30. desember 2008

Jólin í hnotskurn að hlaðast inn á myndasíðuna (nýja myndaalbúmið). Njótið vel

Afrekaði að fara bæði í Kringluna og Smáralind í gær með mömmu. Þurfti aðeins að skipta og ótrúlegt að við skildum bara lifa þetta af! Nei, það er ekki satt, það var alls ekki svo mikið af fólki og gekk eins og í sögu. Í dag á að halda áfram að slaka á og kannski fara í sund öll fjölskyldan saman. Ísak reyndar á mjög erfitt með að vera til síðan ragettur og flugeldar fóru á stjá og gengur um með hendur um eyrun. Það á eftir að taka á að upplifa gamlárskvöld:S Aumingja kúturinn hann er svo ofboðslega hræddur að hann sturlast alveg ef springur eitthvað þegar við erum úti. Og til öryggis heldur hann líka fyrir eyrun inni! Er að spá í að hafa bara I-podinn með og leyfa honum að hafa hann í eyrunum á morgun...

Annars óska ég ykkur gleðilegs nýs árs og passið ykkur á sprengjunum elskurnar

22. desember 2008

Jólakveðja


Til allra vina og vandamanna
Fjölskyldan í Mosarima 11 óskar ykkur gleðilegra jóla, árs og friðar.
Þökkum allt liðið.
Hrafnhildur, Maggi og Ísak

P.S. Nýjar myndir í desemberalbúmi

15. desember 2008

hah


Ég er búin að vinna minn síðasta dag á stofunni! HAH! Við komum hins vegar heim með haug af dóti sem þarf að fara í gegnum og finna svo geymslustað:S Maggi og Ísak komu og hjálpuðu mér að pakka þessu smáræði en þar sem geymslan okkar er ansi full er spurning hvað hægt er að gera við þetta... Og ég NENNI EKKI að fara í gegnum þetta og flokka og sortera svona þegar maður vill helst vera bara í jólakortunum og smákökunum...

Við foreldrarnir erum að þreyta frumraun okkar í jólasveinamálum. Stekkjastaur kom og gaf Ísak glerkúlu með jólabangsa inn í sem snjóar á þegar maður hristir. Hann vildi ólmur sýna Jökli kúluna og tók hana með í gistinguna. Hún brotnaði. Það var víst ekkasog og mikil sorg yfir því. Daginn eftir hittum við Giljagaur á jólaballi og Ísak var svo hugrakkur að biðja hann um nýja kúlu. Sem þurfti náttúrulega að redda.... Maggi fór í þau mál, kom heim með nýja kúlu sem hann setti upp á fataskáp meðan hann fór úr skónum. Hún datt í gólfið og brotnaði!
Mamman fór svo í gær og kom heim með heila kúlu sem vonandi á lengri lífdaga... Mér finnst þetta samt voða gaman, þetta sveinka-mál og gaman að fylgjast með vaknandi áhuga Ísaks á þessu.

Litla barnið vex og vex. Kúlan orðin nokkuð stór og maður er farinn að finna fyrir miklu brambolti þarna inni. Eina nóttina í vikunni held ég barasta að barnið hafi brotið sér leið um allan kviðinn og stækkað um 10cm og 5 kíló í leiðinni!!! Það eru sko ekki minni læti en þegar Ísak var að brölta þarna inni. Grindin er nokkuð góð en lífbeinið skammar mig á hverjum degi.... bara fyrir að labba, standa upp og setjast... Ísak og Maggi eru svo farnir að syngja fyrir litla barnið á hverju kvöldi og svo kyssir Ísak magann og býður góða nótt. Nú segir hann að þegar litla barnið komi þá ætli hann með því í bað! Hmmm... verða kannski vonbrigði ef það gerist ekki strax og það kemur út? Já, þetta er spennandi

Jæja, kominn svefntími. Svefninn er enn í rugli hjá mér, sef stundum smá og stundum minna. Skrýtið hvað maður venst því að vera svefnvana! En mér finnst þetta auðvitað alveg glatað. Verður gott að komast í jólafrí. Og svo á ég mánudagana fría héðan í frá:D

9. desember 2008

Þá er jólakvefið mætt! Vonandi bara fer það sem fyrst, verst ef ég þarf að "feika það" á tónleikum Fílunnar á morgun! Ákvað að vera heima í dag enda með mjög alvarlegt slen og beinverki. En þetta er nokkuð árviss viðburður og verður vonandi ekki meira.

Annars erum við bara hress. Nú er aðeins farið að róast hjá Magga og við sjáum hann meira. Þá þarf að fara að klára jólagjafainnkaup og mig langar að baka smá, allavega gera piparkökur með Ísak. Við sáum svo flottar piparkökur í bók sem voru með íspinnum í til að halda á þeim:) Hann er voða spenntur yfir þessu. Nú er aðal-leikurinn að taka fram allt eldhúsdótið (matinn og áhöldin) og leggja á sófaborðið og fara í kokkaleik. Þá er hann kokkurinn og ég stelpan og ég á að kaupa ALLAN matinn og það er bara tekið við greiðslum með korti sko. Hann fattar engan veginn þetta með peninga haha enda aldrei séð það eiginlega.

Svo er hann óendanlega spenntur yfir Stafakörlunum núna, fékk bókina í afmælisgjöf og svo diskinn í gær og vill ekki sleppa honum! Gaman að því.

En nú ætla ég að leggja mig áður en ég drösla mér í sturtu og svona. Erum nefninlega að fara að gera konfekt á eftir með tendgdafjölskyldunni. Verður án efa mjög gaman:)

1. desember 2008

Nýjar myndir

Takk fyrir afmæliskveðjurnar. Nú eru komnar myndir úr báðum veislunum inn í nýja myndaalbúmið.

28. nóvember 2008

Ísak 3 ára


Elsku sætasti Ísakinn varð 3ja ára í dag. Var vakinn með söng og gjöfum og fékk svo kórónu og köku í leikskólanum og pizzuveislu í kvöld með fjölskyldunni. Þeir frændur (Ripp, Rapp og Rupp) léku ýmist Mikka ref, Skilaboðaskjóðuna eða Pétur og úlfinn og átu brunabílsköku þar til þeir stóðu á gati. Elsku Jökull sat alsæll og borðaði afmæliskökuna MEÐ EGGJUM og bara andvarpaði af ánægju yfir að fá að vera með (eggjaofnæmið virðist vera horfið!) í þeim kræsingum. Ótrúlegt að hafa þrjá svona gullmola í kringum sig. Ísak var voða duglegur að lesa á kortin sjálfur "elsku Ísak til hamingju með afmælið, afi og amma í sveitinni"/elsku Hrafnhildur til hamingju með afmælið..."!

Til hamingju með afmælið sæti prinsinn okkar. Duglegastur og flottastur

24. nóvember 2008

haha

"Nei! Það er byrjuð Spaugstofan" sagði Ísak áðan þegar hann sá Geir Haarde í fréttunum. Múahahahaha

Mahler liggur í dái inni á baðherbergisgólfi eftir heimsókn hjá dýralækninum. Auminginn var geldur og sprautaður og merktur og sennilega tuskaður til líka, hann er allavega alveg döjur elsku skinnið. Ég er búin að fara nokkrar ferðir og gá hvort hann andar!

Og endilega kvittið nú fyrir lesturinn á þessum merkispistli;)

21. nóvember 2008

Það hlýtur einhver að hafa lesið þetta! Ætlar enginn að segja neitt?

20. nóvember 2008

Hamingjuóskir

Daði og Anna trúlofuðu sig í gær=)
Hann bara skellti sér á skeljarnar í Englandi með hringinn tilbúinn og ekkert smá flottur á því!
Við erum hæstánægð með að fá svona flotta og sæta og skemmtilega mágkonu og bjóðum hana hjartanlega velkomna og óskum þeim innilega til hamingju! (Daði gat varla talað í símann í gær hann brosti svo mikið...)

Svo eignaðist uppáhalds-bestifrændi Torfi litla dóttur fyrir viku og óska ég honum og Júlíu innilega til hamingju. Ég hlakka mikið til að sjá hana í eigin persónu og knúsa dálítið.

Dæs, bara eintóm hamingja þessa dagana:)

Já, og við eignuðumst þurrkara í gær sem kemur í hús í dag=) Hef aldrei átt svoleiðis græju og sé fyrir mér að hel.... þvottagrindin standi ekki eins oft út á gólfi og taki pláss! Veiiiiiii

8. nóvember 2008

helgin

Við fórum í 20 vikna sónarinn í gær:) Rosa gaman og barnið sýndi sig í bak og fyrir og sprellaði helling. Ég er ekki frá þvi að barnið sé eitthvað skylt Simpsons...allavega var efri vörin ískyggilega lík þeim á einni myndinni... Fylgjan er aftan á eins og með Ísak svo ég get búist við jafn miklu fjöri og þá, enda er það þegar byrjað. Vinsælast núna er að sparka niður í grindina eða rassinn á mér!!! Það gengur bara vel, ég reyni að vera dugleg að nota grindar- og bakbeltin mín og passa mig hvernig ég hreyfi mig og stend. Svefninn er ennþá að trufla mig en nú hef ég samt fengið nokkrar ágætar nætur og 2 alveg stórgóðar! Ekki samt síðustu 2 svo ég var voða syfjuð á ráðstefnunni í dag:S

Ég fór sem sagt á ráðstefnu og tal og mál í dag í HÍ. Alltaf gott að heyra frá kollegum sínum og hlusta á spennandi fyrirlestra. Þar hitti ég einnig nýja nemann minn sem ætlar eitthvað að elta mig næstu 3-4 vikurnar. Hún byrjar á mánudaginn svo eins gott að segja eitthvað af viti þá! Hún er að læra í Odense og ætli ég læri ekki bara heilmikið sjálf af því að hafa hana hjá mér. Allavega hafði ég mjög gott af að hafa nema síðasta vetur.

Við byrjuðum samt daginn á að fara í hóp-cellotíma í Allegro með Ísak. Það var rosalega skemmtilegt og áhugavert hvernig hann Pavel náði til þessara 5 ára barna sem þarna voru. Og Ísak virtist skemmta sér ágætlega og fylgdist nokkuð vel með. Svo fórum við í leiðangur með sparistellið okkar. Það er svo sorglegt með það að það er hætt að framleiða það úti og bara ÖRfáir hlutir eftir í búðinni. Þeirri 3. sem hefur það í sínu "sortimenti" því sú fyrsta fór á hausinn... Eigandinn var mjög vingjarnleg og bauð okkur að skila því sem við ættum af kaffistellinu og láta ganga upp í fleiri hluti í matarstellinu. Sem við og gerðum þar sem við áttum bara 4 mokkabolla og 2 kaffibolla og þetta dugði fyrir dýrindis steikarfati! Jólasteikin þarf sko ekkert að vera á neinu druslufati þessi jól (eins og við höfum e-n tíman eldað jólasteik.... í fyrra voru pulsur á jóladag hahaha! Nenntum nefninlega ekki að elda skinkuna). En nú þarf að finna nýtt kaffistell að safna!

Á morgun er tvöfaldur leikhúsdagur. Fyrst Skilaboðaskjóðan og svo Vestrið eina um kvöldið. Ísak hefur nú e-r áhyggjur af þessu enda búinn að segja að hann vilji ekki fara aftur í leikhús, hann hafi verið hræddur á Gosa! Ísakinn er sko orðinn afar spenntur fyrir afmælinu sínu sem er þó ekki fyrr en eftir 2 vikur. Hann segir mér nokkrum sinnum á dag að það eigi að vera brunabílskaka og allir krakkarnir syngi og hann ætli að hafa fíladiskana og fílaglösin.... Hér koma 2 góðar sögur af snillingnum. Sú fyrri átti sér stað milli móður og sonar í morgun. Varla þarf að taka fram að móðirin er talmeinafræðingur og skilja má hvað hefur verið í gangi síðustu vikur í þjálfun...
Móðir: Viltu seríos eða kornflex í morgunmat?
Sonur: seríos. Seríos er ekki matur!
Móðir: Jú það er morgunMATUR
Sonur: mamma, segðu ga-ga-morgunmatur!

Hin átti sér stað milli föður og sonar. Faðirinn fór á klósettið...
Sonur: pabbi, kom piss?
Faðir: já!
Sonur: þá tekurðu bara upp buxurnar svona (sýnir) alveg hingað upp!

Lærdómur: ÞAÐ LÆRA BÖRN SEM FYRIR ÞEIM ER HAFT!

31. október 2008

Auglýsing

Minn ástkæri Maggi sæti er að halda tónleika á morgun, laugardag, kl. 17 í Dómkirkjunni. Að þessu sinni orgeltónleika svo endilega koma og sjá og heyra hvað hann er flinkur!

25. október 2008

Aldrei hefði mér dottið í hug að ég myndi sitja fyrir með skilti til að taka það fram að ég væri ekki hryðujuverkamaður! En einu sinni verður allt fyrst og á þessum súrrealístísku tímum getur greinilega allt gerst!

Annars tökum við lífinu bara með ró hérna. Reyndar mikið að gera hjá Magga en ég naut þeirra forréttinda sem skólastarfsfólk nýtur að vera í vetrarfríi í fyrradag og gær. Það var YNDISLEGT! Ég gat náð upp smá svefni og fór og heimsótti gamla vinkonu sem ég hef ekki séð í örugglega 7 ár á fimmtudaginn. Það var auðvitað bara eins og í gær og gaman að taka upp vinskapinn aftur. Hitti svo nýbakaða foreldra lítillar Haraldsdóttur í gær og fékk að knúsa dúlluna! Þetta var hún X Ásdísar og Haralds, algjör mús! Bara 1 mánaða! Get ekki skilið að við höfum farið með Ísak svona lítinn í flugvél þegar við fluttum frá Svíþjóð! M.a.s. bara 3 vikna! En það gekk auðvitað eins og í sögu en mér finnst bara svo skrýtið að hann hafi verið svona lítill, nú að verða 3ja ára.

Nú sitja þeir frændur Ísak og Jökull og maula cerioos og horfa á Ávaxtakörfuna. Jökull í smá heimsókn því Vala er með Hjalta í óvissuferð í tilefni af útskrift hans. Já, hann er loksins að útskrifast drengurinn! Mér tókst að byrja á því að "skemma" Jökul, hann hrundi svona svakalega út úr bílnum hérna fyriri utan og fékk blóðnasir og RISA kúlu!! Held ég sé ekkert að tilkynna foreldrunum það....:S Leyfi þeim að njóta dagsins og fá sjokkið á morgun... Á meðan hann virðist ekki vera með einkenni höfuðhöggs allavega...

Jæja, best að sinna húsverkum, þeim sem ég má gera allavega!

15. október 2008

Í skýjunum

ÉG SVAF Í NÓTT!
Algjör snilld

11. október 2008

Að gefnu tilefni...

Það er allt í lagi með mig. Gleymdi bara alvega að láta vita! Er ekki með þvagfærasýkingu þannig að þetta eru óútskýrðir verkir og ég er bara spræk. Svona miðað við ástandið í þjóðfélaginu...

7. október 2008

Ýmislegt gengur nú á!

Fór í meðgöngusund í fyrsta skipti í gær. Sjúkraþjálfarinn mælti með því af því að ég fékk í grindina strax! Það var voða gott að hreyfa sig aðeins en ég fann mjög fljótlega að það fór að braka í lífbeininu og verk í mjóbakið. Sjúkraþjálfarinn sem sá um tímann sagði mér að gera minna eða bara slaka á! Aldrei má maður nú ekki neitt!
Svo eftir tímann fannst mér ég vera með samdrætti og stóð það í nokkra klukkutíma ásamt sting í náranum sem ég taldi togverki.
En þegar þetta leið ekki hjá í nótt hrindi ég í ljósmóðurina mína og hún vildi skoða mig. Fóstrinu líður vel en eftir læknisskoðun er líklegt að ég sé með sýkingu í þvagfærum og á að fara í ómskoðun á nýrum á morgun!!! Gá hvort er "útbungun á þvagleiðara"...
Svo "verð ég að passa mig" ef samdrættir koma, hvíla mig HELST Í VIKU BARA! Ég hugsaði nú bara jæja og sé það ekki alveg í anda að ég sé að fara að leggjast í sófalegu en auðvitað hlustar maður á líkamann ef eitthvað fer í gang.
Læknirinn skrifaði líka út svefnlyf fyrir mig. Já svefnlyf! Ég hef verið að sofa svona 4-5 tíma á nóttu síðan í viku 7. Og ekki samfleytt, þannig að maður er svona mis-örmagna á morgnanna. Ég ætla mér nú að fara varlega í alla lyfjanotkun en kannski prófa ég næst þegar ég er alveg búin á því og tek 1/2 töflu. Þetta á víst að vera allt í lagi...

Ísak er snilli eins og við vitum . Nú sagði hann við mig í fyrradag "á ég að lesa fyrir þig mamma? ég kann að lesa á íslensku af því ég les fyrir Jökul og Ragnar Stein!"
Og áðan sagði hann "ég kann að segja ga ga ga" og svo prófaði hann að segja Gosi og gaman og kisa og bara ljómaði af stolti og mamman klappaði og klappaði enda stór merkilegur áfangi hjá syni talmeinafræðingsins! Veiiiii

Á eftir er ég að fara að hitta vinkonu úr Kvennó sem ég hef ekki séð síðan við útskrifuðumst. Svei mér þá! Við vorum samlokur í 3 ár ásamt Önnu Dögg og annarri sem líka hefur horfið en ég hlakka mikið til að rifja upp gamla tíma og hlæja dáltið, en við gerðum einmitt mikið af því!

25. september 2008

Fyrir talmeinafræðinginn

Ísak sagði /g/ í gær!!! Gat m.a.s. hermt eftir mömmu sinni og sagt "ga ga ga" en honum var lífsins ómögulegt að segja /k/. Hí hí sætasta músin, mamman alltaf eitthvað að þykjast þjálfa hann!

22. september 2008

Fleiri klósettsögur II


Ja þetta fer að verða vinsæll baðstaður! Nú er bangsinn Lill Käll búinn að dýfa öðrum fætinum ofaní og líkaði bara ágætlega held ég. Allavega var það góð ástæða til að fá að setja hann í almennilegt bað í þvottavélinni sem kom sér vel því hann fór í myndatöku hjá ljósmyndara í gær ásamt Ísak.

Myndatakan gekk bara vel og spennandi að sjá hvernig hún kemur út. Mjög ódýr ljósmyndari sem myndar í heimahúsi www.davidthor.net

Ísak fékk næturgest í fyrrakvöld og þeir skemmtu sér svo vel að þeir voru vaknaðir eldsnemma til að halda áfram að leika (eða allavega Ísak að skipa Ragnari Steini fyrir: leiktu með þetta! Blástu betur! Blástu almennilega! Borðaðu kjötbollurnar...). Sem gerði það að verkum að hann sofnaði hálf 6 í sófanum að bíða eftir Skoppu og Skrítlu. Ekki séns að vekja hann svo hann fór bara í rúmið og svaf til 7 í morgun. Þá kom ekki annað til greina en að fara í Barbapappa-bolinn sem hann fékk lánaðan hjá Jökli fyrir myndatökuna og hefur eignað sér. Fór tvisvar úr peysunni til að geta skoðað hann!

Og að lokum eitt gullkorn. Hann var að burðast með Mahler í fanginu um helgina og heyrðist þá: "Úff þú ert svo þungur, þú ert nú meiri þungarinn"!

18. september 2008

Nýtt myndaalbúm

Var að skapa nýtt myndaalbúm sem er í krækjunum hér til hliðar og heitir einmitt Nýtt myndaalbúm! Ætla að reyna að vera dugleg að setja inn myndir þar...
Eins og glöggir lesendur hafa tekið eftir á blogginu hans Magga er önnur útgáfa af Krulla komin af stað. Væntanlegur útgáfudagur í lok mars:) Verður örugglega ekki síðri, þó Krulli 1 hafi áhyggjur af hávaða og ætlar að loka hurðinni að herberginu sínu þegar "mallinn stækkar" eins og hann orðaði það.
Mér finnst reyndar bara vera einn Krulli svo kannski kemur annað nafn á útgáfu 2?

8. september 2008

Fleiri klósettsögur

Heyrði "plask" innan af klósetti áðan... út kom blautur og skömmustulegur kisi!

Klósettsetan var uppi og bleyta í kringum klósettið!

Múahahahahahaha...

P.S. Ísak var bleyjulaus á leikskólanum í dag:)

5. september 2008

Mömmuhjartað titrandi

Ísak er að fara heim með vini sínum eftir leikskóla!!!!
Fær að vera í 2 tíma í heimsókn ef allt gengur vel.
Er hann 5 ára eða...?

1. september 2008

Af klósettferðum

Ísak notar enn bleyju og er hæstánægður með það. Hins vegar hefur hann verið að fara á klósettið á leikskólanum, auðvitað! Gerir bara eins og hinir þar. Harðneitar hins vegar oftast að prófa að pissa í klósettið heima þó stundum hafi það nú gerst. Í gær var hann voða duglegur, pissaði fullt áður en við fórum í sund og var mjööög stoltur af því. Seinnipartinn fórum við svo í rúmfatalagerinn og sáum fullt af flottum límmiðum. Þá datt mér í hug að prófa að fara að ráðum Írisar vinkonu sem gaf sínum gutta límmiða á koppinn fyrir hvert piss. Ísak valdi rosa flotta límmiða og svo byrjaði ballið. Hann fékkst ekki af klósettinu!
Hann sat og sat í gær þessi elska og beið eftir pissinu. Náði m.a.s. að fá 2 límmiða en það var ekki nóg fannst honum og hann sat og sat og beið og beið og dokaði og dokaði....

Svo vildi hann alls ekki setjast á klósettið í morgun!

23. ágúst 2008

19. ágúst 2008

Þar hafið þið það...


Þú ert miðlungssteikt dramadrottning.



Ef dramadrottningar væru hamborgarar sem fengjust rare, medium, medium rare, og "well done" værir þú "medium". Miðlungssteiktar dramadrottningar eru konur meðalhófs. Þær eru skynsemisverur miklar, hafa sterka réttlætiskennd og vilja öllum vel. Í raun myndu flestar miðlungssteiktar dramadrottningar frekar vilja vera baunabuff en hamborgari því þá hefðu engin saklaus dýr þurft að líða fyrir samlíkinguna.

Miðlungssteiktar dramadrottningar hafa algera stjórn á dramatíska hluta heilans. Í raun verður sjaldan vart dramatískrar hegðunar hjá hinni miðlungssteiktu. Ekki einu sinni slæmur hárdagur getur raskað ró hennar.

Miðlungssteiktar dramadrottningar eru hæglátar, yfirvegaðar en fylgispakar. Þær eru trúar leiðtoga sínum sem er gjarnan léttsteikta dramadrottningin og fylgja henni oft í blindni. Þegar á reynir er hún hins vegar ekki tilbúin til að hvika frá sannfæringu sinni og á það til að vera samviska þeirrar léttsteiktu og halda henni á jörðinni.

http://www.dramadrottning.com">Hversu mikil dramadrottning ert þú?

13. ágúst 2008

11. ágúst 2008

já, ferðasagan...


Hún er í stuttu máli svona: sól, strönd, Tívolí, dýragarður, Strikið, Louisiana. Heitt og gaman:) Bara alveg meiriháttar að fá bæði svona strandarfíling og borgarfíling. Ísak og Ragnar Steinn voru æðislegir saman og við líka;) Ekki spillti að vera í svona geggjuðu veðri og á góðum stað.

Svo var bara rétt tekið upp úr töskunum áður en við Ísak fórum á Gúmmískó 2008 í Mývó sem var alls ekki á planinu. Maggi varð eftir heima til að spila í messu (glatað). Það var voða gott að koma norður og hitta alla og gaman að vera öll saman fjölskyldan þar í fyrsta skipti í mörg ár. Ég keyrði með Hjalta og Völu norður og Daða og Önnu til baka. Svo kom bara Anna vinkona frá Svíþjóð sl miðvikudag og fer á miðvikudaginn þannig að það er allt á fullu.

22. júlí 2008

Eins gott

að ég svaraði í símann áðann, þó það væri fyrirtækjanúmer og ég var viss um að þetta væri sölumaður að reyna að pranga einhverju inn á mig. En það var Iceland Express að tilkynn að flugið okkar til Köben á morgun væri fellt niður!!!! Ég varð orðlaus og bara sagi ekki neitt. Hún var fljót að spyrja hvort við vildum fara kl. 07 í fyrramálið eða á fimmtudaginn. Þannig að við erum að fara í fyrró sem við ætluðum einmitt að forðast því við þolum ekki þessi morgunflug. Jakk ég þoli ekki að vakna svona um miðja nótt en við græðum náttúrulega daginn úti í staðinn. Gleymdi að spyrja hvort við kæmumst aftur heim!

Þetta setti stressið í mér í gang og nú verð ég að drífa mig að pakka því ég er að fara í bíó í kvöld; Mama Mia sem allir hrósa svo mikið. Vonandi ekki sömu vonbrigði og Sex and the City

Bæjó bless bless

16. júlí 2008


Sjáðu vinur minn...

Mig langar að bjóða þér heim til mín...

13. júlí 2008

Ég verð galinn


sagði Ísak áðan í Bónus, og hallaði sér upp að einni frystikistunni! Hvar ætli hann hafi heyrt þetta? *hrmpf*
Fleyra sem hann hefur einmitt tekið upp eftir þessum ónefnda aðila er ÓMÆGOD! Hann var að leyta að Lill Käll um daginn og þá datt þetta upp úr honum; ó mæ dod hvar er Lill Käll?

Hann er orðinn þvílíkt duglegur að tala barnið. Getur núna lýst atburðarrás og sagt frá í nokkuð löngu máli. Spjallar t.d. mikið í símann núna. Vildi samt lítið tala við föður sinn sem var í Skálholti, bað bara alltaf um að fá að tala við Gunnar!

Við Ísak skemmtum okkur konunglega í bústað á Egilsstöðum í 2.sinn. Fórum í hálf furðulega göngu þar sem ég óð t.d. á með hann á bakinu og lyfti Völu yfir rafmagnsgirðingu! Sáum svo hreindýr á bænum Klaustursseli sem var mjög gaman því þau voru svo gæf. Þeir frændur voru nú heilmikið að kíta og klaga hvor annan sem var eiginlega frekar fyndið.

Nú höfum við rúma viku saman fjölskyldan hérna heima áður en við förum svo til Köben í viku. Ég er orðin mjög spennt, sérstaklega að fara með Ísak í dýragarðinn. Hann talar líka mikið um það að hann ætli að skoða tígrisdýr í búri.

Þessi elska er svo jákvæður. Í gær var ég í blússu sem mætti líka flokkast sem (afar) stuttur kjóll. Ísak spurði mjög hissa; "mamma, ertu í kjól? Þú ert fallegur". Og þegar við vorum að fara út í afa bíl eftir vel heppnaða heimsókn í sumarbústað í Munaðarnesi í gær sagði hann hressilega "þetta var nú aldeilis gaman". Líkist nafna sínum Ísak Þorra held ég bara:)

7. júlí 2008

Þá erum við komin úr fyrstu sumarferðinni. Fórum í bústað rétt hjá Egilsstöðum. Fengum um 8 stiga hita og rigningu mest allan tímann. Svaka stuð, prófuðum allar sundlaugar á norðurfjörðunum held ég bara og allt sem hægt var að gera í svona veðri. Það var auðvitað bara notalegt en gaman hefði verið að fá betra veður. Ég fæ það nú sennilega núna þegar ég fer AFTUR fljúgandi í fyrramálið og verð með Hjalta og co. Maggi er í Skálholti og við Ísak skellum okkur bara.

Ég er að fylgjast með Lost með hálfu auga... þetta er ÓTRÚLEG vitleysa orðin. Ó mæ dod eins og Ísak segir. Samt verð ég aðeins að sjá, bara til að pirrast. Fór einmitt á Sex and the City um daginn og það var annað ómædod! Vá, hvað mér leiddist. Veit að margir eru ekki sammála mér en mér finnst þetta svo yfirborðskennt og óraunverulegt allt saman. Ég var bara að bíða eftir að hun væri búin. Auðvitað brosti maður af og til en svona í heildina hefði ég átt að horfa á þetta á DVD svo ég gæti slökkt haha.

24. júní 2008

Afmæli




Jökull besti frændi varð 3ja ára í gær!!!! Til hamingju með afmælið Jökull:) Við Ísak mættum í undirbúning 2 tímum fyrir gestagang og Ísak beið spenntur ALLAN tímann eftir að Hjalti færi að grilla pylsurnar og svo þegar hann var búinn með þær gat hann ekki beeeeðið eftir að fá Barbapabbakökuna... alveg svakalega óþolinmóður.

Við mættum á svæðið með STÆRSTA pakkann; flygil!! Nú skal barnið byrja að spila sónötur og prelúdíur í röðum. Enda er hann kominn inn í suzuki í haust (þetta verður ekki útskýrt frekar).

Ísak var með á hreinu að Jökull væri 3ja ára og sagði Tómasi vini sínum það og sýndi 4 fingur um leið: "é a fa:a í ammæli til Jödul o hann e sona (fingurnir) o hann fæz píanó o hammboddaza" Hehe!

Á sunnudaginn fórum við með hinum besta frænda á ylströndina. Þar var enginn ylur nema í skjóli en þeir skemmtu sér rosalega vel og sóttu endalaust vatn í fötu og fóru marga kollhnísa í sandinum.Á laugardaginn átti hins vegar besta FRÆNKA afmæli og það var hún Jóna skjóna og varð hún hvorki meira né minna en 25 ára og óskum við henni aftur innilega til hamingju með það! Ekkert smá yndislegur dagur í sólinni í garðinum hennar:)

21. júní 2008

Hafið þið heyrt þetta lag?

"Lítill Mexíkani með sól-sólgleraugu...."

söng Ísak þegar Ragnar Steinn setti upp sólgleraugun

Enda hvað er þetta son brero eða hvaððanúheitir? Maður heyrir það sem maður vill:)

20. júní 2008

Bumban mín

Lenti í "klassísku" atviki í gær. Ég var í búð og hitti þar ónefnda tengdamóður (ekki mína samt). Við spjölluðum smá og kvöddumst svo. Stuttu seinna hittumst við aftur við útganginn. Hún horfir furðu lostin á mig og segir:
T: Bíddu! Er ég að sjá eitthvað sem ég veit ekki?
Ég: Ha? (Og held í alvöru að hún sé rugluð og sé að meina að hún þekki mig ekki aftur frá því fyrir 2 mín)
T: Ertu kannski...? (Og glápir nú ískyggilega fast á magann á mér)
Ég: Heldurðu að ég sé ólétt?
T: Ja, hvað veit maður...

Ég féll saman í bókstaflegri merkingu og grúfði mig niður í næsta rekka! Hún virtist pollróleg og sagði að ég hefði bara hneppt jakkanum þannig.... Frétti svo í gærkvöldi að hún hefði nánast dáið af skömm hahahaha!!! Ég hef nefninlega lent í því að vera í hennar sporum, sælla minninga. Mann langar bara að HVERFA! En ég verð greinilega að fara að gera eitthvað við þessa bumbu! Það er nefninlega ekkert inní henni nema matur.
Kannski á morgun. Eða hinn...

16. júní 2008

Músin mín



hefur tekið ástfóstri við ljósbláa hárteygju! Hann fór með gosbrunn í hárinu í Húsdýragarðinn og Hagkaup í gær þessi elska. Það má ekki snerta þetta og hann svaf svona í fyrrinótt og sofnaði svona núna áðan. Í Hagkaup vorum við með Jökli frænda og þeir fengu að velja sér 17.júní blöðrur.
Jökull valdi Shrek.
Ísak valdi ljósbláan pony-hest með fiðrildum og blómum og vængjum! Hann er bara dýrlegur :-) Sýnir dálítið karaktereinkenni þeirra frænda!


Á morgun er svo bara skrúðganga með fánum, blöðrum og candy-floss! Ég man alveg að það er ógeðslegt en gleymi því alltaf um leið og ég sé það og bara VERÐ að fá mér!!!

Gleðilegan þjóðhátíðardag!!

14. júní 2008

komin í sumarfrí

Já, loksins er ég komin í sumarfrí:) Og ekki byrjar það amalega með þessari bongóblíðu sem er búin að ríkja hérna á suðvesturhorninu - og öllu landinu er það ekki bara! Ég er allavega búin að græja pallinn fyrir sumarið. Eða sko sumarblómin eru komin í beðið og nú á bara eftir að bera á sjálfan pallinn en það ætlum við að reyna að gera í næstu viku. Svo fara sumarplönin að detta inn, gangan hans Magga og Kristínar, sumarbústaðrarferðin austur á Einarsstaði, brúðkaup og ferðin til Danmerkur. Voða gaman hjá okkur í sumar.

Allt gott af litla stubbi að frétta. Nýjasta æðið í orðasafninu er ofnotkun á "OK" eða "ótey" eins og það kemur úr hans munni. Og alltaf með svona hissa-/spurnartón. Sama hvað sagt var á undan.
M:"Við skulum bursta tennurnar"
Í: "Ótey?"
M: Viltu koma með mér út í geymslu?
Í: Ótey?
M: Nú verðurðu að drífa þig
Í: Ótey?

OK

5. júní 2008

The New Husband Store


A store that sells new husbands opens in New York City. Women can go here to choose a new husband. At the entrance is a description of the store policies:


You may visit this store ONLY ONCE! There are six floors in this store. The value of our products increases as you ascend to each succeeding floor. You may choose any item upon arriving at any floor, or you may choose to proceed to the next floor, but you cannot go back down to revisit lower floors except to exit the building.
A woman goes to the New Husband Store to find a husband.

On the first floor the sign on the door reads: Floor One: These men have jobs.

The second floor sign reads: Floor Two: These men have jobs and love kids.

The third floor sign reads: Floor Three: These men have jobs, love kids, and are drop-dead gorgeous.
“Wow,” the woman thinks, but feels compelled to keep going.

She goes to the fourth floor, and the sign reads: Floor Four: These men have jobs, love kids, are drop-dead gorgeous, and help with housework.

“Oh, mercy!” the woman exclaims, “I can hardly stand it!”

Still, she goes to the fifth floor, and the sign reads: Floor Five: These men have jobs, love kids, are drop-dead gorgeous, help with housework, and have a strong romantic streak.
The woman is very tempted to stay, but she goes to the sixth floor and the sign reads: Floor Six: You are visitor 31,456,012 to this floor. There are no men on this floor. This floor exists solely as proof that women are impossible to please. Thank you for shopping at the New Husband Store.

To avoid any accusation of gender bias, the store’s owner also opens a New Wife Store just across the street.

The first floor has wives that love sex.

The second floor has wives that love sex and have money.

The third through sixth floors have never been visited.

31. maí 2008

Ég missti nú bara alveg af

þessum skjálfta! Við Ísak fórum á bókasafnið og svo bara beint út á pall að moldvarpast í beðinu þegar við komum heim og ég veit ekki einu sinni hvar ég var á þessum tíma! Kannski á bókó, kannski að keyra bara eða komin út á pall? Fann allavega ekki boffs og vissi ekki um hvað pabbi var að tala þegar hann hringdi kl. hálf 6 um kvöldið! Þá var ég í Blómaval að kaupa meiri mold, meiri lúðinn!

Maggi er með Hljómeyki í Frakklandi í kórakeppni. Þeim gekk vel og komust í undanúrslit. Svo fá þau að vita með úrslitin á morgun. Spennó.

Við Ísak erum því bara ein að bagsast hérna. Það gekk frekar mikið á fyrstu 2 morgnana. Ég er vön að skilja þá feðga eftir í draumalandinu þegar ég fer út rétt fyrir 8 en nú þurfti ég að vekja Ísakinn og koma honum í föt og fá í hann mat og reyna að vera ekki mjöööög sein í vinnuna (sem reyndar var óumflýjanlegt þar sem hann byrjar ekki fyrr en 8 á leikskólanum). Hann var auðvitað ekki mjög hress með þetta og vildi ekki fá nýja bleyju, vildi ekki klæða sig, vildi ekki hafragraut og ekki þennan disk og ekki þessa skeið og jú hinn diskinn og svo var öskrað og grenjað.... úff! En á föstudagsmorguninn vaknaði hann glaður, tilkynnti það meira að segja. "Mamma é e dlaðu" Sem hann auðvitað oftast er, nema þegar hann er það ekki hehehe

23. maí 2008

Ég spái....

Maður verður nú að spá aðeins í úrslitin er það ekki? Ég held að 5 efstu lögin verði Portúgal-Armenía-Grikkland-Ísland (já, auðvitað) og mmmmm vonandi Danmörk eða Frakkland! Finnst franska lagið dálítið geggjað og flott. Get hins vegar ekki ímyndað mér hvað vinnur. En ég er nokkuð örugg á að sænska grýlan vinnur ekki....

21. maí 2008

Júró

1. í Júróvisíon búinn. Horfðum á hérna heima bara og héldum með Norge:) Erum svo að fara í matarboð á morgun hjá tónlistarskólanum sem Maggi vinnur í og EINS GOTT að það verði kveikt á sjónvarpinu.... ég er pínu stressuð því það byrjar örugglega ekki fyrr en hálf 8! Oh, vell kannski verður þetta endurtekið um helgina...

Á laugardaginn verður svo ROSA partý hérna, ma og pa mæta ásamt Hja og Vö og auðvitað hinum ofursvala Jökli. Svo ætlar Ragnar Steinn að halda uppi heiðri foreldra sinna sem eru svarnir anti- Eurovisionistar (er það orð?) og sátu heima í fyrra með slökkt á sjónvarpinu hahaha! En hann fær að vera hjá okkur og við ætlum að gera okkar besta til að hann verði farinn að syngja This is my life þegar hann verður sóttur múahahahahaha!!! Ísak er allavega farinn að biðja um "Limmisalæf" sí og æ og dansaði eins og óður áðan við íslensku útgáfuna. Ég fór nefninlega út í Hagkaup að kaupa brauð og djús og kom heim með Eurovison diskinn.... JÚHÚÚÚ!!

"limmisalæv oóoooo æ dónt vona tjeins a þi-ing limmisalæææææææ-æv lalalala"

18. maí 2008

Gullkorn


Tvö gullkorn frá hr. Ísak í 2ja ára krísu

Við komum í Fiskakvísl á föstudaginn og amma Dísa sagði að hann þyrfti ekkert að fara úr skónum því það væri opið út á svalir. Hann fór beint þangað og ég kom svo stuttu seinna á sokkunum út. Þá segir hann:"Mamma ertu á fótunum?"

Við vorum að borða tortillas áðan og ég setti smá hakk hjá honum sem var honum alls ekki að skapi. Hann byrjaði að öskra" é vil etti tjöt" (ég vil ekki kjöt) alveg eins og ljón. Ég varð frekar pirruð, tók hann frá borðinu og sagði "þú verður þá bara að segja ég vil ekki kjöt FALLEGA". Þá svaraði hann aumlega "é vil etti tjöt fallega"!

Þá var erfitt að halda andlitinu.

13. maí 2008

af ferðum

Finnst ég verði að skrifa eitthvað hérna svo þessi síða lognist ekki út af! Held bara alltaf að það lesi þetta enginn. En það er auðvitað ekkert hægt að lesa ef ekkert er skrifað... hmfff

Er komin með á heilann að ég VERÐI að fá mér gallapils! Búin að ganga í margar búðir og þetta virðist dottið úr tísku, allavega ekki mikið úrval. Hins vegar eru stuttbuxur í öllum búðum! Svona eins og ég var í þegar ég var á fermingaraldrinum, úr flaueli, rosa flottar! Hvar ætli þær séu? Skiptir svo sem ekki máli, ég kæmist ekki í þær (sem betur fer)!

Ég er alveg tilbúin að fara í sumarfrí núna. Enda kominn mikill losarabragur á skólastarfið. Ég er svo sem mest að endurmeta krakkana og skrifa skýrslur... en í dag náði ég mér hins vegar vel á strik í letinni. Eyddi miklum tíma í að skoða myndir frá Svíþjóðarferðinni, ljósrita og fleira NAUÐSYNLEGT!

Vel á minnst, Pólland-Svíþjóð-Danmörk var bara fínasta ferð. Dálítið löng fyrir mömmuhjartað en mjög skemmtileg. Tónleikarnir í Póllandi tókust svakalega vel, Maggi stóð sig líka svo vel. Wroclav er falleg borg, allavega miðbærinn, en hún er full af svona dvergum sem passa upp á hana. Þessi er að passa innganginn að undirheimum, en um hann ferðast dvergarnir og dúkka svo upp á ýmsum stöðum. Svo var svo gott veður í Sverige og Köben, vorið komið þar fyrir löngu (og sumarið núna... 25 stig í gær þegar ég "símaði" til Önnu). Ég verslaði ekki mikið, fannst allt svo dýrt! Fór og hitti Johönnu vinkonu í Halmstad. Lestarferðin þangað tekur 1 tíma en ég var 4 og hálfan á leiðinni! Lestin náði ekki að keyra nema ca 100 metra og snarhemlaði þá þannig að allt fauk fram af borðum. Svo sátum við föst í göngum í 2 tíma, bremsurnar höfðu læstststss.... Eftir langa mæðu var okkur mokað í aðra lest sem keyrði 1 stöð og þar vorum við sett í rútur. Ég var því komið kl. 2:30 í staðin fyrir 11 og Johanna bara dokaði og dokaði, sem betur fer ekki búin að bóka á sig fullt af skjólstæðingum. Ég náði því bara minikynningu á starfseminni hjá henni en hún er skólatalmeinafræðingur. Svo fékk ég bara köku og kruðerí og var í mat hjá henni og fjölsk hennar. Joel 5 ára tók ástfóstri við mig, sýndi mér allt húsið, allt dótið sitt og söng fyrir mig. Það var mjög gaman að hitta þau enda hef ég ekki séð hana síðan 2001!

Upplifði svo flottan dinner á Reef and Beef í Köben. Það virðist vera aðal Íslendinastaðurinn í þeim bæ, þar voru 3 leikskólar fyrir utan okkar hóp! Allir að borða krókódíl og kengúrur. Ég fékk mér kengúruna en sá eftir því því krókódíllinn var geggjaður! Mæli með því að fólk láti vaða ef það fær tækifæri til að smakka það! Alls enginn skósóli á ferð, hvítt og mjúkt kjöt.

Hins vegar var allt önnur matarupplifun á Madklubben, einum af top 10 matsölustöðum í Köben. Þar var á matseðlinum "3x gris". Og það var það sem við fengum; svínasteik í 3cm þykkum sneiðum, grísapylsur í potti og e-n baunarétt með svínakjöti. Punktur. Reyndar komu kartöfflur en þær dugðu ekki fyrir hópinn og þá var ekki hægt að fá meira því "það var ekki á matseðilinum". Engin sósa, ekkert grænmeti, bara kjöt! Diskurinn var ekkert smá furðulegur á að líta. Svo sem allt í lagi matur, en bara svo þurrt og afar spes að borða allt án sósu! E-r bað svo um það og fékk þá tómatsósu í dollu! Top 10 mæ es... Við reyndum nú bara að hlæja að þessu og grínuðumst með að það yrði örugglega rabarbaragrautur með rjóma í eftirrétt. Og viti menn, rabbarbarinn mætti, reynar ekki grautur en súr rabarbari með rjóma!

Frekar tek ég þá krókódílinn...

17. apríl 2008

Ég segi ekki annað en...

WROCKLAW-GÖTEBORG-HELSINGBORG-KÖBENHAMN!!!

31. mars 2008

Ein skuggaleg!

Tannsi


Var hjá tannlækni í morgun. Sem hann er að deyfa mig fer höndin á honum öll að kippast til. Svo segir hann að hann hafi verið að klippa limgerðið alla helgina og sé með krampa í hægri hendinni! Þið getið rétt ímyndað ykkur hvort ég hallaði mér ekki bara aftur og lokaði augunum áhyggjulaus!!!

25. mars 2008


Ja hérna! Eftir þó nokkuð langt veikindatímabil drifum við Ísak á Læknavaktina á páskadag. Hann bara með bronkítis skástrik lungnabólgu greyið litla! Mamman líka hlustuð og ekkert að henni nema flensa! Og ég get svariða á leiðinni heim í bílnum fann ég kinnholubólguna koma! Er svo búin að vera að drepast úr verkjum og ógeði í andlitinu en fyrir rælni fann ég lyfseðil upp á sýklalyf í skúffu frá því að ég var síðast með þetta og sendi bara Magga að sækja lyf. Svo við mæðginin erum bara saman í þessu. Ísak er reyndar eiturhress og fer bara í leikskólann á morgun. Ég er eins og drusla en ætla samt á námskeið á morgun því mig langar svooo! Er m.a.s. á leiðinni í grill hjá frændsystkinum mínum þvi "mig langar svoooo"!

Annars er ég búin að afreka mikið í dag! Fara til mígrenisérfræðings, panta tíma hjá tannlækni, panta tíma hjá lækni til að fá ráðgjöf í sambandi við Ísak og "ég vil etti borða" og borga miðann til Sverige. Allt eru þetta hlutir sem er búið að fresta og fresta og fresta... ja ekki mígrenisérfræðingurinn en ég er bara búin að bíða eftir tímanum í 3 mánuði. Ekki sagði hann nú mikið sem ég vissi ekki fyrir en hann er sá fyrsti sem gerir smá aðgerðarplan og ætlar að hitta mig aftur eftir 2 mánuði til að vita hvernig gengur. Mér finnst það nú bara ágætt miðað við alla hina sem segja bara "farðu í yoga og slappaðu af"!

22. mars 2008

Gleðilega páska


og ég verð að fá að segja, eins og mamma segir alltaf: Gleðilega páska súkkulaðimolaunga!

Í fyrsta skipti á ævinni svindlaði ég og borðaði páskaegg fyrir páskadag, gerði það fyrir viku síðan, en Maggi sagði að ég mætti það því það væri Skírdagur DAGINN EFTIR! He he það sem maður þarf stundum að réttlæta fyrir sjálfum sér.

Fríið er búið að vera fínt fyrir utan veikindi Ísaks og svo er ég að detta í kvef og ógeð núna. Vonandi verður ekkert úr því. En það er allavega orðið mjög fínt hérna fyrir páskana, páskaskraut og páskadúkar, páskakerti og túlípanar. Ótrúlegt hvað maður á af dóti eftir ekki lengri búskap. Á morgun fáum við svo páskasteikina hjá afa Hlö sem verður án efa ekki amarlegt. Og liggjum í súkkulaðinu...

29. febrúar 2008

Nýjar myndir í albúminu.
Framundan skemmtileg helgi. Afmæli Völu á morgun, óperan um kvöldið svo stubbur fær næturgistingu í fyrsta sinn hjá afa og ömmu:) Á sunnudag er svo laaaangþráð leikhúsferð en það er Ísak mikið búinn að þrá síðan í haust. Sjálf hlakka ég mikið til að sofa lengur en til 7....Zzzzzzzzzzzz

24. febrúar 2008

Söngvaborg

Málþroski Ísaks er í hraðri framför þessa dagana. Margt skemmtilegt dettur upp úr honum ef maður skilur það það er að segja;)

Í gær fór hann út að leika með Kolbrúnu Védísi og Hrefnu Borg meðan mamman sat inni á tuskukynningu. Þegar hann svo var spurður við hverja hann hefði verið að leika svaraði hann: "Toblún Védis o Söndabodd" Hann var sem lagt að leika við Söngvaborg hahahaha

Svo er aðalmálið að telja allt þessa dagana nema hann byrjar alltaf í sjö! Reyndar finnst mér hann telja "rétt" þ.e.a.s. bendir á 1 hlut í einu og nefnir eina tölu. En af því hann byrjar alltaf á sjö eru allir hlutir orðnir 12 áður en varir.

Fyrir um viku síðan duttu svo "ég, þú og hann" inn. Svo talar hann endalaust um "alla" þó það séu bara 2. Og ég heiti ekki lengur bara mamma heldur "mamma mín" sem er bara krúttlegt. Enda er hann með eindæmum kurteis og segir nei takk þó það sé bara verið að segja honum að koma út í bíl eða fá nýja bleyju.

Við ætlum að fara á Pétur og Úlfinn um næstu helgi. Það verða 5 fullorðnir með 2 strumpum heheh. Við Ísak fórum á bókasafnið sem er mjög vinsælt og nældum okkur í gamla góða geisladiskinn. Ísak stóð nú ekki á sama um úlfinn og tautar núna "allt í lagi" þegar hann heyrist. En hann biður mikið um að hlusta á þetta og vonandi verður bara gaman. Hann hafði svo rosalega gaman af "Gott kvöld" og talaði endalaust um að fara aftur í leikhús eftir það.

Af fullorðna fólkinu á heimilinu er svo sem ekki mikið að frétta. Allt á fullu varðandi kórinn. Fórum í æfingabúðir um sl helgi og mér tókst þá að verða hás í 1. skipti á ævinni! En mjög gaman auðvitað og bjargaði eiginlega geðheilsunni með þetta verk hans Brahms sem ég hef verið að verða vitlaus út af. En núna er það bara æði. Svo afrekuðum við það að kaupa okkur nýjan sófa sem var ekki beint á döfunni. Ekki þannig þó við værum búin að tala um að það væri gaman. Fórum í einn leiðangur fyrir 2 vikum og í 3. búðinni keyptum við bara sófa kvissbang!!! Grænan "einingasófa" fylltan með dúni þannig að hann er geggjaður að kúra í þó ég hafi uppgötvað að hann stingur prinsessuna á bauninni!

GLEÐILEGAN KONUDAG!

2. febrúar 2008

Skrámur


Elsku Skrámur fékk að sofna í gær.

Það er svo hryllilega tómlegt án hans. Allt í einu er bara hluti af daglega lífinu horfinn. Hann trítlar ekki yfir gólfið, situr ekki í gluggakistunni, malar ekki í fanginu á mér og ég heyri hann ekki bryðja matinn sinn. Ég þarf ekki að passa að hafa opið inn á bað og ekki að kveikja á útvarpinu fyrir hann þegar við förum út. Mér finnst þetta óendanlega sorglegt. Ég hágrét hérna í gær þegar ég kvaddi hann. Elsku skinnið. Besta kisa í heimi. Þetta er eins og ég hafi misst einn besta vin minn. En þetta var það eina sem við gátum gert, þetta gekk ekki lengur.

En mikið sakna ég hans.

27. janúar 2008

Sunnudagur

Í dag átti afi Torfi afmæli og sl. mánudag hefði amma Erna orðið 80 ára og af því tilefni var stórveisla hjá stórfjölskyldunni og m.a.s. horft á "slædsmyndir"! Afi var svo mikið fyrir tæknidót og alltaf að taka myndir, taka upp á segulband og þau áttu örugglega elstu týpuna af vídeói sem til er! Það var allavega stórgaman að hitta ömmu- og afasystkini og eiga með þeim góða stund í dag.

Hér er annars ekkert að frétta nema að Skrámur er enn veikur og erum við búin að ræða hvort hann þurfi kannski að fá að fara að "sofa". Svo liggur hann hérna í fanginu á mér núna, malar og malar og mænir á mig stórum augum. Elsku rassispassi minn, ég veit ekki hvort ég get hvatt hann. Hann er nefninlega ekkert kvalinn en sísvangur og sífellt með niðurgang og uppköst og við erum búin að reyna í 3 mánuði að gera eitthvað en ekkert breytist. Ætla að heyra hvað dýralæknirinn segir á morgun. Sniff....

Ég er búin að redda þessu með Svíþjóð-Pólland! Auðvitað flýg ég bara frá Polen till Sverige INGA PROBLEM! Fæ m.a.s. út úr því dag með vinum okkar í Gautaborg því það er flogið þangað. Svo tek ég bara lestina niðureftir og hitti samstarfsfólkið! Þetta verður 10 daga ferð! Svo fer Maggi til Frakklands í maí þannig að ætli við höldum okkur ekki bara heima í sumar:D Það er bara hið besta mál enda pallurinn eins og sólarströnd... eða þannig:D

Ohh, var að raka á mér lappirnar í fyrradag og nú klæjar mig svo að ég er að verða geðveik. Ætla að fara að klóra mér og klappa Skrámi

10. janúar 2008

Þá er fyrsta vikan hjá leikskólastráknum að klárast. Það hefur gengið mjög vel. Hann verður samt bara til hádegis á morgun og fær ekki að sofa fyrr en í næstu viku. Okkur lýst mjög vel á og hann er glaður.

Ég ákvað svo að halda áfram að syngja með Fílharmoníunni. Það er verið að syngja Brahms Sálumessuna sem flutt verður með sinfó í mars. Hef samt enn ekki ákveðið hvort ég ætla með til Póllands í apríl. Skólinn er að fara til Sverige morguninn sem Póllandsferðin endar svo ég veit ekki hvernig ég pússla þessu. En hvenær á maður annars að fara til Póllands??? Maður spyr sig.

Skámur er voða lasinn. Hann rokkar reyndar upp og niður en við erum að þrífa eftir hann úrgang nokkrum sinnum á dag (yfirleitt af sömu flísinni í forstofunni!) og hann er grindhoraður þó hann borði vel. Það er verið að athuga hvort þetta er brisið eða skjaldkirtillinn og vonandi kemur eitthvað út úr því. Svo virðist hann svo ofboðslega svangur, hringsólar í kringum okkur þegar við borðum og ræðst svo á mylsnuna til að athuga hvort hann getur ekki fengið eitthvað. En hann má bara ekki fá neitt nema þurrmat og soðinn kjúkling svo þetta er ekki nógu gott. Nú er ég að reyna að borða ostapopp og það er nánast ógerlegt því hann treður andlitinu oní skálina eða vill sleikja mig! Æ rassi spassi