31. mars 2008
Tannsi
25. mars 2008

Ja hérna! Eftir þó nokkuð langt veikindatímabil drifum við Ísak á Læknavaktina á páskadag. Hann bara með bronkítis skástrik lungnabólgu greyið litla! Mamman líka hlustuð og ekkert að henni nema flensa! Og ég get svariða á leiðinni heim í bílnum fann ég kinnholubólguna koma! Er svo búin að vera að drepast úr verkjum og ógeði í andlitinu en fyrir rælni fann ég lyfseðil upp á sýklalyf í skúffu frá því að ég var síðast með þetta og sendi bara Magga að sækja lyf. Svo við mæðginin erum bara saman í þessu. Ísak er reyndar eiturhress og fer bara í leikskólann á morgun. Ég er eins og drusla en ætla samt á námskeið á morgun því mig langar svooo! Er m.a.s. á leiðinni í grill hjá frændsystkinum mínum þvi "mig langar svoooo"!

Annars er ég búin að afreka mikið í dag! Fara til mígrenisérfræðings, panta tíma hjá tannlækni, panta tíma hjá lækni til að fá ráðgjöf í sambandi við Ísak og "ég vil etti borða" og borga miðann til Sverige. Allt eru þetta hlutir sem er búið að fresta og fresta og fresta... ja ekki mígrenisérfræðingurinn en ég er bara búin að bíða eftir tímanum í 3 mánuði. Ekki sagði hann nú mikið sem ég vissi ekki fyrir en hann er sá fyrsti sem gerir smá aðgerðarplan og ætlar að hitta mig aftur eftir 2 mánuði til að vita hvernig gengur. Mér finnst það nú bara ágætt miðað við alla hina sem segja bara "farðu í yoga og slappaðu af"!
22. mars 2008
Gleðilega páska

og ég verð að fá að segja, eins og mamma segir alltaf: Gleðilega páska súkkulaðimolaunga!
Í fyrsta skipti á ævinni svindlaði ég og borðaði páskaegg fyrir páskadag, gerði það fyrir viku síðan, en Maggi sagði að ég mætti það því það væri Skírdagur DAGINN EFTIR! He he það sem maður þarf stundum að réttlæta fyrir sjálfum sér.
Fríið er búið að vera fínt fyrir utan veikindi Ísaks og svo er ég að detta í kvef og ógeð núna. Vonandi verður ekkert úr því. En það er allavega orðið mjög fínt hérna fyrir páskana, páskaskraut og páskadúkar, páskakerti og túlípanar. Ótrúlegt hvað maður á af dóti eftir ekki lengri búskap. Á morgun fáum við svo páskasteikina hjá afa Hlö sem verður án efa ekki amarlegt. Og liggjum í súkkulaðinu...
Gerast áskrifandi að:
Ummæli (Atom)
