Jakob hefur ekki viljað snuð hingað til. Eða jú, tók það glaður ca 5 daga gamall og notaði eitthvað í ca 2 vikur svo ekki söguna meir. Hefur bara verið að tyggja þetta og kúgast. En í fyrradag festist ein tegundin í hálfa mínútu með því að setja smá bonjela-gel á það, svo ekki söguna meir og vildi það ekki í dag. En ALLT Í EINU áðan, með smá bonjela þá bara byrjaði hann að totta og sjúga eins og lífið lægi við og nú sofnaði bara lítill duddukarl í vöggunni sinni. Ekki með neitt suð í eyrum, bara spiladósina sína! Jeiiiiiiiiii! Mér finnst hann samt eitthvað furðulegur með þetta upp í sér, eins og þetta fari honum ekki!
Í Ísaks herbergi liggja svo frændur tveir í alveg eins náttfötum og reyna að sofna við undirleik Skilaboðaskjóðunnar (annar heldur fyrir eyrun af hræðslu við Nátttröllið og það er ekki frændinn)
Af mér er svo allt gott að frétta. Er aðeins að byrja að hreyfa mig aftur eftir árs hlé! Hreyfði mig nánast ekkert á meðgöngunni nema e-a 4 sundtíma sem ég svo hætti sökum sársauka...En nú er grindin nánast alveg hætt að kvarta svo ég prófaði að synda smá um daginn og gekk vel og gekk svo alveg í klukkutíma í dag og ekkert mál:-)
Verð samt að segja að ég var ekki að fíla sundbolinn sem ég keypti mér. Þegar ég spyrnti frá bakkanum fór bara hellings vatn inn á bringuna og alveg niður á maga fannst mér, þannig að ég var með sundlaugina ofaní sundbolnum og fannst auðvitað að allir sem ég mætti gætu séð á mér brjóstin! Held ég verði að finna nýjan, ég get ekki synt með aðra höndina fasta við bringuna til að halda við!
Helgin er lítið plönuð hjá mér. Maggi verður fyrir austan fjall að stjórnast í Kammerkór Suðurlands á morgun svo ætli ég taki því ekki bara rólega og vonast eftir góðu veðri á pallinum. Spurning hvort maður hitti svo á Guðrúnu og grísina hennar á sunnudaginn... GÓÐA HELGI OG GJÖRA SVO VEL AÐ KVITTA;-)
26. júní 2009
23. júní 2009

Þá er kópurinn búinn í 3ja mánaða sprautu og skoðun og er laaaaang flottastur. Nýjustu tölur langa manga eru 67,5 cm og 6,4 kíló! Bara bolti sko. Hann er rosalega duglegur og sterkur og athugull og langt síðan jafn frítt barn hefur litið dagsins ljós.. híhí. Á daginn er komin smá rútína með svefni fyrir og eftir hádegi en svo erum við svona að reyna að laga kvöldin. Hann hefur ekki viljað fara að sofa fyrir nóttina fyrr en í kringum miðnætti en ég hef aðeins verið að reyna að segja honum að fara fyrr að sofa, þó hann skilji auðvitað ekkert í því og orgaði svo á mömmu sína í gær að hann svitnaði alveg á nebbanum! En ég vann HAHA! Þá svaf hann frá 21-9 með drykkju kl. 23 og 2 drekkutímum um nóttina og einni kl 8 í morgun. Vonandi gengur þetta upp í kvöld líka því það er svo gott að fá smáááá tíma fyrir sjálfan sig svona án blessaðra barnanna sinna;-) Bara til að gera "ekki neitt", horfa á sjónvarpið eða hanga í tölvunni eða eitthvað...
Það gengur lítið að troða snuði uppí Jakob. Hann tyggur það bara eins og fingurna á sér eða kúgast! Eigum allar tegurndir, stærðir og gerðir...en ég er nú kannski ekkert með þetta uppí honum 3 tíma á dag heldur bara aðeins af og til... þannig að það er kannski ekki von.
Ísak er voða duglegur en hefur lítið verið að kássast utan í bróður sínum. Hann er bara að leika sér í sínum leikjum, er aðeins farinn að fara út sjálfur og leika við krakkana í kring, fara sjálfur á leikvöllinn hérna í næsta húsi og svona. Jökull frændi á einmitt 4 ára afmæli í dag og mér finnst svo ótrúúúúlegt að þeir séu orðnir svona stórir! Þeir eru nú voða fyndnir frændurnir, dálítið um árekstra og svona og þá koma þeir til skiptis og klaga og Ísak segir alltaf "ég sagði út af þér!" Hann fór í 3 og hálfs árs skoðun um daginn og kom auðvitað mjög vel út. Fékk held ég 27 af 30 stigum í málþroskaprófinu en ég hefði nú sjálf verið strangari í stigagjöfinni en hjúkkan okkar var! En ég veit alveg hvað hann skilur og skilur ekki og að hann er með mjög góðan málskilning og málfræðigetu. Enn vantar samt nokkur hljóð, mjúka g-ið í "saga" og "sög" verður alltaf /ð/ og svo getur hann ekki sagt -lt- saman eins og í bolti og fleiri orðum. En maður þarf alveg að fara að passa sig hvað maður talar um held ég því hann er algjör fréttaveita og tilkynnir öllum um allt sem honum finnst merkilegt!
16. júní 2009
Komin aftur
eftir 2ja vikna tölvufrí! Frekar ljúft að vera tengd við netheima aftur en maður er búinn að vera ansi sambandslaus! Svo sem fínt að fá frí líka og gera annað. Náði t.d. loksins að klára "Menn sem hata konur" sem ég byrjaði á þegar ég var ólétt!
Hið sorglega er að tölvan varð svo lasin að það tókst ekki að bjarga NEINU af harða disknum! Öll mín gögn úr vinnunni t.d. og allar myndir síðan e-n tíman síðasta haust eru horfnar. Sem betur fer hef ég margar á myndasíðunni og facebook en öll vídeó eru horfin og manni finnst e-n vegin svo mikilvægar þessar fyrstu myndir af Jakob... sniff sniff. En þetta kennir manni bara lexíu og nú ætla ég að reyna að flytja allt jafnóðum yfir á auka-diskinn.
Helstu fréttir eru að við skírðum 2.júní á afmælisdegi tengdó. Það var yndislegur dagur. Við þökkum öllum kærlega sem deildu honum með okkur og fyrir allar fallegu skírnargjafirnar! Jakob lét auðvitað í sér heyra eins og honum einum er lagið svo mikið að presturinn missti röddina og ég heyrði því miður lítið í pabba þegar hann söng Unu! En svo skemmti hann sér bara vel það sem eftir var. Fílaði kannski ekki að vera í kjól með nælu sem stakk?
Svo brunuðum við norður daginn eftir en meira um það síðar, nú er kominn háttatími fyrir mig.
Hið sorglega er að tölvan varð svo lasin að það tókst ekki að bjarga NEINU af harða disknum! Öll mín gögn úr vinnunni t.d. og allar myndir síðan e-n tíman síðasta haust eru horfnar. Sem betur fer hef ég margar á myndasíðunni og facebook en öll vídeó eru horfin og manni finnst e-n vegin svo mikilvægar þessar fyrstu myndir af Jakob... sniff sniff. En þetta kennir manni bara lexíu og nú ætla ég að reyna að flytja allt jafnóðum yfir á auka-diskinn.
Helstu fréttir eru að við skírðum 2.júní á afmælisdegi tengdó. Það var yndislegur dagur. Við þökkum öllum kærlega sem deildu honum með okkur og fyrir allar fallegu skírnargjafirnar! Jakob lét auðvitað í sér heyra eins og honum einum er lagið svo mikið að presturinn missti röddina og ég heyrði því miður lítið í pabba þegar hann söng Unu! En svo skemmti hann sér bara vel það sem eftir var. Fílaði kannski ekki að vera í kjól með nælu sem stakk?
Svo brunuðum við norður daginn eftir en meira um það síðar, nú er kominn háttatími fyrir mig.
Gerast áskrifandi að:
Ummæli (Atom)