10 hlutir til að gera í London
1. Farðu á tónleika.. Það er nóg af þeim, út um allt. Rosalega gaman!
2. Farðu í leikhús. Ég mæli eindregið með The Phantom of the Opera í Her Majesty's Theatre á Haymarket. Castið er mjög gott, en ég veit að þeir sem leika drauginn og Raoul (vúvú) hætta í September 2004. Svo skilst mér að We will rock you sé ekkert spes.. þannig að ég get ekki mælt með þeim söngleik.
3. Farðu gula rúntinn hjá The Original Tour Company. Fullt af hlutum til að sjá og skoða, þú getur hoppað úr og í rútuna á fullt af stöðum og svo er líka live guide, sem gæti þess vegna verið rosalega sætur strákur ;-)
4. Cafe Boheme, 13-17 Old Compton Street í Soho. Mjög skemmtilegur pöbb með áhugaverðum gestum og sætum barþjónum. Er líka veitingastaður og ég mæli eindregið með Tiger prawn linguini og Sex on the beach with a twist í eftirrétt :)
5. Labbaðu um í Hyde Park. Mjög fallegur garður og ofsalega ljúft að vera þar þó maður sé inni í miðri stórborg. Styttan af Pétri Pan er nokkuð krúttleg, svo er víst minningargosbrunnur um Díönu prinsessu þarna einhvers staðar en við löbbuðum ekki svo langt um daginn.
6. Ef þú hefur heilan dag til að eyða, farðu þá í National Gallery við Trafalgar Square. Ótrúlega mikið úrval af fallegum málverkum, aðallega frá fyrri tímum náttúrulega. Ég hefði alveg verið til í að fara í gegnum það á snigilshraða og njóta þagnarinnar.
7. Ef þig vantar að kaupa eitthvað, þá finnur þú það á Oxford Street. Ef þú hefur dýran smekk þá finnur þú það á Bond Street.
8. Ef þú ert hrifin/n af nútímalegum veitingastöðum farðu þá á Asia de Cuba á St. Martin's Lane.
9. Mættu á Portobello Road kl. 9 á laugardagsmorgni. Lífið getur varla verið meira busy en þar og þá.
10. Síðast en ekki síst: Hafðu það gott og skemmtu þér vel, því maður á ekki að gera neitt annað í London!
