Maí er víst alveg að verða búinn.. bara eftir rúman klukkutíma eða svo. Ferlega líður tíminn alltaf hraðar og hraðar þegar maður verður svona gamall eins og ég verð einhvern tíman í framtíðinni (ferlega var þetta bjánaleg setning hjá mér).
Jei.. lífsmark frá Hlyn og Ernu, ekkert smá gaman búið að vera hjá þeim í outback ferðalagi í Ástralíunni. Hlynur sló líka svona svakalega í gegn í garðyrkjuskólanum, hæstur í sinni deild, annar hæstur í skólanum og fékk 3 viðurkenningar í viðbót! Ef ykkur vantar trjásérfræðing, þá kemur minn heim til Íslands aftur rétt fyrir jól ;)
Björg og Halldór komu heim úr heimsreisunni sinni í kvöld og ef ég man rétt þá á Sólrún að hafa komið líka í kvöld. Vonandi gekk síðasti partur ferðalaganna þeirra vel, ég hlakka til að heyra í ykkur og sjá ykkur aftur, stelpur! Get varla beðið eftir síðustu helginni í júní! Vííííí
Ég var mjög ánægð með AmerIdol úrslitin! Fantasia er fantastic!
Ég var líka mjög ánægð með aukamilluna í Survivor, þó svo að Fréttablaðið hefði kjaftað henni í mig sl. þriðjudag. Ull á þá aftur :-Þ Rupert er flottastur!
Við hjónakornin vorum rosalega dugleg í dag og tókum báða bílana okkar í gegn að innan og utan. Sunnu Kristínu fannst þetta rosa sport að vera með okkur í bílunum heillengi og vildi svo ekki fara úr Renaultinum þegar við vorum búin að þrífa og bóna. Sat bara sem fastast í sætinu sínu og djammaði með Útvarpi Latabæ. Rosa stuð!
Ólöf Svala var hjá föður sínum þessa helgina. Hann og Berglind voru að kaupa raðhús og þau fengu það afhent um helgina. Ólöf Svala var sett í það skemmtilega verkefni að reyta arfa í garðinum í dag og ég held henni hafi nú bara líkað það vel. Hún er nú einu sinni þannig að hún þarf að hafa eitthvað að gera, þessi elska. Nú eru bara vika eftir af skólanum hjá henni og svo fer hún í Tennis- og íþróttaskólann í Sporthúsinu í 3 vikur, þangað til Stjáni verður kominn í sumarfrí. Hún er búin að vera í tennis einu sinni í viku í allan vetur og líkar það voða vel. Strákurinn sem sér um tennisinn þarna niðurfrá er allavega mjög ánægður með hana og segir hana standa sig mjög vel.
Svo.. btw.. ef einhver er með vinnu á lager handa mér frá allavega 1. desember næstkomandi þá eru allar bendingar mjög vel þegnar :-) Svo getur líka vel verið að mér verði sparkað út fyrr ef Lilja systir kemur fyrr úr fæðingarorlofinu en áætlað var fyrst. Lilja, farðu nú að ákveða þetta svo ég geti farið að áætla hvað ég þarf að gera :-)
Tími til að skríða í bólið.. er að hlusta á "Horse with no name" með súpergrúppunni America. Alveg brilliant... minnir mig alltaf á Joey að keyra leigubílinni hennar Phoebe í gegnum eyðimörkina á leið á tökustað fyrir *stóru myndina* sem hann átti að vera í... hahahahaha
