28. desember 2007

Gleðilega hátið

vildi ég sagt hafa og auðvitað vona ég að allir hafi hafð það yndislegt yfir jólin og að áramótin verði skemmtileg og full af fyrirheitum!
Haldiði ekki að ég hafi sett inn fullt af myndum áðan! Í tvö albúm, annað þar sem stiklað er á stóru (mest auðvitað í lífi Prinsins) og hitt frá afmæli Prinsins. Þetta er mikið afrek þar sem velja þarf eina mynd í einu og svo tekur ár að hlaða því inn. Ég byrjaði sem sagt fyrir ári...

Jólin hafa verið yndisleg og hefðbundin. Aðfangadagur í Fiskó með pakkaflóði aldarinnar, ég hef aldrei séð annað eins! Það tók bara 2 og hálfan tíma að opna en agalega skemmtilegt auðvitað. Jóladagur í gettói Gunnars afmælisdrengs og Jónu í snjóbylnum. Það var afar skemmtilegt og sérstaklega að festa annan bílinn því það er svo gaman að lenda í ógöngum í snjó. Um kvöldið voru snæddar pylsur og spæld egg af sparidiskum þar sem hjónin gerðu ekki ráð fyrir að þurfa að borða í jólainnkaupunum! Jú, reyndar var skinkan ósoðin inn í ískáp og bíður betri tíma. 2. í jólum á Sólvallagötunni í rúleghederne. Svo stefnir í spilahelgi sem er alltaf hefðbundi og skemmtilegt um jólin. Áramótin verða haldin upp í Garðabæ að vanda.

Hljómeyki var með rosalega flotta tónleika áðan. Sungu á rússnessku og án undirleiks afar metnaðarfullt stykki. Stolt af Mínum! Verst hvað bekkirnir í Kaþólsku kirkjunni eru hræðilega vondir!

Það er stórmerkilegt að ég er vakandi núna kl. 23:59 og bendir til að minni innri klukku hafi eitthvað seinkað enda sofum við til 10 alla morgna. Nú er hins vegar kominn háttatími. Kíkið endilega á myndirnar og ef leyniorðið hefur gleymst þá sendið þið mér bara línu________