sunnudagur, 27. apríl 2008

Kort


Hér er kort í áskorunina hennar Svönu á minispjallinu. Áskorunin var einfaldlega að gera kort með Magnólíu stimpli! Ég notaði 4 Magnólíu stimpla hér og nokkra aðra líka.

Litaði með H2O´s shimmerlitunum mínum og það kemur ógó sætt út og allt svona sanserað og glitrandi. Mjög gott að vatnslita með þessum litum! :D

Okí over and out!

og síða gærkvöldsins



Þetta er síða í leik á spjallinu sem gengur út á það að taka eina af okkar fyrstu skröppuðu síðum og "stela" (skrapplifta) henni. Ég ákvað að taka allra fyrstu síðuna sem ég gerði og stela uppsetningunni á þeirri síðu...hehe ekkert margt annað að stela af þeirri beru síðu!


anyway Kisusíðan er sú allra fyrsta sem ég gerði og það var í ágúst 2005. Hin síðan er svo af Mikael í baði með "baðliti" sem er þvílíkt stuð!

Pappírinn þar er Fancy Pants og líka felt dótið.


Meira voffaskrapp.



Voffa síðan hans Mikaels er gerð úr Blue Awning frá K & Company´s. Ótrúlega fallegur pappír.
Mikael er svo skotinn í öllum hundunum sem eru heima hjá ömmu hans. Þar eru 2 fullorðnir Rat Terriers, 4 slíkir hvolpar...ógó sætir b.t.w. og held að 2 séu enn til sölu ef einhvern langar í svoleiðis dúllu...nú og svo er það uppáhald allra hann Garpur sem er Pug. Jiminn það er svo gaman að sjá allt þetta voffager leika sér saman!!!

fimmtudagur, 24. apríl 2008

Nýjustu síðurnar og kortin



Er ekkert búin að vera voða dugleg unanfarið í fönrinu en skellti þó í 2 síður úr nýja pappírnum frá FK skrapp. Bursta vel síðan er úr BG pappír og Hvolpa ást er úr K & Company´s pappír.

Græna risaeðlan er frá Fancy Pants og fæst í FK skrapp.

Men ó men hvað ég er skotin í mjúku, loðnu splittunum í alls kyns litum sem ég keypti á FK skrapp hittingnum um daginn. Luv them! :D