Og í framhaldi af síðasta pósti þá er hér nýjasta framleiðslan, litríkar veifur á vegg. Límveifur í 6 litum, gular, rauðar, grænar, bláar, bleikar og appelsínugular, 12 stykki í pakka.
Fyrir mörgum árum keypti ég 2 fánalengjur úr pappír sem ég notaði fyrstu árin til að skreyta barnaherbergi en í seinni tíð hafa þær verið hengdar upp fyrir öll afmæli og önnur hátíðleg tækifæri. Ég fæ aldrei nóg af slíkum flöggum og það eru greinilega fleiri um það (myndir héðan og þaðan).
Ég er svolítið hrifin af svörtum eldhúsum, allavega neðri skápum. Þetta hér fann ég síðunni Plastolux en eldhúsið er hluti af vinnustofu MO Architekten í Þýskalandi.
Til sölu þessi frábæru sixtís-loftljós, verð frá 9000 kr. - nánari upplýsingar hjá Normu á facebook ("líkið" endilega við síðuna) eða í síma 699-8577 (Inga)