laugardagur, 29. september 2007
Jóla jóla jóla hvað?
Já, jólakort og merkimiðar eru alls ráðandi hjá mér þessa dagana. Í kvöld fór ég á minihitting hjá Jóhönnu vinkonu, sem er nýr skrappari og hún er að draga með sér þær Kötu og Unni... Við skröppuðum saman í kvöld og það var mjög skemmtilegt, alltaf gaman þegar maður sér fólk hafa svona gaman af þessu og gera svona flott!
Ég litaði nokkrar myndir, notaði nýju borðana mína, gerði jólakort og merkimiða. Prófaði stickles eins og hún Hulda P hefur notað, og er rosalega sátt við árangurinn... :)
föstudagur, 28. september 2007
Jæja hér kemur afmælisgjöfin hennar Gunnu frænku. Ég bjó til múffuuppskriftabók (af því að hana langar svo að fá fleiri múffuuppskriftir. Bókin er að sjálfsögðu pokaalbúm og vakti mikla lukku, auk þess að klára marga, marga afganga fyrir mig... Hún er í 2 póstum af því að blogger vill bara 5 myndir í pósti... spoilsport!
mánudagur, 24. september 2007
Jæja, síða í ævintýraáskorunina hennar Beggu. Ég gerðist ævintýraleg og embossaði á síðu í fyrsta skipti. Það heppnaðist mjög vel, mikið betur en á myndinni, því þetta skilaði sér ekki í skönnun. Síðan er úr Periphery, nýju BG línunni sem er HRIKALEGA flott... þó ég eigi enga stráka á ég eftir að nota hana upp til agna!
Dútlstimpillinn og undirtitillinn er embossað með gylltu. Myndin er af mér og Margréti að lesa hobbitann...
Endilega kvitta, takk :)
fimmtudagur, 20. september 2007
Jæja, fyrsta síðan sem ég geri ALFARIÐ úr afgöngum :) Ég hef það markmið (eins og örugglega ALLIR HEIMSINS skrapparar, að nota helst allan pp minn... og með Samantha línuna gengur það VEL. Þetta er síðasta síðan úr þessum pp því það eru bara nokkrar ræmur eftir af allri línunni og ég ætla að nota þær í kort!
En allur pp í þessari síðu er ss afgangar úr Crate - Samantha (sem var GORGEOUS lína og ég á eftir að sakna)... Nýju FP stimplarnir koma víst eitthvað þarna við sögu...
Myndin sýna Svönu í eitt af fyrstu skiptunum sínum að borða. Pabbi hennar var að gefa henni :) Þau þurftu bæði að læra þetta!
Kortaáskorun Huldu P.
þriðjudagur, 18. september 2007
Nýr pappír, Ó JÁ...
... og hann er BJÚTIFÚL GORDJÖSS!! Einhverra hluta vegna fékk ég svona De ja vu tilfinningu að skrifa þetta... kannski hef ég skrifað þetta áður.... held ekki... hmmm...
Eníhú, ég fékk nýjan pp í dag. ALLAR nýju BG línurnar, fullt af nýja Bohemia og Signature Life. Ég fylltist af skrappstuði við að fletta pappírnum og svo var prentarinn kominn í lag, svo ég ákvað að gera Beggu áskorun um viku í lífi barnsins.
Pp er Mellow, blóm appelsínugulu Prima - Sprites (er svo hamingjusöm að hafa notað þau, btw, hef bara 1 sinni notað 2), borði Chatterbox, stimpill Fancy Pants...
sunnudagur, 16. september 2007
ooooog sunnudagsskrapp :)
Reyndar er ekki útséð um sunnudaginn ennþá því ég er að fara á minihitting í kvöld :)
En ég fór snemma á fætur með Svönu í morgun og dreif í að skella í síðu. Það var fyrri síðan. En þegar ég var búin að finna skissu, skera allan pappírinn og myndirnar, klippa út scallop kant... já þá sá ég að myndirnar pössuðu alls ekkert við. Svo ég tók þær og fann aðrar. Ég er mjög sátt við árangurinn, finnst þetta flottur pp. Hann er Crate, Crush Collection. Titillinn er úr MM rubon og svo Crateboard, líka úr Crush Collection. Stóra hálfblómið er stimplað með TT stimplum, minni blómin eru Prima - Sprites.
Þá átti ég náttúrulega tilskornar myndir í seinni síðuna (og þessar þrjár voru líka síðustu þrjár í einu framköllunarumslaginu, alltaf gaman að losa svoleiðis ;) Sú síða átti að vera um Spítalavistina/Hreiðrið og þar sem við vorum í hreiðrinu... Þegar ég var svo búin að gera journal og allt var tilbúið, datt mér í hug að armböndin okkar, já og spjaldið sem ég fékk í Hreiðrinu, það yrði nú að vera með líka. Svo það fór inn á síðuna, en hún varð pínu crowded... Ég ákvað að það væri bara allt í lagi, breyti henni kannski í opnu seinna eða eitthvað.
Pp er Crate - Samantha (er að reyna að grynnka á gömlu pp núna þegar stafli af nýjum er að koma) og síðan er DÖKKRAUÐ og með engum röndum! Hún skannaðist svona skringilega bleik og rendurnar hinumegin (þetta er tvíhliða pp) komu í gegn... furðulegt. Titill er mm rubon, blómið er úr raki og skissan eftir Valerie Salmon :)
Breytt eftirá:
Já,ég breytti síðunni, setti spjaldið á fæðingaropnuna og leyfði þessari að hafa bara armböndin :) Er töluvert sáttari við hana, en þið getið dæmt fyrir ykkur :)
laugardagur, 15. september 2007
Laugardagsskrapp
Hmm... nú er nýji BG að koma, svo ég verð að reyna að klára "gamla", þ.e. Perhaps, Stella Ruby, Infuse og Scarlet Letter... Þessi síða er ein af mínum ótrúlega fáu últrableiku... ótrúlega fáu af því að ég á nú tvær stelpur. Ég nota ósköp lítið bleikt yfir höfuð... fíla það ekki eins vel og aðra liti.
Allt um það, mér tókst sem sagt að kála 2 BG síðum í þessa síðu, notaði stórt blóm sem ég held örugglega að ég hafi fengið í RAKi frá Jónu, eyrnalokkaskraut sem ég keypti í útsölunni í Garðheimum... Prima pressed n´petals, sem ég var að muna að ég á.. og svo IN MY WORDS, fancy pants journal stimplana!
Eins og ég bölvaði þessari síðu í sand og ösku meðan hún var í vinnslu, er ég bara þokkalega sátt! :)
mánudagur, 10. september 2007
Meira skrapp í dag ;)
Endalaus gleði í bæ :) Ég ætti svo að vera að læra eða undirbúa kennslu á morgun, eða, eða, eða... en ég er í stuði til að skrappa og hananú!
Hér eru ein síða og eitt kort sem ég skellti í áðan, ég er greinilega í svolítið grænu stuði þessa dagana.
Í síðunni er Perhaps pp, Prima stórt blóm og í fyrsta skipti nota ég það samanbrotið með tilheyrandi skrauti þó ég hafi í raun átt það í talsverðan tíma. Blómið í horninu er stimplað með Tecnique Tuesday, Loves me, Loves me not stimplum á upsydaisy pp.
Kortið: Pp er Perhaps, Fancy Pants og K-Ology, blóm Prima og stimpill House Mouse :)
Jæja.. skrapp í gær :)
Ég gerði síðu í gær og þvílíkur erfiðleikapési!
Ég byrjaði á að velja pp og líma pp 1 á pp 2. Heyrðu, það var flott. Svo límdi ég myndirnar niður og ætlaði að setja titilinn á með ruboni... missti rubonblaðið á myndirnar og það bara "bonded instantly" svo að dóttir mín var með "abbi" tattúverað yfir allt höfuðið allt í einu.
Jæja, myndunum varð ekki bjargað, svo ég tók þær af og valdi nýjar. Já, setti svo rubon titil á og þrjú blóm... hvít dútlrubon og bling á það. Svo leit ég á síðuna mína... já hún var LJÓT... bara ofsa ofsa ofsa LJÓT.
Svo ég tók hana með mér heim (var hjá vinkonu minni að skrappa) og ákvað að henda henni ekki alveg strax, heldur geyma hana til morguns. Jú, ég gerði það, og í morgun byrjaði ég að reyna að lækna hana...
Mér tókst svona nokkuð vel til, held ég, en þessi síða fer aldrei í mínar uppáhalds :)
Henti einu korti með, sem ég gerði í gær, önnur útgáfa af Snæfinni, kallinum :)
laugardagur, 8. september 2007
Snæfinnur Snjókarl
Jæja, enn eitt jólakortið bætist í hópinn :) Þetta fer allt að saxast... á helling af lituðum jólamyndum, og svo var Frosty að detta inn um lúguna hjá okkur :)
Ég stimplaði bakgrunninn með hvíta staz-on blekinu mínu og aukastimplunum í Frosty. Snjókarlinn er svo Snæfinnur sjálfur auðvitað... svo ég nota alla stimplana í settinu nema ensku orðin sko...
2 lítil kort...
Við erum að fara í tvö afmæli, hjá Golla (manninum hennar mömmu) og svo er Margrét að fara í afmæli hja bekkjarsystur sinni í Smáralind.
Ég byrjaði á því að stimpla og lita Frosty kallinn frá SU, en ég fékk hann í gær. Stimplaði 6 svoleiðis gaura. Ég stimplaði líka 3 litlar mýslur og litaði og 2 skeljamyndir en litaði bara aðra þeirra.
Ég skellti svo í tvö lítil kort, helmingi minni en þau sem ég geri vanalega.
Gula kortið er handa vinkonu Margrétar. Notaði BG afgang í það, og afgang af gulum Bazzil. Skar út með scallop Coluzzle móti.
Bláa kortið er svo handa Golla, skeljamyndin er stimpluð og vatnslituð, límd á Fancy Pants afgang sem er svo límdur á Blush - Charmed bút, sem ég embossaði með Cuttlebug móti. Borðinn er úr Söstrene Grenes.
fimmtudagur, 6. september 2007
Hér kemur ein með báðum fallegu stelpunum mínum... Þessar myndir eru teknar á Kambsveginum í maíbyrjun 2007. Svana er um fjögurra vikna...
Ég hef átt þennan pp endalaust lengi, þetta er My Minds Eye, Bohemia I... nú eru þeir komnir með nýja Bohemia línu og ég á von á hellingi úr þeirri línu, svo nú er um að gera að nota þennan áður en nýji kemur :)
Ég var búin að plana þvílíkt fallega bleika og brúna síðu með Bohemia rubons sem ég fékk frá Guðrúnu E í pakkaleiknum. Undir þessum þremur blómum hægra megin á síðunni er einn sem mistókst... og hinir pössuðu ekki við... eins og ég var búin að hlakka til að nota þá!
Ég leyfði mér að vera pínuponsu væmin og skrifaði með hvítum penna: Fallegustu stelpurnar - Fallegustu Dæturnar - Fallegustu systurnar, við hliðina á myndunum...
Jæja, ég neyddist til að vera heima í dag, alveg hundveik bara. Á milli klósettferða (ekki skemmtilegra klósettferða,sko) og þess að sinna káta hressa barninu mínu, skellti ég í þessa síðu. Er bara ánægð með árangurinn.
PP er frá Autumn leaves, hringina skar ég út úr Fancy Pants afgangi með coluzzle hringmótinu. Blómin eru Prima, að venju... Titill MM rubon. Chipboard Fancy Pants.
miðvikudagur, 5. september 2007
Önnur ný...
Ákvað að skella í aðra nýja fyrir svefninn. Sem er afar heimskuleg ákvörðun, þar sem ég á að mæta kl. 8.20 í fyrramálið, sem þýðir að ég þarf að vakna kl. 6.30 og fara með Svönu í pössun...
Allavega, búið og gert.
Pappírinn er frá Fancy Pants, og ég keypti hann í byrjun sumars í Sesseljubúð. Ég fór hamförum, tvær ferðir með stuttu millibili, af því að ég varð að fá hann STRAX, það mátti sko ekki bíða. Þetta er fyrsta síðan sem ég geri úr þessum stóra pappírsbunka og ég held örugglega að ég hafi keypt þetta í júní... svona er maður skrítinn!
Reyndar hef ég átt akkúrat þessar síður lengur, þegar ég hugsa málið, keypti þær endur fyrir löngu í FK skrapp þegar Fancy Free var nýkomið, hef svo aldrei tímt að skrappa úr þeim. Keypti svo aðrar svona í Sesseljubúð svo ég myndi tíma að nota þessar :D
Pappírinn í miðjunni er svo frá Autumn leaves (já, þeir framleiða fleira en dútlstimpla... ég varð líka hissa!). Myndirnar af Svönu sætu á leikteppinu sínu... Takið vel eftir neðstu myndinni, þar líkist hún í mína ætt!
Titillinn er svo skrifaður með Crateboard úr Crush línunni :)
Jæja, mín skellti bara í síðu í kvöld. Hjörtur var svo elskulegur að sjá um Svönu, Margrét Rún svo elskuleg að skella sér í bað, svo mín þrjóskaðist við og skrappaði...
Fjólublái pappírinn kemur úr minni allra fyrstu ferð í "Húrígúrí" til hennar Steinu krúttbollu... þar keypti ég mínar allra fyrstu stöku 12 x 12 síður... Er semsagt búin að eiga þetta GEÐVEIKT lengi og hef aldrei getað notað hann... en hann kemur frá Scrapworks og heitir Skinny, radar desire.
Blómin eru frá Prima og borðinn lilla líka, hinir "borðarnir" eru skornir úr K & Co pp... Myndirnar eru svo af Margréti ofurfyrirsætu, nýklipptri. Þessi klipping er merkileg fyrir þær sakir að þetta var fyrsta klippingin sem hún valdi sér ALVEG sjálf :)
Gerast áskrifandi að:
Færslur (Atom)