23. ágúst 2008

19. ágúst 2008

Þar hafið þið það...


Þú ert miðlungssteikt dramadrottning.



Ef dramadrottningar væru hamborgarar sem fengjust rare, medium, medium rare, og "well done" værir þú "medium". Miðlungssteiktar dramadrottningar eru konur meðalhófs. Þær eru skynsemisverur miklar, hafa sterka réttlætiskennd og vilja öllum vel. Í raun myndu flestar miðlungssteiktar dramadrottningar frekar vilja vera baunabuff en hamborgari því þá hefðu engin saklaus dýr þurft að líða fyrir samlíkinguna.

Miðlungssteiktar dramadrottningar hafa algera stjórn á dramatíska hluta heilans. Í raun verður sjaldan vart dramatískrar hegðunar hjá hinni miðlungssteiktu. Ekki einu sinni slæmur hárdagur getur raskað ró hennar.

Miðlungssteiktar dramadrottningar eru hæglátar, yfirvegaðar en fylgispakar. Þær eru trúar leiðtoga sínum sem er gjarnan léttsteikta dramadrottningin og fylgja henni oft í blindni. Þegar á reynir er hún hins vegar ekki tilbúin til að hvika frá sannfæringu sinni og á það til að vera samviska þeirrar léttsteiktu og halda henni á jörðinni.

http://www.dramadrottning.com">Hversu mikil dramadrottning ert þú?

13. ágúst 2008

11. ágúst 2008

já, ferðasagan...


Hún er í stuttu máli svona: sól, strönd, Tívolí, dýragarður, Strikið, Louisiana. Heitt og gaman:) Bara alveg meiriháttar að fá bæði svona strandarfíling og borgarfíling. Ísak og Ragnar Steinn voru æðislegir saman og við líka;) Ekki spillti að vera í svona geggjuðu veðri og á góðum stað.

Svo var bara rétt tekið upp úr töskunum áður en við Ísak fórum á Gúmmískó 2008 í Mývó sem var alls ekki á planinu. Maggi varð eftir heima til að spila í messu (glatað). Það var voða gott að koma norður og hitta alla og gaman að vera öll saman fjölskyldan þar í fyrsta skipti í mörg ár. Ég keyrði með Hjalta og Völu norður og Daða og Önnu til baka. Svo kom bara Anna vinkona frá Svíþjóð sl miðvikudag og fer á miðvikudaginn þannig að það er allt á fullu.