Finnst ég verði að skrifa eitthvað hérna svo þessi síða lognist ekki út af! Held bara alltaf að það lesi þetta enginn. En það er auðvitað ekkert hægt að lesa ef ekkert er skrifað... hmfff
Er komin með á heilann að ég VERÐI að fá mér gallapils! Búin að ganga í margar búðir og þetta virðist dottið úr tísku, allavega ekki mikið úrval. Hins vegar eru stuttbuxur í öllum búðum! Svona eins og ég var í þegar ég var á fermingaraldrinum, úr flaueli, rosa flottar! Hvar ætli þær séu? Skiptir svo sem ekki máli, ég kæmist ekki í þær (sem betur fer)!
Ég er alveg tilbúin að fara í sumarfrí núna. Enda kominn mikill losarabragur á skólastarfið. Ég er svo sem mest að endurmeta krakkana og skrifa skýrslur... en í dag náði ég mér hins vegar vel á strik í letinni. Eyddi miklum tíma í að skoða myndir frá Svíþjóðarferðinni, ljósrita og fleira NAUÐSYNLEGT!

Vel á minnst, Pólland-Svíþjóð-Danmörk var bara fínasta ferð. Dálítið löng fyrir mömmuhjartað en mjög skemmtileg. Tónleikarnir í Póllandi tókust svakalega vel, Maggi stóð sig líka svo vel. Wroclav er falleg borg, allavega miðbærinn, en hún er full af svona dvergum sem passa upp á hana. Þessi er að passa innganginn að undirheimum, en um hann ferðast dvergarnir og dúkka svo upp á ýmsum stöðum. Svo var svo gott veður í Sverige og Köben, vorið komið þar fyrir löngu (og sumarið núna... 25 stig í gær þegar ég "símaði" til Önnu). Ég verslaði ekki mikið, fannst allt svo dýrt! Fór og hitti Johönnu vinkonu í Halmstad. Lestarferðin þangað tekur 1 tíma en ég var 4 og hálfan á leiðinni! Lestin náði ekki að keyra nema ca 100 metra og snarhemlaði þá þannig að allt fauk fram af borðum. Svo sátum við föst í göngum í 2 tíma, bremsurnar höfðu læstststss.... Eftir langa mæðu var okkur mokað í aðra lest sem keyrði 1 stöð og þar vorum við sett í rútur. Ég var því komið kl. 2:30 í staðin fyrir 11 og Johanna bara dokaði og dokaði, sem betur fer ekki búin a

ð bóka á sig fullt af skjólstæðingum. Ég náði því bara minikynningu á starfseminni hjá henni en hún er skólatalmeinafræðingur. Svo fékk ég bara köku og kruðerí og var í mat hjá henni og fjölsk hennar. Joel 5 ára tók ástfóstri við mig, sýndi mér allt húsið, allt dótið sitt og söng fyrir mig. Það var mjög gaman að hitta þau enda hef ég ekki séð hana síðan 2001!
Upplifði svo flottan dinner á Reef and Beef í Köben. Það virðist vera aðal Íslendinastaðurinn í þeim bæ, þar voru 3 leikskólar fyrir utan okkar hóp! Allir að borða krókódíl og kengúrur. Ég fékk mér kengúruna en sá eftir því því krókódíllinn var geggjaður! Mæli með því að fólk láti vaða ef það fær tækifæri til að smakka það! Alls enginn skósóli á ferð, hvítt og mjúkt kjöt.
Hins vegar var allt önnur matarupplifun á Madklubben, einum af top 10 matsölustöðum í Köben. Þar var á matseðlinum "3x gris". Og það var það sem við fengum; svínasteik í 3cm þykkum sneiðum, grísapylsur í potti og e-n baunarétt með svínakjöti. Punktur. Reyndar komu kartöfflur en þær dugðu ekki fyrir hópinn og þá var ekki hægt að fá meira því "það var ekki á matseðilinum". Engin sósa, ekkert grænmeti, bara kjöt! Diskurinn var ekkert smá furðulegur á að líta. Svo sem allt í lagi matur, en bara svo þurrt og afar spes að borða allt án sósu! E-r bað svo um það og fékk þá tómatsósu í dollu! Top 10 mæ es... Við reyndum nú bara að hlæja að þessu og grínuðumst með að það yrði örugglega rabarbaragrautur með rjóma í eftirrétt. Og viti menn, rabbarbarinn mætti, reynar ekki grautur en súr rabarbari með rjóma!
Frekar tek ég þá krókódílinn...
