Þá er maður búinn að skella í fyrsta kransakökudeigið um ævina. Verður spennandi að smakka. Strákarnir liggja í sófanum og horfa á Latabæ. Meira hvað þetta er vinsælt. Jakob hefur verið með Latabæ meira og minna á heilanum síðan fyrir jól. Ísak var nú aldrei svona húkkt-sem betur fer því þetta er ekki beint það skemmtilegasta sem ég veit. Samt skárra en margt annað eins og Bubbi Byggir sem ég fékk alveg ofnæmi fyrir!
Jakob er búinn að vera lasinn síðan á þriðjudag. Hiti og hor og nú mikill ógeðslegur hósti. Hann hóstaði svo mikið í gærmorgun að hann kastaði upp yfir mig! Gaman að byrja morguninn þannig ;-) En hann er hitalaus og hóstar ekkert á nóttunni lengur svo ég er að vona að þetta sé búið. Hins vegar er Ísak að kvarta um höfuðverk og magapínu núna svo ætli hann sé ekki að taka við... Annars var hann ansi skondinn í fyrrakvöld. Lýsti því yfir að hann ætlaði að verða afi sem væri bara heima, ekkert að vinna, þegar hann yrði stór. Hann ætlaði að búa í sveit því þá þarf maður aldrei að fara í vinnuna! En hann ætlaði samt að vera læknir því hann myndi passa barnabörnin þegar þau væru veik og þá væru þau örugg. Hehe hann er að óska sé sama hlutverks og amma Dísa hefur fengið. Hún hætt að vinna og búin að vera að passa Jakob sl. viku í veikindunum. Ísak hefur áður sagt að hann óski þess að hann sé ekki í leikskóla svo hann geti alltaf verið hjá ömmu Dísu. M.a.s. stundum stunið að honum sé svoooo illt í maganum að hann bara verði að vera hjá ömmu sinni. Klókur

Amma Kristín var að passa drengina á miðvikud.kvöldið. Hún var að lesa fyrir Jakob og spyrja hann út úr "hvað er þetta?" Þegar hún benti á nornina svaraði hann; "amma". Hann var örugglega með óráði af hita blessað barnið hahaha. En fyndinn er hann. Hann er líka ALJGÖR bókaormur. Kemur með hverja bókina á fætur annarri hérna fram og lætur okkur lesa til skiptis. Í uppáhaldi núna eru Max á leikvellinum og Max í feluleik, Bóbó bangsi og Tuma bækurnar. Eða "Tumi læknir" eins og hann kallar hann. Kom að honum undir hjónarúmi í gær (var að elta Mahler) tautandi við sjálfan sig "Bóbó bangsi rólar og rólar, það er ákaflega gaman.." upphafssetningin í bókinni um Bóbó. Það er mjög lítið sem Jakob leikur sér með dót, hann skoðar bækur og eltir köttinn inn á milli. Reyndar þegar hann sest niður við kubbana eða playmoið þá þykist hann aðeins; lætur kallana hoppa eða labba í smá stund.
Jæja, drengir heimta epladjús. Skal gert