22. febrúar 2007

Godur dagur

05:15 Vekjaraklukkan hringir
06:00 Ekid af stad til Keflavikur med prinsinn i nattfötunum medferdis
07:00 Komin inn i flughöfn og allt litur vel ut
07:45 Komin upp i vel, flugstjorinn sem talar og allt a aaetlun
08:00 Allir ut, komin upp bilun. Bidid i halftima e upplysingum
09:30 Komin ut i nyja vel
13:30 Flugvelin min fer til Gautaborgar - an min!!!
14:00 Goda konan i afgreidslunni segir ad thad se flug e 10 minutur, ef eg komist i gegnum tollinn med töskuna mina geti eg nad thessu
14:10 Stend i bidröd, tyni upp ur töskunni allan vökva, hendi besta ilmvatninu minu til ad geta nad fluginu
14:15 Gate Closed! Eg ekki med um bord. Naesta flug kl. 16:00
16:20 Skrifa bloggfaerslu a tölvu i bidsalnum thar sem fluginu er seinkad til 17:00...

.............................................

19. febrúar 2007

Minning

Farvel fallegi guli síminn minn. Takk fyrir öll árin. Leiðinlegt að þú skyldir þurfa að fara á þennan hátt; drukkna í klósettinu! Þú áttir samt góða ævi og munt nú fá góðan hvílustað.

Já, litlir fingur eru langir og teigja sig ennþá lengra. Um daginn fann Maggi ekki símann sinn en þá hringdi hann úr ruslinu. Það versta er að ég finn engan gamlan síma sem virkar. Á reyndar einn Ericsson en hleðslutækið úr honum er týnt og tröllum gefið. Á einhver gamlan síma? Jæja, þið vitið þá allavega af hverju ég svara ekki.

Annars lenti ég í því í dag að nýji bíllinn okkar var orðinn rafmagnslaus þegar ég ætlaði heim úr vinnunni (já nú eigum við 2 bíla). Það var ekkert sem hét nema redda sér startköplum og e-m að starta. Sá nágranna mömmu og pabba skjótast fyrir horn og hann átti kapla svo þetta reddaðist allt. Fyndið alltaf að eiga svona "örsamskipti" við fólk. Allir svo kumpánlegir eitthvað.

Jiii, ég er að fara út á fimmtudaginn! Verður ekki leiðinlegt nema ég á pottþétt eftir að sakna karlanna minna alveg svaðalega. Búhúuuuu....

12. febrúar 2007

Nýjar myndir. Sérlega flottar sundmyndir í boði;)

Þá er ég bara búin að bóka far til Göteborg! Fer í "húsmæðraorlof" í vetrafríinu mínu. Veiiiiiii!!! Ætlaði ekkert að gera þetta en svo bara ákvað ég að skella mér! Er orðin rosa spennt og hlakka til að fara í mekkað/H&M...

Ísak er hættur frekjuköstum, búinn að sofa ALLA nóttina sl. 2 nætur. Rosalega skrýtið að heyra ekkert í honum alla nóttina. Hvað á maður þá að gera? Sofa? Ja, mér er spurn, ég kann ekkert á þetta lengur.
Hins vegar borðar hann ekkert, búið að standa ansi lengi finnst okkur og þarf að tékka á því. Maður er að telja ofaní hann 3 skeiðar af jógúrt og 2 brauðbita yfir heilan dag. Ég er nú kannski aðeins að ýkja en ekki mikið.

Best að fara snemma að sofa og vinna upp svefntap sl árs hahaha

3. febrúar 2007

Hafið þið séð það flottara?


Hver ræður eiginlega

Ja mér er spurn. Þegar maður er farinn að fara á fætur 3x á nóttu til að gefa mjólk og jafnvel cheerios þá er manni spurn! Þetta gengur ekki lengur og verður gert átak á Hr. Frekjudós hið fyrsta. Maður er nú ekki alveg í stuði kl. 3 um nótt samt til að standa í valdabaráttu en auðvitað gengur það yfir. Vonandi bara á 1-2 nóttum... Ef ég þekki hins vegar Ísak rétt þá gefst hann ekkert svo auðveldlega upp.

Nú er laugardagsmorgunn kl. 8:40 og Ísak er búinn að grenja yfir grautnum, grenja yfir rólunni, grenja yfir e-i bók sem ég náði ekki í, horfa á Stubbana, sitja dágóða stund inní ruslaskáp og nú er hann að sópa inní baðherbergisskáp... Ég er búin að lesa Blaðið, gá að tölvupósti, horfa á Stubbana, snýta og skipta á bleyju, setja upp rólu og lesa nokkrar bækur... Gæti maður fengið að leggja sig núna?