Nýjar myndir í albúminu.
Framundan skemmtileg helgi. Afmæli Völu á morgun, óperan um kvöldið svo stubbur fær næturgistingu í fyrsta sinn hjá afa og ömmu:) Á sunnudag er svo laaaangþráð leikhúsferð en það er Ísak mikið búinn að þrá síðan í haust. Sjálf hlakka ég mikið til að sofa lengur en til 7....Zzzzzzzzzzzz
29. febrúar 2008
24. febrúar 2008
Söngvaborg
Málþroski Ísaks er í hraðri framför þessa dagana. Margt skemmtilegt dettur upp úr honum ef maður skilur það það er að segja;)
Í gær fór hann út að leika með Kolbrúnu Védísi og Hrefnu Borg meðan mamman sat inni á tuskukynningu. Þegar hann svo var spurður við hverja hann hefði verið að leika svaraði hann: "Toblún Védis o Söndabodd" Hann var sem lagt að leika við Söngvaborg hahahaha
Svo er aðalmálið að telja allt þessa dagana nema hann byrjar alltaf í sjö! Reyndar finnst mér hann telja "rétt" þ.e.a.s. bendir á 1 hlut í einu og nefnir eina tölu. En af því hann byrjar alltaf á sjö eru allir hlutir orðnir 12 áður en varir.
Fyrir um viku síðan duttu svo "ég, þú og hann" inn. Svo talar hann endalaust um "alla" þó það séu bara 2. Og ég heiti ekki lengur bara mamma heldur "mamma mín" sem er bara krúttlegt. Enda er hann með eindæmum kurteis og segir nei takk þó það sé bara verið að segja honum að koma út í bíl eða fá nýja bleyju.
Við ætlum að fara á Pétur og Úlfinn um næstu helgi. Það verða 5 fullorðnir með 2 strumpum heheh. Við Ísak fórum á bókasafnið sem er mjög vinsælt og nældum okkur í gamla góða geisladiskinn. Ísak stóð nú ekki á sama um úlfinn og tautar núna "allt í lagi" þegar hann heyrist. En hann biður mikið um að hlusta á þetta og vonandi verður bara gaman. Hann hafði svo rosalega gaman af "Gott kvöld" og talaði endalaust um að fara aftur í leikhús eftir það.
Af fullorðna fólkinu á heimilinu er svo sem ekki mikið að frétta. Allt á fullu varðandi kórinn. Fórum í æfingabúðir um sl helgi og mér tókst þá að verða hás í 1. skipti á ævinni! En mjög gaman auðvitað og bjargaði eiginlega geðheilsunni með þetta verk hans Brahms sem ég hef verið að verða vitlaus út af. En núna er það bara æði. Svo afrekuðum við það að kaupa okkur nýjan sófa sem var ekki beint á döfunni. Ekki þannig þó við værum búin að tala um að það væri gaman. Fórum í einn leiðangur fyrir 2 vikum og í 3. búðinni keyptum við bara sófa kvissbang!!! Grænan "einingasófa" fylltan með dúni þannig að hann er geggjaður að kúra í þó ég hafi uppgötvað að hann stingur prinsessuna á bauninni!
GLEÐILEGAN KONUDAG!
Í gær fór hann út að leika með Kolbrúnu Védísi og Hrefnu Borg meðan mamman sat inni á tuskukynningu. Þegar hann svo var spurður við hverja hann hefði verið að leika svaraði hann: "Toblún Védis o Söndabodd" Hann var sem lagt að leika við Söngvaborg hahahaha
Svo er aðalmálið að telja allt þessa dagana nema hann byrjar alltaf í sjö! Reyndar finnst mér hann telja "rétt" þ.e.a.s. bendir á 1 hlut í einu og nefnir eina tölu. En af því hann byrjar alltaf á sjö eru allir hlutir orðnir 12 áður en varir.
Fyrir um viku síðan duttu svo "ég, þú og hann" inn. Svo talar hann endalaust um "alla" þó það séu bara 2. Og ég heiti ekki lengur bara mamma heldur "mamma mín" sem er bara krúttlegt. Enda er hann með eindæmum kurteis og segir nei takk þó það sé bara verið að segja honum að koma út í bíl eða fá nýja bleyju.
Við ætlum að fara á Pétur og Úlfinn um næstu helgi. Það verða 5 fullorðnir með 2 strumpum heheh. Við Ísak fórum á bókasafnið sem er mjög vinsælt og nældum okkur í gamla góða geisladiskinn. Ísak stóð nú ekki á sama um úlfinn og tautar núna "allt í lagi" þegar hann heyrist. En hann biður mikið um að hlusta á þetta og vonandi verður bara gaman. Hann hafði svo rosalega gaman af "Gott kvöld" og talaði endalaust um að fara aftur í leikhús eftir það.
Af fullorðna fólkinu á heimilinu er svo sem ekki mikið að frétta. Allt á fullu varðandi kórinn. Fórum í æfingabúðir um sl helgi og mér tókst þá að verða hás í 1. skipti á ævinni! En mjög gaman auðvitað og bjargaði eiginlega geðheilsunni með þetta verk hans Brahms sem ég hef verið að verða vitlaus út af. En núna er það bara æði. Svo afrekuðum við það að kaupa okkur nýjan sófa sem var ekki beint á döfunni. Ekki þannig þó við værum búin að tala um að það væri gaman. Fórum í einn leiðangur fyrir 2 vikum og í 3. búðinni keyptum við bara sófa kvissbang!!! Grænan "einingasófa" fylltan með dúni þannig að hann er geggjaður að kúra í þó ég hafi uppgötvað að hann stingur prinsessuna á bauninni!
GLEÐILEGAN KONUDAG!
2. febrúar 2008
Skrámur

Elsku Skrámur fékk að sofna í gær.
Það er svo hryllilega tómlegt án hans. Allt í einu er bara hluti af daglega lífinu horfinn. Hann trítlar ekki yfir gólfið, situr ekki í gluggakistunni, malar ekki í fanginu á mér og ég heyri hann ekki bryðja matinn sinn. Ég þarf ekki að passa að hafa opið inn á bað og ekki að kveikja á útvarpinu fyrir hann þegar við förum út. Mér finnst þetta óendanlega sorglegt. Ég hágrét hérna í gær þegar ég kvaddi hann. Elsku skinnið. Besta kisa í heimi. Þetta er eins og ég hafi misst einn besta vin minn. En þetta var það eina sem við gátum gert, þetta gekk ekki lengur.
En mikið sakna ég hans.
Gerast áskrifandi að:
Ummæli (Atom)