25. júní 2005

Myndir af englinum

Loksins er ég búin að fá myndir af þessum engli. Ég fór nú bara næstum að gráta hann er svo fallegur. Myndirnir eru í albúminu: notendanafn hrafnis@yahoo.com og leyniorð myndir

23. júní 2005

Jökull Hjaltason!!!!!!!!!!!!!!!!!

Jibbíííííí!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!! Lítill drengur fæddist Hjalta og Völu kl. 5 í nótt (23.júní). Hann heitir Jökull og allt gekk vel! Ég er orðin föðrusystir og hvernig á ég nú að geta einbeitt mér að því að vinna??? Klukkan er bara 10 og ég bara varð að blogga þetta, næsta sem maður kemst að segja öllum heiminum hversu stoltur maður er. Oh Hjalti og Vala, til hamingju, ég er svo stolt föðursystir. Brosið fer ekki af mér. Mikið eiga Jökull og Krulli eftir að leika sér saman. Híhíhí

18. júní 2005

Sumar

Rétt að skjótast inn úr sólbaðinu til að
1.pisssa
2.borða
3.kæla mig og gá hvort ég er að missa af e-u í tölvunni

Pakkaði niður slatta af fötum og öllum kristalnum (!) áður en ég settist út að sleikja sólina. Held að það sé sama veður hér og heima bara. Við ætlum að reyna að vera búin að pakka öllu áður en við förum til Frakklands eftir viku. Það ætti að takast svona í rólegheitunum.

Á fimmtudaginn var var svaka gleði í vinnunni. Hin árlega "Drakbåts"-keppni átti sér stað. Deildirnar skipta sér uppí lið og svo er keppt í kanóróðri í 23 manna bátum á kanalnum. Og öll liðin eru í grímubúningum og svo er grillveisla og verðlaunaafhending á eftir. Við vorum auðvitað flottust því við vorum STRUMPARNIR. En við unnum engin verðlaun af e-m undarlegum ástæðum. Kannski af því að sumir strumparnir urðu allt of glaðir mjög snemma um daginn. Testósterónið fór alveg úr hófi. En þetta var samt rosa gaman. Við urðum í 4.sæti af 12 í róðrarkeppninni með tímann 1,36. Ég var trommustrumpurinn og sat fremst í bátnum og sló taktinn og hvatti liðið áfram. Allt valt á mér því ef liðið kemst í ótakt fer allt í vaskinn. Þarna hætti ég lífi og limum fyrir strumpana þvi maður situr á litlum pinna og hefur ekkert að halda sér í nema trommukjuðana! Ég klemmdi lærin svo fast um trummuna að ég er ennþá með harðsperrur í náranum. Svo eftir grillið spásseraði ég heim til Monu og ómægod hvað fólk snéri sig úr hálsliðunum til að glápa! Ég var auðvitað ein á ferð og helblá í framan...híhíhí. Það tók ekkert smá langan tíma að þvo þetta af og neglurnar eru ennþá bláar eftir litinn! Ég set inn myndir í albúmið hérna til hliðar á eftir svo þið getið skoðað herlegheitin. Verður í júní-albúminu. Farin út aftur!

12. júní 2005

Pælingar

Er ég komin með bumbu? Eða ekki?
Er ég farin að finna hreyfingar? Eða ekki?

Þetta er það sem allt gengur út á þessa dagana. Ég held að svarið við báðum spurningunum sé stórt feitt KANNSKI! Ég er hreinlega ekki viss. Enda bara komnar 15 vikur. Maður er ekki einu sinni hálfnaður en eins og Maggi segir þá líður þetta ótrúlega hratt. Nú er t.d. bara 2 vikur þar til við förum til France og svo flytjum við og svo er það bara Frónn!! Geht gaman eins og unglingarnir mundu segja.

Við erum að fara í grill til Åsu og Magnusar. Åsa er vinnufélagi minn. Hún býr rétt fyrir utan Södertälje og ég vildi óska að við ættum bíl núna. Eða þyrlu! Það er svona spurning hvort verður hægt að sitja úti. Hitinn er reyndar 18° en alveg skýjað og hvasst. Kemur í ljós. Hlakka allavega til að fá grillað og sjá hvernig húsið hennar er. Hún er algjör innréttingafrík og allt svo stíliserað. Eva ólétta og hennar fjölsk koma líka svo þetta er svona talm.fr.hittingur áður en Eva eignast barnið. Á að koma eftir 2-3 vikur. Sem minnir mig á að barn Hjalta og Völu er alveg að koma híhíhí (strákur grunar okkur). Hlakka svo til að sjá það barn. Verður örugglega kinnamikið og bollulegt haha.

Ég er búin að vera pínu dugleg að pakka í kassa, sérstaklega úr eldhúsinu. Það er leiðinlegast því allt er brothætt. Samt ekki eins leiðinlegt og að pakka upp! En við ætlum að vera sniðug og pakka sumu í kassa fyrir heimferð um áramótin. Eins og kaffistellum og þess háttar sem við notum ekkert.

Jæja, best að fara að athuga hvort er komin bumba;)

7. júní 2005

Gamli góði Bangsímon

"There is a thing called Twystymes," he said.
"Christopher Robin tried to teach it to me once but in didn´t"
"What didn´t?" said Rabbit.
"Didn´t what?" said Piglet.
Pooh shook his head.
"I don´t know" he said. "It just didn´t. What are we talking about?"

3. júní 2005

Heja Sverige!

Í fyrsta skipti í sögunni halda Svíar uppá þjóðhátiðardaginn þann 6.júní. Sýnist vera mikið prógramm planerað en allir sem ég hef talað við eru lítið spenntir. SJá þetta meira sem langa helgi og ætla ekki að gera neitt sérstakt. Þeir hafa ekki neina þjóðerniskennd þessir Svíar!
Langt síðan ég hef verið á Íslandi á 17.júní og ég sakna þess. Hæ hó jibbí jey og allt heila klabbið. Sennilega næsta ár:D
Nú ætla ég að búa um mig í sófanum og lesa bókina sem ég var að byrja á og gjóa augunum á sjónvarpið. Maggi er á tónleikum.