...og Rafgeymar

miðvikudagur, september 29, 2004

Skólinn

Þá er maður búin að vera í skólanum í tæpan mánuð og þetta svona mjakast. Er með dáldið af kennurum sem ég hef ekki verið hjá áður og er einn þeirra sérstaklega mjög spes maður. Var eiginlega dálítin tíma að átta mig á honum. Til dæmis þá var það ekki fyrr en í þessari viku sem hann byrjaði að kenna að viti. Hinar þrjár vikurnar hafa farið í það að þusa yfir liðinum tíma á Íslandi og upphefja lýðræðis- og stjórnarskrár umræðu í landinu fyrir 1948. Mitt í öllum þessum upphafingum sem sjálfsagt er mikið til í á hann það til að æsast all mikið og skammast yfir því hvernig komið er fyrir lýðræðisumræðu á Íslandi í dag. Ekki er nóg með hann skammist heldur finnst mér alltaf eins og hann sé að kenna okkur um hvernig farið er fyrir umræðunni og það sé okkur að kenna að lýðræðisumræðan hafi stöðvast í október 1948 eins og hann heldur fram. Ég meina nú bara ekkert okkar sem er í tímunum var fætt árið 1948!!! Það er varla að hann hafi sjálfur verið fæddur á þeim tíma! Mitt á milli þessa ræða hefur hann verið að reyna koma frá sér hvernig hann ætli að haga kennslu námskeiðsins. Ég er von því að kennarar noti fyrsta tíman til að fara yfir námsáætlun vetrarins en séu ekki næstum heilan mánuð að því!!! Þrátt fyrir allt er hann samt ágætur kallinn, fíla samt alltaf eins og hann sé nýbúin að uppgötvar alla hluti og sé svo uppverðir yfir þeim að ekkert annað komist að!


|

sunnudagur, september 26, 2004

Það eru fleirum sem finnst dill vont!!!!!

Já viti menn ég er ekki bara búin að eignast bandamann í fuglafóbíunni heldur hef ég líka fundið manneskju sem finnst dill jafn vont og mér :)
|

miðvikudagur, september 22, 2004

Skáld og klæðskiptingur!

Marði litlu systur naumlega í Trivial Pursuit í kvöld! Þrátt fyrir allt reyndi hún ýmis trix til að kné setja mig til dæmis með að láta sem eftirfarandi væri spurning: ,,Hvaða Grænlendingur hóf ferill sinn sem flugmaður árið 1924?" Besta spurnig þó sem ég hef séð í spurningaspili hingað til er:
,,Hvaða pólsk-franska skáld var oft kallað skáld píanósins, átti í ástarsambandi við klæðskipting og dó úr berklaveiki árið 1849?"

Og getiði nú!!!
|

mánudagur, september 20, 2004

Svalur Gúrka og fuglaskítur!

Afrekaði nú bara heilan helling þessa helgina en hefði kannski átt að afreka aðra hluti eins og að læra!! Helgin mín byrjaði á ráðstefnu um Smáríki eftir hádegi á föstudagin. Get nú ekki sagt en fyrri hlutinn hafi verið skemmtilegur hann var meira svona með eindæmum leiðinlegur til að byrja með allavegann fyrir stjórnmálafræðinema eins og mig. Það voru þrír hagfræðingar sem héldur fyrirlestra með mismikið af allkonar hagfræði formúlum á glærum og ekki nokkur leið að skilja svo ég dundaði mér við að horfa á klukkuna á veggnum fletta í glósubókinni minni og fylgjast með öðrum gestum. Náði nú samt einu í þessum hagfærðifyrirlesturm; það er hagfærðilega meirilíkur á að finna sér lífsförunaut í stærri ríkjum. Sem sagt ekki gott að búa í smáríki. Hagfærðingurinn fann þó konuna sína í næsta húsi þó hann hefði búið bæði í New York og London í fjölda ára.
Jæja eftir að hagfræðingarnir luku sér af tóku heldur betur skemmtilegri fyrirlesarar við. Baldur kennar hélt góðan fyrirlestur og næstur í pontu var gaur frá Háskólanum í Ljubljana. Ég dó næstum úr hlátir þegar ég sá hann og eina sem ég gat hugsað um allan fyrirlesturinn hans var Svalur Gúrka! Ef Svalur Grúka hefði farið í Cowboy skyrtu eins og þessi gaur væru þeir alveg eins!!! Minnti mig samt líka svoldið á Vlaimir frá Serbíu hann talaði svo hratt að ég náði bara öðurhverju orði. Það var svo ungur rauðhærður og andlistrauður dani sem sló botnin í þessa ráðstefnu á föstudagin. Hann var þó LaLa e talaði alltof lengi svo ég þurfti að sníglast út áður en ráðstefnunni lauk.

Ráðstefnan hélt svo áfram á laugardagsmorgunin og var heldur betur meira fútt í henni þá. Fyrsti fyrirlesturinn fjallaði um utanríkisstefnu Ísland og sambandið við Bandaríkin. Því miður var ég ekki allveg upp á mitt besta og fannst skemmtilegra að fylgjast með á hvaða mómentum ljósmyndari smellti myndum af fyrirlesranum (honum Val Ingimundarsyni) heldur en að fylgjast með. Sem betur fer gat ég lesið um hvað fyrirlesturinn var í Mogganum á sunnudagin þar sem hann birtist svo gott sem í heild sinni! Kemur sér vel fyrir próf í desember!

Í öðrum fréttum þá held ég að ég sé loksins að sigrast (að einhverju leyti allaveganna) á fuglafóbíunni minni. Get núna gengið meðfram tjörninni án þess að vera með hroll og er hætt að taka á mig auka krók til að koma ekki nálægt fiðurfénu. Held að það hafi eitthvað með það að gera hvað Reykjavíkurborg er búin að vera dugleg hreinsa skítinn upp eftir gæsirnar á gangstéttunum í kringum Tjörnina. Það munar öllu! Finnst ekki sérlega aðlaðandi að vaða gæsaskít upp á miðja kálfa þegar maður er á rölti í bænum. Finnst þó vert að taka fram að ég hef ekki farið ofan þeirri skoðun minni að útrýma ætti fuglum úr þéttbýli!

Yfirogút
|

laugardagur, september 18, 2004

Frábærir tónleikar og bæjarrölt!

Fór á tónleikana hans Gissuar í gær og þeir voru í einu orði sagt frábærir! Það var næstum fullt hús og allir sammála um að mjög vel hefði til tekist! Fyrri hluti tónleikana var helgaður óperuaríum þar sem þau fjögur sem komu fram skiputust á að syngja. Verð nú bara að segja að hann Gissur var lang bestur. Þau voru samt öll mjög góð. Svana er líka frábær söngkona! Hef aldrei heyrt hana syngja áður svo þetta var mjög gaman. Eftir hlé sungu þau mikið saman og sungu þá sönglög ásamt syrpum úr óperettum og söngleikjum. Það var mjög gaman og leikrænir tilburðir æði :o) Í lokin voru þau klöppuð tvisvar upp!!!

Eftir tónleikanna skelltum við Unnur okkur á bæjarrölt. Það er mjög langt síðan ég hef farið á svona marga bari á einu kvöldi. Byrjuðum á að labba í gegnum Vegamót. Settumst svo inn á Ölstofu og hittum Kötlu framkvæmdastjóra RRKÍ. Lilja og Gyða kíktu við. Næst var haldið að hitta Inga og frú á Kofanum. Steinnunn hringdi þegar við vorum að fara af Kofanum og við fórum að hitta hana á Nelly's þar sem Láki frændi hennar var að spila. Eftir einn bjór og falskan söng héldum við í drykk á Kjallaranum. Hef nú bara aldrei séð svona lítið af fólki þar! Það var enginn nema tveir starfsmenn tveir vinir þeirra og við Unnur! Þá næst héldum við á Vínbarinn þar sem var brjáluð kelling sem henti okkur næstum út af klósettinu! Fórum svo á Viktor og hittum Ara og Ottó. Enduðum röltið á Ölstofunni aftur. Fínt kvöld bara verð ég að segja!


|

fimmtudagur, september 16, 2004

Stórtónleikar í Seltjarnarneskirkju!

Já gott fólk, það verða haldnir tónleikar í Seljtarnarneskirkju föstudagin 17. september klukkan 20:00. Þar munu koma fram Gissur Páll Gissurarson tenór ásamt söngtríóinu Soparnos! Hvet alla áhuga sama að mæta! Það vill enginn tónlistarunnandi missa af þessu! Miðaverð er 1500kr.

Sjáumst í Seltjarnarneskirkju!
|

Argg...

Bad day.......... but I it is better to be positive than be angry.......... Tomorow will be better I am sure. Hole day of conference about small states in international system and conserts tomorrow night JIBBY :o) Gissur is going to sing :o) I am really lookin forward to it.

|

miðvikudagur, september 15, 2004

Code

Yes code, the thing is that my cellphone is littel bit broken so when I write sms I can't use the letters: p,q,r and s. But I use others letters instade!!!! For those who don't know I will solve the code for you: instated of r I use d it is because it sounds like you are lisping in Icelandic! Instated of s I use c and in stade of p and q I use nothing!!! So if you have a promblem reading sms from me don't worry now you have the code!! :o)


|

þriðjudagur, september 14, 2004

Fegurð = ofdekrun

Ef maður er fallegur eru þá meiri líkur á að maður sé ofdekraður?
|

mánudagur, september 13, 2004

Undarleg helgi

Ákvað eftir undarlegan laugardag og langan djúpan svefn aðfaranótt sunnudags að eyða restinni af hleginni í að lesa eitthvað. Reyndi í fyrstu að muna hvað ég ætti eftir að lesa fyrir utan skólabækur, rendi yfir bókabunkan á borðinu; Flateyjargáta, Alkemistinn, Átaka svæði í heiminum og Northanger Abby alla ókláraðar. Langaði í svipann að lesa eitthvað annað sem ég ætti eftir að lesa og var ekki þegar byrjuð á. Þá laust því niður í hausinn á mér að ég væri líklega ein af fáum sem ég þekki sem ætti eftir að lesa Da Vinci lykilinn. Hafði því upp á marglesinni bókinni hérna heima og hóf lestur. Satt best að segja festist ég við bókina. Mér fannst ég verða hluti af þessu leyndarmáli og sofnaði seint í nótt einungis 40 bls frá takmarkinu. Dreymdi svo að kórinn minn fyndi lausina í afrísku verki þar sem allir voru með ruslu úr gatara á hausnum.........

Komst svo að leyndarmálinu í morgun, missti næstum af strætó. Ákvað að setja endapunkt við undarlegheit helgarinnar og koma mér í skólann.
|

föstudagur, september 10, 2004

Bara komið!

Víhí hún Ýrsla mín er búin að laga síðuna fyrir mig :o) Nú get sko tekið almennilega til við að blogga :o) Ætli ég byrji ekki bara á því núna að linka á Ýrr!

Er farinn að spila og drekka hvítvín!

Góða helgi!
|

fimmtudagur, september 09, 2004

Well well

Yes I promised to write in english from time to time in here so I have to keep my promise!! Soon the comments will hopefully work so you don't have to sign in to comment!!!

Well, I started school last week and I allready is getting tired. I almost fell a sleep in my second class..... Hope I will be more interested in the nearst future! There is atleast one course that I will not fall a sleep in and that's Europeancoopiration! Vuhu :) Some of you might not think it is interseting but still this is my favorite part of my studies. In October I will go with my class to Brussel to take visit some of the institutions that are located there! We will at least visti, Nato, Shape, EEA and EFTA along with the icelandic embassy in Brussel. Hopefully we will also vistit the office of the Commision. I will at least have to find Dorota :)

overandout
|

Allt að gerast!

Jæja þá er þetta allt að gerast með þessa blesssuðu síðu og ég get farið að skrifa um eitthvað annað en blogg vandræði!!! Hún Ýrr mín ætlar að hjálpa mér með templeitavandann og athuga hvort ekki er hægt að setja inn commentakerfi sem maður þarf ekki að skrá sig inn á!

óverendát í bili
|

miðvikudagur, september 08, 2004

Dúdda mía!

Segi það nú bara þetta drasl hérna til hliðar er ekki nokkur leið að botna í. Langar voða mikið að taka út þennan profile og setja bara inn linka á annað fólk. Fann samt enga leið út úr því þegar ég skoðaði tamplateið. Ætli þetta sé ekki klassískt byrjenda raus. Einhver sem kann ekkert á bloggerinn og dótið. Ég ætlaði mér nú aldrei að nota blogger en hýsilinn sem ég ætlaði að nota er bara búin að vera í viðgerð í meira en viku svo ég gafst upp!!! Eníveis ef einhver er tilbúin að leggja fram aðstoð sína í að laga tamplateið fyrir mig er það vel þegið!

óverendát!
|

þriðjudagur, september 07, 2004

Þá slæst maður í hópinn / Just started

Jæja, þá hef ég ákveðið að slást í hóp bloggarra eftir þó nokkra umhugsun! Á nú eitthvað eftir að vinna í útlitinu á þessari síðu en það gerist bara með tímanum. Ég hef ákveðið að skrifa stundum á ensku líka fyrir vini sem ekki hafa íslensku að móðurmáli. En læt þetta gott heita af fyrstu færslu!

Well well after a lot of thinking I have decided to join and started a web blog!!! I am going to write in english from time to time for you who don't speak Icelandic! But this will be all for now!
|
 
Weblog Commenting and Trackback by HaloScan.com