Það sveif yfir mig einhver ánægju tilfining meðan ég rölti niður Túngötuna, yfir Ingólfstorgið og upp Austurstrætið snemma á laugardagsmorguninn. Hausverkurinn sem ég fann fyrir þegar ég fór á fætur hvarf eins og dögg fyrir sólu um leið og ég kom út og rölti af stað. Miðborg Reykjavíkur er allveg einstök snemma á morgnanna áður en erill dagsins hefst.
Ferðinni var heitið að sækja bílinn minn í bæinn. ,,Hvílíkur lúxus að geta bara rölt eftir bílnum" hugsaði ég með mér og rölti áfram í morgunlogninu. Ánægjar var þó fljót að hverfa þegar að bílnum var komið og ég tók eftir því að annar hliðarspegilinn var hálf brotinn af. Ég keyrði því heim í pirrkasti, út Lækjargötuna, upp Skotthúsvegin og inn á Hringbraut. ,,Best að flýta sér bara heim og byrja dagin upp á nýtt" hugsaði ég með mér þegar ég beygði inn á Víðimelin. Ég hefði þó átt að flýta mér aðeins minna því í asanum að byrja dagin upp á nýtt tókst mér að læsa lyknana mína inni í bílnum með brotna speglinum. ,,Djöfullinn að vera ekki búin að koma lyklum til Fannýjar" sagði ég við sjálfan mig þar sem ég stóð fyrir utan bílin og reyndi að ákveða hvað ég átti að gera. Niðurstaðan var sú að fá lánaðn bíl hjá Fanný og keyra heim til mömmu og pabba og ná í aukalykilinn af bílnum.
Það var ekki að spyrja að því að mér tókst að byrja dagin upp á nýtt. Ég hafði líka hugsað með tilhlökkun til Menningarnætur enda langt síðan ég hafði verið viðstödd þennan mikla mannsöfnuðs dag í höfuðborginni. Ég byrjaði á því að rölta með Fanný og Sverri í gegnum miðbæinn og fá okkur pylsu og skoða í búðaglugga. Þá var haldið í partý til Önnu, grilla, drukkið og spjallað. Ég var afskaplega kát enda í nýjum kjól sérstaklega fjárfest í honum fyrir partý hjá Önnu og menningarnótt.
Eftir partý tók við heljarinnar tónlistarveisla hjá mér langt fram eftir nóttu, byrjaði á því að sjá endan á Earth Affair, þá enn eina bítla eftirhermuhljómsveitina og Jagúar á sviðinu hjá Landsbankanum. Næst var kíkt á Þjóðleikhúskjallarann að hlusta á Brynhildi Guðjónsdóttur flytja lög úr Edit Piaf. Rölti upp laugavegin og hlustaði meðal annars á blúsband einhverstaðar á leiðinni og endaði á kaffi vín að hlusta á Dixesbandið Öndina. Þar fór annarra slagsverksleikarinn á kostum, spilaði á veggi og súlur í miklum fíling. Tónlistarveislan endaði svo i Iðnó á ofurballi með Geirfuglunum þar sem ég dansaði af mér fæturnar.
Það sveif yfir mig ánægju tilfinning þegar ég rölti heim niður Austurstrætið, yfir Ingólfstorgið og upp Túngötuna. Það er líka yndislegt að rölta heim í morgunsárið eftir ánægjulegt kvöld í miðborginni.