5.dagur og djöfullinn í höfðinu ekki enn sigraður. En það er furðu auðvelt að vera svona sykurlaus, ég hef ekki fengið neina þörf til að hlaupa út og kaupa nammi ennþá. Alveg nóg að borða bara ávexti og rúsínur ef mig langar í eitthvað. Svo er ég líka lystarlaus þegar ég er með svona mikinn höfuðverk þannig að það "hjálpar".
Ísak er 8 mánaða í dag. Hélt uppá það með því að reyna að hífa sig upp og standa í rúminu sínu áðan. Tókst næstum. En hins vegar tókst honum að setja upp í sig brauðbita alveg sjálfur í fyrsta skipti. Dúlegur.
Mamma og pabbi eru enn fyrir norðan og Hjalti og Vala eru á hringferð síðan á mánud. Ekki laust við að ég sakna þeirra, við erum vön að hittast næstum daglega. Verður þá bara þeim mun skemmtilegra að hitta þau þegar þau koma til baka.
Mig langar að fá skemmtilegan póst! Bréf frá vinum og vera áskrifandi að spennandi blöðum! Spurning hvort ég mundi samt lesa þau, ég les hvorki Fréttablaðið eða Blaðið! En það eru líka fréttir og ég hef aldrei verið mikið inní fréttum. Best að fá bara Magga til að segja mér hvað er í gangi og horfa svo á fréttir í sjónvarpinu.
28. júlí 2006
24. júlí 2006
Mér er farið að heyrast þetta "píb" koma úr íbúðinni fyrir ofan!!!
Í dag byrjaði ég á algjörlega sykurlausu mataræði og stefni á 3 daga og taka svo stöðuna. Ég bara get ekki meir í sambandi við höfuðverki og mígreni og ætla að gá hvort þetta hefur áhrif. Annars veit ég ekki hvernig ég á að snúa mér í þessu. Nálastungurnar hafa ekki haft áhrif ennþá og ekki öll þessi vítamín. Þetta er mér jafnmikil ráðgáta og fyrir 10 árum þegar þetta byrjaði.
Ísak er ALVEG að fatta hvað hann er stór. Og hann er ALVEG að fara að skríða höldum við. Hann situr og snýst í kringum sjálfan sig marga hringi og teygir sig svo langt eftir dóti að hann dettur fram fyrir sig. Svo er aðal málið núna að standa upp, vill að við höldum í hendurnar á honum og þá togar hann sig upp. Hjalið er aðeins að breytast og verða flóknara; komið mawa og bawa og stundum da! Hann alveg elskar að gera hávaða og "syngur" fyrir sjálfan sig lon og don. Í dag var hann hann "aaa" við mig voða sætur. Hallaði höfðinu upp að mínu og sagði "aaa" með skrækri röddu. Hefur sennilega lært þetta af Jökli.
Mamma og pabbi eiga 30 ára brúðkaupsafmæli í dag!!! Megi þau verða hamingjusöm saman til æviloka. Til lukku með daginn. Þau eru nú bara fyrir norðan að hreinsa rabbarbarabeð og moldvarpast eitthvað.
Jæja, ekkert í sjónvarpinu í kvöld, fer þá bara snemma að sofa (fyrr en vanalega?)
Í dag byrjaði ég á algjörlega sykurlausu mataræði og stefni á 3 daga og taka svo stöðuna. Ég bara get ekki meir í sambandi við höfuðverki og mígreni og ætla að gá hvort þetta hefur áhrif. Annars veit ég ekki hvernig ég á að snúa mér í þessu. Nálastungurnar hafa ekki haft áhrif ennþá og ekki öll þessi vítamín. Þetta er mér jafnmikil ráðgáta og fyrir 10 árum þegar þetta byrjaði.
Ísak er ALVEG að fatta hvað hann er stór. Og hann er ALVEG að fara að skríða höldum við. Hann situr og snýst í kringum sjálfan sig marga hringi og teygir sig svo langt eftir dóti að hann dettur fram fyrir sig. Svo er aðal málið núna að standa upp, vill að við höldum í hendurnar á honum og þá togar hann sig upp. Hjalið er aðeins að breytast og verða flóknara; komið mawa og bawa og stundum da! Hann alveg elskar að gera hávaða og "syngur" fyrir sjálfan sig lon og don. Í dag var hann hann "aaa" við mig voða sætur. Hallaði höfðinu upp að mínu og sagði "aaa" með skrækri röddu. Hefur sennilega lært þetta af Jökli.
Mamma og pabbi eiga 30 ára brúðkaupsafmæli í dag!!! Megi þau verða hamingjusöm saman til æviloka. Til lukku með daginn. Þau eru nú bara fyrir norðan að hreinsa rabbarbarabeð og moldvarpast eitthvað.
Jæja, ekkert í sjónvarpinu í kvöld, fer þá bara snemma að sofa (fyrr en vanalega?)
18. júlí 2006
Undarlegheit
Á hverjum morgni milli 6 og 7 er Rimahverfið á tali. Bókstaflega á tali; bíb, bíb, bíb, bíb..... alveg eins og í símanum og svo snarhættir það. Skellt á mann bara! Ég skil ekki hvaðan þetta kemur, þetta er ekki einhver vinnubíll að bakka, ekki á hverjum degi í klukkutíma. Kannski er heimurinn á tali, upptekinn milli 6 og 7 á morgnanna. Sniðugt. Látið Rimahverfið í friði þá, það er upptekið. Á tali við Borgarhverfið kannski?
10. júlí 2006
9. júlí 2006
HVÍT LJÓN
Ein af Önnunum sænsku, nema þessi talar íslensku, er farin til S-Afríku að vinna með hvít ljón! Setti link á hana þar sem hún mun halda úti e-s konar dagbók, að ég held bæði á ensku og sænsku. Spennó.
Annars er ég að hugsa um að skella í rabbarbarapaj/pæ þar sem ég náði mér í rabbarbara fyrir norðan. Og rabbarbararót! Nú skal vaxa rabbarbari í Mosanum. Það er steik úti á palli. Hægt að vera í sólbaði. Best að hengja út þvottinn.
Annars er ég að hugsa um að skella í rabbarbarapaj/pæ þar sem ég náði mér í rabbarbara fyrir norðan. Og rabbarbararót! Nú skal vaxa rabbarbari í Mosanum. Það er steik úti á palli. Hægt að vera í sólbaði. Best að hengja út þvottinn.
Gerast áskrifandi að:
Ummæli (Atom)