28. febrúar 2006

Ekki nóg með að maður bloggi sjaldan heldur eyðist það bara þegar maður loksins gerir það! Fer alveg í mínar fínustu.

Allavega labbaði ég Laugarveginn í dag. Ekki þó allan, bara smá "hring" og svo sátum við Íris bara á kaffihúsi með piltana okkar. Annar varð 6 mánaða í gær og hinn 3ja mánaða í dag. Algjörir púkar. Okkar púki er svo æði að vera farinn að sofa leeengi á nóttunni. Vaknar allt frá bara hálffjögur til hálfsex!! Mamman alveg að springa og farin að rumska sjálf og spá í hvað sé í gangi.

Fórum með hann í 3ja mánaða skoðun og sprautu í morgun. Stóðs það vel og er yfir meðallengd eða 65cm og svo 6 kíló. Þegar skoðunin var búin rak ég augun í málþroskaprófið sem lagt er fyrir í 3 og hálfsárs skoðuninni. Ég lét hjúkkuna sýna mér þetta allt saman og voða gaman. Prófið er voða flott og stendur örugglega fyrir sínu. Úti er 3ja ára skoðun og það er munur á þar, erfiðari hugtök í þessu íslenska prófi. Mér finnst t.d. skrýtið að börn eigi að segja "barnarúm" en ekki bara rúm! Það er reyndar ekki hugtak en...

Jæja, Ísak orðinn svangur og ég að sofna.

24. febrúar 2006

Hann Maggi er svo mikill bloggari Þessa dagana að allar fréttir eru bara komnar inn áður en maður nær að snúa sér við. Miklu duglegri en ég sem er "bara heima".

Er til nokkuð krúttlegra en barnahlátur? Hlakka mikið til að heyra Ísak hlæja meira á næstu dögum. Núna liggur hann og stúderar dótið sitt og byrjaði bara á því í gær. Alltaf svo gaman þegar gerist eitthvað svona nýtt. Annars fengum við Ísak sko góðan gest í gær, hann Finn "fósturpabba" frá Gautaborg. Hann og Þórdís frænka sáu svo vel um mig og svo okkur Magga meðan við vorum í Gautaborg. Svo komu líka Vegghamrafólkið og við Vala drifum okkur svo í heitan pott í gærkvöldi. Ohh svo gott að komast í smá dekur.

Skrýtið hvað mér finnst fjarlægt að við höfum átt heima í Svíþjóð! Eins og það hafi aldrei verið næstum. Og að Ísak skuli vera fæddur þar!! Dularfullt. Fékk bréf frá Försäkringskassan (tryggingarmiðst) í gær þar sem ég er beðin að gera grein fyrir áætlum mínum og hvað ég ætli að vera lengi á Íslandi, hvort ég ætli að flytja, hvort faðir Ísaks sé í vinnu og blebleble... HERREGUD! Eins gott að ekkert komi upp á...

Fór til tannsa í morgun. Er alltaf á nálum að þeir finni eitthvað sem kostar aleiguna og það lá nú við því í morgun. Suddi segist sjá í taug í einni holunni og þurfi kannski að rótfylla. Mér varð svo um að ég gleymdi að spurja hvað aðgerðir dagsins kostuðu...

20. febrúar 2006

Skírn


Þá er Ísak kominn í kristinna manna tölu. Dagurinn var æðislegur, allt tókst svo vel og Ísak svo fallegur og góður. Sr. Jón Helgi skrírði á Sólvallagötu og nánasta fjölskyldan var viðstödd. Komnar myndir í myndaalbúm fyrir myndasjúka...

Ég skellti mér í göngutúr niður í Húsgagnahöll áðan. Var örugglega heilar 5 mín á leiðinni. Það var hið besta mál og Ísak græddi snudduklemmu en ekki beisli í vagninn því það virðast ekki vera hankar í vagninum. Skelfing og abbabbabb. Þarf samt að tékka betur á því þegar Ísak er ekki sofandi í vagninum á meðan hihihi. Mamman græddi svo nammi og köku og það var nú gott að hún var keypt því von er á góðum gestum í dag veiii.

Annars er ég að hugsa um að flytja lögheimili mitt tímabundið inní þvottahús m&p! Kannast einhver við þá tilfinningu? Skil ekki hvernig barnafólk í Sverige fór að í sameiginlega þvottahúsinu og maður fékk ekki tíma nema 1x í viku. Allt í lagi fyrir okkur meðan við vorum tvö en sæi það í anda núna. Enda erum við að spá í að splæsa á okkur þvottavél þegar við flytjum. Erum með gamla frá Ragnari sem festist alltaf á ákveðnum stað og dælir endalaust inn á sig þangað til flæðir út úr ef maður er ekki að fylgjast með. Ekki sniðugt.

15. febrúar 2006

Fórum í góða heimsókn í gærkvöldi og græddum alveg helling. Fórum til Óttarrs og Kötu og þau létu okkur hafa þurrmjólk og svona babymonitor/hlerunartæki sem okkur hefur langað í. Svo fékk litli prinsinn ros sæt föt. Það gekk strax miklu betur að gefa Ísak þessa tegund af kvöldmjólkinni (sem hann fær alltaf með brjóstinu fyrir svefninn) og hann svaf bara vel. Mamman var hins vegar með mígreni alla nóttina sem endaði í vitleysu í dag og ég er ekkert smá glöð að við vorum búin að fá þessa þurrmjólk því annars held ég að það hefði verið svangur drengur hér í dag. Hann má ekki fá brjóstamjólk þegar ég tek mígrenitöflu. Erfitt fyrir mömmuna...

Annars gengur allt bara mjög vel og allt að smella saman með húsnæðismál og maður er farinn að finna sig betur og betur í öllu bara. Allt á uppleið. Á morgun koma Indra og Ragnar Steinn að leika við okkur Ísak. Við ætlum að gerast hannyrðakonur... ha? er það kannski hannirðakonur? Jiii nú verð ég að fara að sofa. Gute nacht

8. febrúar 2006

Vííí

Lánið er komið í gegn og þar með á bara eftir að skrifa undir!!! Grafarvogur hír ví komm

6. febrúar 2006

Að sofa eða ekki sofa...


Stal þessari af síðunni hans Jökuls, svo mikið krútt!


Síðustu 2 nætur hafa verið ótrúlega góðar. Barnið sofið til þrjú á nóttunni! Svo í nótt var hann að væla og vesenast svo nú er maður lúinn. Þvílíkur munur að vera sofinn eða ósofinn! Ég fór bara að prjóna, taka til í herberginu og ég veitekkihvaðoghvað. Næsta dag hugsar maður svo bara um að sofa zzzzzzzz

Annars erum við á fullu að sækja um bankalán og standa í öllu svoleiðis sem fylgir íbúðarkaupum. Það ætti alveg að ganga upp. Svo ákváðum við að skíra 19.feb, sem minnir mig á að ég verð að hringja í prestinn... Þetta verður vonanadi bara heima hjá tengdó á Sólvallagötunni og bara við fjölskyldan. Annars yrði þetta 100 manna veisla herregud!

3. febrúar 2006

Allt í rugli

Nú kemur hérna blogg í 2 hlutum sem ég skrifaði 1. febrúar. Svo kemur blogg dagsins neðar. Allt út af þessu fjárans rugli og bulli á kerfinu.

Mi gorda Bella



Hefur einhver séð bestu sápuóperu allra tíma sem er á stöð2 þessa dagana; "My Sweet Fat Valentina" eins og hún útleggst á ensku (og greinilega íslensku líka" eða "Mi gorda bella" á spænsku. Þetta er vinsælasta sápa S-Ameríku og er stórkostlegt sjónvarpsefni. Þetta er reyndar það sem kallast telenovel með alvöru upphafi, söguþræði og endi. En sko ómægod! leikurinn og umhverfið og bara allt við þetta er svo fyndið að ég er gjörsamlega fallin. Þetta fjallar um hina feitu Valentinu, leikna af þvengmjórri stúlku sem er klædd í 70 lög af fötum og með þykk gleraugu og sem er svo hjartahlý og góð að það nær engri átt. Hins vegar eru allir hinir ógó vondir við hana nema frændi hennar Orestes sem hún bæðövei er ástfangin af og frænka hennar hún Tza Tza. Frændinn kallar hana alltaf "fallega feita frænka mín" og hún er hæstánægð með það. Æ maður verður að upplifa þetta sjálfur. 10:20 alla virka daga á stöð 2!
Þetta blogger kerfi er alveg að fara með mig! Nema það sé nettengingin hérna, allavega kemur svo oft "error" þegar maður er búin að ýta á "publish" og þá hverfur allt heila klabbið. Bloggaði mjööög langt á mánudaginn sem hvarf allt. Nú verður gerð ný tilraun og geymt en ekki gleymt í word.

Hjúkkan kom á mánudaginn. Ég var þá með skítugt hár, ómáluð og bauga niður að hnjám, í útgubbaðri peysu... allt til að undirstrika hvað ég væri uppgefin á þessu næturbrölti sonarins. Það þurfti ekkert, hún var mjög skilningsrík og mælti með því að gefa drengnum þurrmjólk fyrir svefnin sem er lengur að meltast og að við Maggi myndum alveg skipta um pláss, svo það sé alltaf hann sem sinnir honum fyrst, reynir að halda honum á snuðinu..... Þetta prógramm byrjaði strax um kvöldið. Mamma hjálpaði til við að hita pelann svo allt væri nú rétt og ég settist í stellingarnar og stakk uppí Ísak. Augun urðu stór (stærri) eins og undirskálar og svo bara byrjaði hann að kúgast og kúgast!!! Af 80ml fóru svona 5 ofaní hann!! Greyið litla táraðist hann kúgaðist svo mikið og glápti svo á mig það sem eftir var kvölds eins og til að spyrja "hvað varstu að spá mamma?" Svo prófaði Maggi að gefa honum í gær og þá kúgaðist hann bara á fyrsta sopanum og fékk nú svei mér þá bara örugglega 20 ml! Enda liðu svo 4 tímar þangað til ég gaf honum næst í nótt. En svo datt hann inn á 2 tímana aftur... pjúff. En þetta er kannski byrjunin á betri tímum. Markmiðið hjá mér er að komast upp á núllstrikið í orku! Bið nú ekki um meira...

Til hamingju með afmælið elsku Sandra Sif í gær (31./1) og Torfi frændi í dag!! Þau lengi lifi húrrahúrrahúrraaaa!
Er að gefast upp á blogger, búin að reyna milljón sinnum að birta það sem ég skrifaði 1. feb en ekkert gerist... Rosa langur pistill. Eru lengdartakmarkanir eða hvað?
Búin að fá samþykkt tilboð okkar í íbúðina í Grafarvoginum. Nú er bara að fá lánin:D Afhent 1.maí, allt of langt þangað til. Gaman

2. febrúar 2006