Skólinn
Þá er maður búin að vera í skólanum í tæpan mánuð og þetta svona mjakast. Er með dáldið af kennurum sem ég hef ekki verið hjá áður og er einn þeirra sérstaklega mjög spes maður. Var eiginlega dálítin tíma að átta mig á honum. Til dæmis þá var það ekki fyrr en í þessari viku sem hann byrjaði að kenna að viti. Hinar þrjár vikurnar hafa farið í það að þusa yfir liðinum tíma á Íslandi og upphefja lýðræðis- og stjórnarskrár umræðu í landinu fyrir 1948. Mitt í öllum þessum upphafingum sem sjálfsagt er mikið til í á hann það til að æsast all mikið og skammast yfir því hvernig komið er fyrir lýðræðisumræðu á Íslandi í dag. Ekki er nóg með hann skammist heldur finnst mér alltaf eins og hann sé að kenna okkur um hvernig farið er fyrir umræðunni og það sé okkur að kenna að lýðræðisumræðan hafi stöðvast í október 1948 eins og hann heldur fram. Ég meina nú bara ekkert okkar sem er í tímunum var fætt árið 1948!!! Það er varla að hann hafi sjálfur verið fæddur á þeim tíma! Mitt á milli þessa ræða hefur hann verið að reyna koma frá sér hvernig hann ætli að haga kennslu námskeiðsins. Ég er von því að kennarar noti fyrsta tíman til að fara yfir námsáætlun vetrarins en séu ekki næstum heilan mánuð að því!!! Þrátt fyrir allt er hann samt ágætur kallinn, fíla samt alltaf eins og hann sé nýbúin að uppgötvar alla hluti og sé svo uppverðir yfir þeim að ekkert annað komist að!
