
Ég verð að blogga, geðheilsunnar vegna. Það er orðið allt of langt síðan ég hef ramblað um allt og ekki neitt fyrir vinum mínum!
Það er ýmislegt að gerast. Það er sumar... það besta í manna minnum, og það er verið að fara að sparka mér og Júlíu út úr íbúðinni okkar. Ekki að það hafi komið okkur á óvart. Það er bara eiginlega þannig að stundum hjálpar það manni ekki að undirbúa sig undir hlutina þó að maður viti að þeir séu að koma. Það mætti svo sem kalla það lúðaskap að hafa ekki drifið í þessu fyrr, en sumir hlutir verða bara að fá að taka sinn tíma. Sumum hlutum flýtir maður ekki bara vegna þess að mann langar það. Við erum alla vega ekki búin að festa kaup á íbúð eins og plön sögðu til um heldur verðum við brátt á götunni (eftir nokkrar vikur). Ja, kannski ekki á götunni, en alla vega ekki lengur í Hlíðunum.
Það er náttúrulega margt sem ég hef ekki sagt frá á blogginu mínu, eins og Skotlandsferðin góða, sem reyndist hin skemmtilegasta. Einnig fór ég á Strandir, bæði í sauðburð í Maí, og aftur núna í letihelgi um síðustu helgi. Förin tókst hið allra besta og er ég stolltur að segja frá því að Golfinn góði stóð sig með mikilli prýði, þrátt fyrir hið nú alvana drusluhljóð sem annað veifið glymur í bílnum að engri sérstakri ástæðu nema til að pirra okkur. Svo hverfur það jafnóðum. Fólkið á Bæ í Trékyllisvík er alltaf jafn frábært og tekur manni með opnum örmum... svo opnum að mér finnst Trékyllisvík vera orðin "sveitin mín". Áður hafði þann sess Stífla í Vestur-Landeyjum þar sem bróðir pabba var með búskap, en núna þykir ljóst að Trékyllisvík er sveitasælan í mínum huga, þó að æskuminningarnar frá Stíflu hverfi seint.
Svo ætlaði ég mér að fara í frí í byrjun næstu vika og vera heilar 2 vikur!!! *gúlp*. Ég hef ekki tekið 2 vikur samfleytt í frí í laaaaangan tíma. Ekki síðan ég var í skóla eiginlega. Sem er reyndar ekki svo langt síðan. Eitthvað af þessum 2 vikum fer reyndar í að pakka í kassa. Sem er ágætt.
Svona að lokum... ef góðir gæjar stunduðu framhjáhald myndi það án efa fara svona fram: