25. september 2008
Fyrir talmeinafræðinginn
Ísak sagði /g/ í gær!!! Gat m.a.s. hermt eftir mömmu sinni og sagt "ga ga ga" en honum var lífsins ómögulegt að segja /k/. Hí hí sætasta músin, mamman alltaf eitthvað að þykjast þjálfa hann!
22. september 2008
Fleiri klósettsögur II

Ja þetta fer að verða vinsæll baðstaður! Nú er bangsinn Lill Käll búinn að dýfa öðrum fætinum ofaní og líkaði bara ágætlega held ég. Allavega var það góð ástæða til að fá að setja hann í almennilegt bað í þvottavélinni sem kom sér vel því hann fór í myndatöku hjá ljósmyndara í gær ásamt Ísak.
Myndatakan gekk bara vel og spennandi að sjá hvernig hún kemur út. Mjög ódýr ljósmyndari sem myndar í heimahúsi www.davidthor.net
Ísak fékk næturgest í fyrrakvöld og þeir skemmtu sér svo vel að þeir voru vaknaðir eldsnemma til að halda áfram að leika (eða allavega Ísak að skipa Ragnari Steini fyrir: leiktu með þetta! Blástu betur! Blástu almennilega! Borðaðu kjötbollurnar...). Sem gerði það að verkum að hann sofnaði hálf 6 í sófanum að bíða eftir Skoppu og Skrítlu. Ekki séns að vekja hann svo hann fór bara í rúmið og svaf til 7 í morgun. Þá kom ekki annað til greina en að fara í Barbapappa-bolinn sem hann fékk lánaðan hjá Jökli fyrir myndatökuna og hefur eignað sér. Fór tvisvar úr peysunni til að geta skoðað hann!
Og að lokum eitt gullkorn. Hann var að burðast með Mahler í fanginu um helgina og heyrðist þá: "Úff þú ert svo þungur, þú ert nú meiri þungarinn"!
18. september 2008
Nýtt myndaalbúm
Var að skapa nýtt myndaalbúm sem er í krækjunum hér til hliðar og heitir einmitt Nýtt myndaalbúm! Ætla að reyna að vera dugleg að setja inn myndir þar...
Eins og glöggir lesendur hafa tekið eftir á blogginu hans Magga er önnur útgáfa af Krulla komin af stað. Væntanlegur útgáfudagur í lok mars:) Verður örugglega ekki síðri, þó Krulli 1 hafi áhyggjur af hávaða og ætlar að loka hurðinni að herberginu sínu þegar "mallinn stækkar" eins og hann orðaði það.
Mér finnst reyndar bara vera einn Krulli svo kannski kemur annað nafn á útgáfu 2?
8. september 2008
Fleiri klósettsögur
Heyrði "plask" innan af klósetti áðan... út kom blautur og skömmustulegur kisi!
Klósettsetan var uppi og bleyta í kringum klósettið!
Múahahahahahaha...
P.S. Ísak var bleyjulaus á leikskólanum í dag:)
Klósettsetan var uppi og bleyta í kringum klósettið!
Múahahahahahaha...
P.S. Ísak var bleyjulaus á leikskólanum í dag:)
5. september 2008
Mömmuhjartað titrandi
Ísak er að fara heim með vini sínum eftir leikskóla!!!!
Fær að vera í 2 tíma í heimsókn ef allt gengur vel.
Er hann 5 ára eða...?
1. september 2008
Af klósettferðum
Ísak notar enn bleyju og er hæstánægður með það. Hins vegar hefur hann verið að fara á klósettið á leikskólanum, auðvitað! Gerir bara eins og hinir þar. Harðneitar hins vegar oftast að prófa að pissa í klósettið heima þó stundum hafi það nú gerst. Í gær var hann voða duglegur, pissaði fullt áður en við fórum í sund og var mjööög stoltur af því. Seinnipartinn fórum við svo í rúmfatalagerinn og sáum fullt af flottum límmiðum. Þá datt mér í hug að prófa að fara að ráðum Írisar vinkonu sem gaf sínum gutta límmiða á koppinn fyrir hvert piss. Ísak valdi rosa flotta límmiða og svo byrjaði ballið. Hann fékkst ekki af klósettinu!
Hann sat og sat í gær þessi elska og beið eftir pissinu. Náði m.a.s. að fá 2 límmiða en það var ekki nóg fannst honum og hann sat og sat og beið og beið og dokaði og dokaði....
Svo vildi hann alls ekki setjast á klósettið í morgun!
Hann sat og sat í gær þessi elska og beið eftir pissinu. Náði m.a.s. að fá 2 límmiða en það var ekki nóg fannst honum og hann sat og sat og beið og beið og dokaði og dokaði....
Svo vildi hann alls ekki setjast á klósettið í morgun!
Gerast áskrifandi að:
Ummæli (Atom)