Jæja, nú líður tíminn allt í einu voða hratt og ég glotti bara framan í hann því ég er búin með mest megnið af því sem ég ætlaði að gera fyrir jólin (á bara eftir að dundast í þrifum um helgina) og svo styttist líka tíminn í að Ástralíu-ullarhnoðrarnir okkar fari að mæta aftur til klakans! 6 dagar :) Ekkert smá sem það verður gaman að sjá þau aftur.
Ég var að lesa svolítið undarlega bók, Faðirinn, móðirin og dóttirin heitir hún og er eftir Kerstin Thorvall ef ég man rétt. Veit ekki alveg hvort ég eigi að mæla með henni. Hún fjallar um verðug málefni (m.a. geðveiki og kynferðislegt ofbeldi) og á að gerast á fyrri hluta síðustu aldar í Svíþjóð. Ég veit eiginlega ekki alveg af hverju mér finnst hún vera svona undarleg, ég bara einhvern veginn fann ekki neistann í henni en kláraði nú samt að lesa hana.
Nú fer ég að snúa mér að áframhaldandi ævintýrum vampírunnar Lestat, Blood Canticle, sem tengdamóðir mín var svo yndislega að versla fyrir mig úti í London um daginn :-) Það jafnast fátt á við eina eða tvær Anne Rice sögur á ári! Ég hef bara ekki jafnað mig enn af æðinu sem greip mig þegar ég sá Interview with the vampire í bíó hérna fyrir hundrað árum síðan eða svo.
Mæli eindregið með disknum Brothers in arms með Dire Straits. Það er nauðsynlegt að grafa hann upp við og við og hlusta á alveg í gegn. Ég get reyndar ekki hlustað á titillagið án þess að tárast, þetta er bara svo óhugnalega flott tónlist. Læt textann magnaða fylgja hérna. Hvernig væri að heimurinn okkar færi að vera svolítið friðsælli??
Brothers in Arms
These mist covered mountains
Are a home now for me
But my home is the lowlands
And always will be
Some day you'll return to
Your valleys and your farms
And you'll no longer burn
To be brothers in arms
Through these fields of destruction
Baptisms of fire
I've witnessed your suffering
As the battles raged higher
And though they did hurt me so bad
In the fear and alarm
You did not desert me
My brothers in arms
There's so many different worlds
So many different suns
And we have just one world
But we live in different ones
Now the sun's gone to hell
And the moon's riding high
Let me bid you farewell
Every man has to die
But it's written in the starlight
And every line on your palm
We're fools to make war
On our brothers in arms