Jæja gott fólk.. Við fórum í ótrúlega mörg og skemmtileg klifurferðalög í sumar, meðal annars í Pöstina, Hnappavelli, Valshamar, Akrafjall,Steinfafjall, Öskjuhlíðina og Heiðmörkina svo eitthvað sé nefnt. Ég verð að segja að Valshamar stendur náttúrulega alltaf fyrir sínu, Pöstin var ágæt en þar var auðvitað soldið af ösku til staðar en Akrafjall kom alverg mjög skemmtilega á óvart. Ég hlakka bara ótrúlega mikið til næsta sumars að geta farið á öll þessi svæði og klifra miklu miklu meira.

Jósepsdalur - 2010
Síðan á ég eftir að fara að kanna eitt svæði sem gæti verið mjög flott bouldersvæði í borgarfirðinum. Verst hvað það er orðið kalt úti. Það væri nú hugglegt ef það væri sumar í 9 mánuði og vetur í 3 mánuði er það ekki bara góður díll?
En svo er búið að plana klifurferð til Frakklands næsta sumar með alveg snilldar fólki J. Ég held ég geti sagt fyrir hönd allra þeirra sem eru að fara að fólki hlakki talsvert mikið til.
En já við Birgir skeltum okkur til Egilstaða núna í haust og þá sá ég líka þessa geggjuðu steina.. Ég að ég setji það á Bjögga að skoða það nánar. Mig grunar að það gæti verið flott boulder.
Þannig fór nú það sumar. Svo skora ég bara á Björgvin að finna sér vinnu í reykjavík næsta sumar svo við getum klirað meira saman vúhú...

Valshamar - 2010