
Jú jú maður er orðinn hrjátíu ára! Það gekk alveg ljómandi vel að komast á þann aldurinn og ég bara fann ekkert fyrir því! Maður fékk auðvitað pakka og morgunmat í rúmið og svo tók nú bara ósköp venjuleguar dagur við. Um kvöldið fórum við Ísak svo í mat í Fiskó þar sem voru meiri pakkar og góður matur. Ísak og Jökull skelltu sér í bað hjá afa og ömmu og komu uppúr vel olíubornir þar sem Hjalti hellti um 1dl af ólífuolíu út í! Ísak sem ekki getur setið í baði, heldur þarf að standa eða kasta sér um, var háll sem áll og rann til og frá í höndunum á mér hahaha.
Hann er svo orðinn 10 mánaða og af því tilefni stóð hann upp! Reyndar á afmælisdaginn minn. Myndir eru að hlaðast inn í albúmið. Við héldum smá uppá 10 mánuðina áðan með því að skella okkur í hjólatúr en systir Völu lánaði okkur stól og hlökkum við mikið til að nýta okkur þetta. Held að Ísak hafi fundist gaman allavega kvartaði hann ekki! Þó hann liti út eins og lúlli lúði í múnderingunni!
Um helgina ætla ég að fara í bústað með Önnu Dögg og Sunnevu. 'Eg hlaka svo til, bara að komast aðeins út úr húsi og bara vera ÉG og ekki mamma. Við ætlum þvílíkt að baða okkur í heita pottinum og auðvitað föndra eins og óðar. Veiiiii. Sjáumst síðar


