12. júní 2005

Pælingar

Er ég komin með bumbu? Eða ekki?
Er ég farin að finna hreyfingar? Eða ekki?

Þetta er það sem allt gengur út á þessa dagana. Ég held að svarið við báðum spurningunum sé stórt feitt KANNSKI! Ég er hreinlega ekki viss. Enda bara komnar 15 vikur. Maður er ekki einu sinni hálfnaður en eins og Maggi segir þá líður þetta ótrúlega hratt. Nú er t.d. bara 2 vikur þar til við förum til France og svo flytjum við og svo er það bara Frónn!! Geht gaman eins og unglingarnir mundu segja.

Við erum að fara í grill til Åsu og Magnusar. Åsa er vinnufélagi minn. Hún býr rétt fyrir utan Södertälje og ég vildi óska að við ættum bíl núna. Eða þyrlu! Það er svona spurning hvort verður hægt að sitja úti. Hitinn er reyndar 18° en alveg skýjað og hvasst. Kemur í ljós. Hlakka allavega til að fá grillað og sjá hvernig húsið hennar er. Hún er algjör innréttingafrík og allt svo stíliserað. Eva ólétta og hennar fjölsk koma líka svo þetta er svona talm.fr.hittingur áður en Eva eignast barnið. Á að koma eftir 2-3 vikur. Sem minnir mig á að barn Hjalta og Völu er alveg að koma híhíhí (strákur grunar okkur). Hlakka svo til að sjá það barn. Verður örugglega kinnamikið og bollulegt haha.

Ég er búin að vera pínu dugleg að pakka í kassa, sérstaklega úr eldhúsinu. Það er leiðinlegast því allt er brothætt. Samt ekki eins leiðinlegt og að pakka upp! En við ætlum að vera sniðug og pakka sumu í kassa fyrir heimferð um áramótin. Eins og kaffistellum og þess háttar sem við notum ekkert.

Jæja, best að fara að athuga hvort er komin bumba;)

Engin ummæli: