30. apríl 2007

Svei mér þá, þetta blogg er eitthvað ekki að gera sig þessa dagana.


Það er sko allt gott að frétta og nóg búið að gerast síðan um páskana. Maggi átti nú t.d. afmæli í gær og héldum við gott kökuboð og skelltum okkur svo út að borða um kvöldið. Maður var frekar saddur og sáttur þetta kvöld. Líka svo gaman þegar allir koma saman og litlu gaurarnir hittast. Ísak græddi rennibraut um páskana sem er ÞVÍLÍKT vinsæl að það kviknar næstum í rassinum á þeim, þeir renna sér svo mikið. Hún er úr plasti og verður svo rafmögnuð að maður má þakka fyrir að slá ekki út húsinu bara.


Svo erum við búin að hafa stórskemmtilegt frændsystkinaboð þar sem við hittumst hérna í Mosanum barnabörnin hennar ömmu Ernu, ásamt mökum auðvitað, og það var sko skettilett! Við gátum m.a.s. farið út í "kubb" þar sem æsingur hljóp í mannskapinn og ég var á tímabili hrædd um að nágrannarnir myndu hringja í lögguna! Nei, segi bara svona, það var bara svo gaman sko. Svo var Hjalti búinn að undirbúa rosa flotta spurningarkeppni svo þeta var sko alvöru hittingur. Verðlaun og allt!


Við fórum svo í heimsókn á blívandi leikskóla Ísaks um daginn. Urðum nú fyrir smá vonbrigðum því miður og ég er eiginlega ekkert rosa spennt... sniff! En kannski átti leikskólastjórinn bara slæman dag. Talaði samt um "deildar" hitt og "deildar" þetta svo við Maggi fengum alveg gæsahúð á tærnar. Og svo er svo mikil mannekla að það er ekki hægt að segja hvenær hann fær að byrja... VONANDI í ágúst/september! Mæ god og dagmamman hættir 1.júní!


Ísak er algjör krúsí rúsí. Er mjög upptekinn af því að telja upp fjölskyldumeðlimi og passa að allir séu með. Ef maður segir að "Ísak er að borða" þá vill hann að það sama sé sagt um mömmu og pabba. Hann er líka að byrja að passa uppá Magga miklu meira og spyr og spyr um pabba ef hann er ekki með. Hann er orðinn rosa duglegur að hlaupa og ganga upp og niður tröppur. Í sundinu reynir hann að fara í kollhnís (sem hann kallar "hneigja" eins og í laginu "fyrir Ísak höfuðið hneigja..."). Hann er alveg spinnegal í sundinu, kastar sér bara út í þó enginn sé nálægur og vílar ekki fyrir sér neitt þar. Fór að hágráta um daginn þegar við keyrðum fram hjá án þess að fara í sund!

Tveggja orða setningar eru að verða algengar eins og "mamma jaja=laga", bæbæ babba=pabbi", "Ía detta=Ísak detta", LaLa díddu=LaLa týnd". Það er dálítið fyndið að það er rosalega margt sem heitir "dadaninní" eða þá að hann setur endinguna "ninní" aftaná orðin" Þetta er t.d. takk fyrir mig, smekkurinn, epli, appelsína og sitthvað fleira. Ennþá tekur talmeinafræðingurinn eftir því að það vantar k og g í hljóðasafnið... ekkert til að hafa áhyggjur af.


Á morgun er 1.maí og frí. Þá verður Jóhanna vinkona sett af stað og þau Maggi fá stúlkuna sína! Veiiiiii!!!


Sköna maj välkommen till vår bygd igen!! HURRA!!!

9. apríl 2007

Mikið eru páskarnir notalegur tími. Í morgun lágum við fjölskyldan upp í rúmi til 11!!!! Það var náttúrulega ekkert svoleiðis í gær, páskadag. Þá fóru allir á fætur kl. 7 og í messu. Hvað annað. Ísak var ekkert smá duglegur. Voða stoltur að sitja í eigin sæti og sagði "babbi bila"=pabbi spila hvað eftir annað. Klappaði svo fyrir kórnum eftir stólversið! Það þurfti auðvitað aðeins að hafa fyrir honum, hann var ekkert að tala neitt lágt og það þurfti dálítið af cheerios og eins og eina bók svona undir lokin.
Svo höfðum við það bara notó heima þar til við fórum til afa Hlö í páskasteikina. Þar setti Ísak græjurnar á FULLT og úr þeim kom e-r rosaleg rokktónlist. Drengurinn öskraði ekkert smá af hræðslu og brá augljóslega all svaðalega. Við hlógum auðvitað eins og bjánar! Aumingja barnið gerði bara í buxurnar af hræðslu!
Annars held ég að það verði fínt að fara aftur að vinna. Við Maggi vorum orðin ansi pirruð á Ísak meðan hann var lasinn og ég hugsaði með mér "eins gott að maður er ekki heimavinnandi"

Gleðilegan annan í páskum allri saman og reynið nú að klára páskaeggið!!! Og svona bæðövei; ég er svo forvitin hver er að skrifa komment nafnlaust hjá mér? Er alveg græn og veit ekkert hver þú ert!!!