
Hér er annars ekkert að frétta nema að Skrámur er enn veikur og erum við búin að ræða hvort hann þurfi kannski að fá að fara að "sofa". Svo liggur hann hérna í fanginu á mér núna, malar og malar og mænir á mig stórum augum. Elsku rassispassi minn, ég veit ekki hvort ég get hvatt hann. Hann er nefninlega ekkert kvalinn en sísvangur og sífellt með niðurgang og uppköst og við erum búin að reyna í 3 mánuði að gera eitthvað en ekkert breytist. Ætla að heyra hvað dýralæknirinn segir á morgun. Sniff....
Ég er búin að redda þessu með Svíþjóð-Pólland! Auðvitað flýg ég bara frá Polen till Sverige INGA PROBLEM! Fæ m.a.s. út úr því dag með vinum okkar í Gautaborg því það er flogið þangað. Svo tek ég bara lestina niðureftir og hitti samstarfsfólkið! Þetta verður 10 daga ferð! Svo fer Maggi til Frakklands í maí þannig að ætli við höldum okkur ekki bara heima í sumar:D Það er bara hið besta mál enda pallurinn eins og sólarströnd... eða þannig:D
Ohh, var að raka á mér lappirnar í fyrradag og nú klæjar mig svo að ég er að verða geðveik. Ætla að fara að klóra mér og klappa Skrámi