Fyrsta undanúrslitakvöld í Söngvakeppni Sjónvarpsins var haldið á laugardaginn var. Þar komu fram fimm flytjendur, all ólíkir. Fluttar voru þrjár ballöður, einn rokkslagari og eitt europopplag.
Yfir heildina litið fannst mér þetta fyrsta undanúrslitakvöld heldur slakkt. Annað hvort fannst mér lögin bara ekkert sérlega skemmtileg, flutningur var oft á tíðum ekki góður og einhvernveginn var eins og hljóðið væri ekki allveg í lagi.
Íris Hólm steig fyrst á svið með lagið The one. Lagið sjálft er ágætis ballaða og flutningur Írisar var fínn. Fannst þetta samt allt eitthvað hálf líflaust þó. Það kom þó ekki á óvart að lagið hefði komist áfram enda flutningurinn góður.
Næst steig á stokk Matti papi með lagið Out of sight. Matti flutti lagið óaðfinnanlega en sviðsframkoma hans sjálfs var ekki í takt við hressa hausasveiflandi dansarana. Persónulega finnst mér lagið ekki skemmtilegt og á alls ekkert erindi í Eurovision. Það kom þó heldur ekki sérlega á óvart að lagið hefði farið áfram í ljósi þess að það skar sig úr öllum ballöðunum og var vel flutt.
Ef mig misminnir ekki steig þriðja á svið Kolbrún Eva Viktorsdóttir og flutti lagið You are the one. Önnur ballaðan í keppninni þetta kvöldið. Fluttningur Kolbrúnar var ekkert til að hrópa húrra fyrir, á tíðum hékk hún í tónunum og sjáldan náði hún að halda úti tóni. Ef ekki hefði verið fyrir glæsilegar, vanar og góðar bakraddið hefði lagið algjörlega fallið um sjálft sig. Kolbrún var þó glæsileg á sviðinu í einstaklega fallegum gulum kjól.
Fjórða lagið var You knowked up on my door í flutningi Sigurjóns Brink. Sjonni hefur átt betri flutninga en mér fannst frammi staða hans í heild sinni góð. Lagið var þó ekkert sérstaklega skemmtilegt. Ég hafði getið mér um að annað hvort þetta lag eða lag Íris Hólm kæmist áfram og tel ég að flutningur Írisar hafi átt útslagið um hvort lagið fór áfram.
Síðust á svið var hin unga Karen Pálsdóttir með lagið In the future. Ég vona sannarlega hennar vegna að henni muni ganga betur í framtíðinni en á sviðinu á laugardaginn. Bæði söngur hennar og sviðsframkoma voru vandræðalega. Hún réð engan veginn almennilega við lagið. Auk þess vantaði allt fútt í undirspilið, það var næstum eins og það heyrðis varla. Konseptið þótt mér gott, europopp lag með karldönsurum og söngkonu en þetta féll algjörlega um sjálf sig með of lítill útsetningu, slæmum söng og vondir sviðsframkomu.
Næsta undanúrslitakvöld er á laugardaginn og mun yfirferð á lögunum sem þá keppa birtast hér á morgun.