Já, þið segið nokkuð. Ég er ekki alveg nógu dugleg að blogga þessa dagana en...
... á sunnudagskvöldið sá ég Rómeó og Júlíu í Borgarleikhúsinu með eðal-vinkvendunum mínum. Sýningin var breathtaking (andatakandi) í flest alla staði. Einstaka sinnum kom fyrir að Rómeó var að flýta sér aðeins of mikið að tala þannig að maður skildi ekki 3ja hvert orð eða svo hjá honum, en honum er það alveg fyrirgefið vegna vöðvamassa ;) Mikill húmor, gleði og sorg, einstaklega mikill styrkur hjá flestum og sérlega minnisstætt atriðið þar sem fóstran breyttist í skrýmsli í nokkrum skrefum, ég pissaði næstum því á mig af hlátri.
... við hittum píanókennarann á þriðjudaginn og hún var svona líka hrifin af því að fá áhugasaman nemanda sem kann bara alveg heilmikið nú þegar! Stúlkukindin getur varla beðið eftir því að fá að byrja, en enn er verið að púsla saman stundaskrám þarna í tónlistarskólanum. Við vitum þó nú þegar að einn tími í viku verður í hádeginu úti í Kárnesskóla, sem er náttúrulega mjög þægilegt.
... ég byrjaði í nýju vinnunni í dag. Frekar svona skringilegt að byrja í nýrri vinnu en maður þekkir allt fólkið þokkalega vel og er ekkert stressaður yfir þessu. Líst bara nokkuð vel á starfið og ætla að henda mér í bunkana í fyrramálið. Þarf að muna eftir því líka að fá lykil og bílastæðiskort hjá umsjónarmanni hússins.
... það héngu nokkrar veðraðar rósir út um póstlúguna hjá mér þegar ég kom heim. Eiginmaðurinn segist ekki hafa staðið fyrir þessu. Undarlegt mál. Rósirnar eru allar óhreinsaðar og vel útsprungnar, svona eins og einhver gróðurhússeigandi hafi bara viljað losna við þær eða eitthvað. Skil þetta ekki alveg. Ef einhver veit eitthvað um málið er viðkomandi vinsamlegast beðin/n um að gefa sig fram við mig. Ég ætla allavega að vona að eldri dóttirin sé ekki komin með biðla á eftir sér strax!! :-O
... og btw (eða við veginn eins og við segjum á íslensku),
Kimi krúsilíus Raikkonen vann síðustu formúlu 1 keppni! Víhííííí... ég ekkert smá glöð! Nú þarf drengurinn bara að halda þessu áfram og vinna svo allavega 12 keppnir á næsta ári, þá verð ég ennþá glaðari.
... það verða pylsur í matinn í kvöld. Bara svona að láta ykkur vita ;)