
Haldiði ekki að ég hafi sett inn fullt af myndum áðan! Í tvö albúm, annað þar sem stiklað er á stóru (mest auðvitað í lífi Prinsins) og hitt frá afmæli Prinsins. Þetta er mikið afrek þar sem velja þarf eina mynd í einu og svo tekur ár að hlaða því inn. Ég byrjaði sem sagt fyrir ári...
Jólin hafa verið yndisleg og hefðbundin. Aðfangadagur í Fiskó með pakkaflóði aldarinnar, ég hef aldrei séð annað eins! Það tók bara 2 og hálfan tíma að opna en agalega skemmtilegt auðvitað. Jóladagur í gettói Gunnars afmælisdrengs og Jónu í snjóbylnum. Það var afar skemmtilegt og sérstaklega að festa annan bílinn því það er svo gaman að lenda í ógöngum í snjó. Um kvöldið voru snæddar pylsur og spæld egg af sparidiskum þar sem hjónin gerðu ekki ráð fyrir að þurfa að borða í jólainnkaupunum! Jú, reyndar var skinkan ósoðin inn í ískáp og bíður betri tíma. 2. í jólum á Sólvallagötunni í rúleghederne. Svo stefnir í spilahelgi sem er alltaf hefðbundi og skemmtilegt um jólin. Áramótin verða haldin upp í Garðabæ að vanda.
Hljómeyki var með rosalega flotta tónleika áðan. Sungu á rússnessku og án undirleiks afar metnaðarfullt stykki. Stolt af Mínum! Verst hvað bekkirnir í Kaþólsku kirkjunni eru hræðilega vondir!
Það er stórmerkilegt að ég er vakandi núna kl. 23:59 og bendir til að minni innri klukku hafi eitthvað seinkað enda sofum við til 10 alla morgna. Nú er hins vegar kominn háttatími. Kíkið endilega á myndirnar og ef leyniorðið hefur gleymst þá sendið þið mér bara línu________