1.10.11

Veifur á vegg

Og í framhaldi af síðasta pósti þá er hér nýjasta framleiðslan, litríkar veifur á vegg. Límveifur í 6 litum, gular, rauðar, grænar, bláar, bleikar og appelsínugular, 12 stykki í pakka.

Veifur, fánar og flögg

Fyrir mörgum árum keypti ég 2 fánalengjur úr pappír sem ég notaði fyrstu árin til að skreyta barnaherbergi en í seinni tíð hafa þær verið hengdar upp fyrir öll afmæli og önnur hátíðleg tækifæri. Ég fæ aldrei nóg af slíkum flöggum og það eru greinilega fleiri um það (myndir héðan og þaðan).

29.9.11

Olíulampar

Fallegir olíulampar frá sænska fyrirtækinu Klong (via Lotta Agaton).

28.9.11

Österbro

Danskt og huggulegt heimili úr Bolig.

20.9.11

Til sölu íbúðin okkar - S E L D

Jæja, þá er komið að því að íbúðin okkar fari í sölu!! Hjarðarhagi 26, 1. hæð til hægri. 122 fm.

19.9.11

Svart eldhús

Ég er svolítið hrifin af svörtum eldhúsum, allavega neðri skápum. Þetta hér fann ég síðunni Plastolux en eldhúsið er hluti af vinnustofu MO Architekten í Þýskalandi.

17.9.11

Vintage ljós til sölu !

Til sölu þessi frábæru sixtís-loftljós, verð frá 9000 kr. - nánari upplýsingar hjá Normu á facebook ("líkið" endilega við síðuna) eða í síma 699-8577 (Inga)

Rappelkiste

Skemmtileg barnamubla frá árinu 1975 - hönnun Luigi Colani.

16.9.11

Kimi + Paul Galloway

Kimi og Paul eru skapandi fólk sem búa svona huggulega - myndir af Design*Sponge.

Emily

Alveg hreint ágætis ljós - hönnun Daniel Becker.

15.9.11

Góður veggur

Þetta er dálítið sniðugt ... á meðan maður dettur ekki á vegginn eða rekur sig á pinnana. Mynd úr VT Wonen- via emmas designblogg.