...og Rafgeymar

miðvikudagur, ágúst 31, 2005

Þetta nálgast

Blessaður NordicBaltic fundurinn minn nálgast óðfluga, ekki laust við að ég sé komin með smá stresshnút í magann.

Ætla þess vegna að gera smá könnun, spurning er: Hver telur að mér takist áfallalaust að stjórna fundinum og tala sæmilega ensku?

Svör skilist í kommentakerfið!
|

þriðjudagur, ágúst 30, 2005

Týndi veitingastaðurinn

Týndi grænmetisstaðurinn er fundinn eftir ábendingar frá Fanný hér að neðan!!! Hann heitir Garðurinn og er á Klapparstíg! Stefni þangað í miðvikudagshádegi í næstu viku það er lokað í þessari viku venga sumarleyfa!!

Einhverjar uppástungur hvert skal fara í þessari viku í staðinn?
|

mánudagur, ágúst 29, 2005

Ný tölva

Vei vei fyrsta færslan í nýju tölvunni!!!
|

Blásýra

Fá sér kokteil, fara í kjól, fá sér jarðaber, jarðaberin voru mygluð, fá sér annan kotkteil, spjalla, fara í partý, panta framsætið í bílnum, láta hundinn í skottinu gelta á hina því ég er fram í, heilsa afmælisbörnum, fá sér bjór, spjalla, peppa stemmningu, hlusta á rokkhljómsveitina Blásýru á stofugólfu klæddu hvítu teppi, fá sér bananalíkjör, hlusta meira á Blásýru, troða upp með Blásýru, gleyma textanum, fá sér meiri bananlíkjör, láta hella yfir sig bjór, dansa við Blásýru, syngja kátir voru karla með blásýru, drekka hvítvín, torða aftur upp með Blásýru, nú mundi ég textan, slamma mikið, spjalla, drekka meiri bananalíkjör, fara í bæinn, hitta nýtt fólk, hitta fullt fólk, flýja úr bænum vegna ágangas unglinga, sofna.
|

laugardagur, ágúst 27, 2005

Tónleikurinn Bítl

Held barasta að það sé við hæfi að rita örfáar línur um Tónleikinn Bítl. Ætlaði mér nú einhvertíman að skirfa góða gagnrýni og birta hér en það hefur ekki komist í verk. Hvað sem því líður þá skellti ég mér í gærkvöldi í góðra vina hópi á Tónleikinn Bítl. Ætli ég hafi ekki verið að sjá þetta í 4 og 1/2 skiptið.

Þrátt fyrir að vera búin að sjá þetta oft í Loftkastalanum í sumar og hlusta á þá bæði í Vesturportinu heitinu og á Hverfisbarnum í all nokkur ár þá fæ ég aldrei leið. Það er eitthvað við þá sem fær mig alltaf til að hlægja. Sumir brandarar eru ódauðlegir eins og Yoko Ono brandarinn og einfætta módelið meðan aðrir eru misfyndir, stundum hlær maður stundum ekki. Tónlistin er líka vel flutt, bæði spila þeir vel og syngja vel og það er deginum ljósara að raddir þeirra passa vel sama. En hvað sem líður tónlistinni og bröndurunum þá held ég að það sé einlægnin í framkomu þeirra sem dregur mig aftur og aftur og gerir þessa Bítlaeftirhermuhljómsveit einstaka!
|

fimmtudagur, ágúst 25, 2005

Miðvikudagshádegi

Grænmetisstaðurinn sem átti að vera hádegisstaður vikunnar fannst ekki í gær. Stefán gekk upp og niður skólavörðustígin að leita að staðnum en fann ekki. Ég get ómögulega munað hvar hann er þessi staður. Kannski mig hafi bara dreymt hann. Planið er þó að fá sér göngutúr um miðborgina og leita að þessum góða stað!

En í staðinn fórum við í gær á Fylgifiska. Afskaplega ljúfengt!
|

mánudagur, ágúst 22, 2005

Menninganótt

Það sveif yfir mig einhver ánægju tilfining meðan ég rölti niður Túngötuna, yfir Ingólfstorgið og upp Austurstrætið snemma á laugardagsmorguninn. Hausverkurinn sem ég fann fyrir þegar ég fór á fætur hvarf eins og dögg fyrir sólu um leið og ég kom út og rölti af stað. Miðborg Reykjavíkur er allveg einstök snemma á morgnanna áður en erill dagsins hefst.

Ferðinni var heitið að sækja bílinn minn í bæinn. ,,Hvílíkur lúxus að geta bara rölt eftir bílnum" hugsaði ég með mér og rölti áfram í morgunlogninu. Ánægjar var þó fljót að hverfa þegar að bílnum var komið og ég tók eftir því að annar hliðarspegilinn var hálf brotinn af. Ég keyrði því heim í pirrkasti, út Lækjargötuna, upp Skotthúsvegin og inn á Hringbraut. ,,Best að flýta sér bara heim og byrja dagin upp á nýtt" hugsaði ég með mér þegar ég beygði inn á Víðimelin. Ég hefði þó átt að flýta mér aðeins minna því í asanum að byrja dagin upp á nýtt tókst mér að læsa lyknana mína inni í bílnum með brotna speglinum. ,,Djöfullinn að vera ekki búin að koma lyklum til Fannýjar" sagði ég við sjálfan mig þar sem ég stóð fyrir utan bílin og reyndi að ákveða hvað ég átti að gera. Niðurstaðan var sú að fá lánaðn bíl hjá Fanný og keyra heim til mömmu og pabba og ná í aukalykilinn af bílnum.

Það var ekki að spyrja að því að mér tókst að byrja dagin upp á nýtt. Ég hafði líka hugsað með tilhlökkun til Menningarnætur enda langt síðan ég hafði verið viðstödd þennan mikla mannsöfnuðs dag í höfuðborginni. Ég byrjaði á því að rölta með Fanný og Sverri í gegnum miðbæinn og fá okkur pylsu og skoða í búðaglugga. Þá var haldið í partý til Önnu, grilla, drukkið og spjallað. Ég var afskaplega kát enda í nýjum kjól sérstaklega fjárfest í honum fyrir partý hjá Önnu og menningarnótt.

Eftir partý tók við heljarinnar tónlistarveisla hjá mér langt fram eftir nóttu, byrjaði á því að sjá endan á Earth Affair, þá enn eina bítla eftirhermuhljómsveitina og Jagúar á sviðinu hjá Landsbankanum. Næst var kíkt á Þjóðleikhúskjallarann að hlusta á Brynhildi Guðjónsdóttur flytja lög úr Edit Piaf. Rölti upp laugavegin og hlustaði meðal annars á blúsband einhverstaðar á leiðinni og endaði á kaffi vín að hlusta á Dixesbandið Öndina. Þar fór annarra slagsverksleikarinn á kostum, spilaði á veggi og súlur í miklum fíling. Tónlistarveislan endaði svo i Iðnó á ofurballi með Geirfuglunum þar sem ég dansaði af mér fæturnar.

Það sveif yfir mig ánægju tilfinning þegar ég rölti heim niður Austurstrætið, yfir Ingólfstorgið og upp Túngötuna. Það er líka yndislegt að rölta heim í morgunsárið eftir ánægjulegt kvöld í miðborginni.
|

föstudagur, ágúst 19, 2005

Brynhildur Ösp

Mig dreymdi um dagin að ég væri ólétt en enginn vissi það. Svo fæddist barnið og var tekið með keisaraskurði. Það kom mjög skýrt fram í draumnum að ég vildi ekki láta föðurinn vita en það koma aldrei fram hver hann var. Allir voru mjög hissa á því að ég væri allt í einu komin með nýfætt stúlku barn og það var mikil pressa á að ég nefndi stúlkuna eitthvað. Nafnið kom mjög skýrt fram og var stúlkan nefnd Brynhildur Ösp.

Ég hef svona verið að velta þessu fyrir mér og fletti upp í nafnabók hvað nöfnin Brynhildur og Ösp merkja í draumi. Þau voru hvorgut í bókinni en nafnið Brynjar merkir eldsvoði og eignatjón og Hildur merkir barátta. Svo ég held ég fari og hringi í tryggingafélagið og gangi frá málunum!!

En er einhver sem treystir sér í að ráða þetta?
|

fimmtudagur, ágúst 18, 2005

Hádegi

Það er alltaf jafn huggulegt finnst mér að fara öðru hverju út að borða í hádeginu. Við Stefán erum búin að ákveðan núna að hittast alltaf einu sinni í viku og borða saman í hádeginu. Svona fyrst um sinn ætlum við að þræða þá grænmetisstaði sem borgin býður upp á.

Í síðustu viku fóru við á Grænan kost og það var mjög ljúffengt. Ákváðum svo í dag að tékk á Á næstu grösum. Ég var mjög ánægð með mitt en Stefán ekki eins sæll með sitt. Svo er það dýrara en Grænn kostur. Í næstu viku er svo stefnan tekin á litla staðin á Skólavörðumstígnum sem ég man ekki hvað heitir. Ætla að vona að það verði boðið upp á spínatlasagna þann dagin! Umm....

Það er svo ekki úr vegi að nýta þessa síðustu sólardaga sumarsins í að sitja úti og hafa það huggulegt! Held ég sé farin í bæin með bók og setjist út yfir vínglasi!
|

miðvikudagur, ágúst 17, 2005

Trommarinn

Það býr trommari í húsinu fyrir aftan mig. Hann er nú voða tillitsamur og æfir sig bara á daginn. Þar sem ég er mikið heima við þessa dagana þá hef ég orðið talsvert vör við æfingarnar og trommarinn er bara nokkuð klár. Það er þó eitt sem ég skil ekki, af hverju í ósköpunum þarf hann alltaf að hafa opin gluggan þegar hann æfir sig??
|

Menningarnótt

Var að renna aðeins yfir dagskrá menningarnætur og komst að því að nú vildi ég geta verið á mörgum stöðum í einu svo margir eru tónleikarnir sem ég vildi sjá! Fyrir utan allt hitt sem væri gaman að skoða!
|

þriðjudagur, ágúst 16, 2005

Frændsystkinaboð

Ég geispa stórum þennan þriðjudagsmorguninn enda lítt útsofin. Ástæðan fyrir svefnleysinu og geispinu er hið árlega frændsystkinaboð sem var haldið í gær. Eftir miklar vangaveltur um hvenær allir kæmsut þá var mánudagurinn 15. ágúst fyrir valinu. Þrátt fyrir að boðið hafi endað á virkum degi frekar en föstudegi eða laugardegi þá var ekkert gefið eftir í áti og drykkju sem orsakar slappan dag í dag. En maður lætur það ekki á sig fá enda var mikið stuð!

Eins og við var að búast var útfært betur hvernig Flóvenzríkinu verður stjórnarð. Til dæmis afsalaði drottingamaðurinn sér titlinum og er nú ráðgjafi ásamt Guðjóni bak við tjöldin. Halldórsborg hefur einnig fengið aukið hlutverk í útflutningi á flóvenzkum hrísgrjónum. Einnig liggur fyrir beiðni frá manni prinessunnar af Reykjvík um að fá yfirráð yfir Akureyri. Beiðnin verður tekin fyrir í Flóvenz ráðinu en það skipa drottningin, bankastjórinn, prinsessan af Reykjavík og pólska prinsessan af Halldórsborg. Það komst einnig upp um bankastjórann að hann væri siðlaus en hann spyr nú bara hver þekkir bankastjóra sem er ekki siðlaus?

Ég lagði líka á ráðinn með ráðgjafa mínum um væntanlegt forsetaframboð. Ekki er seinna vænna að koma málunum af stað enda ekki nema 11 ár þar til ég get boðið mig fram. Nóg vinna er framundan í þessum málum. Þeir sem styðja framboð mitt látið mig endilega vita.

Að lokum má ekki gleyma að Páskaviðbjóður 2006 var skipulagður!
|

sunnudagur, ágúst 14, 2005

Kúkabrandarar

Ég var stödd í strákapartýi á föstudagskvöldið þar sem saman voru komnir karlmenn á aldrinum 25-55 ára. Það er svo sem ekki frásögu færandi nema ég var steinhissa þegar umræðan snérist öll um kúkabrandara. Það er greinilegt að sumir vaxa aldrei upp úr þeim allaveganna var mikið hlegið!
|

fimmtudagur, ágúst 11, 2005

Ég er byrjuð!!!

Já mín er byrjuð á verki sem hefur staðið til að gera í 9 ár! Verkið er að raða myndunum mínum í albúm. Fyrir 9 árum síðan þegar verkið átti að hefjast átti ég um 4 filmur sem þurfti að raða í albúmið en smám saman bættust filmur við og núna á ég 74 filmur sem ég þarf að raða í albúm. Ég er búin með 17!!!

Þegar þessu verki er lokið er næst á dagskrá að fylla í götin á filmunum, það er búið að taka svo mikið af myndum úr þessum gríðarlega fjölda mynda að ég þarf að gera þetta í hollum. Filmur 1-10, svo 11- 20 og svo framvegis. Stefni á að klára þetta fyrir jólin ásamt því að fara í gegnum myndirnar í tölvunni og ákveða hvað ég ætla að láta framkalla og þá get ég byrjað að safna aftur myndum sem bíða í 9 ár eftir að vera sett í albúm!!
|

þriðjudagur, ágúst 09, 2005

Ikea, skonsur og Bónus

Það er fátt betra en að fá nýbakaðar skonsur í morgunmat. Ýrr mín tók sig til og bakaði skonsur í morgunmat og Lára kom í heimsókn til okkar og borðaði morgunmatinn með okkur. Það veitti ekki af allri orkunni af skonsunum því við tók maraþon vera í Ikea, Rúmfatalagernum og Bónus og við drukkum heldur mikið af rauðvíni í gærkvöldi.

Merkilegt var að það var eiginlega ekkert til í Ikea sem við ætluðum að kaupa. Hillan (ha nei ekki ég sko helldur svona hirslur!!!!) sem ég ætlaði að kaupa var ekki til og er væntanlega í þessari viku eða næstu. Hilla sem Ýrr fann, allveg agarlega falleg, var ekki til heldur og ekki fáanleg fyrr en eftir 7 vikur og kassarnir sem við ætluðum að kaupa voru ekki til í réttri stræð. Okkur tókst samt að kaupa eina hillu, bretti, rifjárn, kassa, straubretti, skæri, kolla, herðatré, box, forstofumottu og sitthvað fleira nauðsynlegt í heimilishaldið.

Við stöldruðum styttra við í Bónus enda finnst mér afskaplega leiðinlegt að verzla í Bónus í Holtagörðum. Þar var við það sama og í Ikea, gúrka var ekki til, né rjómaostur, ger eða sætt sinnep. Hagkaup býður því heimsóknar frá okkur líka.

En hvað er betra en að enda svona dag með því að skella sér í ræktina og fara svo heim og klára rauðvínið sem leigandinn okkar lánaði??!!
|

mánudagur, ágúst 08, 2005

Helgin í nýrri í búð

Helgin í nýju íbúðinni var afar hugguleg. Búin að koma mér nokkurnvegin fyrir í herberginu mínu. Eldhúsið er komið í stand og nú er bara stofan eftir. Sjónvarpið er þó komið í gagnið enda bráðnauðsynlegt að hafa bæði geislaspilarann og sjónvarpið í góðu lagi og náttlega geilsadiskanna uppi við!

Eftir að allt dótið var komið í íbúðina og við Ýrr þurft að gera lítið sem ekkert nema horfa á allar hjálparhrellurnar bera skelltum við okkur í afmæli til Sigrúnar og Ernu sem var stórgóð veisla þó ég hafi ekki enst lengi. Laugardagurinn fór svo í tiltekt upppakk og gaypride. Mér fannst Hommahnjúkavirkjun allveg kostuleg, langbesta atirðið í göngunni!! Um kvöldið fórum við Fanný í partý til Ara og ég skellti mér svo í partý til Auðar. Þar varð til danshópurinn Agesasses group sem fór hreinlega á kostum við Justin Timberlake.

Hver hefði svo trúað því að ég fór tvisvar í bíó í gær. Sá The Island í hádegisbíó og Brúðkaupsflennurnar í hálf níu bíó! Það er agalega langt síðan ég sá bandaríksa stórmynd síðast og The Island stóð sig mjög vel sem slík. Þó að Brúðkaupsflennurnar hafi verið heldur langar þá voru þær afskaplega fyndnar! Mæli með þeim báðum!
|

föstudagur, ágúst 05, 2005

Í dag

flyt ég :)
|

miðvikudagur, ágúst 03, 2005

Flutningar

AAAAATJÚ, heyrðist í hundraðasta skipti úr skúrnum og ég var vissum að allt hverfið hefði heyrt þennan hnerra. ,,Djöfulsins ryk sem safnasta á gömulu dóti í geymslu" hugsaði ég með mér og hélt áfram að róta í kössum og velta því fyrir mér áfhverju mér hefði einhvertíman dottið í huga að geyma skrautsápur og ónýt föt. Ég hafði verið viss um að ég fyndi eitthvað skemmtilegt þegar ég færi að taka til í gömludóti en það helsta sem var skemmtilegt að finna voru tvær myndir af mér, Unni systir og Eyrúnu frænku síðan 1989 og fermingarskyrtan mín. Hvað sem því líður þá tókst mér að koma dótinu mínu fyrir í einni hillu í skúrnum, foreldrum mínum til gleði.

Næst bíður mín svo efriskápurinn og pappírar. Efriskápar og pappírar hafa alltaf skelft mig að vissu leyti. Ég fyllist kvíða yfir því hverju ég á að henda og hverju ekki, er tilgangur í að halda upp á gamlar tilkynningar og gömul fréttabréf frá Urkí eða má henda því? Hvað með vikuverkefni frá því í átta ára bekk og öll ,,listaverkin" sem maður geriði sem barn eða glósurnar úr menningarfærði og lögfræði í Verzló? En einhvernvegin kemst maður alltaf yfir þetta, hendir einhverju og geymir annað og á föstudagin verð ég búin að þessu öllu og flutt með allt draslið í hinn vesturbæinn!!!
|
 
Weblog Commenting and Trackback by HaloScan.com