8.2.11

Hjörtur Martin vex og dafnar. Hleypur um allt, prílar, tætir, reynir á reglur, og gerir allt sem 16 mánaða gömul börn gera. Yndislegt. Jafnvel að vakna fyrir 7.

Skálmöld vex og dafnar. Hegðar sér alls ekki eins og 17 mánaða hljómsveit gerir. Hálf ógnvekjandi. Gaman samt.

Suðurbraut er heimili. Samt er íbúðin alls ekki tilbúin og við ekki næstum búin að flytja inn. Magnað. Reikna ekki með flutningum á næstunni.

Spennandi ár framundan...

6.6.10

Fullorðinn?

Ég spilaði á Hálfvitaútgáfutónleikum í gær - eins og einhvern tímann áður. Þegar tónleikarnir voru búnir var partý á Rósenberg. Ég fór heim svo Þóra gæti djammað - einhver þarf að vakna með stráknum. Svona er að vera fullorðinn.

p.s. Auðvitað verð ég svo í stúdíói í allan dag, syng sjálfur, stjórna karlakór og drekk svo bjór meðan gítarhetjan stendur á bjarginu og spilar sóló, en það skiptir ekki máli - ég sleppti Hálfvitaútgáfutónleikadjammi og var vaknaður rétt fyrir 7 á sunnudegi...........

13.10.09

081009

Og svo varð ég pabbi...

18.9.09

15.9.09

Halló

Það var eitthvað verið að kvarta yfir bloggleysi. Hér kemur blogg.

Við erum ennþá ólétt. Mjög ólétt. Eiginlega alveg rosalega ólétt. Íbúðin fer alveg að verða tilbúin, vantar bara herslumuninn. Þvottavélin má alveg hætta að stríða okkur, en annars er ekkert voðalega mikið eftir. Málaði baðherbergið í dag og svona.

Ég er byrjaður aftur að kenna. Tvo daga í viku, ekki eftir stundatöflu heldur vinn ég með þeim hópum sem ég vil. Tónsköpun allan daginn.

Svo eru kórarnir allir byrjaðir. Stefnir á afmæli svo vortónleikarnir verða stórir. Árnesingar halda líklega upp á afmæli annars, það verða líka stórir tónleikar. Spurning hvað ég geri með Kvennó.

Þangað til næst...

23.5.09

Fynd og plögg og svoleiðis

Fynd

Rauðhetta frumsýnd á morgun í Elliðaárdal, og svo um allt land í sumar. Mætið.

22 1/2 vika. Vinnuheiti: Rósenberg. Fann spark og hreyfingar á 1 1/2 árs afmæli okkar Þóru. Gaman. Merkilegt. Skrýtið. Stórkostlegt.

Lifið heil.

15.4.09

Plögg

Jæja, þá er komin tónleikatíð:

Karlakórinn Stefnir heldur tónleika í Hlégarði 18. apríl klukkan 16:00, Grafarvoxkirkju 24. apríl klukkan 19:30 og Njarðvíkurkirkju 25. apríl klukkan 16:00. Fjölbreytt efnisskrá.

Kór Kvennaskólans í Reykjavík heldur tónleika í Fríkirkjunni 23. apríl klukkan 20:00 - aðgangur ókeypis. Kórinn flytur 10 nýleg íslensk dægurlög og hljómsveitin Múgsefjun leikur með.

Árnesingakórinn í Reykjavík heldur tónleika í Fella- og Hólakirkju 13. maí klukkan 20:00. Nánar síðar.

11.2.09

Frönskulykt (?)

Þetta finnst mér skemmtilegt. Takið sérstaklega eftir því að tvísteiktar franskar (frönskur?) hafa flóknari ilm, þar má meira að segja greina lykt af jarðeplum!

21.1.09

Fréttir

Smellið hér.