15.2.2009

Bloggleysi



Ég vona að þið getið fyrirgefið mér bloggleysi síðustu mánaða ;) Málið er bara það að þetta blogg hefur misst tilgang sinn. Það var stofnað þegar ég flutti til Danmerkur árið 2005 til þess að ættingjar og vinir gætu fylgst aðeins með hvernig ég hefði það og hvað ég væri að gera (aðallega því ég vildi sleppa við að svara endalausum emailum um það) ;P Núna hins vegar bý ég með fjölskyldunni og ættingjarnir frétta af mér í gegnum þau. Vinirnir (og margir ættingjar líka) eru svo á Facebook. Búseta og Facebook eru s.s. ástæðurnar. Kannski er Facebook aðalástæðan. Það er svo ótrúlega þægilegt að halda sambandi við fólk í gegnum þá síðu og þar get ég líka valið hverjir geta lesið það sem ég skrifa og séð myndirnar sem ég birti. Tvímælalaust betra að vera virk þar inná en að skrifa blogg.

Reyndar finnst mér gaman að skrifa blogg og það er enginn svona "blogg" fítus á Facebook nema maður getur auðvitað skrifað blogg-Note... sem ég hef ekki gert hingað til.
Ég ætla að halda bloggsíðunni opinni og það getur vel verið að ég skrifi e-ð hér. En bara kannski. Það verður þá ekki um persónuleg málefni býst ég við heldur um opinber málefni sem ég vil tjá mig um.

1.11.2008

Flashback

Mér (mig? eh...) langaði að skanna miklu eldri myndir og setja inn en þar sem tölvur eru drasl þá verður ekki farið lengra aftur að þessu sinni en til ársins 2003.



Á jóladag 2003, Englandi

26.10.2008

14.10.2008

Mikið að gera

Já, það er nóg að gera þessa dagana. Síðasta vikan og rúmlega það hefur líka verið rough eins og hjá svo mörgum öðrum Íslendingum. Annars er mamma með myndlistaropnun á föstudaginn sem var ákveðin með mjög litlum fyrirvara, þannig það hefur líka verið mikið stress út af því.

Upplýsingar um það eru hér: www.rbenedikta.com
Allir velkomnir á opnun ;)

Skólinn gengur bara vel og það er brjálað að gera. Reyndar aðeins afslappaðra næstu daga en verið hefur, sem betur fer. Er búin að lesa Frankenstein (sem mér fannst æði) og Strange Case of Dr Jekyll and Mr Hyde (var að lesa hana í annað skipti og fannst hún ennþá góð). Bókin um Frankenstein er svo ólík þeim Frankenstein bíómyndum sem ég hef séð að það er fáránlegt. Finnst hræðilegt þegar sögum er breytt svona mikið til að kvikmynda þær. Er varla sama sagan... Er núna að lesa Heart of Darkness og finnst hún leiðinlega skrifuð. Efnið er líka mjög fjarri mínu áhugasviði. Missti af tímanum í dag þar sem fjallað var um hana (er með e-a flensu) en skilst að eftir útskýringar kennarans hafi bókin ekki virst vera svo slæm lengur. Vona að það sé rétt. Þarf síðan að lesa The Scarlet letter um helgina.
Er búin að halda tvo fyrirlestra sem gilda 40% og 50% í sitthvorum áfanganum, sá seinni gekk mjög vel og ég fæ líklega 19 af 20 fyrir hann :D Var í prófi í dag sem gildir 50% af litlum áfanga og það gekk fínt. Hins vegar gekk mér hræðilega í síðustu viku í ritgerðarprófi sem gildir 15% enda var ég þá í sjokki yfir öllum þeim vondu fréttum sem dundu á manni í byrjun þeirrar viku.

Anyhow, vildi bara uppfæra þetta blogg smá. Ætla núna að fara að sofa, nokkrar línur úr Heart of Darkness ættu að sjá til þess að ég sofni strax.