
Jökull besti frændi varð 3ja ára í gær!!!! Til hamingju með afmælið Jökull:) Við Ísak mættum í undirbúning 2 tímum fyrir gestagang og Ísak beið spenntur ALLAN tímann eftir að Hjalti færi að grilla pylsurnar og svo þegar hann var búinn með þær gat hann ekki beeeeðið eftir að fá Barbapabbakökuna... alveg svakalega óþolinmóður.
Við mættum á svæðið með STÆRSTA pakkann; flygil!! Nú skal barnið byrja að spila sónötur og prelúdíur í röðum. Enda er hann kominn inn í suzuki í haust (þetta verður ekki útskýrt frekar).
Ísak var með á hreinu að Jökull væri 3ja ára og sagði Tómasi vini sínum það og sýndi 4 fingur um leið: "é a fa:a í ammæli til Jödul o hann e sona (fingurnir) o hann fæz píanó o hammboddaza" Hehe!
Á sunnudaginn fórum við með hinum besta frænda á ylströndina. Þar var enginn ylur nema í skjóli en þeir skemmtu sér rosalega vel og sóttu endalaust vatn í fötu og fóru marga kollhnísa í sandinum.
Á laugardaginn átti hins vegar besta FRÆNKA afmæli og það var hún Jóna skjóna og varð hún hvorki meira né minna en 25 ára og óskum við henni aftur innilega til hamingju með það! Ekkert smá yndislegur dagur í sólinni í garðinum hennar:)

