Þetta er bara eini jólaeftirrétturinn. Ég er reyndar búin að breyta aðeins, set ananassafa úr fernu en nota ekki niðursoðinn ananas eins og er í uppskriftinni hennar ömmu. Bragðið er það sama og yndisleg nostalgía svífur yfir hvert aðfangadagskvöld. Hugurinn er heima í Lækjargötunni lítil hamingjusöm stúlka umvafin kærleik og fegurð.
Ananasfrómas:
10 matarlímsblöð lögð í bleyti í kalt vatn (10-15 mín)
4 egg
125 gr sykur
Þeytt mjög vel saman
2 1/2 dl ananassafi
blandað varlega út út í egg og sykur þegar búið er að þeyta
1/2 líter rjómi miðlungsþeyttur
blandað saman við og passað að allt sé slétt og engir rjómakekkir
Matarlímið undið og brætt yfir vatnsbaði
þegar matarlímið er alveg bráðið er
1/2 dl af ananassafa og ca 2 msk af sítrónusafa helt í til að kæla matarlímið.
Matarlímsblöndunni hellt varlega út í soppuna og hrært í allan tímann.
Sett í litlar skálar og ekki gleyma möndlunni 😀



