27. janúar 2008

Sunnudagur

Í dag átti afi Torfi afmæli og sl. mánudag hefði amma Erna orðið 80 ára og af því tilefni var stórveisla hjá stórfjölskyldunni og m.a.s. horft á "slædsmyndir"! Afi var svo mikið fyrir tæknidót og alltaf að taka myndir, taka upp á segulband og þau áttu örugglega elstu týpuna af vídeói sem til er! Það var allavega stórgaman að hitta ömmu- og afasystkini og eiga með þeim góða stund í dag.

Hér er annars ekkert að frétta nema að Skrámur er enn veikur og erum við búin að ræða hvort hann þurfi kannski að fá að fara að "sofa". Svo liggur hann hérna í fanginu á mér núna, malar og malar og mænir á mig stórum augum. Elsku rassispassi minn, ég veit ekki hvort ég get hvatt hann. Hann er nefninlega ekkert kvalinn en sísvangur og sífellt með niðurgang og uppköst og við erum búin að reyna í 3 mánuði að gera eitthvað en ekkert breytist. Ætla að heyra hvað dýralæknirinn segir á morgun. Sniff....

Ég er búin að redda þessu með Svíþjóð-Pólland! Auðvitað flýg ég bara frá Polen till Sverige INGA PROBLEM! Fæ m.a.s. út úr því dag með vinum okkar í Gautaborg því það er flogið þangað. Svo tek ég bara lestina niðureftir og hitti samstarfsfólkið! Þetta verður 10 daga ferð! Svo fer Maggi til Frakklands í maí þannig að ætli við höldum okkur ekki bara heima í sumar:D Það er bara hið besta mál enda pallurinn eins og sólarströnd... eða þannig:D

Ohh, var að raka á mér lappirnar í fyrradag og nú klæjar mig svo að ég er að verða geðveik. Ætla að fara að klóra mér og klappa Skrámi

10. janúar 2008

Þá er fyrsta vikan hjá leikskólastráknum að klárast. Það hefur gengið mjög vel. Hann verður samt bara til hádegis á morgun og fær ekki að sofa fyrr en í næstu viku. Okkur lýst mjög vel á og hann er glaður.

Ég ákvað svo að halda áfram að syngja með Fílharmoníunni. Það er verið að syngja Brahms Sálumessuna sem flutt verður með sinfó í mars. Hef samt enn ekki ákveðið hvort ég ætla með til Póllands í apríl. Skólinn er að fara til Sverige morguninn sem Póllandsferðin endar svo ég veit ekki hvernig ég pússla þessu. En hvenær á maður annars að fara til Póllands??? Maður spyr sig.

Skámur er voða lasinn. Hann rokkar reyndar upp og niður en við erum að þrífa eftir hann úrgang nokkrum sinnum á dag (yfirleitt af sömu flísinni í forstofunni!) og hann er grindhoraður þó hann borði vel. Það er verið að athuga hvort þetta er brisið eða skjaldkirtillinn og vonandi kemur eitthvað út úr því. Svo virðist hann svo ofboðslega svangur, hringsólar í kringum okkur þegar við borðum og ræðst svo á mylsnuna til að athuga hvort hann getur ekki fengið eitthvað. En hann má bara ekki fá neitt nema þurrmat og soðinn kjúkling svo þetta er ekki nógu gott. Nú er ég að reyna að borða ostapopp og það er nánast ógerlegt því hann treður andlitinu oní skálina eða vill sleikja mig! Æ rassi spassi