Evróvisíon er stórt í Svíþjóð. Þeir eru ekki búnir að velja sér fulltrúa ennþá og ég horfði á undankeppni 4 af 5!!! Reyndar er það þannig að 5. hlutinn eru þeir sem fá "andra chansen"/annan sjens, töpuðu í rauninni en fengu það góð stig að þeir eiga það skilið. Ég horfði í andakt á þessa 4. undankeppni með vinkonum mínum, þar af einni sem er alveg forfallin aðdáandi og veit allt. Hún tjáði mér það að það væru tvær generalprufur fyrir hverja undankeppni sem væri UPPSELT á, fyrir utan svo sjálfa undankeppnina sem er uppselt á mörgum vikum fyrir. Á lokakeppnina er svo uppsel á fyrir löööööööööngu!!!! Mörgum mánuðum altsvo.

Ég hugsaði með mér þegar ég horfði á þetta að ef svona atriði kæmi í keppninni hérna heima myndu Íslendingar pissa í sig af hlátri. Erfitt að útskýra en þeir eru bara eitthvað svo innilegir; hjarta og sál í þessu gjörsamlega.
Ég hafði það mjög gott í Gautaborginni minni. Fékk það sem ég vildi í H&M, fór á gömlu góðu Munspelsgötuna og Frölunda Torg og allt! Hitti vinkonurnar og borðaði gott og hvíldi mig vel. Bloggfærslan frá Arlanda-Stockholm var kannski eitthvað ruglingsleg, enda mín orðin þreytt þá. Ég sem sagt var rekin út úr vélinni hérna heima þegar við vorum að fara út úr stæðinu því það kom upp bilun. Svo sátum við og biðum í 2 tíma eftir nýrri vél og þá missti ég náttúrulega af tengifluginu til Gautaborgar. Reyndi svo að ná öðru á mettíma en rétt missti af því og kom því ekki til Gautaborgar fyrr en 19 í stað 15!
Ísak saknaði mín ekki baun í bala! Fattaði ekkert að ég var í burtu. Hann er algjör snillingur og foreldrarnir að rifna úr stolti. Nú er hann farinn að botna lög og gera smá hreyfingar. Hann syngur með í "Afi minn og ....", "Lilla snigel..." og gerir hreyfingar við "Vindum, vindum vefjum band..." Í gær sagði hann svo greinilega tveggja orða setningu "mamma dó" sem þýðir mamma skór og í morgun sagði hann "hæ mamma!" Loksins er líka bé-ið komið og ég held hann hafi sagt eitthvað í átt við "pabbi" í dag! Sem sagt; algjör snillingur á ferð eins og hans kyn á vanda til. Annars eru öll börn snillingar og á ekkert að vera að bera þau saman í getu í einu né neinu á þessum aldri. Varla hægt að segja hvað er eðlilegt og hvað ekki allavega hvað málþroska varðar. Yfirleitt bara miðað við að við 18 mánaða aldur "eiga" þau að hafa 10 orð í orðaforða sínum.
Nóg um það. Ætla að eiga góða helgi með uppáhalds strákunum mínum. Eigið það sömuleiðis:D