að ég svaraði í símann áðann, þó það væri fyrirtækjanúmer og ég var viss um að þetta væri sölumaður að reyna að pranga einhverju inn á mig. En það var Iceland Express að tilkynn að flugið okkar til Köben á morgun væri fellt niður!!!! Ég varð orðlaus og bara sagi ekki neitt. Hún var fljót að spyrja hvort við vildum fara kl. 07 í fyrramálið eða á fimmtudaginn. Þannig að við erum að fara í fyrró sem við ætluðum einmitt að forðast því við þolum ekki þessi morgunflug. Jakk ég þoli ekki að vakna svona um miðja nótt en við græðum náttúrulega daginn úti í staðinn. Gleymdi að spyrja hvort við kæmumst aftur heim!
Þetta setti stressið í mér í gang og nú verð ég að drífa mig að pakka því ég er að fara í bíó í kvöld; Mama Mia sem allir hrósa svo mikið. Vonandi ekki sömu vonbrigði og Sex and the City
Bæjó bless bless
22. júlí 2008
13. júlí 2008
Ég verð galinn

sagði Ísak áðan í Bónus, og hallaði sér upp að einni frystikistunni! Hvar ætli hann hafi heyrt þetta? *hrmpf*
Fleyra sem hann hefur einmitt tekið upp eftir þessum ónefnda aðila er ÓMÆGOD! Hann var að leyta að Lill Käll um daginn og þá datt þetta upp úr honum; ó mæ dod hvar er Lill Käll?
Hann er orðinn þvílíkt duglegur að tala barnið. Getur núna lýst atburðarrás og sagt frá í nokkuð löngu máli. Spjallar t.d. mikið í símann núna. Vildi samt lítið tala við föður sinn sem var í Skálholti, bað bara alltaf um að fá að tala við Gunnar!
Við Ísak skemmtum okkur konunglega í bústað á Egilsstöðum í 2.sinn. Fórum í hálf furðulega göngu þar sem ég óð t.d. á með hann á bakinu og lyfti Völu yfir rafmagnsgirðingu! Sáum svo hreindýr á bænum Klaustursseli sem var mjög gaman því þau voru svo gæf. Þeir frændur voru nú heilmikið að kíta og klaga hvor annan sem var eiginlega frekar fyndið.
Nú höfum við rúma viku saman fjölskyldan hérna heima áður en við förum svo til Köben í viku. Ég er orðin mjög spennt, sérstaklega að fara með Ísak í dýragarðinn. Hann talar líka mikið um það að hann ætli að skoða tígrisdýr í búri.
Þessi elska er svo jákvæður. Í gær var ég í blússu sem mætti líka flokkast sem (afar) stuttur kjóll. Ísak spurði mjög hissa; "mamma, ertu í kjól? Þú ert fallegur". Og þegar við vorum að fara út í afa bíl eftir vel heppnaða heimsókn í sumarbústað í Munaðarnesi í gær sagði hann hressilega "þetta var nú aldeilis gaman". Líkist nafna sínum Ísak Þorra held ég bara:)
7. júlí 2008
Þá erum við komin úr fyrstu sumarferðinni. Fórum í bústað rétt hjá Egilsstöðum. Fengum um 8 stiga hita og rigningu mest allan tímann. Svaka stuð, prófuðum allar sundlaugar á norðurfjörðunum held ég bara og allt sem hægt var að gera í svona veðri. Það var auðvitað bara notalegt en gaman hefði verið að fá betra veður. Ég fæ það nú sennilega núna þegar ég fer AFTUR fljúgandi í fyrramálið og verð með Hjalta og co. Maggi er í Skálholti og við Ísak skellum okkur bara.
Ég er að fylgjast með Lost með hálfu auga... þetta er ÓTRÚLEG vitleysa orðin. Ó mæ dod eins og Ísak segir. Samt verð ég aðeins að sjá, bara til að pirrast. Fór einmitt á Sex and the City um daginn og það var annað ómædod! Vá, hvað mér leiddist. Veit að margir eru ekki sammála mér en mér finnst þetta svo yfirborðskennt og óraunverulegt allt saman. Ég var bara að bíða eftir að hun væri búin. Auðvitað brosti maður af og til en svona í heildina hefði ég átt að horfa á þetta á DVD svo ég gæti slökkt haha.
Ég er að fylgjast með Lost með hálfu auga... þetta er ÓTRÚLEG vitleysa orðin. Ó mæ dod eins og Ísak segir. Samt verð ég aðeins að sjá, bara til að pirrast. Fór einmitt á Sex and the City um daginn og það var annað ómædod! Vá, hvað mér leiddist. Veit að margir eru ekki sammála mér en mér finnst þetta svo yfirborðskennt og óraunverulegt allt saman. Ég var bara að bíða eftir að hun væri búin. Auðvitað brosti maður af og til en svona í heildina hefði ég átt að horfa á þetta á DVD svo ég gæti slökkt haha.
Gerast áskrifandi að:
Ummæli (Atom)

