
Ísak búinn að vera pirrí pirrí síðustu daga og ólíkur sér. Slefar mikið svo við ályktuðum að það væri tanntaka. Enda 4. framtönnin uppi að koma sér almennilega fyrir. Í dag var hann svo með hita og mér datt í hug í rælni að stinga puttanum upp í hann áðan og VITI MENN!!! Það eru að koma jaxlar niðri og það vel! Annar kominn svo sést greinilega. Ekki skrýtið þó barnið finni fyrir því aðeins. Nýtt orð sem er komið sterkt inn er "anana" sem þýðir allt í senn; banani, kanína og ánamaðkur. En ekki segir hann pabbi! Hann segir bara mamma við hann og kallar líka Barbapapa "mamma" svo þetta er mjög lógískt allt saman.
Nýja rúmið kom loks á laugardeginum en seinna en við vorum búin að panta það og orðin of sein á ættarmót. Bílstjórinn hafði ekki heyrt neitt um það. Við vorum nokkrar nætur að venjast því og erum búin að skipta nokkrum sinnum um pláss, fundum ekki út hvort væri mjúkt og hvort harðara! En nú er það ljóst og við sofum bara ágætlega. Nema ég sem á við svefnvanda að stríða. Ég vakna í tíma og ótíma, er lengi að sofna og finnst ég vera meira vakandi en sofandi. Og eftir að Ísak kemur uppí um 6 sef ég ekki meir. Þetta hefur reyndar batnað eftir að ég fór að hlusta á slökunardisk fyrir svefninn og reyna að hætta að líta á klukkuna á nóttunni. Og!!! Ég finn ekki lengur fyrir því þegar Maggi hreyfir sig! Svo gott rúm sko. Og á morgun byrja ég í yoga sem verður örugglega gott fyrir svefninn...
Góða nótt
