miðvikudagur, nóvember 23, 2011

Undir 90 kílóin

Jæja, þá er komið að því að setja sér markmið. Og markmiðið er skýrt…

undir 90 kíló fyrir jólin

Ekki besti tíminn til að ákveða svona hluti, og ekki besti tíminn til að vinna í því. Til upplýsingar þá er ég að flakka á

milli 90 og 92

núna… eftir því hvenær ég mæli mig.

Svona ætla ég að fara að því:

Fara í Gáska (þar sem ég er með kort) 3svar í viku og einu sinni á viku í fótbolta.

Borða EKKERT nammi (gos eða sælgæti) frá mánudegi til fimmtudags.

Borða “skynsamlega” yfir daginn, hvað sem það nú þýðir.

Ég ætla síðan að skrifa hérna á bloggið hvernig mér gengur og hvað ég hugsa. Fyrirgefið mér þið örfáu (já, eiginlega bara Hrafnhildur) sem lesið þetta einhvern tíman. Ég veit þetta er ekki skemmtilegt efni, en ég ætla mér að nota bloggið aðeins sem “þerapíu” fyrir mig Smile

mánudagur, október 10, 2011

Sykurfíkn

Mig langar í sykur núna. Löngunin kemur oft upp um daginn. Oftast uppúr þurru, en líka mjög oft tengt einhverjum atburð eða fólki. Ef einhver segist ætla að fara útí sjoppu nálægt mér, þá langar mig í sykur. Ef ég fer í bíó langar mig í sykur og ef sérstaklega vel gengur í vinnunni langar mig í sykur. Það er verðugt rannsóknarefni að skoða þessa fíkn, játast undir hana og reyna að finna leiðir til að losna undan henni. Ætla að lesa mér til um þetta, vita hvað netheimar segja um svona fíkn.

mánudagur, janúar 19, 2009

Óskilgreint sjónvarp

Hana nú! Ekki bjóst ég við að sjá RÚV.is í tilvistarkreppu :)

TV_Undefined

Ég er byrjaður aftur og ætla að henda hugsunum hérna á netið fyrir þær hræður sem hugsanlega myndu vilja lesa :)

Cheers.

miðvikudagur, október 01, 2008

Barnið er að koma

Fyrir þá sem eru ekki að fylgjast með…(skammist ykkar) þá er Torfi Jr. að fara að koma í heiminn. Áætlaður komutími er 8. Nóvember 2008. Shit hvað ég hlakka til!!!

Svona býst ég við að barnið muni líta út :

 

Mario profile

föstudagur, nóvember 16, 2007

R.E.M. á Íslandi!!!!!

Ef ég á að blogga einhvern tíman um eitthvað þá er það um þetta. Og ef ég á einhvern tíman eftir að fara á stór-rokktónleika á Íslandi, þá eru það þessir!!! Þeir koma hugsanlega næsta sumar.




Grein á Vísi

Ég missti næstum af þessari frétt, rétt eins og ég rétt missti af þeim með tónleika í Skotlandi um árið. Heimskulegt að missa af því, en þessu ætla ég ekki að missa af!!!

Ykkar einlægur

mánudagur, september 10, 2007

Multitasking

Ég get ekki gert tvennt í einu!! Mér er það bara ómögulegt! Ég á skýra minningu af ömmu minni, standandi í forstofunni í Rauðagerði, talandi við 2 systur sínar í einu. Þær voru allar að tala um sinn hvorn hlutinn en náðu líka að svara hvor annarri og halda þræði. Magnað að sjá. Ég, hins vegar, get ekki talað við 2 í einu. Ég get ekki talað í síma og skrifað blogg á sama tíma. Ég gerðist meira að segja svo slæmur núna rétt áðan að vera að tala í GSM síma, og ræstitæknirinn var að skúra gólfið hérna hjá okkur í vinnunni, og hún benti mér að lyfta fótunum svo hún gæti skúrað. Ég gat ekki fyrir mitt litla líf haldið einbeitingunni í símtalinu OG lyft fótunum á sama tíma. Grey tryggingasölumaðurinn (hélt aldrei að þessu tvö orð kæmu saman hjá mér í setningu) skildi ekkert af hverju ég gat ekki svarað einföldustu spurningum. Mér fannst kjánalegt að biðja hann um að bíða á meðan ég lyfti löppunum.

Annars er allt að smella saman við íbúðarkaupin. Bara nokkrar ferðir í bankann í viðbót og við "eignumst" íbúð :). Hún lítur svona út:



... séð ofan frá :)

Meira um hana síðar.

miðvikudagur, júlí 11, 2007

Fyrir heilsuna

Ég verð að blogga, geðheilsunnar vegna. Það er orðið allt of langt síðan ég hef ramblað um allt og ekki neitt fyrir vinum mínum!
Það er ýmislegt að gerast. Það er sumar... það besta í manna minnum, og það er verið að fara að sparka mér og Júlíu út úr íbúðinni okkar. Ekki að það hafi komið okkur á óvart. Það er bara eiginlega þannig að stundum hjálpar það manni ekki að undirbúa sig undir hlutina þó að maður viti að þeir séu að koma. Það mætti svo sem kalla það lúðaskap að hafa ekki drifið í þessu fyrr, en sumir hlutir verða bara að fá að taka sinn tíma. Sumum hlutum flýtir maður ekki bara vegna þess að mann langar það. Við erum alla vega ekki búin að festa kaup á íbúð eins og plön sögðu til um heldur verðum við brátt á götunni (eftir nokkrar vikur). Ja, kannski ekki á götunni, en alla vega ekki lengur í Hlíðunum.
Það er náttúrulega margt sem ég hef ekki sagt frá á blogginu mínu, eins og Skotlandsferðin góða, sem reyndist hin skemmtilegasta. Einnig fór ég á Strandir, bæði í sauðburð í Maí, og aftur núna í letihelgi um síðustu helgi. Förin tókst hið allra besta og er ég stolltur að segja frá því að Golfinn góði stóð sig með mikilli prýði, þrátt fyrir hið nú alvana drusluhljóð sem annað veifið glymur í bílnum að engri sérstakri ástæðu nema til að pirra okkur. Svo hverfur það jafnóðum. Fólkið á Bæ í Trékyllisvík er alltaf jafn frábært og tekur manni með opnum örmum... svo opnum að mér finnst Trékyllisvík vera orðin "sveitin mín". Áður hafði þann sess Stífla í Vestur-Landeyjum þar sem bróðir pabba var með búskap, en núna þykir ljóst að Trékyllisvík er sveitasælan í mínum huga, þó að æskuminningarnar frá Stíflu hverfi seint.
Svo ætlaði ég mér að fara í frí í byrjun næstu vika og vera heilar 2 vikur!!! *gúlp*. Ég hef ekki tekið 2 vikur samfleytt í frí í laaaaangan tíma. Ekki síðan ég var í skóla eiginlega. Sem er reyndar ekki svo langt síðan. Eitthvað af þessum 2 vikum fer reyndar í að pakka í kassa. Sem er ágætt.

Svona að lokum... ef góðir gæjar stunduðu framhjáhald myndi það án efa fara svona fram: