Jæja, nú er hlaupabóluveikin liðin. Reyndar náttúrulega ekki sjón að sjá lilleput en hann er hættur að smita. Sem er aðalmálið því þá gat hann farið í heimsókn til nýju dagmömmunnar í dag. Það gekk víst vel, þeir feðgar fóru. Þá er hann allavega byrjaður í aðlögun.
Voða skrýtinn dagur í vinnunni. Fór einhver ljósleiðari sem sleit Grafarholtið frá umheiminum. Þetta sýndi bara hversu háður maður er tölvum því það var "ekkert" hægt að gera! Allar skýrslur dottnar út, netið og prentarinn og síminn...Ég fór bara að sortera pappíra, sumir voru bara að ydda blýantana sína og aðrir bara svona standa vaktina hehe. Það var náttúrulega skólasetning og því allt fullt af nemendum og foreldrum og systkinum og allir fengu súkkulaðiköku og popp! Ég fór tvær ferðir því það var bara allt of mikið til og ég varð að hjálpa þeim að klára hana!
Ég skil ekki alveg hvernig ég á að sinna öllum þeim börnum sem þurfa aðstoð en maður verður bara að finna út úr því. Alltaf samt smá klemma að forgangsraða og hvort vill maður sinna öllum eitthvað eða nokkrum vel?
Á morgun á svo að jarða mætann mann, Sr Sigurð Hauk, fyrrverandi prest í Langholti. Hann gifti okkur Magga og ég óska þess oft að ræðan sem hann flutti þá væri til e-s staðar. Hún varðveitist vonandi bara vel í minningunni. Hann var yndislegur maður og alltaf svo hlýr. Mér fannst hann alltaf SJÁ mig. Ekki einn af þeim sem heilsaði með hálfum hug, heldur heilshugar.