28. desember 2007

Gleðilega hátið

vildi ég sagt hafa og auðvitað vona ég að allir hafi hafð það yndislegt yfir jólin og að áramótin verði skemmtileg og full af fyrirheitum!
Haldiði ekki að ég hafi sett inn fullt af myndum áðan! Í tvö albúm, annað þar sem stiklað er á stóru (mest auðvitað í lífi Prinsins) og hitt frá afmæli Prinsins. Þetta er mikið afrek þar sem velja þarf eina mynd í einu og svo tekur ár að hlaða því inn. Ég byrjaði sem sagt fyrir ári...

Jólin hafa verið yndisleg og hefðbundin. Aðfangadagur í Fiskó með pakkaflóði aldarinnar, ég hef aldrei séð annað eins! Það tók bara 2 og hálfan tíma að opna en agalega skemmtilegt auðvitað. Jóladagur í gettói Gunnars afmælisdrengs og Jónu í snjóbylnum. Það var afar skemmtilegt og sérstaklega að festa annan bílinn því það er svo gaman að lenda í ógöngum í snjó. Um kvöldið voru snæddar pylsur og spæld egg af sparidiskum þar sem hjónin gerðu ekki ráð fyrir að þurfa að borða í jólainnkaupunum! Jú, reyndar var skinkan ósoðin inn í ískáp og bíður betri tíma. 2. í jólum á Sólvallagötunni í rúleghederne. Svo stefnir í spilahelgi sem er alltaf hefðbundi og skemmtilegt um jólin. Áramótin verða haldin upp í Garðabæ að vanda.

Hljómeyki var með rosalega flotta tónleika áðan. Sungu á rússnessku og án undirleiks afar metnaðarfullt stykki. Stolt af Mínum! Verst hvað bekkirnir í Kaþólsku kirkjunni eru hræðilega vondir!

Það er stórmerkilegt að ég er vakandi núna kl. 23:59 og bendir til að minni innri klukku hafi eitthvað seinkað enda sofum við til 10 alla morgna. Nú er hins vegar kominn háttatími. Kíkið endilega á myndirnar og ef leyniorðið hefur gleymst þá sendið þið mér bara línu________

27. nóvember 2007

2ja ára prins


Á morgun verður þessi litla manneskja 2ja ára!
Það er ótrúlegt í mínum huga að það séu liðin tvo ár frá því þú komst í heiminn. Ótrúlegt að ég skuli vera svona heppin að eiga besta, fallegasta, skemmtilegasta og klárasta strák í öllum heiminum. Ótrúlegt að ég fái að vera hjá þér og kynnast þér á hverjum degi. Og ég veit að tíminn líður allt of hratt og þess vegna reyni ég að njóta hvers augnabliks með þér. Ég hlakka til allra þeirra daga sem fram undan eru í allri þinni framtíð sem ég fæ að vera með þér og elska þig.

Til hamingju með 2ja ára afmælið prins Ísak!

mamma

11. nóvember 2007

Ekki Ameríka

Nú er eiginlega of langt síðan ég kom heim til að ég nenni að blogga um hana Ameríku! Það er eiginlega komið að næstu ferð hjá mér. Ég ætla að skella mér á Höfn og talmeinast þar í 3 daga í staðin fyrir kollega minn. Það verður sko ekkert annað en unnið og sofið sýnist mér á prógramminu! Ég er hreinlega bókuð frá morgni til KVÖLDS! En þetta verður spennandi og örugglega mjög lærdómsríkt.

Það nýjasta af prins Ísak er smá ógeðissaga. Eins gott að amma Kristín varð ekki vitni að henni. Þannig var að við skelltum okkur í sundtímann í morgun eins og vanalega á sunnudögum. Nema hvað að í miðjum tíma varð Ísak brátt í brók. Hreinlega með niðurg... en sem BETUR FER var hann staddur á bakkanum þegar allt lak niður. Ég greip hann og hljóp með e-n veginn hangandi á handleggnum á mér og inn í sturtu. Þar var sem betur fer enginn því ég hefði betur farið inn á klósett. Þegar ég tók hann úr sundskýlunni vall allt niður og já.... maður þarf svo sem ekki að fara út í nánari lýsingar en hann eignaðist allavega nýja sundskýlu í dag! Hann kom stoltur heim úr sundtímanum og tilkynnti pabba sínum "Ía túda" (Ísak kúka).

Það er alveg magnað hvað málinu fer fram. Hann skilur vel það sem sagt er við hann og er farinn að gera tilraunir með beygingar og frasa. Hann segir t.d. þegar hann vill gera sjálfur "Ía sjápa sjé" sem er Ísak hjálpa þér! Og líka "haldá sjé" þegar hann vill láta halda á sér. Hann er sem sagt ekki farinn að fatta fornöfn haha! s-ið er nánast alveg komið en hann notar enn ekki k eða g... við erum samt aðeins að æfa okkur að setja puttann í munninn og segja ga-ga-ga nema hann setur puttann bara fyrir aftan tungubroddinn og segir da-da-da voða stoltur:D

Skrámur er eitthvað að valda okkur áhyggjum. Við erum nú búin að ætla lengi með hann til dýralæknis í tékk enda hefur hann ekki farið síðan í einangruninni. Svo hefur hann verið að gubba af og til og það jókst í sumar og haust. Nú er hann bara grindhoraður greyið. Enda kom í ljós að hann hefur lést um 2,5kg síðan við fluttum heim! Það er sko mikið fyrir kött. En það virðist ekkert ama að honum. Hann fór í rannsókn sem ekkert kom út úr og nú er hann bara á e-u heilsufæði og sýklalyfjum litla skinnið. Við verðum að vera dugleg að knúsa hann og kyssa held ég.

Og svo síðbúin auglýsing... allir á tónleika núna kl 17 í Áskirkju hjá Magga og Ingibjörgu!

1. nóvember 2007

AMERICA

Skyldi allt dotid komast fyrir i toskunum? Aetli fotaverkirnir eftir budarrap hverfi fyrir jol? Aetli madur komist med allt i gegnum tollinn? Segi bara svona.... eg er buin ad vera mjog pen m.v. suma...

Nu er sidasti dagurinn, a morgun tharf ad tekka ut um hadegid og finna ser eitthvad ad gera fram ad brottfor. Thad er buid ad vera mjog gaman og mikid stud herna en OMG hvad eg hef saknad strakanna minna heima!!! Hlakka svo til ad sja tha ad eg get orugglega ekki sofid i flugvelinni... eg get thad nu reyndar aldrei hvort sem er svo otharfi ad hafa ahyggjur af thvi.

Best ad fa ser bara 1 raudvinsglas og njota lifsins og svo segi eg alla ferdasoguna thegar eg kemst i islenska stafi.

18. október 2007

Smá færsla

Haldiði ekki að maður sé bara farinn að syngja aftur! Og það jólalögin! Mætti á kóræfingu hjá Magga á mánudaginn og þar er verið að æfa fyrir aðventutónleikana, mjög notalegt auðvitað. Pínu snemmt svona þannig að ég lít þannig á að þetta sé ekki brot á reglunni af því að maður verður að æfa sig. Ég tek þetta mjög rólega og fer bara 1x í viku og svo skiptast ömmurnar á að passa svo þetta er svona mjúk byrjun fyrir mömmuna. Talandi um söng: Þetta er brill, ég stal þessu af síðunni hennar Jónu

Annað sem gerst hefur (mjög skyndilega) er að ég er komin með nema. Ég er sem sagt orðin leiðbeinandi nema í talmeinafræði. Hún er alveg að klára námið í Danmörku og verður eitthvað hjá mér alveg fram í nóvember. Voða spennó og skerpir mann alveg að þurfa að ausa úr viskubrunni sínum. Held það sé bara hollt. Svo get ég líka látið hana grynnka aðeins á biðlistanum í skólanum hehe!

Vika í Minneapolis:D Ótrúlegt! Tíminn líður svo hratt að maður þarf alveg að vera á bremsunni!

8. október 2007

Myndamont

Monti mont af nýju myndavélinni

Kertaljós

Haustlitirnir

Avi Addó með afastrákinn

Hér er svarthvít mynd með völdum lit; bleikum!

Sami effekt; haustliturinn rauður fær bara að njóta sín

Sæta mús í búðarleik; bauba dleinu mamma!
Svarthvít með gulum!


7. október 2007

Vinnualki...

Helgin búin að vera bara hálf! Allur gærdagurinn fór í aðalfund og þá meina ég frá 8:30-16 en þá var honum ekki lokið og ég strauk... þó ég væri ritari fundarins. Fundurinn var líka það erfiður tilfinningalega að ekki veitti mér af að komast út. Ég þurfti að bruna af Álftanesinu og heim í Mosann og bruna þaðan og út á Seltjarnarnes á BESTU TÓNLEIKA EVER! Jiii ég skemmti mér svo geggjað vel, þetta voru Kletzmer-tónleikar Magga og maður sveif alveg út. Bjargaði alveg deginum. Allir voru svo frábærir, Ragnheiður, hljómsveitin, kórinn og auðvitað Maggi! Eftir tónleikana fékk var sem betur fer eldað ofan í okkur en þegar heim var komið tók bara við meiri vinna og svo svefn.
Í morgun fórum við sjaki litli auðvitað í sunditímann okkar. Það er alltaf jafn vinsælt og hann elskar þessa tíma. Í dag var bætt við nýrri tækniæfingu þar sem trítill átti að sækja 3 hringi á botinn í einni köfun. Og hvað gerir maður þegar maður er með báðar hendur uppteknar? Þá þarf rökhugsun til að geta flutt yfir í hina hendina og losað pláss. Ekki fattaði Ísak þetta nú alveg, fyrst náði hann alltaf bara í tvo hringi og svo fór hann að ná í alla en flutti ekkert á milli handa heldur bara krækti e-n vegin í síðasta hringinn!
Þegar heim var komið voru "3 missade samtal" í símanum svo stubbur var settur með kex fyrir framan video (bara dagmömmustælar í mömmunni) og svo var ég stanslaust í símanum í einn og hálfan tíma eða þar til dyrabjallan hringdi og bjargaði mér! Sjúkket bara. Þetta á svo innilega ekki við mig að vinna svona um helgar... ég er ekki vinnualkatýpan!
En helgin endaði voða skemmtilega; Ragnar Steinn hélt upp á 2ja ára afmælið sitt áðan með kvöldverði og óskum við honum innilega með stórafmælið á morgun:D

Nú ætla ég beint í bólið! Eins og ég sagði við eina áðan; ég er kvöldsvæf OG morgunsvæf... þarf helst svona 10 tíma og það vantar aðeins upp á núna.

26. september 2007

Takk


...fyrir afmæliskveðjurnar í dag allir!!! Alltaf svo æðislegt að fá svona margar kveðjur! Ég er nefninlega pínu ömurleg að muna svona sjálf og skila yfirleitt kveðju daginn eftir... kannski ekki alveg innan fjölskyldunnar en svona utan hennar.
Ég fékk geggjað flotta myndavél frá strákunum mínum. Fyrst opnaði ég pakka frá Ísak; það var lítil og frekar ljót taska! Hvað átti ég að gera við svoleiðis? Svo opnaði ég pakka frá Skrámi; það var föndurdót!Nei, bíddu! Eitthvað svona til að merkja blaðsíður? Ekki að fatta... svo kom myndavélin frá Magganum og þá small hitt náttúrulega í rétt hólf í heilabúinu. Mændjú þetta var kl rúmlega 7 í morgun með augun hálfopin. Föndurdótið var sem sagt minniskort í vélina. Hef svo verið að kynna mér hana í kvöld og sýnist hún ansi geggjuð. Þetta er sko Canon Iscus 950 IS!!! 8 mega pixels, 4x linsusúmm og já eitthvað rosa töff!

Annars er horið ekkert að minnka og litatilbrigðin ansi flott;) Þar sem Maggi þurfti að vinna seinnipart og allt kvöld fór ég bara í Fiskó og lét dekra við mig þar. Og nú ætla ég snemma í háttinn, svo ég geti vaknað snemma í fyrramálið eins og amma mús segir einmitt!

23. september 2007

Haust

Þá er haustkuldinn mættur brrrr... Það er svona blanda af notalegheitum með kertaljósi á kvöldin, og söknuði eftir sumrinu. Fyrsta haustkvefið komið í mig með tilheyrandi kinnholubólgum og sársauka ojbara. En það besta við akkúrat þetta haust er ferðin til Minneapolis í lok október með Ingunnarskóla. Ég sem hef aldrei komið til USA er bara að fara í Mall of America og læti! Til að byrja með fannst mér vika allt of langt þar sem aðeins þrír dagar eru sjálf námsferðin. Hvað átti ég að gera restina af tímanum? Svo held ég svei mér þá að það verði bara alveg nóg að versl... ég meina gera! Reyndar er eitthvað erfitt að finna menningarviðburði finnst mér en eitthvað hlýtur að vera um að vera. Og svei mér þá ef ég get ekki verslað eitthvað lítilræði... sokkapar og spilastokk kannski? Ísak á nú afmæli í lok nóv og m.v. að ég verð að passa mig í Hagkaupum að kaupa ekki eitthvað handa honum í hverri ferð þá er eins gott að vera búin að skrifa lista yfir NAUÐSYNJAR. Reyndar hef ég aldrei verið þekkt fyrir mikla eyðslu en síðan Ísak fæddist á ég bágt með mig þegar kemur að e-u fyrir prinsinn!

Litli prinsinn fær loksins af fara aftur til dagmömmunnar eftir viku fjarveru. Það verður vonandi allt í lagi. Svo bara ákveðum við það að hann komist inn á leikskóla fyrir jól! Hann er búinn að vera duglegur í pössun hjá bæði uppáhaldinu afa Halldóri og Jónu Björk frænku og svo auðvitað foreldrum sínum sem nú fá vonandi að vinna fulla vinnuviku:D

Og að lokum óska ég Guðrúnu frænku til hamingju með 4. prinsessuna sem fæddist á föstudaginn, á afmælisdegi systur sinnar!!!!

19. september 2007


OK. Thats it. Við eigum greinilega ekki að eiga grænan IKEA-lampa í gluggakistunni! Sá þriðji brotnaði í dag. Ísak sat undir gluggakistunni og togaði í snúruna og hann bara splundraðist og skvettist út um alla stofu. Sem betur fer meiddist Ísak ekki. En við verðum að vera án lampans góða:S

12. september 2007

Álag



Síðustu dagar og kannski bara vikur hafa verið dálítið erfiðar. Elsku besta amman mín Erna dó í síðustu viku. Það var auðvitað viðbúið og gott að hún loksins fékk að fara. Nú sé ég hana fyrir mér með afa, að rifja upp allt sem hefur gerst, horfa á okkur og hlæja. Örugglega ánægð með að geta talað og hugsað aftur! Já, svona vil ég ímynda mér það. Það var svo gaman að við frændsystkinin hittumst öll og rifjuðum upp minningar sl sunnudag og það var svo skemmtilegt! Við hlógum alveg ógó mikið. Amma var nefninlega svo skemmtileg:D

Svo hefur ákveðið mál í vinnunni vofað yfir í sumar og enn meira nú í ágúst og september. Því er ekki lokið og mikið álag sem fylgir því. Held að allt þetta og aðrar smávægilegri áhyggjur valdi auknum höfuðverk og verður það mitt fyrsta verk á morgun að panta mér nudd! Veit einhver um góðan "harðhentan" nuddara? Fór í yoga áðan sem var æðislegt. Byrjaði reyndar á að skella mér á hlaupabretti, sem þekkti mig ekki aftur ,því síðast fór ég á svoleiðis tryllitæki fyrir nánast ári síðan!!! Úps! Enda var ég lafmóð eftir 5 mínútur og ákvað að best væri að byrja rólega, píndi mig svo í 5 í viðbót. Nú er bara að standa sig í hreyfingunni sem bætir, hressir og kætir. Hmmfp...

Ísak byrjaði í suzuki aftur í dag. Pabbi hans fór með hann eins og hann mun gera framvegis. Ákváðum að það væri betra að hann færi í morguntímann. Ég fer þá bara með honum í sundið í staðinn. Mér skilst að það hafi bara verið gaman og hann hafi aðeins tekið undir.

Þeir frændur hann og Jökull eru þvílíkt að færa sig upp á skaptið saman; öskur og hlaup um leið og þeir hittast! Finnst þeir rosa sniðugir og reyna mikið á geðheilsu foreldra sinna... eða ég skal bara tala fyrir sjálfa mig. Fer pínu í mig svona öskur og læti bara til að gera hávaða! En þeir skemmta sér þvílíkt og hlæja mikið saman. Sem og Ísak og Ragnar Steinn sem einmitt líka eru að leika sér í hlaupuleikjum þó hávaðastuðullinn sé mun lægri þegar þeir eru saman.

Eitt gullkorn sem Ísak segir er þegar hann biður um "eplaglas". Eins og mjólkurglas þið skiljið, nema epladjús hahaha! Svo kom hann til mín í gær með Mjallhvíti á DVD og horfði galopnum augum á mig, kinkaði ákaft kolli og sagði; mamma, hlusta Mjallhvíti, takk! Það gaman" (mamma, dutta maddili, datt. Ha bama) og brosti svo og hallaði undir flatt. Þegar hann segir gaman (bama) gerir hann alltaf táknið með, nema notar vísifingur í stað þumalsins sem er hrikalega krúttlegt. Lemur honum í brjóstið á sér og segir "hetta bama". Notar það óspart núna þegar við erum t.d. að koma úr heimsókn eða af róló.

3. september 2007

Válerast

Ég á marga skemmtilega kollega, en ein er þó alveg sérstök. Hún virðist njóta þess að nota skemmtileg orðatiltæki og er þá jafnan með eitthvað eitt "á heilanum". En besta framlag hennar í íslenska orðbankann er sögnin að válerast. Hún gæti þýtt eitthvað í líkingu við "að væflast", "vesenast", "reika um", "geta ekki tekið ákvarðanir..." svona mætti í raun lengi telja. Dæmi um notkun: "Við getum ekki verið að válerast svona með þetta", "Ég var bara að válerast þarna um gangana alein",

Svo þá getiði farið að nota þetta!

Annað dæmi um skemmtilega málnotkun er þegar Ísak syngur "Gulur, rauður..." (aleinn:D) og endar svo á löngu AAAAAAAAAAAAAAAAatjú! eins og í piparkökusöngnum. Dýrin í Hálsaskógi eru gjörsamlega búin að taka yfir Ávaxtakörfuna eins og er og bara fínt að fá hvíld frá annars þeim ágæta söngleik.
Svo er barnið búið að fatta eignarfornöfn og kallar nú "mamma mín"/"pabbi minn" sem er náttúrulega BARA krúttlegt! Hann kann samt ekki "mitt" og enn er því allt dót rifið af honum ef önnur börn girnast það. Hann lætur það oftast yfir sig ganga, nema ef það er Jökull frændi, þá kvartar hann hástöfum svo enginn missi nú af því ranglæti. Þeir eru samt alltaf að verða duglegri og duglegri að skiptast á og leika saman.

Hvernig stendur á því að allir mínir pistlar enda á því að snúast um Ísak?

26. ágúst 2007

Óvænt uppákoma


Elsku Jóhanna, Maggi og Berglind Eva; innilega til hamingju með yndislegan dag! Þið kunnið að koma manni á óvart!

23. ágúst 2007


Kommon! 27 heimsóknir á síðuna og ENGINN kvittar! Ég hlýt að skrifa um svona óáhugaverða hluti...

Það var gott að syngja í dag með öllu þessu góða fólki. Finn að ég er byrjuð að sakna þess. Samt er ég ekki alveg tilbúin að láta Ísak í pössun 2 kvöld í viku... þó það hafi nú ekki skaðað okkur systkinin nema síður sé.

22. ágúst 2007

Sambandsleysi

Jæja, nú er hlaupabóluveikin liðin. Reyndar náttúrulega ekki sjón að sjá lilleput en hann er hættur að smita. Sem er aðalmálið því þá gat hann farið í heimsókn til nýju dagmömmunnar í dag. Það gekk víst vel, þeir feðgar fóru. Þá er hann allavega byrjaður í aðlögun.

Voða skrýtinn dagur í vinnunni. Fór einhver ljósleiðari sem sleit Grafarholtið frá umheiminum. Þetta sýndi bara hversu háður maður er tölvum því það var "ekkert" hægt að gera! Allar skýrslur dottnar út, netið og prentarinn og síminn...Ég fór bara að sortera pappíra, sumir voru bara að ydda blýantana sína og aðrir bara svona standa vaktina hehe. Það var náttúrulega skólasetning og því allt fullt af nemendum og foreldrum og systkinum og allir fengu súkkulaðiköku og popp! Ég fór tvær ferðir því það var bara allt of mikið til og ég varð að hjálpa þeim að klára hana!

Ég skil ekki alveg hvernig ég á að sinna öllum þeim börnum sem þurfa aðstoð en maður verður bara að finna út úr því. Alltaf samt smá klemma að forgangsraða og hvort vill maður sinna öllum eitthvað eða nokkrum vel?

Á morgun á svo að jarða mætann mann, Sr Sigurð Hauk, fyrrverandi prest í Langholti. Hann gifti okkur Magga og ég óska þess oft að ræðan sem hann flutti þá væri til e-s staðar. Hún varðveitist vonandi bara vel í minningunni. Hann var yndislegur maður og alltaf svo hlýr. Mér fannst hann alltaf SJÁ mig. Ekki einn af þeim sem heilsaði með hálfum hug, heldur heilshugar.

17. ágúst 2007

Ómenning

Hlaupabólan sennilega í hámarki núna. Litla skinninu leið ekki vel í nótt og er ekki alveg sjálfum sér líkur! Hann er samt ekkert svo lasinn þannig lagað, bara pirraður. Skiljanlega

Þá er ein vinnuvika búin. Rosalega fer mikill tími í kaffi og mat þegar allir eru svona "vinnumyglaðir"! Maður er nýkominn þegar það er komið kaffi, svo þarf að fara í mat og sitja allavega 40 mín og svo aðeins inn á kaffistofu á eftir. Ekki hef ég á móti þessu, enda finnst mér afskaplega erfitt að koma mér í gang. Veit ekki hvort ég á að vera hér eða þar og gera þetta eða hitt! En bæði í Sæmó og Ingó dúkkuðu gamalkunnug andlit upp sem ég ekki hafði séð í mörg ár. Kannski ekkert skrýtið þar sem maður býr á Íslandi!

Ætli það verði nokkur menning á okkur á morgun, bara ómenning! Veit ekki hvort maður á að vera að fara með hlaupabóluna niður í bæ og eiga á hættu að smita hálfa Reykjavík?! Synd, en ekkert í því að gera. Er svo sem lítið búin að kynna mér dagskrána kannski einmitt út af þessu.

En gleðiliga menningu þið sem farið:D

14. ágúst 2007

Hlaupabóla

Bobb bobb bobb! Fyrsti í hlaupabólu kominn! Ísak samt sprækur sem lækur.

Vonandi verður það ekki slæmt, aumingja Jökull frændi var AGAlegur.

Við heimsóttum nýju dagmömmuna í dag. Hún á þrjá fiskitanka og tvo páfagauka. Já, ég sagði tanka, þetta kallast varla fiskabúr þegar þetta er komið upp í þessa stærð!

Heimsótti ömmu Ernu í dag. Hún fer sennilega ekki fram úr rúminu sínu framar. Hún brosti heilmikið og smellti m.a.s. kossi á Ástu. Vonandi tekur þetta ekki langan tíma þó manni finnist ljótt að hugsa svona en hún á bara ekki skilið að vera svona mikið lengur, þetta er búið að taka nógu langan tíma. Og auðvitað langt síðan amman mín hvarf og eftir varð bara þessi líkami í hennar mynd. Óréttlæti heimsins er stundum óskiljanlegt.

Best að koma hlaupabólunni í rúmið. Hann er afar upptekinn reyndar, er að marsera og skamma Græna bananann (Ávaxtakarfan). "Hep tú hep tú" hljómar allan liðlangan daginn.

Hægri snú!

4. ágúst 2007

Dugnaður

Vá hvað við erum búin að vera dugleg í dag:) Ég er búin að bera olíu á borðstofuborðið og skenkinn og mænd jú tvær umferðir auðvitað á borðið. Ekki veitti af. Svo fórum við á Árbæjarsafn. Það var voða gaman og ekki er það nú dýrt! 600kr á mann og maður fær að koma aftur á sama miðanum! Stubbur skemmti sér vel, gaf hestunum gras úr lófa sínum, klappaði fyrir kálfinum og keyrði kassabíl. Þannig að við förum pottþétt aftur.
Svo tókum við Maggi geymsluna í gegn meðan stubbur svaf, þrifum eldhús og ryksuguðum allt hátt og lágt. Svo var hægt að fara að raða í skenkinn og tæmdist þá hvítu skúffurnar sem stóðu í eldhúsinu! Veiiii þá er hægt að losa sig við þær:D Fékk þær held ég í 12 ára afmælisgjöf! Eru búnar að fylgja okkur til Sverige og standast örugglega 5 flutninga í gegnum árin. Eðal skúffur alveg en alveg kominn tími á þær að kveðja. Salut!

30. júlí 2007

Ýmislegt

Nú hefur ýmislegt á daga okkar drifið eins og vanalega. Við erum nýkomin heim úr sveitasælunni í Vogum. Maggi og Ingibjörg héldu hvorki meira né minna en þrenna tónleika sem allir tókust rosa vel. Svo náðum við líka að slappa heilmikið af. Fórum tvisvar í lónið sem ég verð nú að segja að ég tek fram yfir það Bláa á Reykjanesinu! Ísak fannst það geggjað og lét sig detta og renna ofaní trekk í trekk. Það er reyndar e-r árátta núna að láta sig detta! Hann hleypur um allt eins og hann sé á spítti og lætur sig svo hrynja í gólfið! Svona leikur getur gengið í hálftíma með tilheyrandi söngli og góli.
Allavega, svo fórum við á circus á Húsavík. Þetta hét "nútíma circus frá Barcelona" og var ferlega skemmtilegt. Þarna var joggler, loftfimleikakona og svona "alltmugligtman" og Ísak sat stjarfur allan tíman. Það var alltaf verið að klappa og hlæja og svo þegar allt var hljótt og lítið að gerast klappaði hann trekk í trekk aleinn og kallaði "veiiiii". Alveg grafalvarlegur samt! Algjört krútt.
Svo fórum við í göngutúr frá Stóru gjá að Hverfjalli sem er um 3ja tíma ganga, allavega með barn á bakinu og eina 6 ára með. Ekki má gleyma ferðinni okkar að Dettifossi, inn í Hólmatungur og í Ásbyrgi. Þetta fórum við á fjallajeppanum hans Jónsa frænda sem endilega vildi lána okkur bílinn til að komast vestari leiðina í Jökulsárgljúfur. Vegurinn var svo sem ekki slæmur og þegar heim var komið kom í ljós að Jónsi hefði þurft jeppann í veiðitúrinn sinn þvi sá vegur var víst vegleysa. Að lokum fórum við svo á minjasafnið á Grenjaðarstað og þar sá ég skrifpúlt langa-langa afa, Þorgils Gjallanda, sem mér fannst afar merkilegt. Enduðum þann túr á að skoða Litluströnd þar sem amma Jóna ólst upp. Bærinn er reyndar horfinn en einn útveggurinn stendur eftir.

Þetta var hin besta vika og gott að komast í Vogana mína, sem reyndar eru að niðurlotum komnir og verður að ráðast í aðgerðir fljótlega til að þakið fari ekki bara á hausinn á e-m eða að veggirnir láti undan bara.

Smá pistill um Ísak bestaskinn: (mest til að skrifa niður meðan maður man) Nú er hann orðinn 20 mánaða prinsinn og algjör sólargeisli. Eins og ég sagði áðan er mikið stuð að hlaupa og láta sig detta en annars er aðal æðið núna að horfa/hlusta á Ávaxtakörfuna. Hann var fljótur að pikka upp marseringu banananna og gengur um gólf sönglandi "he-tú-he-tú hæ nú!" sem á að vera hep-tú, staðar nem og hægri snú! Svo sveiflar hann höfðinu dramatískt til VINSTRI og skammar svo Guffa banana hástöfum! Hann er farinn að herma enn meira eftir tali okkar og endurtekur mikið. Í gærmorgun lagðist hann niður og sagði "Ía leiju, nei! Attílæ" (Ísak leiður, nei allt í lagi). Hann notar enn ekki /k/ og /g/ en er farinn að nota /s/ í lok orða og stundum í miðjunni. Það er ekki alltaf rökrétt þar sem hann t.d. segir "nahs" fyrir snakk og "vahs" fyrir vatn. Hann vill endilega leiðast um allt núna og held ég að það sé komið frá Jökli frænda sem leiðir Ísak út um allt. Nú tekur Ísak í hendina á manni og segir "leija".
Auðvitað er hann aðeins farinn að testa mörkin og lemur stundum (laust) í okkur eða dúkkuna. Ef hann er skammaður reynir hann flótlega aftur sama trikk. Svo er hann alltaf að elta Skrám núna með miklum látum og gauragangi og skammast sín ekkert þegar ég segi honum að Skrámur verði hræddur! Það var dálítið fyndið atvik fyrir norðan, þar eru nefninlega margir og hættulegir stigar og alltaf verið að passa að litlu börnin fari ekki í þá. Ísak stóð á stigaskörinni og Hjalti kom að og tók í hann og sagði alvarlega (en í gríni sem þeir sem skilja kaldhæðni náðu auðvitað) "Ísak Magnússon...og svo kom smá ræða..." Ísak varð svo yfir sig skelkaður og hræddur að hann fékk ekka um leið og gat varla grátið af hræðslu! Þetta var sem sagt fyndið að horfa uppá en aumingja barnið var lengi að jafna sig. Held hann sé nú samt alveg búinn að fyrirgefa frænda sem fór alveg í kerfi
Það krúttlegasta af öllu er svo þegar hann tekur hástöfum undir kvöldlögin okkar og syngur þá Sofðu unga ástin mín alveg eins og herforingi, nema það mundi ekki skiljast af nokkrum öðrum en okkur. Önnur lög sem hann kann eru Bíum bíum bambaló, Tunglið tunglið taktu mig, Allir krakkar, Dvel ég í draumahöll, Gulur rauður, og eitthvað fleira auðvitað. Þetta var Ísakspistill

Nú ætla ég að fara að sofa fyrir framan nýja myndavegginn okkar, með nýja skenkinn og nýja skóskápinn í íbúðinni:) Svo á eftir að sauma nýtt utan um púðana... alltaf gaman að breyta og versla fyrir heimilið.

9. júlí 2007

Ahhh

Við erum komin heim eftir vel heppnað frí í Svíþjóð. Það væri allt of langt að fara að segja frá því hér en mikið var gaman að hitta alla vini og frændfólk!!! Mér fannst ég bara komin heim um leið og við stigum fæti út úr flugvélinni í Gautaborg. Aftur á móti var ég ekki alveg með heimatilfinninguna í Stokkhólmi sem segir kannski eitthvað um hvernig maður upplifði þetta á sínum tíma. Allavega mjög góð ferð, ágætlega bætt á sig af fötum og öðru skemmtilegu og Ísak eins og ljós allan tíman. Kallaði allar sænskar konur "Anna" enda 50% líkur á að hann hefði rétt fyrir sér...
Svo vorum við Ísak að koma heim eftir alveg yndislegan dag í bústað afa Hlö við Laugarvatn. Við skutluðum Magga og Gunnari fyrst í Skálholt þar sem þeir verða með Hljómeyki að æfa í viku og fórum svo í geggjuðu veðri í bústaðinn. Þar var sko bara farið berró út í vatn með ömmu og kastað steinum út í vatn í örugglega góðan hálftíma. Ísak sagði bara "annan dein" við afa sinn og hann hlýddi því auðvitað! Svo enduðum við á að fá dýrindis grillmáltíð og keyra svo í bæinn gegnum Þingvelli í þessari rosalega fallegu birtu að ég bölvaði í hljóði yfir að vera ekki með myndavélina. Hún hefði nú sennilega samt ekki náð allri dýrðinni.

Íslenskt sumar ahhhh

Setti inn myndir úr Svíþjóðarför og eitthvað fleira!

15. júní 2007

Attílæ

Tölvan er komin í viðgerð sem betur fer. En ég hef reyndar alltaf notað gömlu í sambandi við vinnuna og er því að skrifa skýrslur á hana hérna heima núna. Hún getur nú alveg gert mann galinn! Í gær var hún 12 mínútur (já ég tók tímann) að opna eitt Word-skjal!!! TÓLF MÍNÚTUR!!! Það er eins gott að hafa nógan tíma og anda inn og út og telja rólega upp í 10 og svona. Og vera með tölvuna hennar tengdó til að vera á netinu á meðan maður bíður...

Ísak er að læra stjórnun núna. Heldur hann. Hann reynir að ráða og stjórna foreldrum sínum eins og hann getur en allt í góðu samt. Segir bara "toddu mamma/babbi" og vinkar okkur að koma eða reynir að taka utan um okkur og toga okkur á fætur. Svo segir hann Skrámi að koma og reynir sömuleiðis að lyfta honum upp. Sem hann ekki getur eða gerir einu sinni um millimetra. Skrámur þokast sko ekki nema hann sjálfur vilji. Svo er spurning hvað hann vill alltaf að við séum að koma og gera, það er ekki alltaf alveg ákveðið fyrirfram.
Lilli klifurmús og Mikki refur eru enn jafn vinsælir og rúlla stundum þrisvar á dag hérna. "Mahhna wuawa" er lang skemmtilegastur og reynir Ísak að herma eftir honum þegar hann hlær. Það er sko Mikki...

Við fórum aðeins að renna okkur á stóra róluvellinum hérna rétt hjá. Mér tókst að lokka Ísak í sandkassann eftir 15 ferðir í rennibrautinni og þar kenndi ég honum að búa til sandkökur nema hann skemmdi þær alltaf um leið. Ég þóttist verða voða leið og þá segir hann bara "attílæ" og horfir á mig stórum samúðaraugum!

Í kvöld ætlum við Maggi á Mr. Skallagrímsson með Indru og Ingólfi. Höfum eiginlega stefnt að því síðan síðasta sumar svo það er kominn tími til! Sýningin hefur fengið voða góða dóma og spurning hvort Benedikt Erlingsson fær Edduverðlaun seinna í kvöld? Maður brunar bara í bæinn til að sjá það. Edda-pedda segi ég nú samt.

9. júní 2007

Næstum sumarfrí

Það er sko búið að vera fjör í gær og dag! Ég hef ekki gert svona mikið á 2 dögum síðan ég veit ekki hvenær og ekki drukkið svona mikið magn af áfengi samanlagt allt árið! Ekki misskilja, það var alls ekki mikið. Segir frekar hvað ég er mikil bindindismanneskja;)

Allavega var Vorhátíð hjá Talþjálfun Reykjavíkur í gær og óvissuferð. Við vorum auðvitað bara flottar á því og byrjuðum í mat á kaffihúsinu í Grasagarðinum. Þar fengu allar voða flott krem og svo var farið í Laugar Spa í marga klst og legið í bleyti og slökun. Maður var bara eins og ofsoðið kjöt á eftir maður var svo linur! Eftir þetta dugði ekkert minna en matur í Perlunni. Ég hef aldrei borðað þar eða komið upp í þennan "snúning" en það var sko bara hið besta mál. Reyndar fékk ég ljótasta og versta kokteil sem ég hef smakkað; svona drullubláan og svooooo áfengan að ég fann á mér eftir fyrsta sopann! En maturinn var góður og mikið hlegið.

Í dag var svo óvissuferð Ingunnarskóla! Það var sko með allt öðru sniði og meira í ætt við það sem orðabókin segir um óvissuferðir: hópur fólks í rútu, með bland í pela, misgóða brandara, samkvæmisleiki og sund! Segi svona. Okkur var skipt í nokkur lið og ég var liðsstjóri í Bláa liðinu. Auðvitað leiddi ég liðið til sigurs, hvað annað?? Híhí. Og er það í annað skiptið sem ég vinn eitthvað á 2 dögum því í gær fékk ég tölvupóst þar sem mér var tilkynnt að ég hefði unnið kvöldverð fyrir tvo á Grillinu að verðmæti 28þús!!! Fyrir að taka þátt í ógeðslega leiðinlegri könnun fyrir LÍN. Eins gott að ég vann! En aftur að óvissuferðinni. Við fórum sem sagt á Stokkseyri með viðkomu í fjörunni, og skoðuðum Álfasafnið og Draugasafnið og borðuðum á Við Fjöruborðið. Allt saman mjöööööööög skettilett. Líka svo gott veður. Allir voru í náttfötum því það var þemað. Ég er svo meðvirk að ég var alveg að farast yfir að vera að skemma fyrir hinum matargestunum með látum og fíflagangi! Greinilegt að staupin 4 dugðu ekki til að slá á meðvirknina!

Á morgun á svo pabbi labbi afmæli og ætlum við að hafa það notalegt með fjölskyldunni í sumarblíðunni. Til hamingju pabbi.

Þetta er orðinn svo langur pistill að ég ætla að hætta og fara að sofa! Nú er ég komin í frí frá skólanum og bara 2 mánudagar eftir á stofunni svo ég segi bara GLEÐILEGT SUMARFRÍ:D

6. júní 2007

Maður er bara að kafna í kommentum!!!

3. júní 2007

Ef ykkur langar að hlæja...

horfið þá á þetta

Og svo þetta á eftir!!

31. maí 2007

Þrenna

Í fyrradag braut ég lampa og tölvan datt í gólfið svo skjárinn brotnaði. Í gær bilaði bíllinn. Það kalla ég ágæta þrennu. Þetta með bílinn er dálítið duló. Ég varð bensínlaus á Gullinbrúnni án þess að ljósið væri búið að loga nema í nokkrar mínútur. Sem betur fer var ég alveg við bensínstöð og keypti nokkra lítra og komst heim og með Ísak til dagmömmunnar í morgun. Svo varð hann bara aftur bensínlaus rétt við skólann! Aftur var bensínstöð alveg við hliðina á svo ég keypti aftur nokkra lítra, föndraði "rennu" úr pappír skólans og keyrði á bensínstöðina. Þá bilaði sjálfsalinn þar svo ég þurfti að fara á næstu stöð, alveg í stressi um að ná því. Þar fyllti ég bílinn, brunaði ánægð aftur í skólann....og hann drap á sér Á SAMA STAÐ og um morguninn!!! Svo reyndar rauk hann í gang nokkrum klst síðar þegar ég var búin að biðja pabba um að sækja mig en hann fylgdi mér bara til dagmömmunnar í staðinn! Það verður nú eitthvað að athuga þetta...

Það var síðasti dagurinn hjá dagmömmunni í dag. Svo er haustið óráðið þar sem ekki er næg mönnun á leikskólanum sem Ísak er kominn á. Þetta er nú alveg glatað; ekki hægt að tryggja börnunum pláss vegna manneklu sem er auðvitað bara tilkomin vegna lélegra launa! Þetta er nú mömmunni pínu áhyggjuefni. Auðvitað hefði þetta ekki verið neitt mál ef Kristjana hefði ekki hætt sem dagmamma, en við sjáum til. Kannski leysist þetta eins og allt annað. Ég meina; auðvitað leysist þetta eins og allt annað. Við Maggi þurfum að skiptast á að vera heima núna næstu daga þar til vinnan er búin hjá mér.
Ísak fattaði auðvitað ekki að það væri nokkuð sérstakt við þennan dag. Hann fékk samt pakka frá Kristjönu og rosa sætar myndir af þeim saman. Hann vildi svo varla knúsa hana í kveðjuskini.

Hann fór svo til Írisar í klippingu áðan! Það var nú mjög lítið en hún lagaði bara tjásurnar aðeins. Svo erum við bara hérna heima að hlusta á Lilla Klifurmús í 2. sinn í dag! Það rúllar yfirleitt svona þrjár umferðir á góðum degi:D Sem betur fer er þetta gott leikrit.

20. maí 2007

Fullt af nýjum myndum


Sem tók sko tíma þar sem ég þarf að hlaða einni inn í einu af e-m ástæðum. Þarna er allavega sönnunin fyrir fjallgöngunni miklu.

Þessi helgi hefur verið rosa fín. Eftir kvíðvænlegan fund á föstudaginn, sem tók sem betur fer stuttan tíma, brunuðum við í bústað til Hjalta og Völu í Miðhúsaskógi. Þar var mikið fjör enda voru Eirný og Gæi þar líka með Kötlu og fannst Ísak það ekkert slor! Þeir frændur æstu hvor annan upp í eltingarleikjum og hurðarleikjum og skiptust á að skæla og hlæja. Við fórum í heitan pott og spiluðum og heimsóttum Slakka, dýragarðinn í Laugalandi og Sólheima í Grímsnesi. Þar var svo heitt inni á kaffihúsinu að lá við yfirliði! Manni fannst maður bara kominn til útlanda.

Svo var loksins komið að jólagjöfinni frá Magga í gærkvöldi; San Francisco ballettinn! Mæ God það var geggjað! Rosalega var það flott og gaman. Enda stóðu allir upp um leið og Helgi birtist að lokinni sýningu.

Nú sefur litli kútur sætt og rótt og við á leið í kaffi til Gunnars og Jónu á eftir svo þetta verður góður dagur. Kíkið nú endilega á myndirnar sem ég hafði svo mikið fyrir! Góða skemmtun

17. maí 2007

Ég fór í fjallgöngu í gær!!! Við fórum sérkennararnir og ég úr Ingunnarskóla upp Helgafell í Hafnarfirði. Þetta var alveg þokkalega erfitt fyrir mig í byrjun en telst nú ekki erfitt fjall og allir geta rölt þetta! Það var allavega mjög gaman og fallegt og ég er ekki með harðsperrur í dag:). Á niðurleið mættum við konu í skósíðum gulum regnjakka, með sjóhatt og í stígvélum!!! Já, margt getur skemmtilegt skeð.

Áðan fór ég að hitta litlu Jóhönnu og Maggadóttur. Ohhh hún er alveg yndisleg og svo lítil!!! Var Ísak e-n tíman svona lítill? Auðvitað var hann það og m.a.s. miklu minni en hún er. Það er samt erfitt að ímynda sér það þó svo að ég muni það mjög vel. Hugsa sér hvað þetta er stórkostlegt!

12. maí 2007

Látum það vera lokaorðin

Mogginn í dag:

Ekki varð annað heyrt en að Hljómeyki og stjórnandi þess væru í toppformi, eins og gleggst mátti greina á veikustu stöðum – þrátt fyrir kornabarnsbabl utan úr sal sem gerði hlustendum og hljóðupptökumönnum lífið leitt. Slíkt er því miður ekki einsdæmi, og væri óskandi að tónelskir foreldrar þekktu betur sinn vitjunartíma.

Ríkarður Ö. Pálsson


Þar fengum við aldeilis....

Gleðilegt Eurovision og kosningarkvöld. Gangið hægt um gleðinnar dyr en skemmtið ykkur ógeðslega vel!


9. maí 2007

Mér er farið að líða eins og glæpamanni. En samt skil ég ekki í hverju glæpurinn fólst!

Ég hef samt ákveðið að hætta að hugsa um þetta og eyða orkunni í annað. Svo margt skemmtilegra um að hugsa.

Við hjónin fórum á síðustu sýninguna á áskriftarkortinu í Þjóðleikhúsinu um helgina. Það var Hjónabandsglæpir með þeim Hilmi Snæ og Elvu Ósk. Við erum ekki frá því að þetta hafi bjargað leikárinu bara! Mjög gott stykki og mjög vel leikið. Sá einmitt Eddu Heiðrúnu á tónleikunum hjá Hljómeyki og sé eftir að hafa ekki þakkað henni fyrir.

Er einhver búinn að kynna sér dagskrá Listahátíðar? Mig langar dálítið að sjá þessu Risessu sem á að ganga um borgina á fös og laug. Svo förum við Maggi á San Fransisco-ballettinn en meira veit ég ekki. Auðvitað hlítur að vera hægt að fara inn á einhvern vef og skoða þetta nánar.

Hey! Svo er bara Eiríkur á morgun og partý á laugardaginn er það ekki??!!! Ohhh ég elska Eurovisión!

8. maí 2007

Um daginn stefndi Ísak hraðbyr vitlausa leið út í bíl. Ég sagði þá: "Nei, beygja, beygja, beygja". Hvað haldiði að hann geri nema beygir sig í hnjánum og stingur höfðinu í stéttina til að fara í kollhnís!!! Hahaha.

Í dag gátum við verið heillengi úti á palli og þeir frændur; Knoll og Tott, léku sér dálítið saman. Ýttu hvor öðrum á bílnum og hlógu mikið. Annars er Jökull á "é-á-edda"-stigi sem er ferlega fyndið því hann á bókstaflega ALLT. Allt frá mat og dóti til moldarinnar á jörðinni. Ísak reynir sitt besta og segir:"Nei, Ía á" en lætur sér svo bara lynda að stóri frændi taki af honum dótið.

Nú er líka hlutverkaleikur aðeins að byrja og í gær lét hann Barbapabba kyssast og hoppa og ganga um.

Svo er líka gaman að fylgjast með að Skrámur er miklu sáttari við hann núna en þegar hann var yngri og Ísak er voða hrifinn af kisa. Leitaði að honum lengi lengi í morgun; kallaði "Bumma, Bumma!" og fer svo og reynir að gefa honum að drekka úr stútkönnunni og er alltaf mættur þegar þarf að fylla á matardallinn hans og vill hjálpa.

Þetta er sem sagt pistill um Ísak, kannski ég ætti frekar að vera með síðu á Barnalandi! Og vel á minnst þá eignuðust Jóhanna og Maggi 18 marka stúlku fyrir viku! Er ekki enn búin að sjá hana en bíð svo spennt að við Íris hringjumst á á hverjum degi til að spekúlera hvenær við getum farið og hvort hin sé búin að heyra eitthvað o.s.frv.

30. apríl 2007

Svei mér þá, þetta blogg er eitthvað ekki að gera sig þessa dagana.


Það er sko allt gott að frétta og nóg búið að gerast síðan um páskana. Maggi átti nú t.d. afmæli í gær og héldum við gott kökuboð og skelltum okkur svo út að borða um kvöldið. Maður var frekar saddur og sáttur þetta kvöld. Líka svo gaman þegar allir koma saman og litlu gaurarnir hittast. Ísak græddi rennibraut um páskana sem er ÞVÍLÍKT vinsæl að það kviknar næstum í rassinum á þeim, þeir renna sér svo mikið. Hún er úr plasti og verður svo rafmögnuð að maður má þakka fyrir að slá ekki út húsinu bara.


Svo erum við búin að hafa stórskemmtilegt frændsystkinaboð þar sem við hittumst hérna í Mosanum barnabörnin hennar ömmu Ernu, ásamt mökum auðvitað, og það var sko skettilett! Við gátum m.a.s. farið út í "kubb" þar sem æsingur hljóp í mannskapinn og ég var á tímabili hrædd um að nágrannarnir myndu hringja í lögguna! Nei, segi bara svona, það var bara svo gaman sko. Svo var Hjalti búinn að undirbúa rosa flotta spurningarkeppni svo þeta var sko alvöru hittingur. Verðlaun og allt!


Við fórum svo í heimsókn á blívandi leikskóla Ísaks um daginn. Urðum nú fyrir smá vonbrigðum því miður og ég er eiginlega ekkert rosa spennt... sniff! En kannski átti leikskólastjórinn bara slæman dag. Talaði samt um "deildar" hitt og "deildar" þetta svo við Maggi fengum alveg gæsahúð á tærnar. Og svo er svo mikil mannekla að það er ekki hægt að segja hvenær hann fær að byrja... VONANDI í ágúst/september! Mæ god og dagmamman hættir 1.júní!


Ísak er algjör krúsí rúsí. Er mjög upptekinn af því að telja upp fjölskyldumeðlimi og passa að allir séu með. Ef maður segir að "Ísak er að borða" þá vill hann að það sama sé sagt um mömmu og pabba. Hann er líka að byrja að passa uppá Magga miklu meira og spyr og spyr um pabba ef hann er ekki með. Hann er orðinn rosa duglegur að hlaupa og ganga upp og niður tröppur. Í sundinu reynir hann að fara í kollhnís (sem hann kallar "hneigja" eins og í laginu "fyrir Ísak höfuðið hneigja..."). Hann er alveg spinnegal í sundinu, kastar sér bara út í þó enginn sé nálægur og vílar ekki fyrir sér neitt þar. Fór að hágráta um daginn þegar við keyrðum fram hjá án þess að fara í sund!

Tveggja orða setningar eru að verða algengar eins og "mamma jaja=laga", bæbæ babba=pabbi", "Ía detta=Ísak detta", LaLa díddu=LaLa týnd". Það er dálítið fyndið að það er rosalega margt sem heitir "dadaninní" eða þá að hann setur endinguna "ninní" aftaná orðin" Þetta er t.d. takk fyrir mig, smekkurinn, epli, appelsína og sitthvað fleira. Ennþá tekur talmeinafræðingurinn eftir því að það vantar k og g í hljóðasafnið... ekkert til að hafa áhyggjur af.


Á morgun er 1.maí og frí. Þá verður Jóhanna vinkona sett af stað og þau Maggi fá stúlkuna sína! Veiiiiii!!!


Sköna maj välkommen till vår bygd igen!! HURRA!!!

9. apríl 2007

Mikið eru páskarnir notalegur tími. Í morgun lágum við fjölskyldan upp í rúmi til 11!!!! Það var náttúrulega ekkert svoleiðis í gær, páskadag. Þá fóru allir á fætur kl. 7 og í messu. Hvað annað. Ísak var ekkert smá duglegur. Voða stoltur að sitja í eigin sæti og sagði "babbi bila"=pabbi spila hvað eftir annað. Klappaði svo fyrir kórnum eftir stólversið! Það þurfti auðvitað aðeins að hafa fyrir honum, hann var ekkert að tala neitt lágt og það þurfti dálítið af cheerios og eins og eina bók svona undir lokin.
Svo höfðum við það bara notó heima þar til við fórum til afa Hlö í páskasteikina. Þar setti Ísak græjurnar á FULLT og úr þeim kom e-r rosaleg rokktónlist. Drengurinn öskraði ekkert smá af hræðslu og brá augljóslega all svaðalega. Við hlógum auðvitað eins og bjánar! Aumingja barnið gerði bara í buxurnar af hræðslu!
Annars held ég að það verði fínt að fara aftur að vinna. Við Maggi vorum orðin ansi pirruð á Ísak meðan hann var lasinn og ég hugsaði með mér "eins gott að maður er ekki heimavinnandi"

Gleðilegan annan í páskum allri saman og reynið nú að klára páskaeggið!!! Og svona bæðövei; ég er svo forvitin hver er að skrifa komment nafnlaust hjá mér? Er alveg græn og veit ekkert hver þú ert!!!

30. mars 2007

Þungu fargi


Ísak er einn af þeim útvöldu! Hann fékk Bréfið! Hann verður leikskóladrengur í haust:D Þvílíkur léttir smettir. Ekki búið að tala um annað í vikunni hjá dagmömmunni:"Ert þú búin að fá bréf? Nei en þið? Guð, þá fáum við ekki bréf..., þið VERÐIÐ að hringja uppá Þjónustumiðstöð og vera reið..." En Bréfið kom í dag og það lá við að ég valhoppaði eftir ganginum í skólanum þegar ég frétti það. Sjúkket bara

26. mars 2007

Hvernig væri...

...að SKELLA SÉR á tónleikana hans Magga (jú og söngsveitarinnar Fílharmóníu) 1. eða 3. apríl kl. 20:00 í Langholtskirkju. Flutt verða þrjú kórverk eftir meistarana Brahms, Mendelssohn og Schubert. Miðar seldir á midi.is og allar upplýsingar að finna þar. (Möguleiki á ódýrari miðum gegnum okkur *blink blink*)

Koma svo!!!! Sýna smá lit!!! Hafiði einhvern tíman séð hann stjórna??? Hann er geðveikt flottur skoh! Þetta gefur góða stemningu fyrir páskana. Sjálf ætla ég að fara 1. apríl ef e-r hefur áhuga á að vita það.

Annars er undrabarnið Ísak rosalega skemmtilegur þessa dagana (eins og alltaf). Hann er farinn að geta raðað mismunandi formum án hjálpar í rétt hólf, talar og talar og kann nokkur lög (sem hann getur fyllt í eyðurnar), hjálpar til að henda rusli, gengur á tánum og auðvitað rokna snillingur í sundinu. Aðal orðið núna er "meira"... mjög hagnýtt hahaha. Hann gefur Skrámi matinn sinn, matar sig sjálfur af skyri og jógúrt og og og...

SJÁUMST Á TÓNLEIKUNUM!

11. mars 2007

Enn ein helgin búin og enn ein vinnuvikan að hefjast. En það er nú stutt í páskaFRÍIÐ. Jú, jú það er rúm vika sem maður fær þar! Geggjað.
Mig er farið að langa að komast út og moldvarpast í beðunum mínum. Er ekki einmitt rétti tíminn til að sá núna? Held að næst setji ég stefnuna á hús með GARÐI takk fyrir túkall! Hef nefninlega alltaf haft gaman af svona brasi þó ég hafi ekki mikið staðið í því fyrir utan unglingavinnuna á Árbæjarsafni! Það var nú meira sumarið. Klippa grasþök, raka gras, setja gras í poka, flytja gras... eins gott að maður er ekki með grasofnæmi.

Rosalega er þetta andlaus færsla. Best að fara frekar í bælið og lesa eitthvað fallegt. Núna er ég að lesa Munkinn sem seldi sportbílinn sinn og líkar ágætlega. Næst bíður Flugdrekahlauparinn. Svo er mig farið að þyrsta í að læra eitthvað!!! Ótrúlegt en satt, ég er nýútskrifuð og finnst ég ekkert kunna og langar í endurmenntun og það strax! Sá dálítið spennandi nám fyrir norðan í haust... þarf að kynna mér það betur. Ætli ég panti mér ekki bara e-ð á Amazon og reyni vera gáfuð sjálf upp á mitt einsdæmi svona heima í stofu. Ég er alls ekki að tala um að skipta um starf heldur fríska upp á minnið, bæta við mig og svona.

Góða nótt

2. mars 2007





Evróvisíon er stórt í Svíþjóð. Þeir eru ekki búnir að velja sér fulltrúa ennþá og ég horfði á undankeppni 4 af 5!!! Reyndar er það þannig að 5. hlutinn eru þeir sem fá "andra chansen"/annan sjens, töpuðu í rauninni en fengu það góð stig að þeir eiga það skilið. Ég horfði í andakt á þessa 4. undankeppni með vinkonum mínum, þar af einni sem er alveg forfallin aðdáandi og veit allt. Hún tjáði mér það að það væru tvær generalprufur fyrir hverja undankeppni sem væri UPPSELT á, fyrir utan svo sjálfa undankeppnina sem er uppselt á mörgum vikum fyrir. Á lokakeppnina er svo uppsel á fyrir löööööööööngu!!!! Mörgum mánuðum altsvo.

Ég hugsaði með mér þegar ég horfði á þetta að ef svona atriði kæmi í keppninni hérna heima myndu Íslendingar pissa í sig af hlátri. Erfitt að útskýra en þeir eru bara eitthvað svo innilegir; hjarta og sál í þessu gjörsamlega.

Ég hafði það mjög gott í Gautaborginni minni. Fékk það sem ég vildi í H&M, fór á gömlu góðu Munspelsgötuna og Frölunda Torg og allt! Hitti vinkonurnar og borðaði gott og hvíldi mig vel. Bloggfærslan frá Arlanda-Stockholm var kannski eitthvað ruglingsleg, enda mín orðin þreytt þá. Ég sem sagt var rekin út úr vélinni hérna heima þegar við vorum að fara út úr stæðinu því það kom upp bilun. Svo sátum við og biðum í 2 tíma eftir nýrri vél og þá missti ég náttúrulega af tengifluginu til Gautaborgar. Reyndi svo að ná öðru á mettíma en rétt missti af því og kom því ekki til Gautaborgar fyrr en 19 í stað 15!

Ísak saknaði mín ekki baun í bala! Fattaði ekkert að ég var í burtu. Hann er algjör snillingur og foreldrarnir að rifna úr stolti. Nú er hann farinn að botna lög og gera smá hreyfingar. Hann syngur með í "Afi minn og ....", "Lilla snigel..." og gerir hreyfingar við "Vindum, vindum vefjum band..." Í gær sagði hann svo greinilega tveggja orða setningu "mamma dó" sem þýðir mamma skór og í morgun sagði hann "hæ mamma!" Loksins er líka bé-ið komið og ég held hann hafi sagt eitthvað í átt við "pabbi" í dag! Sem sagt; algjör snillingur á ferð eins og hans kyn á vanda til. Annars eru öll börn snillingar og á ekkert að vera að bera þau saman í getu í einu né neinu á þessum aldri. Varla hægt að segja hvað er eðlilegt og hvað ekki allavega hvað málþroska varðar. Yfirleitt bara miðað við að við 18 mánaða aldur "eiga" þau að hafa 10 orð í orðaforða sínum.

Nóg um það. Ætla að eiga góða helgi með uppáhalds strákunum mínum. Eigið það sömuleiðis:D

22. febrúar 2007

Godur dagur

05:15 Vekjaraklukkan hringir
06:00 Ekid af stad til Keflavikur med prinsinn i nattfötunum medferdis
07:00 Komin inn i flughöfn og allt litur vel ut
07:45 Komin upp i vel, flugstjorinn sem talar og allt a aaetlun
08:00 Allir ut, komin upp bilun. Bidid i halftima e upplysingum
09:30 Komin ut i nyja vel
13:30 Flugvelin min fer til Gautaborgar - an min!!!
14:00 Goda konan i afgreidslunni segir ad thad se flug e 10 minutur, ef eg komist i gegnum tollinn med töskuna mina geti eg nad thessu
14:10 Stend i bidröd, tyni upp ur töskunni allan vökva, hendi besta ilmvatninu minu til ad geta nad fluginu
14:15 Gate Closed! Eg ekki med um bord. Naesta flug kl. 16:00
16:20 Skrifa bloggfaerslu a tölvu i bidsalnum thar sem fluginu er seinkad til 17:00...

.............................................

19. febrúar 2007

Minning

Farvel fallegi guli síminn minn. Takk fyrir öll árin. Leiðinlegt að þú skyldir þurfa að fara á þennan hátt; drukkna í klósettinu! Þú áttir samt góða ævi og munt nú fá góðan hvílustað.

Já, litlir fingur eru langir og teigja sig ennþá lengra. Um daginn fann Maggi ekki símann sinn en þá hringdi hann úr ruslinu. Það versta er að ég finn engan gamlan síma sem virkar. Á reyndar einn Ericsson en hleðslutækið úr honum er týnt og tröllum gefið. Á einhver gamlan síma? Jæja, þið vitið þá allavega af hverju ég svara ekki.

Annars lenti ég í því í dag að nýji bíllinn okkar var orðinn rafmagnslaus þegar ég ætlaði heim úr vinnunni (já nú eigum við 2 bíla). Það var ekkert sem hét nema redda sér startköplum og e-m að starta. Sá nágranna mömmu og pabba skjótast fyrir horn og hann átti kapla svo þetta reddaðist allt. Fyndið alltaf að eiga svona "örsamskipti" við fólk. Allir svo kumpánlegir eitthvað.

Jiii, ég er að fara út á fimmtudaginn! Verður ekki leiðinlegt nema ég á pottþétt eftir að sakna karlanna minna alveg svaðalega. Búhúuuuu....

12. febrúar 2007

Nýjar myndir. Sérlega flottar sundmyndir í boði;)

Þá er ég bara búin að bóka far til Göteborg! Fer í "húsmæðraorlof" í vetrafríinu mínu. Veiiiiiii!!! Ætlaði ekkert að gera þetta en svo bara ákvað ég að skella mér! Er orðin rosa spennt og hlakka til að fara í mekkað/H&M...

Ísak er hættur frekjuköstum, búinn að sofa ALLA nóttina sl. 2 nætur. Rosalega skrýtið að heyra ekkert í honum alla nóttina. Hvað á maður þá að gera? Sofa? Ja, mér er spurn, ég kann ekkert á þetta lengur.
Hins vegar borðar hann ekkert, búið að standa ansi lengi finnst okkur og þarf að tékka á því. Maður er að telja ofaní hann 3 skeiðar af jógúrt og 2 brauðbita yfir heilan dag. Ég er nú kannski aðeins að ýkja en ekki mikið.

Best að fara snemma að sofa og vinna upp svefntap sl árs hahaha

3. febrúar 2007

Hafið þið séð það flottara?


Hver ræður eiginlega

Ja mér er spurn. Þegar maður er farinn að fara á fætur 3x á nóttu til að gefa mjólk og jafnvel cheerios þá er manni spurn! Þetta gengur ekki lengur og verður gert átak á Hr. Frekjudós hið fyrsta. Maður er nú ekki alveg í stuði kl. 3 um nótt samt til að standa í valdabaráttu en auðvitað gengur það yfir. Vonandi bara á 1-2 nóttum... Ef ég þekki hins vegar Ísak rétt þá gefst hann ekkert svo auðveldlega upp.

Nú er laugardagsmorgunn kl. 8:40 og Ísak er búinn að grenja yfir grautnum, grenja yfir rólunni, grenja yfir e-i bók sem ég náði ekki í, horfa á Stubbana, sitja dágóða stund inní ruslaskáp og nú er hann að sópa inní baðherbergisskáp... Ég er búin að lesa Blaðið, gá að tölvupósti, horfa á Stubbana, snýta og skipta á bleyju, setja upp rólu og lesa nokkrar bækur... Gæti maður fengið að leggja sig núna?

28. janúar 2007

Banani, ánamaðkur og kanína


Ísak búinn að vera pirrí pirrí síðustu daga og ólíkur sér. Slefar mikið svo við ályktuðum að það væri tanntaka. Enda 4. framtönnin uppi að koma sér almennilega fyrir. Í dag var hann svo með hita og mér datt í hug í rælni að stinga puttanum upp í hann áðan og VITI MENN!!! Það eru að koma jaxlar niðri og það vel! Annar kominn svo sést greinilega. Ekki skrýtið þó barnið finni fyrir því aðeins. Nýtt orð sem er komið sterkt inn er "anana" sem þýðir allt í senn; banani, kanína og ánamaðkur. En ekki segir hann pabbi! Hann segir bara mamma við hann og kallar líka Barbapapa "mamma" svo þetta er mjög lógískt allt saman.


Nýja rúmið kom loks á laugardeginum en seinna en við vorum búin að panta það og orðin of sein á ættarmót. Bílstjórinn hafði ekki heyrt neitt um það. Við vorum nokkrar nætur að venjast því og erum búin að skipta nokkrum sinnum um pláss, fundum ekki út hvort væri mjúkt og hvort harðara! En nú er það ljóst og við sofum bara ágætlega. Nema ég sem á við svefnvanda að stríða. Ég vakna í tíma og ótíma, er lengi að sofna og finnst ég vera meira vakandi en sofandi. Og eftir að Ísak kemur uppí um 6 sef ég ekki meir. Þetta hefur reyndar batnað eftir að ég fór að hlusta á slökunardisk fyrir svefninn og reyna að hætta að líta á klukkuna á nóttunni. Og!!! Ég finn ekki lengur fyrir því þegar Maggi hreyfir sig! Svo gott rúm sko. Og á morgun byrja ég í yoga sem verður örugglega gott fyrir svefninn...


Góða nótt

20. janúar 2007

Góðuuur!



Íþróttakennarinn í skólanum mínum spurði nokkra 6 ára hvort þau hefðu ekki fengið jólasteik?
"Nei! Baða sona kjúttling með dðullu í ðassinum"! Svaraði einn guttinn.

Pabbi sagði svo einn góðan og sannan í gær. Nokkrir Íslendingar hittust óvænt í flugvellinum í Osló og spurt var um ferðir fólksins. Nokkrir voru að koma af lesblinduráðstefnu. Nú, hvar var hún haldin? var spurt. ! "Í Stavangri"

HAHAHA!!!

Annars er ekkert fyndið við síðustu nótt hjá okkur hjónum. Keyptum okkur nýtt rúm á miðvikudaginn fyrir marga peninga. Það átti að koma með þetta í gær en leið og beið og ekkert kom og endaði á því að við sváfum illa á beddunum okkar. Fórum auðvitað og kvörtuðum áðan og strákgreyið sagði að rúmið væri bara ennþá niðrá lager. Enginn veit svo sem af hverju, það náðist ekki í bílstjórann. Við bíðum nú eftir að þetta komi í dag og að við fáum e-r sárabætur!! Alveg glatað. Búin að hlakka svo til að fá nýtt rúm og auðvitað henda gamla því hver hefur pláss fyrir 2 hjónarúm í 3ja herberga íbúð?

14. janúar 2007

Vetur konungur

Frábær helgi að baki í sumarbústað við Flúðir. Það var nú pínu óþægilegt að keyra á föstudagskvöldið í myrkrinu og skafrenningnum en við fórum bara rólega. Bústaðurinn var rosa fínn en við vorum nú ekkert að moka okkur út í pott í frostinu... brrrr! Mamma og pabbi litu við og komu með snjóþotur. Ísak finnst sko ekki leiðinlegt að "inna"(renna) en grenjaði reyndar heil ósköp þegar hann datt beint á andlitið í skafl! Skrýtið... er það ekki voða notalegt? Hann vildi samt alltaf strax uppí þotuna aftur. Við renndum okkur nokkrar ferðir og sendum hann líka bara einan niður brekkuna! Hann naut þessa að hlaupa um bústaðinn og í dag var aðalorðið "amma" sem hann galaði og gólaði um allt. Stóð lengi í forstofunni og kallaði á ömmu! Þegar hann segir amma tekur hann alltaf um leið í peysuna sína framanverða og togar!!! Veit ekki alveg... Kannski af því að mamma leggur alltaf hendina á bringuna þegar hún segir "amma". Nú kann hann alveg heilmikið af orðum: mamma, amma, afi (spariorð), Daði, nei, ó-ó, namm, renna ,róla, alltbúið, opna, loka, dudda, takk, datt, bless/bæ, halló, detta, súpa (því miður.... mamman vildi kenna honum drekka!), og táknið fyrir "borða", en þrátt fyrir þrotlausar æfingar segir hann ekki ennþá PABBI!!! Aumingja Maggi bíður og bíður en þegar við segjum pabbi svarar hann bara "mamma". Stundum segir hann reyndar mamba sem gæti þýtt pabbi...? Allavega, þetta átti að vera pistill um bústaðarferð...

Okkur tókst næstum að pússla einu Jigsaw-pússli og lágum svo bara dálítið í sófanum og ég lagði mig m.a.s. í dag! Verst að geta ekki verið í viku bara!

Framundan er dagur á skrifstofunni með öllu tilheyrandi og svo vinnuvikan í skólunum mínum. Loksins er ég komi í gang að þjálfa nokkra krakka, finnst ég vera farin að vinna af alvöru. Best að fara að hvíla sig fyrir átök vikunnar.

7. janúar 2007

Gleðilegt ár

Mikið er maður nú búinn að hafa það gott. Jólin voru mjög hefðbundin og ánægjuleg. Við skiptumst bara á að sofa út og höfðum það huggulegt hér heima og hjá vinum og fjölskyldu. Áramótin voru rosa skemmtileg og sena ársins átti sér stað þar þegar við komum heim e miðnætti, öll hersingin sem var hjá Indru og það fyrsta sem við heyrum innan úr stofu er:"viltu meira snakk, Ragnar Steinn?" Þá voru báðir strákarnir vaknaðir og afi Hlö og amman ekkert smá sátt með strákana sína í fanginu hehehe!
Við fórum upp á Skólavörðuholtið og þetta er í fyrsta skipti sem ég varð smeik við allar sprengjurnar, þær voru gjörsamlega á milli fótanna á manni! Ótrúlegt líka hvað er búið að sprengja mikið undanfarna daga! Biluð þjóð.

Við erum lögst í "rúmleit". Tókum 3 daga og erum búin að skoða í allar rúmbúðir í borginni. Held við séum búin að finna rétta rúmið en ætlum samt að tékka aftur ef minnið er að bregðast okkur. Ohh ég hlakka svo til að fá nýtt rúm. Í einni búðinni fengum við "legugreiningu" og þar sagði maðurinn að ég væri nánast ómöguleg! Ekki til dýna sem hentar mér og ef ég væri 10cm styttri hefði hann sagt að þetta væri ekki hægt! Ok.... gott að vita!

Við fórum á 2. sýninguna á Þjóðleikhúskortinu okkar; Bakkynjur. Segi ekki annað en við fórum í hléi. Þá var hálfur salurinn búinn að sofa á e-m tímapunkti og maður búinn að telja allt sem hægt var í salnum. Pasta basta.

Ísak er farinn að ganga. Gengur núna alveg innan úr svefnherbergi og fram í stofu og ef hann dettur þá fer hann bara restina á hnjánum. Ferlega fyndinn. Honum finnst hann alveg vera að gera jafn merkilegan hlut á hnjánum. Hann dýrkar pabba og vill frekar vera hjá honum en okkur ef hann er nálægur. Grenjar svo þegar hann fer frá honum. Það er nú bara sætt og pabbi segir "er á meðan er" og lætur allt eftir honum. Svo er Jökull farinn að faðma hann í bak og fyrir þegar þeir hittast! Ísak fékk rólu frá Jökli í jólagjöf og er búinn að flytja lögheimilið sitt í hana. Getur setið tímunum saman og daginn sem hún var sett upp sat hann í heilan klukkutíma. Hann lærði strax að segja róla og nú hljómar það í eyrum okkar liðlangan daginn; "illa, illa!"