Jæja, spark í rassinn sendir mann af stað í bloggveröldina.
Bróðir minn kvæntist elskunni sinni laugardaginn 26. maí. Það var yndislegur dagur frá upphafi til enda, frábær athöfn og skemmtilegt partý fram á nótt! Dagur sem mun alltaf lifa í minningunni! Til hamingju, Hlynur og Erna!
Ég bíð svo spennt eftir 19. júní þar sem ég fer ásamt tveimur bestu vinkonum mínum til Þýskalands í smá "sprell". Byrjum vikuna á nokkrum dögum uppi í fjöllum, förum svo til Hannover á Genesis tónleika og endum ferðina á party-time í Berlín. Við erum svona nokkurn veginn með þessari ferð að halda upp á það að vera búnar að hunskast til þess að hittast allavega einu sinni í mánuði í 5 ár! Og þá er ég ekki að meina að kíkja í heimsókn í hálftíma, heldur að eyða heilu kvöldi saman. Borða saman helst og gera svo eitthvað skemmtilegt á eftir. Yndislegur en lítill hópur :-)
Nú er skólinn að verða búinn hjá eldri dóttur minni og við bíðum spennt eftir einkunnum sem hún fær á fimmtudaginn. Hún hefur staðið sig rosalega vel í skólanum frá byrjun og ég býst ekki við neinu öðru. Ég sagði nú við hana eftir stærðfræðiprófið um daginn að það sé ekkert nauðsynlegt að fá 10 í öllu en hún hafði miklar áhyggjur af einu dæmi sem hún skildi ekki.
Svo fer litla daman mín í skóla í haust. Vá hvað tíminn flýgur hratt...