Já, svakalega hefur verið mikið að gera í félagslífinu undanfarið. Eitt þorrablót og skrepp á Grand Rokk; systkinakvöld heima, flott veisla og endað í pottinum; bíóferð á The Sea Inside; bíóferð á Bangsímon og frýllinn (má ekki klikka á teiknimyndunum); árshátíð á Broadway og skrepp á Sirkus og Sólon; og svo það nýjasta: fór á forsýningu á Ray í breyttum og mikið bættum sal Laugarásbíós. Myndin mjög góð, Jamie Foxx fór alveg á kostum í hlutverki Ray Charles. En mikill svakalegur saurlífisseggur hefur karlinn verið á sínum tíma! :-O
Enívej.. róleg helgi framundan, ef ég lít fram hjá því að það er allt brjálað heima hjá mér ;-) Engin smá læti sem fylgja því að búa til ný herbergi! Ædol í kvöld, vonast til þess að Lísa detti út. Er engan veginn að fíla hana. Missti af AmÆdol í gærkvöld en vonast til þess að upptakan hafi heppnast. Þá get ég horft á Ædol alla helgina bara...
