
Nú er Jakob búinn að vera 1 árs ansi lengi!
Hér gengur lífið sinn vanagang, ég er búinn að vera í sumarfríi síðan 11.maí þar sem ég átti allt sumarfríið síðan í fyrra inni. Gleymdi bara aðeins að taka sumarfrí í fæðingarorlofinu...úps! Maggi er líka kominn í frí og fórum við fjölskyldan í fyrstu útilegu aldarinnar og fyrstu útilegu strákanna núna um helgina. Við fórum á Arnarstapa á Snæfellsnesinu með tjald og allar græjur. Ísak fannst þetta æði og auðvitað Jakob líka, en hann er nú glaður sama hvar hann er. Ísak lék brúðubílinn allt föstudagskvöldið. Var inn og út úr bílnum og kynnti leikrit og brúður hægri vinstri. Maggi kom upp tjaldinu og kom þá í ljós að í því voru 2 "herbergi" og við bara með 3 dýnur. Leistum það m.þ.a. leyfa Ísak að sofa einum öðru megin og svo við hjónin með Jakob hinum megin. Það var afskaplega erfitt að koma Jakob niður, við reyndum að svæfa hann og láta hann einan og ekkert gekk. Þegar hann var einn renndi hann bara rennilásnum fram og stakk sínum krulluhaus út og sagði "hæ!"Endaði á að hann sofnaði ekki fyrr en hálf tólf undir mömmusöng. Á laugardaginn vaknaði hann samt auðvitað á sínum tíma eða upp úr 7 og dreif alla á fætur. Við skelltum okkur í bíltúr til Ólafsvíkur og á Grundarfjörð þar sem við prófuðum sundlaugina og veitingahús. Ísak langaði svo að fara í afmæli Samma vinar síns á sunnudeginum að við ákváðum að fara bara í bæinn um kvöldið. Sem var synd því það kom svo gott veður þá... En við verðum bara lengur næst.
Annars er það í fréttum af drengjunum að Jakob er aðeins farinn að stíga í fæturna enda orðinn 15 mánaða! Hann velur samt alltaf að skríða en ef maður segir honum að standa upp og labba hundskast hann til þess í smá stund. Helst vill hann samt láta leiða sig. Svo eru orðin "amma" og "nei" inni núna og eiginlega það eina sem hann segir þessa dagana fyrir utan þvílkt babl og bull sem kemur úr honum. Hann blaðrar nefninlega alveg út í eitt! Um helgina bætti hann "Ísak" í orðaforðann og það kemur mismunandi út úr honum en oftast /sída/. Hann er kominn með 6 tennur en 4 þeirra eru komnar niður. 1 framtönn uppi og 3 tennur niðri. Hin efri framtönnin kom í ljós 1.apríl og nú er 27.júní og hún er enn voðalega lítil! Mér finnst þetta skrýtið en ekkert hægt að gera nema bíða.
Ísak er á fullu að lifa lífinu. Hann fékk að hafa mig hjá sér heilan dag á leikskólanum um daginn þar sem ég kom í stað starfsmanns sem fékk frí (gjöf frá foreldrafélaginu til starfsmanna). Hann var ekkert smá sæll og glaður og sagði oft að hann óskaði þess að ég væri oftar á leikskólanum. Hann óskar sér margs þessa dagana. Hann óskaði sér t.d. í útilegunni að við ættum heima í brúðubíl því það væri miklu skemmtilegra. Svo óskar hann þess að hann væri 2ja ára aftur því hann var svo sætur þá! Hann leikur enn mest í ímynduðum leikjum og lítið með dótið sitt nema helst Jakobs dót! Og þegar hann verður stór ætlar hann að verða bakari, slökkviliðsmaður og eitthvað eitt enn...sem ég man ekki. Honum finnst voða gaman að atast í Jakob, vill mikið pota í hann og vera ofan í honum sem Jakob finnst ekki gaman. Jakob er búinn að læra fyrir löngu að góla hátt og öskra ef Ísak kemur nálægt honum, oft að ástæðulausu. En svo hlæja þeir líka oft saman ef Ísak er fyndinn.
Ekki má gleyma því að Frosti Hjaltason er kominn í heiminn og orðinn 2ja mánaða! Jakob er voða hrifinn af honum og vill skoða hann og vera "aaa" og setur upp fallegan svip og hallar undir flatt. Verður sko gaman að sjá þá leika saman í framtíðinni.
Bless í bili.


















