Nú styttist heldur betur, fórum áðan uppeftir og hún Valgerður var að fara að þrífa. Það tekur nú örugglega daginn svo við fáum sennilega afhent í kvöld! Erum allavega búin að kaupa málninguna svo við vitum hvað við erum að fara að gera um helgina.
Ísak er 5 mánaða í dag og Maggi á afmæli á morgun. Þá ætlum við út að borða og í leikhús að sjá Belgíska Kongó. Hlakka mikið til en kvíði því pínu að skilja Ísak eftir hjá Hjalta og Völu. Ekki af því að hann verður hjá þeim heldur af því að hann lætur stundum svo illa á kvöldin, öskrar og öskrar og tekur engum sönsum. Þau hljóta nú samt að lifa það af en vilja kannski aldrei aftur passa fyrir okkur???
Ég hringdi í heilsugæsluna áðan og fékk ráðgjöf um svefninn hjá honum. Hjúkkan var svo góð að hæla okkur fyrir hvað við værum komin með góðan árangur nú þegar svo ég fór glöð úr símanum og bretti nú upp ermar fyrir skælupúkann. Ef ég væri bara ekki alltaf með höfuðverk....
Mikið er yndislegt veður! Sólin yljar og bara heitt á svölunum. Vorið er komið og grundirnar gróa und zo weiter. Ég ætla nú samt að vera svo mygluð að leggja mig aðeins og ná úr mér höfuðkvölunum áður en ég fer út í göngutúr.
28. apríl 2006
24. apríl 2006
Mosarimi
Við fáum afhent í vikunni!! Veiiii, þá er hægt að gera ýmislegt um helgina eins og mála og veggfóðra ef við getum komið okkur saman um veggfóður... hehemmm.
Daði LITLI bróðir minn verður tvítugur á morgun. Herrejösses þvílíkur aldur. Sem þýðir að þar sem ég er 10 árum eldri.... já reikniði nú. Um daginn var ég að segja við Jónu Björk að við Maggi mundum örugglega ekki fara í bíó fyrr en bara... og svo ætlaði ég að fara að segja "við verðum ÞRÍTUG!" Smá veruleikafyrring í gangi.
Til hamingju með afmælið Daði!
21. apríl 2006
Nýtt leyniorð
Ákváðum að breyta leyniorðinu að myndasíðunni okkar. Þið sendið mér bara tölvupóst ef þið fáið hann ekki að fyrra braggðði til að fá það.
Í dag virðist vera letidagur. Ég nenni engu, enda svaf ég lítið í nótt. Ísak tók grátkast því hann fékk ekki að drekka á sínum vanalega tíma og svo var náttúrulega allt á floti hjá mér fyrir vikið þannig að þetta var hálf glötuð nótt. Svo ætlaði ég að reyna að leggja mig núna en er svo mikið að hugsa og plana fyrir flutningana að ég náði engum blundi. Tipikal.
Í dag virðist vera letidagur. Ég nenni engu, enda svaf ég lítið í nótt. Ísak tók grátkast því hann fékk ekki að drekka á sínum vanalega tíma og svo var náttúrulega allt á floti hjá mér fyrir vikið þannig að þetta var hálf glötuð nótt. Svo ætlaði ég að reyna að leggja mig núna en er svo mikið að hugsa og plana fyrir flutningana að ég náði engum blundi. Tipikal.
19. apríl 2006
Mmmm páskaegg! Er að sleikja upp leifarnar. Lenti reyndar í því að það brotnaði uppúr jaxli við átökin við eina kúluna. Nýbúin að vera hjá tannsa með brotna tönn! Déskotinn sjálfur! Það var samt mjööög notalegt fyrir norðan þrátt fyrir ofankomu. Komst loksins loksins að heimsækja Sonju vinkonu og hennar fjölskyldu á Akureyri sem var yndislegt. Svo lágum við bara í leti í Vogunum mínum, sváfum í ömmu holu og Ísak bara í vagninum sínum. Hann fékk svona mikinn kraft úr sveitalofninu að hann byrjaði að velta sér eins og veltikarl, um leið og við leggjum hann á magann snýst hann við eins og köttur sem lendir alltaf á fótunum. Svo byrjaði hann að toga í tærnar á sér og auk þess er hann byrjaður að hljóma eins og stór strákur, rymur og rymur og stynur, gerir alls konar hljóð og frussar og er bara yndislegur. Strákurinn minn stóri. Nýjar myndir koma í kvöld.
Skrýtnir dómar um Fílharmoníuna bæði í DV og Mogganum. Til hvers að eyða 3/4 af greininni í að tala um allt annað en frammistöðu listamannanna?
Á morgun á mamma mín afmæli! Hún lengi lifi HÚRRA!
GLEÐILILEGT SUMAR!
Skrýtnir dómar um Fílharmoníuna bæði í DV og Mogganum. Til hvers að eyða 3/4 af greininni í að tala um allt annað en frammistöðu listamannanna?
Á morgun á mamma mín afmæli! Hún lengi lifi HÚRRA!
GLEÐILILEGT SUMAR!
10. apríl 2006
Stolt
Nú veit ég hvernig tilfinning það er að vera að rifna úr stolti!!! Þetta var meiriháttar.
Við förum norður í Mývó á skírdag fram á annan. Mmmm gaman. Koma í Vogana mína. Samt engin amma Jóna... skrýtið. Verður sennilega lítið skrifað hér á næstunni, við erum alltaf í vandræðum með tenginguna og ég nenni ekki niður í tölvuna þar. Gleðilega páskasúkkulaðimolaunga allir saman!!!
Við förum norður í Mývó á skírdag fram á annan. Mmmm gaman. Koma í Vogana mína. Samt engin amma Jóna... skrýtið. Verður sennilega lítið skrifað hér á næstunni, við erum alltaf í vandræðum með tenginguna og ég nenni ekki niður í tölvuna þar. Gleðilega páskasúkkulaðimolaunga allir saman!!!
9. apríl 2006
Tónleikar
Fyrstu tónleikar Magga þar sem hann stjórnar kór og hljómsveit án þess að vera nemandi eða í prófi eru á eftir. Ekki laust við að frúin sé með fiðrildi. Hlakka mikið til að sjá hann í kjólfötum og með sprotann.
4. apríl 2006
Skítur
Einu sinni var þáttur í sænska barnatímanun sem hét "gissa bajset" (giskið kúkinn). Ég var mjög spennt yfir þessu eins og við er að búast af mér enda var þetta mjög pedagógískt uppá sænska vísu. Þarna var maður sem gekk um sænska skóglendið og skoðaði alls konar dýraskít og svo átti maður að giska hvaða dýr hefði kúkað þessu. Nú spyr ég: Hvaða skítur er þessi græni mjói með svona hvítu á endanum út um allar gangstéttar?? Lítur út eins og litlir vindlar! Gæsaskítur?
Komnar fleiri myndir í mars og nýtt aprílalbúm
Komnar fleiri myndir í mars og nýtt aprílalbúm
3. apríl 2006
Fermingar
Jemundur ég held að Ísak sé að fara að fermast hann er orðinn svo stór!!! Á föstudaginn fékk hann 1/3 úr teskeið af maukaðri kartöfflu, á laugardaginn velti hann sér yfir á magann (án þess að nokkur sæi til...) og í kvöld fékk hann 4 tsk af graut! Svo spurði Ásta frænka hvort hann væri farinn að fá tennur í gær og ég fékk bara svona ómægod hann er að verða stór tilfinningu.
Fórum í fermingarveislu hjá Heimi frænda í gær og óskum honum innilega til hamingju með þennan dag. Þetta var þvílíkt flott veisla eins og þeirra var von og vísa og gaman að hitta ömmusystkinin hennar ömmu Ernu. Og auðvitað alla hina líka, sko ekki leiðinlegt í fjölskylduboðum finnst mér.
Það rættist vel úr þessum degi sem byrjaði með svekkelsi þegar við Ísak og Jóna Björk mættum í sundið og kennarinn var veikur. Hundfúlt að vera búin að taka alla til og skutla Magga og brasa og svo bara ekkert. En við Jóna Björk fórum bara á kaffihús í hundslappadrífunni og svo komu Íris og Gabríel Snær í heimsókn og það var sko gaman. Loksins hittust þessir mætu piltar sem eru svona villidýr á nóttunni. Þeir höfðu um margt að spjalla og Gabríel borðaði sokkabuxurnar hans Ísaks (með honum í) og skellt sér á ennið og borðaði dálítið af dóti og á meðan spjölluðum við og höfðum það notó.
Fórum í fermingarveislu hjá Heimi frænda í gær og óskum honum innilega til hamingju með þennan dag. Þetta var þvílíkt flott veisla eins og þeirra var von og vísa og gaman að hitta ömmusystkinin hennar ömmu Ernu. Og auðvitað alla hina líka, sko ekki leiðinlegt í fjölskylduboðum finnst mér.
Það rættist vel úr þessum degi sem byrjaði með svekkelsi þegar við Ísak og Jóna Björk mættum í sundið og kennarinn var veikur. Hundfúlt að vera búin að taka alla til og skutla Magga og brasa og svo bara ekkert. En við Jóna Björk fórum bara á kaffihús í hundslappadrífunni og svo komu Íris og Gabríel Snær í heimsókn og það var sko gaman. Loksins hittust þessir mætu piltar sem eru svona villidýr á nóttunni. Þeir höfðu um margt að spjalla og Gabríel borðaði sokkabuxurnar hans Ísaks (með honum í) og skellt sér á ennið og borðaði dálítið af dóti og á meðan spjölluðum við og höfðum það notó.
Gerast áskrifandi að:
Ummæli (Atom)