessi Audrey stimpill er einn af þeim. Ég er voða skotin í þessum stimpli og finnst hann soldið cool! ;)

Annars er lítið um þetta kort að segja. Bara stimplað, klippt og skorið og límt!

fimmtudagur, 24. janúar 2008

Tilda á hálum ís.


Híhíhí maður er svo fyndinn. En þetta er hún fröken Tilda úr Magnólíu stimplasettunum.

Varð auðvitað að gera handa henni svell til að skauta á. Það var gert úr UTEE (ultra thick embossing powder) og fryst og brotið. Annars er ekkert merkilegt um þetta að segja.

Prisma litir enn og aftur brúkaðir og nú bíð ég spennt eftir H2O´s glitter litunum sem og Distress blekinu. Það verður gaman að sjá hvernig það kemur út.

Bg pappír, Bazzill og Bazzil bling, snjókorn frá frú Krybbu minni og hvítt snjókorn frá MM.


föstudagur, 18. janúar 2008

9 ára


Yes, yes ég held ég fari bara að kalla mig Möggu Magnólíu...því ekkert annað kemst að þessa dagana.

Í kvöld smellti ég saman einu afmæliskorti handa níu ára snót í famelíunni. Þetta kort er líka í vikulegri áskorun á einu Magnólíu blogginu sem ég fann á netinu. Það á semsagt að nota einn Magnólíu stimpil og í þessari viku á að nota tölur á kortið og þá meina ég tölustafi en ekki hnappa eða tölur...hehehe...ég nota samt bæði. ;)

Krybban mín sæta skar út níuna og pakkann/kassann. Ég sæta klippti út Tildu, blöðrur, flugur og kórónu. ;)

Prisma litir og eitur voru notaðir again og stickles glimmer á alla vængi, kórónu og smá á blöðrurnar. Blómin eru Prima og tölur eru úr Walmart. Hvíti penninn er svo Unibal Signo.



fimmtudagur, 17. janúar 2008

Tilda á sleða


Enn eitt Magnoliu kortið...I´m in love!!! :D

Aftur var ég að leika mér að ná litunum meira "skítugum" og bara frekar ánægð með útkomuna.

Notaði Prisma litina mína, BG pappír og útskorninga, BG þjalirnar góðu, Prima blóm, borða og brads úr hrúgunni minni og FP prjón úr FK skrapp.

Hej då alla tilsammans! :D

miðvikudagur, 16. janúar 2008

Magnólíu gutti með poka


Ég skrappaði eitt kort í kveld. Dundaði mér heillengi við að lita myndina og reyna að fá litina meira "skítuga". Útkoman var alveg "skít"sæmileg þannig séð. Þetta var semsagt Magnoliu stimpill. Oh mig langar svo í milljón fleiri svoleiðis. Hehehe og ég held ég gerist bara áskrifandi svo kolfallin er ég. Eins og ég var ekki að ná þessum stimplum í byrjun...en hey Monica er búin að smita okkur allmargar hér á landi. :D

mánudagur, 14. janúar 2008

Kort og aftur kort

Ég er barasta alveg dottin í kortagírinn og gerði 2 í dag. Annað er gert eftir skissu í leik á http://www.scrapbook.is/. Það var "smá" dúllerí við þessi kort. Blómið er t.d. stimplað 3svar með 3 mismunandi blekpúðum á ljósmyndapappír sem ég var búin að bleka eftir kúnstarinnar reglum með nokkrum tónum af gulum, appelsínugulum og brúnum blekpúðum og misgrófum svömpum.
Þar á eftir setti ég glært versamark blek yfir alla myndina og embossaði með UTEE nokkrum sinnum. Þegar ég hafði náð jöfnu "gleri" yfir allt var þessu skellt í frystinn í smá tíma og tekið út og brotið hér og þar til að fá sprungurnar. Síðan voru sprungurnar litaðar með brúnu bleki.





Hitt kortið er Magnolia stimpill eða úpps er þetta kannski Hängill? Allavega var myndin lituð með Prisma litum. Bakgrunnspappírinn embossaður með cuttlebug folder í Sizzix vélinni minni (virkar bara súpervel saman!). Cricuttinn skar svo út litlu snjókornin bláu sem og bláa hringinn.

"Loðnan" á úlpunni og húfunni er eitthvað loðefni sem ég fann í Föndurstofunni og svipar til Fun Flock´s sem mig langaði svo í. ;)

föstudagur, 11. janúar 2008


Kort síðustu daga. Magnólíu pæja og HengelStengel gæi og svo krúttlegar kisur.
Pæjan er lituð með Prismalitum en illa dreift úr þeim með eitrinu. Gæinn er litaður með vatnsblandaðum tússlitum og þá kemur svona vatnslitaáferð. Kettirnir eru líka litaðir þannig með tússlitableki leystu upp í vatni. Ok nenni ekki að skrifa meir. Adjö!



þriðjudagur, 8. janúar 2008

Jólakortið 07


Smellti í eina einfalda í gærkvöldi. Þetta var jólakortið okkar núna síðast. Pappír er AL christmas collection (Rhonna Farrer), borðinn líka og talan. Prima blóm og hvítur Bazzill. MM límmiðar og scalloped borði fyrir glimmer. Takk takk Bjarney fyrir þessa límmiða þeir eru cool!

laugardagur, 5. janúar 2008

Forsíðan í BOM2




Jebbs, maður er kominn á fullt að skrappa. Búin að gera 2 síður en má bara sýna aðra eins og er.


Þessi er titilssíðan í albúmið um MIG og bara svona basic upplýsingar um mig.


Á tögsunum eru svo nánari upplýsingar um skólagöngu, búsetu og um hvað þetta albúm snýst...upplýsingar um BOM verkefnið semsagt. ;)




þriðjudagur, 1. janúar 2008

Ný kort á nýju ári!

Svona næstum því...annað þeirra var nú gert í fyrra! ;)
Hér er semsagt H&S stimpillinn klipptur út og gellan límd á kortið með 3D púðum en það sést varla á myndinni. Svo eru blómin stimpluð með glæru bleki og PearlEx púðri stráð í svo að nú glansa þau svo fallega enda fín sansering á þeim.
Prismacolors auðvitað notaðir til að lita....úúú elska að lita svona og nú langar mig í fleiri og fleiri stimpla sem hægt er að lita! :D

Minns notaði: H&S stimpil og StazOn blek, Versamark glært blek og TT blómamiðjustimpla, Pearl Ex púður í grænum lit, Prismacolors tréliti og eitrið til að dreifa úr, kortapappír frá Lindu Glimm og afgangs pappír, Prima blóm, tölu og borða úr SG kitti.



Þetta kort skellti ég svo í á nýársnótt þegar allir aðrir heimilismeðlimir voru löngu sofnaðir.
Þarna var ég að prófa að leika mér smá með stimpil, blek og vatn á úðabrúsa. Linda Glimm sýndi okkur ýmislegt spennó í Skálholti síðast svo nú er um að gera að prufa sig áfram með allt nýja dótið! ;)
Þennan stimpil elska ég alveg...finnst hann svo geggjaður og fæ aldrei leið á kortum með þessum fallega stimpli!
Samt ekkert súperánægð með kantablekunina....en hey ég er nú bara að prufa hitt og þetta! ;)

Hér notaði minns:Rautt kortakarton, BG pappír, gullpappír, borða úr SG kitti, kjólastimpilinn góða, ljósbleikt, bleikt og svart blek, smá bleikt Pearl Ex duft til að fá smá sanseringu í kjólinn og jú svo var það vatn í spreybrúsa.

Gleðilegt nýtt ár!


Já ég hef nú ekki verið að massa þetta svona í restina af árinu. Hef ekkert nennt að sinna þessu bloggi mínu!

Ætla nú samt að vera duglegri þetta árið að skrappa, kortast og að bloggast um það. Kannski maður nenni líka að fara í skissugerð.

Anyway, ætla bara að sýna eitt af nýjustu kortunum mínum og nýjasta æðinu mínu....jájá ég þarf að éta ofan í mig hvert orð varðandi Hängla och Stängla stimplana...mig langar í þá alla!

Verst að hafa misst öll tengsl við sænsku vinina mína...hefði án efa geta fengið þau til að kaupa þetta handa mér og senda. ;)

En hér er Hängla kortið sem ég er voða ánægð með....litað með nýju Prismacolor litunum mínum! ;)