leið mig ... ???
r: þú leiðir mig mamma.
m: hvað segirðu?
r: þú gerir mig leiða.
í hringiðunni
þegar rmb var að klæða sig í fötin fyrsta skóladaginn sagði hún:
í skópokanum eru tveir skór á hægri fót, annar númer 38, hinn númer 47 1/2. hlaupum dagsins frestað þar til síðdegis.
nú er sama hvað á dynur, ég verð alltaf fínni! gerði mér ferð upp á laugaveg og festi kaup á bestu vinum stúlkunnar. í sömu ferð uppfyllti ég jafnframt minn hluta samnings sem ég gerði við yngri dóttur mína í vor og hún er búin að rukka oft um. þannig er mál með vexti að hún á pleimó sem hún leikur sér gjarnan með. alls konar pleimókalla sem eru þó flestir kvenkyns. þarna eru mæður með börn á ýmsum aldri en líka prinsessa, henni fylgir reyndar prins, og læknir (kvenkyns allt svo). en dóttur minni finnst konurnar skorta kærasta. þess vegna hafði hún valið að fá eina ákveðna tegund pleimókalla í skiptum fyrir að vera dugleg að sofna sjálf í vor. og stóð sannarlega við sitt, hér fyrir nokkrum vikum ... eða mánuðum ... svo að nú sló ég til og fjárfesti í kassa einmitt eins og hana langaði í, sem inniheldur tvö kærastaefni handa gæðalegu pleimómæðrunum. hér eru kærastarnir.
rakst á þetta hjá nöfnu minni og jafnöldru sem líka er krabbi ... nema hvað hún er brjálaður hrútur innst inni. en svona er ég ...
| Your True Sign Is Libra |
![]() Charming Easygoing Extroverted A Total Flirt Social Butterfly A Total Chameleon Friendly and Outgoing |
við fengum unga stúlku í heimsókn í gær sem talar bara ensku. rmb fannst nú bara gaman að reyna að gera sig skiljanlega í samskiptum við hana og ma heyrðist hún segja þessa setningu:
gleði og ærsl samborgara minna hér úti á túni hafa sjaldan farið eins mikið í taugarnar á mér eins og í dag ... hopp og hí og trallalla, smábörn að hjala (börn í bala) og rónarnir þenja raddböndin (fólkið sem ríkið þarf að ala), glamur berst frá öllum nærliggjandi veitingahúsum og helv reykingafólkið hér fyrir neðan pústar eins og mófó. sjálf hef ég verið njörvuð niður við tölvuna, bundin í báða skó ...
eftir vel heppnaða og viðburðaríka helgi fann ég mig knúna til að fara út að hlaupa ... kortéri fyrir miðnætti! þegar á fyrstu metrunum fann ég að ég var mun léttari á mér en þegar ég fer á morgnana. planið var samt að fara hægt yfir. ég sá fram á að ná ríflega hlaupamarkmiði dagsins, 6,4 km, ég ákvað að fara nesið, samtals 7,5 km, og leið vel á eftir. ég fór því 20 km í vikunni!