sunnudagur, 24. febrúar 2008

Jólatréð skoðað


Mikael var mjög áhugasamur um jólaskrautið og ég sver það að ég er enn að finna jólakúlur á ólíklegustu stöðum eftir hann. :D

Hér er ég líka með MME jólapappírinn og OMG, OMG, OMG....ég notaði enskt orðadót á síðuna!!! Mér fannst það bara svo fallegt þar sem þetta er nú í stíl við pappírinn að ég límdi fríkið á! Annars er titillinn bara 24 25! :D

Hér eru líka Prima jólakúlublóm og laufblöð og Prima blingswirl. Bradsin eru svo úr FK skrapp...very very nice svona ólívugræn! :)

Jólakortamyndin ´07 taka 100 or som!


Það var ekki leikur einn að ná almennilegri mynd af þeim bræðrum fyrir jólakortið síðasta. Það voru gerðar nokkrar tilraunir og það reyndist ómögulegt að ná þeim báðum almennilegum. Ýmist var annar með skeifu eða farinn út úr mynd þegar smellt var af eða með fullan munn af mjólk eins og Mikael er hér. Tilraunirnar enduðu því flestar fljótt og foreldrarnir orðnir kófsveittir á að reyna að halda báðum gaurunum í mynd og með jólahúfurnar á hausnum! :D

Þessi mynd er úr töku hundrað eða eitthvað og mér fannst þessi mynd svo fyndin. Einn í fýlu og hinn að súpa! ;)
Pappírinn hér er jólalína MME og enn og aftur flippa ég út á að tæta brúnirnar. Litlu blómin eru Prima jólakúlublómin sem og laufblöðin en stóra feltblómið fékk ég hjá Sesselju og var það skærgult á lit og mjög óskrappvænt að mínu mati. Það fékk því veglega yfirhalningu...var litað með blautu kalki í grænum og dröppuðum tónum og svo smá dash af brúnu bleki hér og þar. Síðan var því skellt í jólabúning með því að setja gyllt glimmerlím á það.
Ég dúddlaði svo í kringum hringinn með gullpenna og í kringum stafina og á þá.

laugardagur, 23. febrúar 2008

Jólabros


Þessi síða er með myndum af Axel Elí í fínu jólafötunum sínum og gleðin skín af honum!

Pappírinn hér er MME jólalínan, Heidi Swapp blóm og FP stimplar sem Guðrún lánaði mér og á hún þökk fyrir að hafa höndlað frú plássfreku mig í Skálholti! LOL...já ég var alltaf búin að dreifa mínu dóti út um allt og inn á hennar litla pláss líka!

Magic




Einhverntíma er allt fyrst og í fyrsta sinn notast ég við enskt orð í titli...átti svolítið erfitt með það meira að segja því ég hef verið svo á móti því að nota ensku á síðurnar mínar. En WTF hverjum kemur það svo sem við hvað maður setur á sínar síður og hérna var hugmyndabankinn galtómur...nema þetta orð, "Magic" poppaði alltaf upp í kollinum á mér og áður en ég vissi af var ég búin að líma enskt orð á sínum mína...OMG! :D


Myndin er af Mikael í jólafötunum sínum og photoshoppaði ég ljósið inná og skyggði hana alla í kringum hann.


Munstraði pappírinn er úr BG, scarlet´s letter línunni, blingið er Prima, blómið fann ég hjá Sesselju og mér finnst það cool, svarta blómið er líka Prima.


afi og ég


Mynd af pabba mínum og Mikael á fótboltamóti á Ísafirði í fyrrasumar. Já hann er enn að leika sér með bolta hann pabbi minn og kominn á sjötugs aldurinn....geri aðrir betur! :D

Pappírinn sem smellpassaði svona við litina í myndinni er frá BG og úr Recess línunni...ég átti held ég 4 arkir úr þessari línu og 2 pössuðu svona frábærlega! ;)

Blómin eru Prima úr ýmsum boxum og bradsin stóru frá Fjarðarskrappi...og mig langar auðvitað í alla liti!

Signý beib gaf mér svo gegnsæja stóra blómið (thank you darling!) og það er Prima Whispers.

sunnudagur, 3. febrúar 2008

Skrappsvítan mín




Jæja, þá er maður búinn að koma sér haganlega fyrir í skrapp/fataskápa herberginu.


Set bara 2 myndir hér en MUN fleiri myndir eru í gallerýinu mínu sem að linkur er á hérna til hliðar einhversstaðar. Jájá...það eru sko myndir úr öllum skúmaskotum eða svo til! :D


laugardagur, 2. febrúar 2008

Pretty in pink


Gerði þessa opnu í gær. Rosa gaman að skrappa í bleiku....eða eins og kemur á spjallinu góða....að kvarta og kveina í bleiku. Hehehe....þokkalegt orðarugl í gangi þar nefnilega! :D

Jæja, PP er BG Perhaps, Prima blóm, FP big board scrolls sem eru með glimmeri á.

Mikael og Axel í grænni lautu síðasta sumar í Aratungu.