27. nóvember 2007

2ja ára prins


Á morgun verður þessi litla manneskja 2ja ára!
Það er ótrúlegt í mínum huga að það séu liðin tvo ár frá því þú komst í heiminn. Ótrúlegt að ég skuli vera svona heppin að eiga besta, fallegasta, skemmtilegasta og klárasta strák í öllum heiminum. Ótrúlegt að ég fái að vera hjá þér og kynnast þér á hverjum degi. Og ég veit að tíminn líður allt of hratt og þess vegna reyni ég að njóta hvers augnabliks með þér. Ég hlakka til allra þeirra daga sem fram undan eru í allri þinni framtíð sem ég fæ að vera með þér og elska þig.

Til hamingju með 2ja ára afmælið prins Ísak!

mamma

11. nóvember 2007

Ekki Ameríka

Nú er eiginlega of langt síðan ég kom heim til að ég nenni að blogga um hana Ameríku! Það er eiginlega komið að næstu ferð hjá mér. Ég ætla að skella mér á Höfn og talmeinast þar í 3 daga í staðin fyrir kollega minn. Það verður sko ekkert annað en unnið og sofið sýnist mér á prógramminu! Ég er hreinlega bókuð frá morgni til KVÖLDS! En þetta verður spennandi og örugglega mjög lærdómsríkt.

Það nýjasta af prins Ísak er smá ógeðissaga. Eins gott að amma Kristín varð ekki vitni að henni. Þannig var að við skelltum okkur í sundtímann í morgun eins og vanalega á sunnudögum. Nema hvað að í miðjum tíma varð Ísak brátt í brók. Hreinlega með niðurg... en sem BETUR FER var hann staddur á bakkanum þegar allt lak niður. Ég greip hann og hljóp með e-n veginn hangandi á handleggnum á mér og inn í sturtu. Þar var sem betur fer enginn því ég hefði betur farið inn á klósett. Þegar ég tók hann úr sundskýlunni vall allt niður og já.... maður þarf svo sem ekki að fara út í nánari lýsingar en hann eignaðist allavega nýja sundskýlu í dag! Hann kom stoltur heim úr sundtímanum og tilkynnti pabba sínum "Ía túda" (Ísak kúka).

Það er alveg magnað hvað málinu fer fram. Hann skilur vel það sem sagt er við hann og er farinn að gera tilraunir með beygingar og frasa. Hann segir t.d. þegar hann vill gera sjálfur "Ía sjápa sjé" sem er Ísak hjálpa þér! Og líka "haldá sjé" þegar hann vill láta halda á sér. Hann er sem sagt ekki farinn að fatta fornöfn haha! s-ið er nánast alveg komið en hann notar enn ekki k eða g... við erum samt aðeins að æfa okkur að setja puttann í munninn og segja ga-ga-ga nema hann setur puttann bara fyrir aftan tungubroddinn og segir da-da-da voða stoltur:D

Skrámur er eitthvað að valda okkur áhyggjum. Við erum nú búin að ætla lengi með hann til dýralæknis í tékk enda hefur hann ekki farið síðan í einangruninni. Svo hefur hann verið að gubba af og til og það jókst í sumar og haust. Nú er hann bara grindhoraður greyið. Enda kom í ljós að hann hefur lést um 2,5kg síðan við fluttum heim! Það er sko mikið fyrir kött. En það virðist ekkert ama að honum. Hann fór í rannsókn sem ekkert kom út úr og nú er hann bara á e-u heilsufæði og sýklalyfjum litla skinnið. Við verðum að vera dugleg að knúsa hann og kyssa held ég.

Og svo síðbúin auglýsing... allir á tónleika núna kl 17 í Áskirkju hjá Magga og Ingibjörgu!

1. nóvember 2007

AMERICA

Skyldi allt dotid komast fyrir i toskunum? Aetli fotaverkirnir eftir budarrap hverfi fyrir jol? Aetli madur komist med allt i gegnum tollinn? Segi bara svona.... eg er buin ad vera mjog pen m.v. suma...

Nu er sidasti dagurinn, a morgun tharf ad tekka ut um hadegid og finna ser eitthvad ad gera fram ad brottfor. Thad er buid ad vera mjog gaman og mikid stud herna en OMG hvad eg hef saknad strakanna minna heima!!! Hlakka svo til ad sja tha ad eg get orugglega ekki sofid i flugvelinni... eg get thad nu reyndar aldrei hvort sem er svo otharfi ad hafa ahyggjur af thvi.

Best ad fa ser bara 1 raudvinsglas og njota lifsins og svo segi eg alla ferdasoguna thegar eg kemst i islenska stafi.