föstudagur, 23. desember 2022

Ananasfrómas ömmu Kiddu

 Þetta er bara eini jólaeftirrétturinn. Ég er reyndar búin að breyta aðeins, set ananassafa úr fernu en nota ekki niðursoðinn ananas eins og er í uppskriftinni hennar ömmu. Bragðið er það sama og yndisleg nostalgía svífur yfir hvert aðfangadagskvöld. Hugurinn er heima í Lækjargötunni lítil hamingjusöm stúlka umvafin kærleik og fegurð.



Ananasfrómas:

10 matarlímsblöð lögð í bleyti í kalt vatn (10-15 mín)

4 egg

125 gr sykur

Þeytt mjög vel saman

2 1/2 dl ananassafi 

blandað varlega út út í egg og sykur þegar búið er að þeyta

1/2 líter rjómi miðlungsþeyttur 

blandað saman við  og passað að allt sé slétt og engir rjómakekkir

Matarlímið undið og brætt yfir vatnsbaði 

þegar matarlímið er alveg bráðið er 

1/2 dl af ananassafa og ca 2 msk af sítrónusafa helt í til að kæla matarlímið.

Matarlímsblöndunni hellt varlega út í soppuna og hrært í allan tímann.

Sett í litlar skálar og ekki gleyma möndlunni 😀


laugardagur, 10. desember 2022

Ídur

Þetta er eiginlega uppskrift sem við mæðgur suðum saman. Okkur langaði í súkkulaðibitakökur með pecanhnetum og fundum danska uppskrift sem við studdumst við. Svo vorum við líka að skoða norskar og sænskar uppskriftir. Eitthvað þurfti að kalla kökurnar og fannst okkur Ídur svo skandinavískt🎄

250 gr smjör
250 gr flórsykur
2 tsk vanillusykur
1/4 tsk salt
1 egg
350 gr hveiti
150 gr rjómasúkkulaði (brytjað eða dropar)
100 gr pecanhnetur (set þær í matvinnsluvél og púlsa smá)

Hnoðað deig, búnar til pylsur og þær kældar.
Pylsurnar skornar niður og rúllað í kúlur aðeins þrýst á kökurnar á plötunni.
Bakað í ca 10 mín á 180°c blástur




Rúgbrauðið besta

laugardagur, 15. október 2022

Kryddbrauð






6 dl haframjöl

6 dl hveiti

4 dl púðursykur

2 tsk kanill

2 tsk negull

2 tsk engifer

4 tsk natron

1/2 tsk salt

6 dl mjólk

2 egg

Allt hrært saman, sett í tvo smurða forma 

Bakað á 180°c í 30-40 mín í miðjum ofni

sunnudagur, 21. ágúst 2022

Maíssalat

 Gott salat með t.d. kjúkling og grillmat

2 dósir maisbaunir

1/2 rauðlaukur smátt saxaður

1 hvítlauksrif marið

smátt graslaukshnippi

1/2 msk hvítvínsedik

2 msk mæjó

1 msk sýrður

smá sykur ca 1/2 tsk

salt og pipar

öllu blandað saman

Heill kjúklingur í Air fryernum

krydda t.d. með:

salti 
pip­ar
reyktu paprikukrydd
hvít­lauks­dufti
or­egano

Setja olíu á kjúklinginn

Nudda kryddinu á 

Stilla á air fryer 180° í 50-60 mín

Kjarnhiti 70-75 í miðri bringu