23. desember 2006


Gleðilega jólahátið allir saman. Hafið þökk fyrir árið sem er að líða. Lifið heil!

17. desember 2006

Sönnunargagnið

Auðvitað tók ég mynd! Maður klikkar ekki á smáatriðum!

Bara kominn þriðji í aðventu! Eruð þið búin að átta ykkur á því að það er vika til jóla? Svei mér þá. Ég er búin að afreka ýmislegt; fara í jólamat í báðum vinnunum, fyrst alla leið til Njarðvíkur í brjáluðu veðri og svo uppí skóla þar sem sjálfur Friðrik Ómar mætti AAAAAAAHHHHHH!!!, fara á litlu jólin með tvo gaura og dansa í kringum jólatréð (þeir voru kannski ekki alveg með á nótunum og fannst þetta allt hið alvarlegasta mál eins og myndin kannski sýnir), ég er búin að gera konfekt með frænkum mínum OG með tengdafjölskyldunni. Þar fóru Ragnar Steinn og Ísak á kostum og voru bara ótrúlega sætir. Eru þeir ekki bara dálítið líkir?

Nema hvað að í frænkukonfektinu gerðist ekkert konfekt! Úps! Við ákváðum að taka upp sið mæðra okkar sem alltaf hittust þegar við vorum litlar og gerðu svo glimrandi fínt konfekt, allir með svuntu og slaufur í hári og sleiktu EKKI puttana! Svo bara fór það þannig að hráefnið komst aldrei upp úr pokunum. Gott hjá okkur, ekkert stress á aðventunni.

Svo fór ég á aðventutónleika hjá Fílharmoníunni sem var geggjað (Maggi frumflutti verk e sjálfan sig!!!) og á jólatónleika Kór Langholtskirkju og heyra pabba labba syngja og Ólu koma með jólin. Eivör var líka alveg rosalega flott! Gæsahúðin fór bara ekki af fyrr en um nóttina.

Hún fór af í sambandi við næturbrölts lítils manns með stóran vilja sem vildi EKKI sofa í sínu rúmi. Fyrst var hann með leiðindi við pabba sinn og lét hann hafa fyrir sér og fékk að lokum að sofna í okkar holu. Svo vaknaði hann bara í sínu litla, kalda og klakafulla rúmi og lét ekki bjóða sér það. Nú kann hann sko að standa upp og henda dóti í gólfið svo það gerði hann auðvitað. Var kominn með ekka strax á fyrstu grátrokunni og milli ekkasoganna tilkynnti hann: "dah-t". Þá brosti maður nú út í annað þó klukkan væri 02:19!!! Auðvitað kom hann á endanum uppí en þá svaf mamman ekki mikið eftir það svo við slepptum bara sundinu í morgun.

Svo fórum við í gjafaleiðangur og keyptum líka jólatrésfót. Ég hlakka svo rosalega til að hafa jóltré!

Ahhh á morgun fer ég ekki að vinna fyrr en á hádegi og á þriðjudag og miðvikudag eru bara helgileikur, litlu jól og jólaball í skólunum. Ljúft að vera talmeinafræðingur skal ég segja ykkur. Ég hvet alla til að fara í þetta nám!

12. desember 2006

Margt er líkt með...

ja, ekki skyldum en kannski hjónum! Þegar ég var búin að skutla Magga niður í kirkju í kvöld og nánast lögð á stað aftur kom hann hlaupandi og benti mér á hið óumflýjanlega: sitt hvor skórinn!!! Við erum ekki eðlileg. Hann var þó samt í tveimur svörtum. Ég skötlaðist auðvitað heim og náði í hinn spariskóinn og hló inní mér og reyndar upphátt líka hahaha.

Jú, svo erum við bara bæði í Fréttablaðinu í dag. Það er sko ekki amalegt að vera talmeinafræðingur; alltaf að leika sér í vinnunni bara! Ljúft

Ísak sagði datt í dag með t-inu! Hefur alltaf sagt "dah" en núna er það skýrt og skorinort "dah-t" Þegar ég ætlaði að leyfa Magga að heyra það sagði barnið auðvitað alltaf bomm í staðinn haha. Eða reyndar ekki bomm heldur "dann-a" sem þýðir sko bomm. Það er nánast allt sem heitir dah eða dann hjá honum: datt, Daði, dudda, bomm...

Jæja, ætlaði að fara að skrifa jólakortin til Svíþjóðar

6. desember 2006

Aðventan

Mig vantar hugmyndir af jólagjöfum!
Mig langar til skandinavískrar borgar í jólastemningu, helst Gautaborgar, Stokkhólms í 2. sæti og Köben í 3. Rölta á milli lítilla krúttlegra sérverslanna, setjast inn á kaffihús og vera kalt á tánum. Hmm, ætti kannski bara að skreppa niður á Laugarveg!
Við hjónin (haha alltaf svo fyndið að segja þetta) ætlum að hætta okkur í búðir á morgun með þá frændur Ísak og Jökul. Það verður spennandi að vera með tvo gaura á búðarrápi.
Það er alltaf að bætast skemmtilegheit í dagatalið; jólamatur hér, konfektgerð þar... Mmm aðventan er góður tími. Reyndar var ég að reyna að rifja upp aðventuna í fyrra og svei mér þá hún er bara í algjörri móðu! Mjólkurmóðunni bara!
Eins árs myndir í albúmi

28. nóvember 2006

1 árs!!!


Þetta er ótrúlegt. Að maður skuli eiga 1 árs gamlan fullkominn dreng.


Hann var vakinn með söng og gjöfum sem hann hafði nú lítinn áhuga á. Meiri áhuga á pappírnum bara. Svo þurftu allir að sinna sínu; dagmömmum og vinnu og kökubakstri. Ísak fékk m.a.s. veislu og pakka hjá Kristjönu dagmömmu! Hún er svo frábær. Eftir dagmömmu og vinnu fór Maggi í sína vinnu og við Ísak að leggja lokahönd á verkið. Það réééétt hafðist, amma Kristín kom á hárréttu augnabliki þegar mamman var alveg að pirrast í tætlur á litlu afmælisbarni sem hékk í buxnaskálm og vældi gervigráti búhúbúhú. Veislan var frábær, fullt af fólki, gott í gogginn og sæt og þæg börn. Takk fyrir okkur og takk fyrir hjálpina:D


Ísak var mest í afafangi held ég! Afi gengur nefninlega um gólf og sýnir litlum manni skemmtilega hluti eins og blöðrur. Svo setur hann súkkulaðiköku í munninn og spilar með á sílófóninn. Það gera auðvitað fleiri en Ísak elskar að spila á sílófón og munnhörpu. Enda fékk hann hvorutveggja. Og marg fleira fallegt og þroskandi. Ég sá um að opna pakkana með dyggri aðstoð ýmissa barna á ýmsum aldri. Ohh ég man hvað maður elskaði að opna pakka þegar maður var lítill! Mér finnst það voða gaman ennþá enda tók ég þetta að mér hehe.
Nú er búið að vaska upp, taka saman og við sitjum með lappir upp í loft og borðum kökur. Og af og til dettur upp úr öðru hvoru okkar hvað þetta er nú skrýtið! Manstu fyrir ári?


24. nóvember 2006

Próf

1. Hvar býr maður til matinn?
2. Hvenær burstar þú tennurnar?
3. Hvernig komst þú í skólann í dag?
4. Hvers vegna þvoum við fötin?
5. Hver flýgur flugvélum?

Þessar spurningar hef ég lagt fyrir 6 ára krakkana í skólanum. Sum svörin eru alveg dýrleg eins og svörin við sp 2; alltaf! Dauðhrædd um að ég sé kannski tannlæknir að tékka á tannburstuninni... sp 3; í úlpu og húfu og vettlingum! sp 4; annars værum við bara algjörar druslur! sp 5; annað hvort flugvélamaðurinn eða vængirnir á flugvélinni!

Hahaha

Þau horfa líka á mig eins og ég sé biluð þegar ég spyr hvar maður býr til matinn og skilja ekkert hvað ég er að meina. Svona til útskýringar er ég að tékka á skilningi spurnarorðanna...

Annars er ótrúlegt hvað börnin treysta algjörlega hinum fullorðnu. Ég kem inn í bekkinn, segi eitthvað nafn og bið það barn að koma aðeins með mér. Þau koma umorðalaust, og sum taka bara í höndina á mér, tilbúin að láta leiða sig hvert sem er! Manni verður nú ekki alveg um sel, hvað ef ég væri ljóti karlinn???

Annars eru stóru fréttirnar þær að lilleputtbráðurmeinsárs tók sín fyrstu skref í gær! Var með Daða bróður inní dótaherberginu hans Jökuls og langaði svona ofboðslega að róla að minn bara tók 2 skref í áttina að "gulrótinni". Enginn til vitnis nema Daði. Ísak kann að velja sér áhorfendur! Svo kom amma mús færandi hendi í dag með fyrstu alvöru skóna jeiiiiiiii! Hægt að fara í göngu með pabba sínum fljótlega:D

22. nóvember 2006

Æ mikið er nú orðið erfitt að blogga allt í einu. Kem mér varla í tölvuna nema rétt til að tékka á tölvupósti og fer ekki einu sinni bloggrúntinn nema 1x í viku kannski! Kannski er þetta bara merki um að ég sé ekki eins háð tölvunni og ég hélt eða bara merki um að ég hafi annað að gera...

Bíllinn bilaði í síðustu viku. Hvur grevillinn!!! Ef maður hefði ekki haft fjölskylduna núna hefðum við bara verið strand í Grafarvoginum svei mér þá. Ég tók samt strætó 2x og það gekk auðvitað eins og í sögu. Svo kom áfallið í dag = reikningurinn. Það verða heimatilbúnir bréfbátar í jólagjafir ég segi ekki meira. Sniff.....

Ísak er aaaalveg að verða 1 árs! Ég er alltaf að reka mig á núna að ég segi "við fluttum heim núna um jólin..." og fatta svo að það er næstum ár síðan! Rosalegt alveg.


Jæja, best að fara að undirbúa fyrirlestur um málþroska barna fyrir mömmumorgun í fyrramálið...

12. nóvember 2006

Ýmislegt

jú ég er á lífi. Bara orðin útivinnandi kona og ofboðslega bissí. Þetta er allt hið besta mál og gengur vel. Fyrir utan að vera farin að vinna alla virka daga hefur ekkert merkilegt gerst. Á föstudaginn fórum við öll litla fjölskyldan á árshátíð Breiðholtskirkju. Jújú lilleput var bara með. Dúðaður upp fyrir haus í snjóstorminum, við á sumardekkjum og með allt á hreinu. Svo í gærkvöldi fórum við í Þjóðleikhúsið og sáum Ólafíu Hrönn syngja falskt. Það var stórkostlega fyndið en allt þess á milli, sjálft leikritið var svo sem ekkert spes. En besta skemmtun í heildina.
Reyndar gerðist sá stórmerkilegi hlutur svo að ég vakti til 0:30 við að horfa á sjónvarpið!!!! Það hefur ekki gerst síðan Ísak fæddist held ég bara!

Svo skelltum við okkur í hið hefðbundna sund í morgun og hvern hittum við nema Þórdísi frænku í búningsklefanum. Það er mjög merkilegt fyrir það að hún á heima í Gautaborg!

Haldið ekki að maður sé aðeins farinn að hugsa um jólin? Fórum í Blómaval áðan og keyptum jólakúlur! Sch......

1. nóvember 2006

Ég er bjáni


Svona fór ég út í dag. Gekk í langa stund áleiðis í Vegghamra áður en ég fattaði það. Ég datt næstum dauð niður af hlátri. Ég nennti samt ekki að snúa við og dró bara buxurnar lengra niður. Sem betur fer var ég í buxum með mjög víðum skálmum. Það er ekki í lagi! Ekki einu sinni eins og þetta séu tveir mismunandi svartir... Ég er ennþá að hlægja
MOUAHAHAHAHAHAHA!

31. október 2006

EIN

Ég var ein heima í morgun! Rosalega var það skrýtið!

30. október 2006

Snilli


Held að bólgan sé á undanhaldi. Ég ætla allavega ekki að lýsa litrófinu sem kemur úr nösinni á mér núna! Ég snýti mér eins og gamall karl svoleiðis eru lætin.

Ísak vantar bara mánuðinn upp á ársafmælið! Þegar maður er 11 mánaða og heitir Ísak kann maður að:
-gera tákn fyrir bolta
-gera tákn fyrir húfu
-gera tákn fyrir drekka
-sýna hvað maður er stór
-benda á ljósið
-leita að Skrámi, pabba og mömmu og stundum jafnvel Jökli
-standa upp og setjast niður upp við hluti
-klappa
-dilla sér við tónlist
-borða sjálfur litla bita og drekka úr könnu

...og auðvitað margt fleira því þetta er algjör snillingur!

27. október 2006

Meiri bólgur

Hún fór bara á næsta stað. Eyrnabólgan. Færði sig úr Ísak yfir í mig og það í kinnholurnar. Ojbara. Nú situr hún þar í grænu hori og skemmtir sér konunglega. En ég fékk samt sýklalyf í gær og vonandi fara þau að sinna sinni vinnu. Þetta er ógeðslega sárt og þar sem þetta sést líka í gagnauga og hnakka þá minnir þetta um margt á mígrenið mitt og gefur sennilega líka svona skemmtilega flökurleika. Nema það séu sýklalyfin. Allavega; allir að vorkenna mér!!!

Þetta gerði það að verkum að Ísakinn komst ekki í aðlögun í gær. Hann fór með pabba sínum á miðv.daginn og gekk svona líka vel. Var pínu varkár og fór ekki langt frá Magga. Ég fór svo með hann í morgun og hann fór strax að leika sér og babbla eitthvað þannig að það var greinilegt að hann var sáttur. Ég sat í sófanum í rúman hálftíma og skimaði eftir klósettinu með gubbuna upp í háls og snýtubréfin í báðum höndum. Svo kom Maggi og við fórum, vinkuðum bara bless og allir kátir. Hann borðaði hádegismat með þeim og borðaði mest og hraðast! Var glaður allan tíman og lék sér og lét rífa af sér allt dót- NEMA tuskuhund sem hann hélt sem fastast í. Ísak og tuskudýr eru sko eitt. Við erum mjög stolt af stóra stráknum okkar sem er svona duglegur. Það hjálpar líka örugglega að Jökull er þarna.

Svo er fyrsta næturpössunin fram undan! Sceisse! Hann fær að gista hjá Jökli frænda aðra nótt af því við erum að fara í brúðkaup. Ég er reyndar viss um að það á eftir að ganga vel. Hann er svo duglegur að sofna sjálfur og hefur nokkrum sinnum sofið á öðrum stöðum en heima hjá sér þó svo mamman sé auðvitað pínu stressuð. Verð örugglega mætt kl. 7 að sækja hann hehemm... Maggi heldur að hann sé farinn að segja "mamma". Hann segir þetta mjög greinilega síðan í gær en ég er ekki viss um að hann sé að meina mamma heldur er þetta bara nýtt hljóð hjá honum. Er nefninlega líka búinn að læra "n" og "d" svo ég skrái þetta ekki alveg strax á listann. En ég fékk samt smá sting!

Ég var á fundi í nýju vinnunni minni á meðan Ísak var hjá dagmömmunni, aftur með augun á klósettinu og snýtubréfin til takst en það gekk nú bara vel. Mér lýst rosa vel á þetta. Gott að komast í teymisvinnu sem ég sakna á stofunni.

Jæja, best að fara að drekka engiferte og borða hrökkbrauð.

22. október 2006

Það fór þó aldrei svo


að Ísak fengi ekki eyrnabólgu! Sem betur fer bara í annað eyrað og hann kvartaði nánast ekkert. Var bara rellinn og togaði aðeins í eyrað sem gerði það að verkum að við vildum láta kíkja og þar var þá bólgan! Komin á sýklalyf og allur orðinn hressari. Svaf m.a.s. úti í dag! Og fór m.a.s. á ströndina í gær! Í kuldagalla og það dúðaður að hann gat sig hvergi hrært og fannst það ekkert sérlega sniðugt.

Það er mjög áhættusamt að fara eitthvað með Hjalta og Völu, eins og á ströndina. Fyrst var nú nærri búið að keyra okkur niður á Bústaðaveginum (náungi sem ekki skildi að hann var að taka vinstri beygju og þurfti að bíða...) og svo þegar við vorum búin að vera dágóða stund að spóka okkur á ylströndinni og komum til baka að bílnum var önnur afturhurðin opin! Galopin sko. Það var Hjalta að kenna til að taka af allan vafa. Engu stolið.

Við fengum að passa Ragnar Stein á fimmtudaginn sökum gubbunnar miklu sem geisaði á Grundarstígnum. Það var nú lítið mál, heyrðist ekki í þeim frændum fyrir utan þegar Ragnar Steinn kom aftan að frænda sínum, lagði hendur á herðar honum og lagði hann þannig í gólfið. Nokkrum sinnum. Það fannst Ísak ekkert spes.



Nú er ég að baka grænu kökuna hennar ömmu Ernu nema hún er bleik. Svo ætlum við að skella okkur í Smáralind og kaupa afmælisgjöf handa Jónu mágkonu og skella okkur í kaffi til þeirra. Svo er bara ný vika framundan með aðlögun hjá dagmömmu og látum

18. október 2006

Meiri vinna

Jebb. Komin með meiri vinnu og það í skóla! Mun vinna 60% á móti verktakavinnunni og er bara nokkuð spennt. Ég er svo mikið fyrir stofnanir hehe.

Lentum í þvílíkum pakka í gærkvöldi. Kom kona hérna og eldaði fyrir okkur ásamt fjölsk Magga. 9 manns+ 2 púkar. Konan var "senst" að kynna potta. x00.000,-kr potta!!! Sem betur fer voru strákarnir hans Ingólfs hérna, björguðu alveg stemningunni. Nei nei þetta var skemmtilegt en það var enginn að fara að kaupa sér pott á 100.000! Þetta hljómar auðvitað, og er sennilega, rosalega sniðugt, sparar allt mögulegt á þessu aber but... njed. Inte nu. Mér skilst að Indra og co. hafi hlegið alla leiðina heim til sín! Ég var auðvitað þvílíkt meðvirk og bar ábyrgð á að allir skemmtu sér og hvað konan sagði og hefði það og þar fram eftir götunum.

Annars erum við í Mosanum orðin frekar þreytt á hori og snýtingum. Ísak búinn að vera lasinn í rúma viku, ég komin með 3. kvefið á jafnmörgum vikum og Maggi með snýtubréfið fast við sig. Hlýtur að fara að lagast. Mamma þarf að gefa mér grasate þá lagast allt.

16. október 2006

Stolt

Allir að kíkja á bloggið hans Magga og lesa gagnrýnina!

14. október 2006

Tape

Ég lít út eins og ég sé nýkomin úr lýtaaðgerð núna, kannski fyrir utan marbletti og bólgur. Ég leyfði Völu svölu að "teipa" mig í gær. Þetta er eitthvað nýtt í verkjameðferð og við höfuðverk er maður auðvitað teipaður á enni og hnakka og niður hálsinn aftanverðan. Svona á maður að vera í 5 daga. Ég er bara afskaplega þakklát að hún notaði húðlitað límband og ekki þetta skærbleika! Svona fór ég í líkamsræktina í morgun, með skítugt hár, frunsu og risa bólu á kinninni. Fannst eins og fólk glápti á mig en auðvitað gerði það það ekki. Ég gafst samt upp á ennisplástrunum og tók þá af þar sem ég er að fara í leikhús í kvöld og ég er bara það mikil pempía að ég meikaði þetta ekki lengur.

Jæja, er ekki Dr. Phil endursýndur á laugardögum?

7. október 2006

ÞRENNA


Ísak sló þrennu í gær í merkisatburðum!

1. Fékk dagmömmupláss
2. Sagði sitt fyrsta orð: datt!
3. Datt (ótrúlegt en satt) á munninn og fékk fyrsta blóðgaða sárið. Sprungin vör!

Við erum svo stolt!


Ég var að sækja Jökul til dagmömmunnar og spurði hana hvort hún þekkti til dagmæðrarna hérna í Grafarvoginum. Hún sagði svo ekki vera, en ef við værum að leita væri laust hjá henni. Það sem meira er þetta er æskuvinkona mín og fyrrverandi samstarfskona mömmu, svo við þekkjum til. Plús að Hjalti og Vala eru hæstánægð með hana.

Við Ísak vorum inná baði og hann var að henda dóti ofaní baðkarið. Eins og venjulega, í hvert skipti sem hann henti sagði ég samviskusamlega "datt", eins og við erum búin að gera í marga mánuði og allt í einu bara sagði hann það! Það hljómar ýmist /dah/, /th/ eða /dah_th/.

Við Maggi vorum svo að fara í Óperuna og amma mús komin að passa. Ísak, ennþá í vímu yfir fyrsta orðinu, var inná baði og bara datt framfyrir sig á flísarnar. Sprungin vör og mamma og pabbi að flýta sér. En þetta var ekkert sem amma og smá cheerios gat ekki bjargað.

Það var ágætt í Óperunni. 3ja og hálfs tíma sýning takk fyrir túkall. Það stóðu sig allir rosalega vel, en altsöngkonan var raddlaus og mímaði bara þegar hún átti að syngja. Frekar lummó og við Maggi vorum alveg á nálum að hún þyrfti að syngja meira.... Skrýtið að fá ekki e-n til að syngja bara hlutverk hennar úr gryfjunni og hún gæti leikið. Annað eins hefur nú gerst! Stundum var sem sagt bara hljómsveitin að spila og e-r texti að rúlla en enginn að syngja. Það var samt notó að vera á gamla vinnustaðnum, ennþá verið að nota sama kókkassann, sama skiptimyntarkassann og eini munurinn að kominn er posi eftir dúk og disk.

Jæja, nú fer að koma að fyrri afmælisveislu helgarinnar sem er alla leið á Selfossi og á morgun verður svo Ragnar Steinn 1 árs! Veiiiii húrra fyrir honum.

3. október 2006

Hreystin uppmáluð!

Ég fékk út úr öllum rannsóknum á höfðinu á mér í morgun. Það er allt eins eðlilegt og hægt er! Ég er ofur-eðlileg, ekkert að blóðprufunni og ekkert að heila, æðum eða hrygg! Maður er bara súperwoman eða eitthvað! Ekki einu sinni járnskortur.

Þetta er náttúrulega frábært. Eftir stendur samt höfuðverkur sem kallast mígren og ætla ég að finna fyrsta besta far fyrir hann til fjandans! Fari hann norður og niður og veri. Amen kúmen rassmína, punktur og basta.

Stelpuhelgin var frábær. Við föndruðum mikið, fórum í heita pottinn og ég gat sofið út! Það var geggjað. Skil annars ekki andvöku síðustu tvær nætur. Er reyndar með leiðinlegan hósta en t.d. vaknaði ég kl. 04:30 í nótt og bara vakti til 06! Glatað.

Við vorum að koma úr mat hjá Gunnari og Jónu. Nammi. Gaurarnir tveir Ísak og Ragnar Steinn léku á alls oddi og eltu hvor annan út um allt. Sá eldri er farinn að taka nokkur skref óstuddur en tók svo upp á því að reyna að herma eftir skriðstíl Ísaks! Haha. Svo sögðu þeir "aaaa" hvor við annan og voru voða sætir.

Ísak kann að gera burrrr-hljóð með vörunum og tungunni. Þetta segir hann nú í hvert skipti sem Skrámur birtist. Mín kenning er sú að hann sé OFUR gáfaður. Við skoðum nefninlega oft bókina Íslensku Dýrin og þar er hestur á sömu opnu og kisan. Þá segir maður fyrst "ííhehehebrrrrrr" fyrir hestinn sko.... og svo "mjá" fyrir kisu og hann bara er að vitna í hestinn þegar hann sér kött! Rökrétt ekki satt? Hann er líka afar músíkalskur (hvaðan kemur það?) og "diggar" í takt við allt sem er í áttina að tónlist. Maður þarf ekki annað en að smella með tungunni eða klappa saman lófunum þá byrjar höfuðið og búkurinn að dillast! Svo er hann búin að læra almennilegt vink. Hefur notað forsetavink hingað til, en nú er hann búinn að sjá að hann verður að vera alþýðlegur í samskiptum og vinkar eins og 10 mánað gamalt barn. Fyrst ég er byrjuð á upptalningu á hæfileikum hans þá er hann sem sagt farinn að standa upp við öll tækifæri og aðeins labba meðfram. Hann kann hins vegar ekki að setjast aftur niður! Óhentugt stundum. Hann virðist skilja "nei/ó ó" og getur sett upp mjög fallega skeifu með neðri vörinni sé eitthvað bannað. Hann skilur líka ef maður biður hann að klappa án þess að sýna honum fyrst við hvað er átt og skilur "hvar er pabbi" og "hvar er Skrámur". Ég reyni og reyni að láta hann segja mamma við hvert tækfæri en það er ekki enn komið.

Ég var einmitt búin að sjá fyrir mér hvernig drengurinn, yfirgefinn af móður sinni um helgina, mundi koma skríðandi á móti mér þegar ég kæmi, skælbrosandi og segði "mamma" í fyrsta sinn. En honum var sko slétt sama þegar ég kom, brosti varla og hélt bara áfram með sitt. Sem var bara gott fyrir mig held ég, að læra að hann kemst af án mín og vel það!

Rosaleg skrif-ræpa er þetta. Best að fara að hátta, vinna á morgun og svona.

28. september 2006

Afmæli


Jú jú maður er orðinn hrjátíu ára! Það gekk alveg ljómandi vel að komast á þann aldurinn og ég bara fann ekkert fyrir því! Maður fékk auðvitað pakka og morgunmat í rúmið og svo tók nú bara ósköp venjuleguar dagur við. Um kvöldið fórum við Ísak svo í mat í Fiskó þar sem voru meiri pakkar og góður matur. Ísak og Jökull skelltu sér í bað hjá afa og ömmu og komu uppúr vel olíubornir þar sem Hjalti hellti um 1dl af ólífuolíu út í! Ísak sem ekki getur setið í baði, heldur þarf að standa eða kasta sér um, var háll sem áll og rann til og frá í höndunum á mér hahaha.

Hann er svo orðinn 10 mánaða og af því tilefni stóð hann upp! Reyndar á afmælisdaginn minn. Myndir eru að hlaðast inn í albúmið. Við héldum smá uppá 10 mánuðina áðan með því að skella okkur í hjólatúr en systir Völu lánaði okkur stól og hlökkum við mikið til að nýta okkur þetta. Held að Ísak hafi fundist gaman allavega kvartaði hann ekki! Þó hann liti út eins og lúlli lúði í múnderingunni!

Um helgina ætla ég að fara í bústað með Önnu Dögg og Sunnevu. 'Eg hlaka svo til, bara að komast aðeins út úr húsi og bara vera ÉG og ekki mamma. Við ætlum þvílíkt að baða okkur í heita pottinum og auðvitað föndra eins og óðar. Veiiiii. Sjáumst síðar

24. september 2006

Helgin

Átti skemmtilegt kvöld á föstudaginn með vinum og fjölskyldu! Takk fyrir mig allir saman.
Skellti mér svo í Kringluna að REYNA að eyða peningum í gær en gat það ekki, þó ég hafi mátað öll stígvél í öllum skóbúðum. Nei, reyndar er það lygi, ég fíla ekki alveg támjóa skó þannig að það útilokar ansi marga. Lét svo taka ein frá, en man ekki einu sinni hvernig þau líta út og þurfti að hringja í mömmu til að spurja hvort hún myndi í hvaða búð það hefði verið hahaha. Þau fá bara að vera áfram í búðinni held ég.

Við Ísak erum svo búin að eiga alldeilis góðan dag í dag. Fórum í sund í morgun til hans Óla og Ísak æfði sig að kafa og sækja leikfangaöndina og sitja á bakkanum... reyndar vildi hann alls ekki sitja þar og kastaði sér bara beint út í laugina til að komast til mín. Alveg sama þó hann færi á bólakaf og hrykki ofaní hann. Alveg mömmusjúkur. Svo fórum við til Hjalta og Völu og Jökuls og erum bara nýkomin heim. Þar voru þær systur að gera mintu gelé.... eftir að vera búnar að gera rifsberjahlaup og appelsínumarmelaði.... alveg að fara yfirum í húsmæðrafíling! Segi nú bara ekki meira en það að mintu gelé er furðulegt á bragðið! Nú er von á Magga heim eftir næturdvöl fyrir austan og spennandi að heyra hvernig það gekk. Hvað ættum við að hafa í kvöldmatinn??

20. september 2006

Kátína

Ísak er svo glaður:D Fórum með Jónu Björk upp og niður Laugarveginn í dag og hann græddi sílafón og sandfötur. Þegar það svo var tekið upp heima spilaði hann lengi í sílafóninn með gleðibrosi. Áðan fór hann svo í bað með fötu og þegar hann fattaði að hann gæti drukkið úr henni ætlaði allt um koll að keyra og hann fékk algjört hláturskast. Hellti upp í sig aftur og aftur og fannst voða fyndið ef hrökk ofaní sig. Svo slysaðiast hann til að hella úr fötunni yfir mig og fannst það líka rosa fyndið. Hófst þá leikur nr 2 en það var að reyna að hella á mig og henda fötunni á gólfið!
Já, lífið er skemmtilegt hjá 9 mánaða!
Hann og Jökull bjuggu líka til leik á mánudaginn. Hann fólst í því að Ísak öskraði. Mjög hátt.
Þá öskraði Jökull í sömu tónhæð. Svo var hlegið og hlaupið um gólf.
Svo öskraði Ísak og þá öskraði Jökull. Aftur hlegið og hlaupið um.
Hahaha...
Þetta náðist á vídeó og líka að leikurinn endaði auðvitað með ósköpum, Jökull datt á nefið.
Oft kemur grátur á eftir hlátri.

16. september 2006

Óm

Í gær fór ég í ómskoðun af höfði og hálsi. *hrollur*

Maður er lagður á bekk, höfuðið skorðað niður. Svo er sett e-s konar stálgrind yfir hálsinn og önnur yfir höfuðið og svo allt njörfað niður. Ég spurði sakleysislega hversu langan tíma þetta mundi taka.
-Ja, þetta er nú svolítið mikið hjá þér. Kannski svona 50 mín!! Mundu bara að þú mátt ekki hreyfa þig!

Svo fær maður heyrnartól og má velja sér geisladisk. Ég valdi eitthvað sem hét "blönduð tónlist", en ef það væri ekki til vildi ég Garðar Cortes. Svo byrjaði Garðar en ekki voru gæðin góð og það var svo geðveikur hávaði í tækinu sjálfu að það heyrðist lítið í honum. Þetta er eins og að vera með eyrað upp við vegg sem er verið að bora í! Á tímabili var eins og að vera inní hrærilvél sem var á hæsta snúning, með hárblásarann í gangi og höggborinn á fullu! Ég fékk m.a.s. illt í eyrað þá!

Þegar sá hávaði var yfirstaðinn og sá "venjulegi" tók við var Garðar allt í einu hættur að syngja og komið Ríó Trío!!!! Mein Gott, ég var ekki að meika það! Það hélt svo bara áfram í örugglega 20 mín eða meira. Var alvarlega að spá í hvort ég ætti að ýta á neiðarhnappinn sem ég var með í hendinni! Kom svo í ljós að þetta var þessi "blandaða tónlist". Uss, er það nú rangnefni. Ætti að vara mann við þegar maður er svo vitlaus að velja það.

Það var ekkert smá erfitt að liggja kyrr. Maður fær svo rosalega þörf fyrir að hreyfa EITTHVAÐ. Á endanum var ég farin að vingsa einni og einni tá bara til að reyna að sefa mig. Ég gleymdi alveg að stinga uppá að það væri komið fyrir klukku þar sem maður gæti séð hana, eða settur lítill sjónvarpsskjár í þetta bévítans tæki!

Allavega, ég lifði það af, og án þess að fá panik líka! 18.000 krónum fátækari vona ég næstum að það komi eitthvað af viti út úr þessu svo það hafi verið þess virði!

15. september 2006

Skipulag

Þetta með líkamsrækt, heimilishald og vinnu: Þetta er þaulskipulagt! Við getum bara ákveðna 3 daga í viku, en þá er líka eins gott að allt passi! Hjalti þarf að passa 2 daga, og það þarf að flýta sér bæði þangað og aftur heim.

Stundum finnst mér við vera 5 manna fjölskylda að skipuleggja, þetta er líklegast bara forsmekkur af því sem koma skal EF maður eignast fleiri börn. Sækja og keyra og ferja á milli svo allt passi. Við höfum m.a.s. látið okkur dreyma um annan bíl og við erum ekki einu sinni með barnið á leikskóla eða hjá dagmömmu. Reyndar finnst mér það alveg agaleg tilhugsun. Þá erum við alveg sokkin ofaní íslenska normið og lífsgæðakapphlaupið!

Einmitt það sem við vildum ekki! Við erum nú komin ansi langt samt: íbúð í úthverfi, gasgrillið á pallinum... reyndar engin uppþvottavél og bara einn bíll ENNÞÁ!

13. september 2006

Aftur og nýbúin!

Nú var litli lingur sko duglegur! Elsku karlinn var aftur með blóð í bleiunni í morgun og því fórum við uppá Barnaspítala. Það var ekkert lítið sem hann brosti og hló og fannst gaman. Hjúkkunum varð á orði að hann yrði nú ekki svona ánægður með þær eftir að þær væri búnar að "afgreiða hann". Svo var hann lagður niður og þvaglegg komið fyrir. Það þurfti að halda fótleggjunum en hann var svo duglegur og grét bara smá! Eftir mínútu var hann svo aftur farinn að hlægja. Krúttið. Svo var skriðið bara æft um alla ganga meðan við dokuðum eftir niðurstöðunum. Aðalskemmtunin fólst í að sveifla hurðum fram og aftur og skæla svo ef þær lokuðust!

Þetta er sennilega ekki neitt, bara sár í þvagrásinni. Við eigum bara að fylgjast með þessu.

Við Vala lifðum spinning af (greinilega). Þetta var hörku erfitt og um miðbik tímans varð mér aftur flökurt af áreinslu! Hjólin fóru líka eitthvað í taugarnar á okkur, sérstaklega Völu sem er vön öðru. En við mætum galvaskar aftur! Svo er það bara aftur í Body Pump á morgun!

12. september 2006

Söfnunarárátta


Hún móðir mín er ótrúleg! Það er alveg sama hvort það eru föt eða leikföng, það er allt til síðan við krakkarnir vorum lítil. Ísak er í prjónuðum peysum af mér sem eru eins og nýjar og í Fiskó eru til leikföng fyrir börn á öllum aldri. Í fyrradag datt mér í hug að kíkja hvort ég fyndi ekki e-r dýr til að taka í vinnuna, og viti menn. Allt á vísum stað. Og í sama kassa fundust líka ALLIR Barbapapa-karlarnir mínir. Sem eru sko síðan ég var pínulítil! Allir með tölu.

Ég man ekki til þess að það hafi verið e-r heragi á okkur að ganga frá dótinu og taka til. En hún segir sjálf að þegar hún var lítil var náttúrulega ekki til mikið dót og hennar dót hafi að mestu verið eiðilagt af öðrum börnum. Þess vegna lét hún okkur finna það sem týndist og hjálpaði okkur að ganga frá. Sko, m.a.s. pússluspilin eru flest heil!

Ég vona að ég geti hjálpað Ísak að passa svona upp á sitt dót. Mér finnst svo gaman að skoða gamla dótið mitt. Ætli ég hafi ekki erft e-ð að þessari áráttu því mér finnst voða erfitt að henda hlutum og vil helst geyma allt. Það fær sko allt tilfinningalegt gildi hjá mér; gamlir blýantsstubbar og skítug strokleður eru bestu vinir mínir. Og ég læt mér ekki detta í hug að henda hárfléttunni minni, eða illa lyktandi hárskrauti frá því að ég var 5! En hvar ætli dúkkulísurnar mínar séu?

9. september 2006

Breytingar



Alltaf gaman að breyta til. Reynar bæta við í þessu tilfelli, bætti bara við nokkrum krækjum og myndum. Veit ekki hvort þetta fær að vera eða hvort ég hendi þessu út. Sjáum til.

Maggi er í partýi og ég sit með sælgætispoka fyrir framan tölvuna, á eftir að vaska upp og tína upp dótið, Fraiser í tækinu og ekki búið að kveikja ljósin. Skýtið að það skuli EKKERT vera í sjónvarpinu á laugardagskvöldi! Eða er ég ekki með smekk fyrir því sem er í boði?

Við Vala komust loksins í líkamsrækt í morgun. Hjalti passaði drengina á meðan. Við vorum voða spenntar og spurðum afgreiðsludömuna spjörunum úr til að gera nú ekkert vitlaust. Mig var búið að dreyma allavega tvo drauma (martraðir) um komandi hreyfingu, en þetta gekk nú allt saman ljómandi. Bara smá ógleði um miðbik tímans. Svo stóð ég varla í lappirnar eftir tímann, þurfti að halla mér upp að veggnum á leiðinni niður stigann úr tímanum og í hvert skipti sem ég stend upp þarf ég að styðja mig við e-ð, slíkur er skjálftinn í lærunum. Einu sinni var ég nú nokkuð sterk í fótunum!! En ekki meir Geir á þeim bæ! Svo er það bara spinning næst.... scheisse!

8. september 2006

Höfuðbein


Mikið er þetta ljómandi fallegt veður í dag! Rok og rigning er það besta sem ég veit.

Góð helgi framundan sem byrjar eins og vanalega á föstudagsmat hjá mömmu og pabba. Svo er stefnan að fara í líkamsrækt á morgun þar sem við fórum aldrei á þriðjudaginn vegna óhjákvæmilegra atburða. Vonandi fær Ísak að vera í barnapössuninni, en það þarf að ath það betur. Svo langar mig voðalega á heilsusýninguna í Egilshöll. Þó ég sé ekki dugleg að hreifa mig eða hugsa að öðru leiti um heilsuna, þá hef ég samt áhuga á málefninu. Ég er allavega nokkuð dugleg að borða hafragrautinn minn á morgnanna og reyni að borða reglulega og hollt, þó ég sé alls ekki sykurlaus.... ég og sykur erum bara allt of góðir vinir.

Ég hef verið að fara í höfuðbeina- og spjaldhryggsjöfnun undanfarið. Það er ekkert smá undarleg upplifun. Maður liggur bara og slakar á og meðferðaraðilinn leggur hendurnar á líkamann. Í 1. tímanum fór höfuðið á mér að hreyfast í allar áttir þegar hún lagði hendurnar þar. Svo í-öðrum tímanum fannst mér hún hreyfa það, en ekki að þetta væri ósjálfrátt. Í 3. tímanum var hún með hendurnar yfir og undir maganum og allt í einu fór höfuðið á mér bara á fulla ferð! Það var frekar scary og mér fannst bara eins og það væri draugagangur! Reyndi samt að fylgja bara eftir og slaka á. Úff. Hún segir að ég sé voða "opin" og gott að meðhöndla mig, en við ákváðum samt í sameiningu í gær, e 4.tímann að taka pásu. Þetta hefur engin áhrif haft á höfuðverkinn svo best að spara sér bara þennan pening. Verð að segja að þetta er samt alveg magnað, ég var alveg viss um að hún ýtti höfðinu á mér til, en ég upplifi mjög sterkt að ég ráði ekki við þetta sjálf. Samkv. kenningunni er líkaminn að losa sig við óþarfa orku og rétta sig af. Maður á að geta losnað við alls konar kvilla með þessu og án efa hjálpar þetta mörgum. Gæti t.d. hafa hjálpað Ísak þegar hann var með magakveisuna...

Þeir voru sætir frændur hérna í fyrrakvöld, Jökull og Ísak. Sátu í sitthvoru mömmufangi og horfðu á Stubbana. Jökull var með sæluglott á vör og Ísak klappaði og klappaði. Hann er voða duglegur að klappa og gerir það um leið og e-r klappar í sjónvarpinu eða útvarpinu. Svo klár *ahhh*

6. september 2006

Scary

Það var ekki gaman í gær:( Eyddum 3 klst upp á Barnaspítala og þar af voru sko bara 2½ í bið eins og lög gera ráð fyrir. Sem betur fer var allt í lagi, en hjartslátturinn var ansi hraður hjá mér á tímabili, enda hræddu hjúkkurnar mig á heilsugæslunni svo! Ég kom sem sagt með Ísak af því að hann pissaði blóði, þær komu tvær fram til að segja mér að þvagprufan væri full af blóði og að við mundum sennilega vera send niður á bráðamóttöku. Voru eitthvað svo alvarlegar og horfðu á mig með mikilli samúð. Ég varð satt best að segja skíthrædd og bara grenjaði í símann þegar Hjalti hringdi. En allt fór vel, lilleput bara eiturhress og skemmti sér konunglega á biðstofunni.

Núna vill hann alls ekki fara að sofa. Vagninn hefur bara 3 hjól sem stendur þannig að ég get víst ekki "labbað" hann í svefn... og ekki vill hann sofa inni! Svo nú skríður hann um allt með húfuna og í jakkanum voða gaman. Dadada

Það er rosa fínt í vinnunni. Mikið stress en ég hef engu gleymt hehe. Undirbúningstíminn er svona helst til mikill miðað við í Svíþjóð en það breytist fljótt.

Jæja, sól á pallinum!

3. september 2006

Í berjamó

Skelltum okkur í berjamó í gær með m & p. Ætluðum fyrst "þangað" en þar var svo mikið rok, ákváðum þá að fara "þangað", en þar voru engin ber, brunuðum þá "þangað" og þar var engin sól og bara krækiber, en klukkan orðin meira en berjamór, þannig að það varð að hafa það.

Sem sagt, lentum í geggjuðu veðri fyrir botni Hvalfjarðar, hreiðruðum um okkur í rjóðri og átum nestið. Ísak var auðvitað aðalmaðurinn, fékk að vera í poka framan á mér og skríkti og hló í hverju spori. Svo þegar við komum á áfangastað var bara kalt og skýjað og lillemann bara látinn í 2 húfur og með trefil móður sinnar um hálsinn. Honum fannst það nú ekkert verra, aðallega foreldrarnir sem nenntu ekki meir og hálf drógu afann og ömmuna úr brekkunum. Ísak smakkaði báðar teg af berjum og báðar komu bara strax út aftur. Ekki berjamaður. Ekki ennþá.

Nú er sko geggjuð steik á pallinu, sit úti og skrifa! Var að reyna að undirbúa mig fyrir vinnuna, en það verður bara bíða. Enda get ég varla undirbúið eitthvað sem ég veit ekki hvað er. Best að hitta fólkið fyrst.

Á þriðjudaginn ætlum við Vala að byrja að púla. Ætlum í Body Pump í Orkuverinu. Hún viðurkenndi að hún væri dauðstressuð fyrir það, og hjúkket, því ég er það líka! Maður er svo gjörsamlega úr formi og slakur eitthvað að það nær engri átt. Ég var alveg rennandi blaut af svita eftir að labba nokkra metra með Ísak í gær. Og eins gott að lífbeinið haldi!!

Set inn fullt af nýjum myndum

1. september 2006

Fór til taugalæknis í morgun út af höfuðverknum sem er búinn að standa núna stanslaust í e-r 7 vikur. Hún ætlar að senda mig í blóðprufu og MRI af heila, æðum í höfði og sömuleiðis mynda hálsinn. Hjúkket bara, loksins fæ ég úr því skorið hvort þetta er eitthvað eða bara samblanda af svefnleysi, streitu, mataræði.... sem sagt hvort það er eitthvað hægt að gera eða ekki. Þetta er að gera mig frekar geðveika! Allavega geðstirða.

Annars ætti ég að vera að klippa og líma fyrir vinnuna á mánudaginn. Ég ákvað allavega að panta mér sænskt próf sem ég er vön að nota og annað smotterí, svo ég geti allavega notað eitthvað sem ég þekki vel. Það verður spennandi að taka á móti fullt af skjólstæðingum á mánudaginn!

30. ágúst 2006

og þá byrjar ballið!

Hann er kominn af stað drengurinn. Fór ca "tvö skrið" í gærkvöldi og svo kannski svona "4 skrið" án pásu í dag! Hann fer sem sagt á rassinum og togar sig áfram með höndunum, stoppar svo og baðar út öllum öngum og heldur svo áfram!

Eins gott að fara að taka burt allt Ó-Ó!

29. ágúst 2006

9 mánaða

er hann orðinn drengurinn! Ekki hélt hann upp á það með því að byrja að skríða, en hann kemst nú ótrúlega langt þótt hægt fari á einhvers konar ómeðvituðu sprikli. Þá er voða gaman að rekast á borð-eða stólfót og reyna að hífa sig upp! Svo er maður sko búinn að fá 3. tönnina og búinn að fara í fyrstu klippinguna hahaha. Það var sko ekki baráttulaust, ætlaði sko ekki að láta fikta svona í sér. Það var hún amma Dísa sem hélt á vopninu og ég, Maggi og pabbi öll að reyna að halda honum og hlæja að honum og taka myndir. Þetta tókst nú að lokum, í tveimur atrennum enda ekki mikið sem var klippt. Svo er hann aftur farinn að klappa sem hann var búinn að gleyma... eða ekki gera í nokkrar vikur. Hins vegar veit hann ekki ennþá hvað hann er stór. Nema honum bara misbjóði svona svakalega að svara þannig spurningum.

Nú er aldreilis að koma haust! Þá á ég ekki við veðrabreytingar heldur er allt að fara á fullt; Maggi í sínum vinnum og ég byrjaði að vinna í gær. Tók á móti einum skjólstæðing. Svo byrja ég á fullu á mánudaginn kemur og vinn 2 daga í viku fyrir hádegi. Mér líst mjög vel á þetta, þó það sé alltaf púl að byrja á nýjum stað og finna ekki neitt og vita ekki neitt. Alveg eins og að koma til útlanda og kunna ekki siðareglurnar og vera hálf-áttavilltur. Nú þarf ég svo að vera dugleg að koma mér upp eigin efni; ráðleggingum, meðferðarefni og þess háttar sem tekur auðvitað mikinn tíma. Sem betur fer kom samstarfskona mín inn til mín í gær og lét mig hafa dálítið af pappír og sagðist muna hvernig það var að byrja! Góð kona það. Ég á auðvitað alveg ógrynni af pappírum EN ALLT Á SÆNSKU. JÄVLAR.

Maggi tók sig til í gær og hreinsaði tölvuna. Nú eigum við auka harðan disk og ekkert rusl hér inni. Enda tók bara 2 mín að starta henni áðan og ekki 15! Glæsilegt.

24. ágúst 2006

Stundum...

er bara allt voine voine sko! Það á ekki af okkur að ganga í samskiptum við símafyrirtæki. Við fengum svo dularfullan símreikning fyrir júlí. Báðum þess vegna um sundurliðun. Þá kemur bara í ljós fullt af símtölum í 118 sem mig rekur minni til að hafa hringt 1x í, og svo bara hin undarlegustu númer; kannast einhver við hann Bernótus skipstjóra í Kópavoginum? Eða Elísabetu í Fannafold? Eða bara alls konar fyrirtæki; Toyota, Blómaval, Aseta (what?), Össur....
Mörg símtalanna eru hringd meðan við vorum fyrir norðan!!!

Sko, ætli pípið sem ég heyri á morgnanna sé nágranninn að stilla sig inn á símann okkar og hringja svo út um borg og bí? Við erum alveg bit og símafyrirtækið líka sem segir það ómögulegt að við höfum ekki hringt þessi símtöl! Kerfið þeirra á að vera það öruggt.

Annað voine: Ég pantaði mér fullt af fötum á heimasíðu HM. Afar gleðilegt og skemmtilegt og tilhlökkunin mikil. Svo var þetta sent á Önnu vinkonu í Svíþjóð. Nema hvað, hún getur ekki sótt pakkann! Bara ÉG get sótt hann. Ég get ekki 1x sent afrit af skilríkum, það er ekki tekið gilt! Svo pakkinn var bara sendur aftur til HM búhúuuu. Ég hrindi þangað áðan og þurfti auðvitað að bíða og bíða. Það er ekkert hægt að gera, nema taka til baka allt og leggja peningana inn á reikn minn (sem betur fer er það allav hægt). Þeir senda bara alls ekki til Íslands! Samt senda þeir til Finnlands og Danmerkur en hún sagði að það væri nánast innan landamæra! Huh, asnalegt. Svo Bryndís, þú getur pantað til Danmerkur... Skil ekki svona óliðlegheit. Bara einhver stefna fyrirtækisins. Þarna missti HM stóran kúnna skal ég segja ykkur.

Það var gott í bústað. Gott veður og notalegt. Nú þarf hins vegar að pakka upp úr þessum 3 töskum sem við fórum með! Hvernig getur maður alltaf farið með svona mikið dót?

21. ágúst 2006

21.ágúst

er góður dagur. Indra mása og Sólveig og Soffía eiga afmæli í dag. Til hamingju!!! Og svo fékk Maggi organistastöðuna við Breiðholtskirkju í dag líka! Veiiii. Það þýðir að við Ísak ætlum að "flytja heim" haha. Loksins, enda hefur mér alltaf þótt óþægilegt að búa svona á tveimur stöðum hehemm...

Nú er ég sem sagt orðin organistafrú á ný:D

16. ágúst 2006

sandur og sól


Tveir dagar í sól og yl á pallinum. Tveir dagar með róló og sandkassa. Gaman hjá okkur. Lítur út fyrir að það verði meira gaman næstu daga; matarboð, menningarnótt, afmæli og svo sumó! Bráðum kemur vetrardagskráin svo það er eins gott að nýta tímann vel. Ég er farin að hlakka til að fara að vinna sem er auðvitað miklu betra en að finnast það kvíðvænlegt.

Mér sýnist 3. tönnin vera að brjótast fram hjá sjaka litla. Enda var hann óvenju stúrinn seinnipartinn. Tók "þykjustugrát" og allt! Kannski leiðist honum bara sama gamla dótið sitt, vantar meiri örvun? Hann var alveg heillaður í sandkassanum, bara að koma við sandinn og láta hann renna úr lófunum. Við verðum sko dugleg á róló, mömmunni finnst sko ekkert leiðinlegt að moka hehe!

13. ágúst 2006

Skrúðganga


Þá er allt orðið eins og vanalega aftur, Maggi kominn eftir vel heppnaða ferð. Í gær skelltum við okkur AUÐVITAÐ á gay pride enda gott veður og við höfum aldrei farið. Það var mjög gaman, æðislegt að sjá gönguna þó að tónlistin hafi verið allt allt of hátt stillt. Aumingja Jökull varð bara skelkaður og ég hélt fyrir eyrun. Ísak svaf nú bara í gegnum hávaðann en vaknaði í skrúðgöngunni enda hans fyrsta skrúðganga og ekki mátti hann missa af því. Hann varð líka að njóta þess að hafa báðar ömmurnar með sér og litli munnurinn var alveg í stút hann var svo hissa.

Enn gengur illa að losna við höfuðverk en það er e-n veginn bara orðið svo daglegt brauð að ég held að ég mundi bara hrökkva við ef ég væri ekki með höfuðverk. Ég er samt miklu duglegri að láta verkjalyfin vera og harka af mér! Hah ég læt sko ekki höfuðverkinn ráða yfir mér múahahahaha.

Jæja, sunnudagurinn bíður eftir að við erum eitthvað skemmtilegt. Set inn nokkrar myndir m.a. af gay pride!

10. ágúst 2006

Af grasamæðginum

Það gengur bara vel að vera bara tvö heima, eða náttúrulega þrjú með Skrámi. Maður finnur samt hvað munar um extra hendur þegar er verið að fara eitthvað með fullt af drasli, eða eins og núna þegar Ísak er þreyttur og pirraður og mamman þreytt og pirruð og vantar e-n til að "skiptast á við". En okkur leiðist sko alls ekki.

Ég er að fara yfirum á þessu "#$%&/(&%$# pípi á morgnanna! Á ég að fara og ath málið, ganga á nágrannana? Ég ligg alveg glaðvakandi yfir þessu. Annars erum við Ísak búin að "svindla" pínu og hann hefur fengið að sofna eftir að hann drekkur hjá mér á morgnanna... úps. Þá sefur hann ekki nema 1x yfir daginn og væntanlega þess vegna sem hann er pirrípirrí núna. Annars öskrar hann svo mikið núna að ég hef áhyggjur af nágrönnunum... kannski heldur fólk að honum líði illa eða eitthvað! En hann er bara svona glaður að hann öskrar og galar og gólar. Fyndið barn.

Ohh hvað ég hlakka til að komast í sturtu í kvöld! Aðaliðja mín þegar Ísak er sofnaður er að skoða H&M síðuna og setja fullt af fötum á óskalistann! Endaði á því um daginn að ég dró Hjalta og Jökul í H&M hérna og það læknaði kaupþörfina þann daginn. Ekkert þar að fá hnuss. ÉG SAKNA HENNES OG MAURITS GRENJ. En óskalistinn er nú ennþá til í tölvunni... og ég gæti beðið Önnu J að senda þetta.... hmf púkinn á öxlinni veit ekki hvernig hann á að vera.

Kannski læknar 6. kúkableia dagsins þetta....

7. ágúst 2006

Til hamingju við


Á þessum tíma fyrir tveimur árum vorum við að skemmta okkur í bestu og skemmtilegustu brúðkaupsveislu (að öðrum ólöstuðum) allra tíma! Fórum út að borða áðan á Við Tjörnina og svo auðvitað eftirréttur í Álfheimaísbúð nammi. Sykurbindindið aðeins að hvíla sig svona á hátíðarstundum.

Annars held ég, med tanke på síðasta blogg mitt, að það geti ekki verið hollt að vera svona dramatískur og búinn að drepa alla í bílslysi lon og don. Best að hætta því, búast frekar við hinu besta í stað hins versta. Ákveða að fólk hafi bara farið að kaupa sér ís eða rúnta Laugaveginn... Sem Maggi er einmitt að fara að gera. Ganga Laugarveginn altsvo, með Gunnari mági. Ég verð grasekkja í 4 daga en það ætti ekki að væsa um okkur Ísak. Hægt að gera svo margt skemmtilegt.

Við höldum að Ísak sé að myndast við að segja datt! Hann endurtekur alltaf það sama þegar hann missir eitthvað en það hljómar samt "ba!" með svona hissaröddu. Þetta segir hann reyndar líka á svipaðann hátt þegar hann sér Skrám... hmmm. Annars finnst honum skemmtilegast að gala og góla og öskrar stundum alveg svakalega sér til skemmtunar. Finnst svo gaman að gera hljóð. Hann er alveg að gera talmeinafræðinginn vitlausann með svona hósta/ræskingarhljóði sem hann myndar og heldur alveg lengi lengi. Ætli hann sé kannski að leika kráku?

Jæja, vakna snemma að keyra bræður í rútuna. Góða nótt í alla nótt.

2. ágúst 2006

Munaðarlaus

Ég vaknaði í nótt við rosalegan barnsgrát, eins og eitthvað skelfilegt væri að. Þetta virtist koma að utan og mjög nálægt. Ímyndunaraflið fór á flug og eins og ég sá það var þetta barn mjög veikt og mamman með það í fanginu að bíða eftir sjúkrabíl. Það var alveg eins og það gæti ekki andað! En svo hætti það bara, ætli þetta hafi ekki verið gaurinn í íbúðinni við hliðiná og bara borist svona vel um opna gluggana. En þetta var óþægilegt. Týpískt ég að búa til svona slæma sögu. Einu sinni þegar Ísak var bara ponsulítill og ég var að gefa honum um miðnætti uppí rúmi hrökk ég upp við að ég fattaði að það var allt hljótt í húsinu. Við vorum í Fiskó og Maggi hafði farið að sækja m & p í e-a veislu um kl. 23 og nú var kl. orðin hálf-eitt og þau ekki komin! Það kom ekki annað til greina en að þau hefðu öll látist í bílslysi, því ekki gat ég hafa misst af því þegar þau kæmu! En auðvitað var það svoleiðis, en ég bara trúði því ekki að ég hefði sofnað! Týpískt.

Ég gleymi heldur aldrei þegar m & p fóru í brúðkaup um kvöld, kannski um 18. Ég hef verið svona 14 eða 15 ára. Ég var auðvitað að passa strákana og tíminn leið og beið og allt í einu átta ég mig á að það er komið miðnætti og þau ekki komin. Til að gera langa sögu stutta þá komu þau ekki fyrr en um þrjú um nóttina! Þá var ég búin að gráta úr mér augun, enda orðin munaðarlaus fyrir löngu. Hrindi í ömmu Ernu e-n tíman um eitt og þá var hún bara á fótum að baka! Haha alltaf eitthvað að bauka hún amma á þessum tíma. Þetta var sko fyrir tíma gsm og ég veit að mamma er enn með samviskubit yfir þessu.

Ekkert nýtt af höfuðverkjum. Enn á hverjum degi en ég fékk fyrirbyggjandi á mánudaginn sem vonandi fer að virka.

28. júlí 2006

5.dagur og djöfullinn í höfðinu ekki enn sigraður. En það er furðu auðvelt að vera svona sykurlaus, ég hef ekki fengið neina þörf til að hlaupa út og kaupa nammi ennþá. Alveg nóg að borða bara ávexti og rúsínur ef mig langar í eitthvað. Svo er ég líka lystarlaus þegar ég er með svona mikinn höfuðverk þannig að það "hjálpar".

Ísak er 8 mánaða í dag. Hélt uppá það með því að reyna að hífa sig upp og standa í rúminu sínu áðan. Tókst næstum. En hins vegar tókst honum að setja upp í sig brauðbita alveg sjálfur í fyrsta skipti. Dúlegur.

Mamma og pabbi eru enn fyrir norðan og Hjalti og Vala eru á hringferð síðan á mánud. Ekki laust við að ég sakna þeirra, við erum vön að hittast næstum daglega. Verður þá bara þeim mun skemmtilegra að hitta þau þegar þau koma til baka.

Mig langar að fá skemmtilegan póst! Bréf frá vinum og vera áskrifandi að spennandi blöðum! Spurning hvort ég mundi samt lesa þau, ég les hvorki Fréttablaðið eða Blaðið! En það eru líka fréttir og ég hef aldrei verið mikið inní fréttum. Best að fá bara Magga til að segja mér hvað er í gangi og horfa svo á fréttir í sjónvarpinu.

24. júlí 2006

Mér er farið að heyrast þetta "píb" koma úr íbúðinni fyrir ofan!!!

Í dag byrjaði ég á algjörlega sykurlausu mataræði og stefni á 3 daga og taka svo stöðuna. Ég bara get ekki meir í sambandi við höfuðverki og mígreni og ætla að gá hvort þetta hefur áhrif. Annars veit ég ekki hvernig ég á að snúa mér í þessu. Nálastungurnar hafa ekki haft áhrif ennþá og ekki öll þessi vítamín. Þetta er mér jafnmikil ráðgáta og fyrir 10 árum þegar þetta byrjaði.

Ísak er ALVEG að fatta hvað hann er stór. Og hann er ALVEG að fara að skríða höldum við. Hann situr og snýst í kringum sjálfan sig marga hringi og teygir sig svo langt eftir dóti að hann dettur fram fyrir sig. Svo er aðal málið núna að standa upp, vill að við höldum í hendurnar á honum og þá togar hann sig upp. Hjalið er aðeins að breytast og verða flóknara; komið mawa og bawa og stundum da! Hann alveg elskar að gera hávaða og "syngur" fyrir sjálfan sig lon og don. Í dag var hann hann "aaa" við mig voða sætur. Hallaði höfðinu upp að mínu og sagði "aaa" með skrækri röddu. Hefur sennilega lært þetta af Jökli.

Mamma og pabbi eiga 30 ára brúðkaupsafmæli í dag!!! Megi þau verða hamingjusöm saman til æviloka. Til lukku með daginn. Þau eru nú bara fyrir norðan að hreinsa rabbarbarabeð og moldvarpast eitthvað.

Jæja, ekkert í sjónvarpinu í kvöld, fer þá bara snemma að sofa (fyrr en vanalega?)

18. júlí 2006

Undarlegheit


Á hverjum morgni milli 6 og 7 er Rimahverfið á tali. Bókstaflega á tali; bíb, bíb, bíb, bíb..... alveg eins og í símanum og svo snarhættir það. Skellt á mann bara! Ég skil ekki hvaðan þetta kemur, þetta er ekki einhver vinnubíll að bakka, ekki á hverjum degi í klukkutíma. Kannski er heimurinn á tali, upptekinn milli 6 og 7 á morgnanna. Sniðugt. Látið Rimahverfið í friði þá, það er upptekið. Á tali við Borgarhverfið kannski?

15. júlí 2006

Þetta er nú meira sumarið! Og ekki orð um það meir.

10. júlí 2006

Nýjar myndir

Loksins fann ég skó eftir langa mæðu, ég er ekki alveg inní þessari skótísku núna! Mikið er ég fegin og mikið er ömurlegt að vera inní Kringlu! Heitt og sveitt og ble. En gaman að vera með mömmu sinni samt.

9. júlí 2006

HVÍT LJÓN

Ein af Önnunum sænsku, nema þessi talar íslensku, er farin til S-Afríku að vinna með hvít ljón! Setti link á hana þar sem hún mun halda úti e-s konar dagbók, að ég held bæði á ensku og sænsku. Spennó.

Annars er ég að hugsa um að skella í rabbarbarapaj/pæ þar sem ég náði mér í rabbarbara fyrir norðan. Og rabbarbararót! Nú skal vaxa rabbarbari í Mosanum. Það er steik úti á palli. Hægt að vera í sólbaði. Best að hengja út þvottinn.

29. júní 2006

Mývó



Það verður gott að komast í Sveitina Mína. Vonandi hægt að sitja vestur á hól eða fyrir sunnan hús, fara upp í hraun, kannski í Paradís og upp að Klofakletti. Í Höfða og Dimmuborgin.. Og svo heimsækja alla auðvitað. Tónleikar Magga & Co verða í Reykjahlíðarkirkju á laugardaginn kl. 20

sjáumst

25. júní 2006


Nú er sko aldeilis búið að taka vel til hérna í Mosanum. Búið að reka allar rykrotturnar út og ganga frá fullt af dóti. Held það séu bara 10 kassar eftir inni hjá Ísak, því okkur tókst að tæma 3 í gær. Svo tók ég geymsluna í gegn í fyrradag svo nú er betur hægt að komast um hana. En ég skil ekki hvar bikiníið mitt og brúðkaupsnærfötin eru!!!

Ísak er orðinn svo mikið krútt, hann klappar og klappar, brosir og sýnir tennurnar út í eitt og situr flötum beinum (með sko ökklana líka í 90°) og leikur sér. Okkur er að takast að koma rútínu á svefninn og áðan svaf hann í rúma tvo tíma út í vagni í fyrsta skipti í langan tíma. Þá líður honum líka svo vel. Ég er alltaf að tuða um þennan svefn en hann skiptir mig miklu máli. Það er eins og ég sé draugur þegar ég fæ ekki nóg af svefni og eins og ég hafi lent á heilsuhæli þegar ég fæ að fylla aðeins á. Enda hef ég alltaf þurft um 9-10 tíma svefn á sólarhring svo að fá 6 tíma er kannski ekki eins og ÉG vildi hafa það en nú kvarta ég ekki. Við Maggi skiptumst líka alveg á að sofa út á morgnanna.

Í gær var afmæli hjá Jökli og gaman að sjá hann blása á afmæliskökuna og hann fékk líka RÓLU í afmælisgjöf sem Ísak fékk líka að prófa. Hann var nú pínu skelfdur en Jökull bara sönglaði af hamingju í rólunni. Svo hittum við Guðrúnu Ernu sem var að útskrifast og allt hennar hiski. Já og pabbi minn var sko líka að útskrifast!!! Sem "viðrekstrarfræðingur"!!! Við erum mjög stolt af honum fyrir það og ætla ég sko að leita til hans þegar ég fer að reka fyrirtæki í haust!

Já, ég er sem sagt að fara að vinna 1.september hjá Talþjálfun Reykjavíkur. Ég mun vinna til að byrja með tvo morgna. Það er ein af eigendunum að fara í doktorsnám í ár og ég fæ að leigja herbergið hennar á meðan. Þær eru svo sjö til viðbótar þarna en allar náttúrulega sjálfstætt starfandi. Það verður skrýtið að vera síns eigins herra. Ég þarf að læra hvernig maður tekur greitt og sendir Tryggingastofnun og ég veit ekki hvað og hvað.

Jæja, nú vill sjaki litli athygli.

22. júní 2006

Loksins loksins

Sólin búin að láta sjá sig! Allir rífa sig úr fötunum og pallurinn okkar er æðislegur. M.a.s. flugurnar eru mættar og skemmta sér vel í blómunum. Af hverju er ég þá inni í tölvunni? Sólin þarf nú líka að hvíla sig aðeins eftir svona langa fjarveru svo hún skrapp eitthvað smá bara.

Við erum búin að koma upp nýjum rútínum hérna. Ísak er rifinn á fætur um leið og foreldrunum finnst nóg komið af næturbröltinu (um hálfsjö) og ekkert múður. Ekki sofna aftur fyrr en úti í vagni og sko klæða sig áður en maður fær morgunsopann! Svo fór hann líka til læknis og fékk sýklalyf við hóstanum og lyf við bakflæði og nú sefur hann allavega til hálffjögur litla skinnið. Hann fer að ná þessu aftur hugsa ég. Maggi skellir sér svo alltaf í laaangan göngutúr með vagninn á morgnanna og þá sefur hann vel.
Við skelltum okkur í sund í gær með Hjalta og Völu og Jökli. Vorum með þá bæði úti og inni, algjör rassgöt með sundhettur. Jökull verður sko eins árs á morgun ekkert minna takk fyrir túkall.

Sem þýðir afmælisveisla um helgina, sem og útskriftarveisla Guðrúnar frænku í Mosó. Og Jóna Björk átti afmæli í gær, til hamingju með það! Nóg af afmælum og veislum í júní!!

Jæja, ég vil ekki húka inni, best að hengja út þvottinn. Gleðilegt sumar

17. júní 2006

Engin skrúðganga


Ég er búin að bíða eftir 17.júní í 5 ár, eða síðan við fluttum út. Svo er bara Ísakinn lasinn og engin skrúðganga, engar blöðrur eða kandífloss. En við erum að fara í brúðkaup, kannski eru blöðrur þar! Maggi er að stjórna Fílunni í Ráðhúsinu og við missum af því líka mæðginin. Erum reyndar í mjög góðu yfirlæti hjá tendó núna. Það kemur líka þjóðhátið eftir þessa.

Vorum í bústað rétt fyrir utan Höfn í vikunni. Það var voðalega notalegt og gaman að sjá Ragnar Stein og Ísak saman. RS er eins og skriðdreki um allt, hann skríður svo hratt og Ísak bara situr eins og klessa og getur ekki annað. En hey! Hann getur setið! Og klappað líka, rosa duglegur. Svo sáum við villtan ref, hreindýr og eitthvað sem ég hélt næstum að væri kalkúnn úti á túni að borða gras! Þá var það bara jaðraka! Einmitt. Jaðraka.

Hæ hó jibbí jei!

11. júní 2006

Sumó

Þetta voru tvær nætur sem svefninn ljúfi sigraði. Nú er allt á fullu aftur á nóttunni. Hmf skil ekki hvað málið er, barnið er svakalega þrjóskt.
Pabbi labbi minn átti afmæli í gær og fékk að halda veisluna hérna hehe. Við "börnin" blésum upp blöðrur og höfðum spiderman serviettur. Svo eru foreldrarnir farnir til míns fyrrum heimalands og ég er dálítið abbó. Sakna þess að vera ekki í Svíþjóð í pilsi og berfætt í sandölum. Ohhhh
Á morgun ætlum við að skella okkur í sumó til Indru og fjölsk. Þá fá Ísak og Ragnar Steinn að leika saman. Vona bara að við gerum ekki út af við þau með næturbröltinu....
Allavega... hafið það gott þangað til. Ætla að setja inn nýjar myndir í dag.

6. júní 2006

Þriðjudagur

Mikið var nú gaman að fara að versla smá í Kringlunni í dag:) Fór með Völu, hún að "veiða" sér bol og ég að veiða skó, allt fyrir brúðkaupið þann 17.júní. Veiiii gaman. Ég fann geðveika skó sem kostuðu lítið en voru of litlir. Þrátt fyrir afslátt og loforð Völu um að víkka þá fyrir mig með "réttu græjunum" þá endaði ég á að kaupa aðra. Demit hefði ekki átt að fara inní þessa búð því ég er veik í þessa skó. En maður getur víst ekki höggvið af sér hælinn eða hvað?

Annars erum við bara í rúlegheðerna hérna heima. Skrifuðum undir afsalið í dag, vorum að koma lilleput í rúmið sem gólaði nú smá á okkur. Nær stjarfur af þreytu skinnið. Hann fór í 6 mánaða sprautu og skoðun, er rúm 7,8 kíló og 73 cm. Langemann. Sem sagt jafn langur og Ragnar Steinn frændi sem líka fór í skoðun í dag!

Ég fékk mjög skemmtilegt tilboð í dag um vinnu:D Ætla að athuga málið vel og er mjög jákvæð. Kannski maður verði farinn að vinna smá í haust? Þetta er ekkert leyndó en ætla samt bara að skrifa meira um þetta síðar þegar meira er komið í ljós. Best að fara nú að hvíla sig fyrir svefninn hehe.

3. júní 2006


Ætla rétt að hvísla þessu:
Ísak svaf í alla nótt í eigin herbergi, án þess að vakna, í næstum 11 klukkustunir!!!!!!!! Bara sáttur og sæll að losna við að sofa með foreldrum sínum hehe. Vonandi það sem koma skal. En haldiði að mamman hafi sofið? Nei, hún var auðvitað alltaf að hlusta eftir barninu með lekandi brjóst. Já, það er ekki á allt kosið í henni veröld og býð ég þar með góða nótt og Í ALLA NÓTT.

2. júní 2006

Súrmjólk í hádeginu...

Í gær var sko glatt á hjalla þegar Bryndís Ýr og Freyja og Vala og Jökull komu í morgunkaffi. Það var nú mest talað um væntanlegt brúðkaup Bryndísar og ég fékk svei mér þá bara í magann sjálf að tala um þetta og skoða myndirnar frá okkar brúðkaupi! Ohh þetta var svooooo gaman og yndislegt. Skemmtilegasta veisla sem ég hef farið í. Svo drifum við Maggi okkur í því að kaupa myrkvunargluggatjöld fyrir barnaherbergið og ætlum að reyna að setja Ísak þar inn í nótt... Það þurfti ekki að sinna honum fyrr en 5 í morgun!!! Þá var hann reyndar voða leiður og fór á fætur rúmlega 6 og kom til mín. Auðvitað sofnaði hann um leið og hann fékk að drekka og vonandi hefur það ekki sett allt úr skorðum.

Elsku Anna Dögg vinkona varð 30 í gær!!! Og svo á Kristín afmæli í dag og til lukku með það! Helgin leggst mjög vel í mig, vonandi fæ ég að sofa í MÍNU rúmi, almennilegu rúmi og við hlið mannsins míns.

Mér finnst fúlt að það skuli ekki vera hlýrra og bjart. Langar svo að dunda mér úti á palli. En það bara hlýtur að fara að koma pallaveður.

Þegar hér var komið sögu í skrifunum fann ég svo mikla súrmjólkurlykt! Ég var ekki að borða súrmjólk og ekki Ísak. Hörru, haldið ekki að drengurinn hafi verið búinn að kúka aðra buxnaskálmina fulla! Takk fyrir túkall bara beint í baðkarið með hann. Hann var auðvitað harla ánægður með þetta og hjalar nú eins og aldrei fyrr. Gott að losna við svona úr kerfinu...

31. maí 2006

Ripley´s belive it or not...

við erum nettengd!!! Við þurfum alltaf að lenda í einhverju rugli og nú gleymdist að tengja okkur hjá Símanum! En þá er bara að bretta upp ermar eftir langa fjarveru og setja inn myndir, byrja að blogga, svara tölvupóstum og panta sér allt mögulegt;) hihihi eða ekki.

Það er erfitt að ætla að fara að skrifa hvað er að frétta þegar það er svona langt síðan síðast. Okkur líður allavega vel hérna, erum búin að koma okkur vel fyrir, fyrir utan barnaherbergið sem er enn í óreglu og eiginlega notað sem geymsla. Og svefnstaðurinn minn:( Já við fórum til svefnráðgjafa fyrir 10 dögum og fengum ráðið að taka út næturgjafir og ég flytti mig í annað herbergi. Niðurstaða; ekkert hefur breyst! Ísak vaknar 7-9 sinnum á nóttu og vill láta sinna sér, grætur og grætur þar til einhver kemur, hvort sem það er eftir 1 sek eða hálftíma! Þrjóskan í einu barni. Nema honum líði illa og við ætlum að láta að tékka á honum í vikunni. Hann hefur verið með svo leiðinlegan hósta lengi og kannski er hann með tískusjúkdóminn bakflæði hver veit. Maggi stendur sig allavega eins og hetja í þessari baráttu.

En þetta átti ekki að verða blogg um svefninn á þessum bæ. Best að fara bara í að setja inn myndirnar. Og munið að það er nýtt leyniorð!

16. maí 2006

haha við Ísak stálumst í tölvuna hjá Hjalta meðan hann og Jökull skruppu út í búð haha. Sennilega verður hann alveg brjálaður og ég tala nú ekki um ef Vala skyldi koma heim, þá verð ég sennilega lamin bara! Nei, þau eru góð ég segi bara svona
Nú er fyrsta tönnin að gera vart við sig hjá drengnum! Og setþjálfun er hafin og maukþjálfun. Bláberja og sveskjumauk er gott, gulrótarmauk er vont! Bráðum hefst svo enn strangari svefnþjálfun þar sem við fengum tíma hjá svefnráðgjafa e viku.

SJit nú hringir síminn.... á ég að svara? Nei nei

Allavega, þá er ég búin að láta vita að við erum á lífi. Sjáumst

11. maí 2006

Mosarimi

Það er gott að búa í Mosarima. Já, það mætti halda að við værum flutt laaaangt því ekki er sími eða internet í íbúðinni. En það kemur það kemur... fljótlega.

Það er ennþá allt á hvolfi, kassar, töskur og pokar út um allt, og inn á milli er Ísak og dótið hans. Svo endurheimtum við Skrám í gærkvöldi og hann er bara nokkuð sáttur, m.a.s búinn að prófa pallinn og allt. Og pallurinn er sko æði! Þvílík hitamolla og bara yndislegt.

Við Vala veggfóðruðum einn vegg á laugardaginn og ég mæli EKKI með því við nokkurn mann nema maður sé með meistaragráðu í því! Við svitnuðum þvílíkt við þetta og eyðilögðum marga renninga í hreinum asnaskap og endaði á því að við vorum 5 tíma að þessu! Ég hætti snarlega við að veggfóðra hinn veginn. En þetta er rosalega flott og ég get alveg hjálpað ykkur að veggfóðra ef þið viljið! Hugsið ykkur bara 2x um fyrst!

En nú erum við sem sagt í Fiskó, að þvo þvott og láta bjóða okkur í kvöldmat hehehe. Látum vita af okkur þegar við komum næst í heimsókn, nema sími og internet komi fljótlega maður veit aldrei. Lifið heil,tack och hej, leverpastej

1. maí 2006

Nú erum við sko búin að vera dugleg! Klárum að mála í dag með hjálp yndislegrar fjölskyldu. Svo gætum við jafnvel flutt dótið annað kvöld....

28. apríl 2006

Nú styttist heldur betur, fórum áðan uppeftir og hún Valgerður var að fara að þrífa. Það tekur nú örugglega daginn svo við fáum sennilega afhent í kvöld! Erum allavega búin að kaupa málninguna svo við vitum hvað við erum að fara að gera um helgina.

Ísak er 5 mánaða í dag og Maggi á afmæli á morgun. Þá ætlum við út að borða og í leikhús að sjá Belgíska Kongó. Hlakka mikið til en kvíði því pínu að skilja Ísak eftir hjá Hjalta og Völu. Ekki af því að hann verður hjá þeim heldur af því að hann lætur stundum svo illa á kvöldin, öskrar og öskrar og tekur engum sönsum. Þau hljóta nú samt að lifa það af en vilja kannski aldrei aftur passa fyrir okkur???
Ég hringdi í heilsugæsluna áðan og fékk ráðgjöf um svefninn hjá honum. Hjúkkan var svo góð að hæla okkur fyrir hvað við værum komin með góðan árangur nú þegar svo ég fór glöð úr símanum og bretti nú upp ermar fyrir skælupúkann. Ef ég væri bara ekki alltaf með höfuðverk....

Mikið er yndislegt veður! Sólin yljar og bara heitt á svölunum. Vorið er komið og grundirnar gróa und zo weiter. Ég ætla nú samt að vera svo mygluð að leggja mig aðeins og ná úr mér höfuðkvölunum áður en ég fer út í göngutúr.

24. apríl 2006

Mosarimi


Við fáum afhent í vikunni!! Veiiii, þá er hægt að gera ýmislegt um helgina eins og mála og veggfóðra ef við getum komið okkur saman um veggfóður... hehemmm.

Daði LITLI bróðir minn verður tvítugur á morgun. Herrejösses þvílíkur aldur. Sem þýðir að þar sem ég er 10 árum eldri.... já reikniði nú. Um daginn var ég að segja við Jónu Björk að við Maggi mundum örugglega ekki fara í bíó fyrr en bara... og svo ætlaði ég að fara að segja "við verðum ÞRÍTUG!" Smá veruleikafyrring í gangi.

Til hamingju með afmælið Daði!

21. apríl 2006

Nýtt leyniorð

Ákváðum að breyta leyniorðinu að myndasíðunni okkar. Þið sendið mér bara tölvupóst ef þið fáið hann ekki að fyrra braggðði til að fá það.

Í dag virðist vera letidagur. Ég nenni engu, enda svaf ég lítið í nótt. Ísak tók grátkast því hann fékk ekki að drekka á sínum vanalega tíma og svo var náttúrulega allt á floti hjá mér fyrir vikið þannig að þetta var hálf glötuð nótt. Svo ætlaði ég að reyna að leggja mig núna en er svo mikið að hugsa og plana fyrir flutningana að ég náði engum blundi. Tipikal.

19. apríl 2006

Mmmm páskaegg! Er að sleikja upp leifarnar. Lenti reyndar í því að það brotnaði uppúr jaxli við átökin við eina kúluna. Nýbúin að vera hjá tannsa með brotna tönn! Déskotinn sjálfur! Það var samt mjööög notalegt fyrir norðan þrátt fyrir ofankomu. Komst loksins loksins að heimsækja Sonju vinkonu og hennar fjölskyldu á Akureyri sem var yndislegt. Svo lágum við bara í leti í Vogunum mínum, sváfum í ömmu holu og Ísak bara í vagninum sínum. Hann fékk svona mikinn kraft úr sveitalofninu að hann byrjaði að velta sér eins og veltikarl, um leið og við leggjum hann á magann snýst hann við eins og köttur sem lendir alltaf á fótunum. Svo byrjaði hann að toga í tærnar á sér og auk þess er hann byrjaður að hljóma eins og stór strákur, rymur og rymur og stynur, gerir alls konar hljóð og frussar og er bara yndislegur. Strákurinn minn stóri. Nýjar myndir koma í kvöld.

Skrýtnir dómar um Fílharmoníuna bæði í DV og Mogganum. Til hvers að eyða 3/4 af greininni í að tala um allt annað en frammistöðu listamannanna?

Á morgun á mamma mín afmæli! Hún lengi lifi HÚRRA!

GLEÐILILEGT SUMAR!

10. apríl 2006

Stolt

Nú veit ég hvernig tilfinning það er að vera að rifna úr stolti!!! Þetta var meiriháttar.

Við förum norður í Mývó á skírdag fram á annan. Mmmm gaman. Koma í Vogana mína. Samt engin amma Jóna... skrýtið. Verður sennilega lítið skrifað hér á næstunni, við erum alltaf í vandræðum með tenginguna og ég nenni ekki niður í tölvuna þar. Gleðilega páskasúkkulaðimolaunga allir saman!!!

9. apríl 2006

Tónleikar

Fyrstu tónleikar Magga þar sem hann stjórnar kór og hljómsveit án þess að vera nemandi eða í prófi eru á eftir. Ekki laust við að frúin sé með fiðrildi. Hlakka mikið til að sjá hann í kjólfötum og með sprotann.

4. apríl 2006

Skítur

Einu sinni var þáttur í sænska barnatímanun sem hét "gissa bajset" (giskið kúkinn). Ég var mjög spennt yfir þessu eins og við er að búast af mér enda var þetta mjög pedagógískt uppá sænska vísu. Þarna var maður sem gekk um sænska skóglendið og skoðaði alls konar dýraskít og svo átti maður að giska hvaða dýr hefði kúkað þessu. Nú spyr ég: Hvaða skítur er þessi græni mjói með svona hvítu á endanum út um allar gangstéttar?? Lítur út eins og litlir vindlar! Gæsaskítur?

Komnar fleiri myndir í mars og nýtt aprílalbúm

3. apríl 2006

Fermingar

Jemundur ég held að Ísak sé að fara að fermast hann er orðinn svo stór!!! Á föstudaginn fékk hann 1/3 úr teskeið af maukaðri kartöfflu, á laugardaginn velti hann sér yfir á magann (án þess að nokkur sæi til...) og í kvöld fékk hann 4 tsk af graut! Svo spurði Ásta frænka hvort hann væri farinn að fá tennur í gær og ég fékk bara svona ómægod hann er að verða stór tilfinningu.

Fórum í fermingarveislu hjá Heimi frænda í gær og óskum honum innilega til hamingju með þennan dag. Þetta var þvílíkt flott veisla eins og þeirra var von og vísa og gaman að hitta ömmusystkinin hennar ömmu Ernu. Og auðvitað alla hina líka, sko ekki leiðinlegt í fjölskylduboðum finnst mér.

Það rættist vel úr þessum degi sem byrjaði með svekkelsi þegar við Ísak og Jóna Björk mættum í sundið og kennarinn var veikur. Hundfúlt að vera búin að taka alla til og skutla Magga og brasa og svo bara ekkert. En við Jóna Björk fórum bara á kaffihús í hundslappadrífunni og svo komu Íris og Gabríel Snær í heimsókn og það var sko gaman. Loksins hittust þessir mætu piltar sem eru svona villidýr á nóttunni. Þeir höfðu um margt að spjalla og Gabríel borðaði sokkabuxurnar hans Ísaks (með honum í) og skellt sér á ennið og borðaði dálítið af dóti og á meðan spjölluðum við og höfðum það notó.

30. mars 2006

Ungbarnasund (í 2 hlutum)


Ísak byrjaði í ungbarnasundi á mánudaginn. Við vorum búin að hlakka mikið til og biðja Indru um að koma með sem stuðningsfulltrúa þar sem Maggi var að vinna. Allt gekk vel og það var rosa gaman í tímanum. Það voru bara þrjú önnur börn, allt stelpur sem voru sko ekki að koma í fyrsta skipti. Algjörar ballerínur sem stóðu í lófanum á sundkennaranum, dýfðu sér og köfuðu hver í kapp við aðra. Ísak var eins og heypoki í samanburði við þær, með sundbuxurnar allar niðrum sig og alltaf að prumpa hehehe. Litla rassskoran alltaf uppúr! Sundkennarinn sagði að hann væri tilbúinn að fara í kaf, það væri bara spurning hvort mamman væri tilbúin. Hún var það og niður fór hann. Það gekk vel, hann varð pínu móðgaður en ekkert meira. Svo fórum við bara í heitan pott og höfðum það notalegt. Svo kom að því að fara uppúr og ákváðum við að Indra tæki hann og klæddi meðan ég færi í sturtu.

Þá byrjaði ballið, eitthvað gerðist sem kom Ísak svona úr jafnvægi svo hann byrjaði að hágráta og það var gjörsamlega eins og himin og jörð væru að farast NÚNA og hann væri munaðarlaus og dauðvona og stríð væri hafið. Hann var óhuggandi gjörsamlega, með tryllt augnarráð og EKKERT hægt að hugga hann. Indra var komin með tvo hárblásara á loft, ég að reyna að troða uppí hann brjóstinu, snuðinu, sussa og bía og sundkennarinn kominn til að reyna að aðstoða....úff. Öll hin börnin steinþögðu bara og ekkert hægt að ræða saman fyrir þessum látum. Eftir hálftíma hamfarir og foss niður hvarma þá tróðum við honum bara í fötin og í stólinn og þá róaðist hann og sofnaði bara. Ég held að þetta sitji nú meira í okkur Indru en honum, því það gekk voða vel í dag þegar við fórum. Ég var voða stressuð yfir þessu, en nú var Maggi með og Ísak var bara sáttur. Reyndar varð hann voða móðgaður þegar honum var dýft í kaf en svo gleymdi hann því og fannst gaman. Reyndi þvílíkt við stelpuna sem var þarna (voru bara 2 börn!) sem leit varla við honum. Svo fórum við í saumó til Indru og Ragnars Steins og uppgötvuðum æðislega búð á Laugarveginum með Barbapapa og allskonar æðislega hluti. Þarna verður sko verslað! Annars er það að frétta að Ísak er orðinn 4 mánaða og búinn að prófa að sitja í Hókus Pókus stólnum. Við erum að spá í að fara að gefa honum að smakka eitthvað annað en brjóstamjólk. Hjúkkan í ungbarnaeftirlitinu sagði okkur að bíða með það, en svo segja allir í kringum okkur að það sé allt í lagi. Fékk fréttabréf frá Pampers í dag og þar er bókstaflega sagð að maður EIGI að byrja að kynna þau fyrir mat núna við 4 mánaða aldurinn!!! Maður verður nú bara alveg ruglaður.

26. mars 2006

Ísak er allt í einu farinn að taka eftir frændum sínum þeim Ragnari Steini og Jökli!

Á fimmtudaginn náðu þeir Ragnar Steinn saman og í dag sat Ísak í stólnum hans Jökuls og Jökull kom skríðandi og gaf honum snuðið sitt og Ísak brosti og hjalaði framan í hann. Þvílík krútt. Það verður sko gaman að fylgjast með þeim frændum í framtíðinni.

Í kvöld ætla ég að fara til Önnu Daggar og föndra og þeir feðgar heimsækja ömmu mús. Ég hlakka svo til, svo langt síðan ég hef gert eitthvað svona.

24. mars 2006

Namminamm



Þetta er sama manneskjan! Fyndið

Þetta með sætindin já. Ég hef alltaf verið þvílíkur sælgætisgrís. Eða nei, svo sem ekki alltaf, ekki fyrr en ég komst á unglingsárin en þá byrjaði ég líka að borða fyrir hin glötuðu æskuár. Úti hjá okkur Magga var alltaf til kex og við hikuðum ekki við að kaupa nammi bara morgum sinnum í viku. Ætli það hafi ekki alltaf verið ég samt sem keypti nammið og hann kexið. Þegar ég var að vinna át ég alltaf allavega eitt súkkulaðistykki á dag... Herregud það má þakka fyrir að ég er ekki orðin tannlaus.

Haldið ekki að feita fallega Valentina og Orestes séu trúlofuð! Og hún er búin að komast að leyndarmáli Olimpiu. En hvað ætli verði með Pandoru og Jordi? Ætlar Roche að senda hana til Sviss? Og Tza Tza og Juan Angel, munu þau ná saman? Og mun Aquiles aldrei fá minnið aftur? Úff þetta er svo spennó.

Ég held ég sé að verða sköllótt!!!

22. mars 2006

Þá er maður stiginn uppúr flensunni sem betur fer. Verst að missa af afmælinu hennar Ásdísar frænku...

Við skráðum okkur í ungbarnasund sem byrjar á mánudaginn. Veiiii! Ísak finnst hann orðinn voða stór og þegar ég sagði honum þetta og setti hann svo í bað lá hann bara þar eins og gamall karl og spriklaði eiginlega ekki neitt. Fannst það svo smábarnalegt. Annars er aðalmálið núna að éta á sér hendurnar og svo samkjaftar hann ekki. M.a.s. farinn að tala með fullan munninn af brjósti. Ég talaði víst mikið sem barn og sennilega hef ég klárað kvótann því ekki tala ég mikið núna. Hann er náttúrulega bara að æfa sig fyrir að verða einsöngvari eða ræðumaður eða pólitíkus eða leikari eða bara eitthvað allt annað.

Ohhh mig langar ennþá í nammi!

18. mars 2006

Ég ELSKA bjóstaráðgjafann á Kvennadeildinni!!! Hún sagði að ég mætti alveg gefa Ísak þó ég hefði tekið mígrenitöflu, annað væri alltof mikil truflun á brjóstagjöf. Ég kyssti hana næstum. Hins vegar er ég búin að næla mér í los sveppos á báðar geirvörturnar! Sennilega búin að vera með mjög lengi sagði hún. Þetta kostar meðferð bæði fyrir mig og Ísak í 2 vikur en gott að losna við verkina. Ég er líka í fyrsta skipti hitalaus í dag en líður eins og ég sé með brauðfætur. Það eru aumir fætur það. Leiðinleg flunsa þessi flensa.

Í dag er loksins komið að því að ma og pa nýta sér jólagjöfina frá okkur systkinunum; dekurdagur í Laugum og þriggjarétta máltíð a la við systkinin hérna heima. Verði okkur að góðu nammi nammi.

15. mars 2006

Aumingjablogg

Ég gat ekki sofið í nótt. Fyrst gat ég ekki sofnað því ég var með svo mikið nefrennsli, beinverki og eitthvað fjárans lag á heilanum. Svo vaknaði Ísak til að drekka. Svo gat ég ekki sofnað því mér var svo kallt og með beinverki og sama fjárans lagið á heilanum. Þá fór ég í meiri föt og sofnaði. Svo vaknaði ég af því mér var svo heitt og brjóstin að springa og með helv... lagið á heilanum. Svo vaknaði Ísak til að drekka og þá gat ég sofnað. En þá vaknaði hann 1 og hálfum tíma seinna til að drekka og svo aftur klukkutíma seinna til að fara á fætur! En besti pabbi fór með hann fram og ég lúllaði aðeins lengur eins og vanalega.

Mikið er ég fegin að fera ekki þingkona! Þvílíkt tuð og nöldur. Gott að það eru aðrir til að sjá um það. Formbreyting efnisbreyting blablabla

Best að reyna að leggja sig

13. mars 2006

Helgin liðin

og aldrei hún kemur til baka! Fórum í afar skemmtilegt fjölskylduboð á laugardaginn þar sem ég hitti fullt af fólki sem ég hef ekki séð í langan tíma. Langamma Ragnheiður hefði orðið 110 ára og það var sko sómi að þessari veislu! Nammi namm
Í gær fórum við svo austur á Selfoss til Sollu og hennar fjölskyldu. Rosa gaman og svo notalegt hjá þeim. Maður er nú enga stund að fara þetta, þó færðin hafi verið slæm yfir heiðina. Ég var reyndar að verða slöpp í gær og í nótt var ég orðin lasin, með kvef og kulda. Fæ nefninlega eiginlega aldrei hita! Þetta er nú ekki alvarlegt en hundleiðinlegt samt. Vonandi rjátlar þetta bara af mér í dag.

Setti inn myndir áðan, m.a. af Mosarima.

9. mars 2006

Mömmumorgunn

Ísak fór á sinn fyrsta mömmumorgun í morgun. Fór m.a.s. með báðum foreldrum sínum og var Maggi auðvitað eini pabbinn! Við fórum í Áskirkju þar sem hún Jóhanna sér um starfið. Þetta voru nú bara 3 mömmur fyrir utan okkur. Þessari mömmu fannst heldur snemmt að mæta kl. 10 en auðvitað gott að koma sér að verki. Það var þarna kona frá Borgarbókasafninu að kynna bækur, mjög gaman. Svo var bara spjallað og borðað kex. Í maí á svo að vera hláturyoga og erum við rosa spennt fyrir því:D

Fórum að skoða Mosarima í gær. Urðum ekki fyrir vonbrigðum sem betur fer. Pallurinn miklu stærri en okkur minnti og hún Valdís fór með okkur yfir hvað er í beðunum. Svo tókum við myndir en þær urðu dálítið "paník" myndir þar sem batteríið var að klárast. Þau bentu okkur svo á ódýra leið til að endurnýja eldhúsinnréttingarnar og ætli við stefnum ekki bara á það! Svo þarf eitthvað að mála og ég er veik fyrir að veggfóðra einn vegg hihihi.

Í kvöld fer drengurinn svo í pössun til ömmu Kristínar meðan við förum að sjá Daða í leikhúsinu. Býst við að sjá ykkur sem flest þar líka er það ekki?!

Ein af Önnunum frá Sverige hringdi í mig í gær. Ég vissi náttúrulega strax hvað bjó að baki og reyndist sá grunur réttur; hún og Daniel eiga von á barni!! Það var dálítið skýtið að tala sænskuna en samt furðu auðvelt, en öllu erfiðara að skilja hana stundum ef hún talaði hratt!!! Svona er maður fljótur að missa niður.

Hey, ég gleymi aðalatriðinu! Skrámur varð 4 ára í gær! Við gáfum honum einhvern voða fínan kattarmat úr dós en hann er í algjöru megrunarfæði hjá Jónu Björk og ekki sjón að sjá hann. Svo fékk hann 6 stk mýs sem gerðar eru úr kanínuskinni og hann varð strax miklu meira hrifinn af þeim en matnum. Nennti svo ekkert að tala við okkur þetta dýr.

6. mars 2006

Allir í leikhús

Daði bróðir er að frumsýna með Fúríu í kvöld í Tjarnarbíóí. Strætið. Hann er í aðalhlutverki svo allir verða að drífa sig. Held það séu bara 6 sýningar.

Mamma og pabbi fóru að sjá þetta svo við Ísak erum bara ein heima. Hann liggur undir leikgrindinni sinni og hlær framan í dótið sitt voða kátur. Treður öllum hnefanum uppí sig þess á milli. Sætilíus. Hann er farinn að hjala svo mikið að það er hægt að spjalla við hann löngum stundum. Ótrúlegt að fyrir bara nokkrum vikum var hann grátandi lon og don.

5. mars 2006

Undir valtara

Maður er svo úrvinda eftir að hafa vakað fram yfir miðnætti í gær og svo bara 3ja tíma svefn í nótt að það er eins og ég hafi orðið undir valtara! Nenni varla að tyggja! Það var samt æðislegt að fara út í gærkvöldi og skemmta sér.

28. febrúar 2006

Ekki nóg með að maður bloggi sjaldan heldur eyðist það bara þegar maður loksins gerir það! Fer alveg í mínar fínustu.

Allavega labbaði ég Laugarveginn í dag. Ekki þó allan, bara smá "hring" og svo sátum við Íris bara á kaffihúsi með piltana okkar. Annar varð 6 mánaða í gær og hinn 3ja mánaða í dag. Algjörir púkar. Okkar púki er svo æði að vera farinn að sofa leeengi á nóttunni. Vaknar allt frá bara hálffjögur til hálfsex!! Mamman alveg að springa og farin að rumska sjálf og spá í hvað sé í gangi.

Fórum með hann í 3ja mánaða skoðun og sprautu í morgun. Stóðs það vel og er yfir meðallengd eða 65cm og svo 6 kíló. Þegar skoðunin var búin rak ég augun í málþroskaprófið sem lagt er fyrir í 3 og hálfsárs skoðuninni. Ég lét hjúkkuna sýna mér þetta allt saman og voða gaman. Prófið er voða flott og stendur örugglega fyrir sínu. Úti er 3ja ára skoðun og það er munur á þar, erfiðari hugtök í þessu íslenska prófi. Mér finnst t.d. skrýtið að börn eigi að segja "barnarúm" en ekki bara rúm! Það er reyndar ekki hugtak en...

Jæja, Ísak orðinn svangur og ég að sofna.

24. febrúar 2006

Hann Maggi er svo mikill bloggari Þessa dagana að allar fréttir eru bara komnar inn áður en maður nær að snúa sér við. Miklu duglegri en ég sem er "bara heima".

Er til nokkuð krúttlegra en barnahlátur? Hlakka mikið til að heyra Ísak hlæja meira á næstu dögum. Núna liggur hann og stúderar dótið sitt og byrjaði bara á því í gær. Alltaf svo gaman þegar gerist eitthvað svona nýtt. Annars fengum við Ísak sko góðan gest í gær, hann Finn "fósturpabba" frá Gautaborg. Hann og Þórdís frænka sáu svo vel um mig og svo okkur Magga meðan við vorum í Gautaborg. Svo komu líka Vegghamrafólkið og við Vala drifum okkur svo í heitan pott í gærkvöldi. Ohh svo gott að komast í smá dekur.

Skrýtið hvað mér finnst fjarlægt að við höfum átt heima í Svíþjóð! Eins og það hafi aldrei verið næstum. Og að Ísak skuli vera fæddur þar!! Dularfullt. Fékk bréf frá Försäkringskassan (tryggingarmiðst) í gær þar sem ég er beðin að gera grein fyrir áætlum mínum og hvað ég ætli að vera lengi á Íslandi, hvort ég ætli að flytja, hvort faðir Ísaks sé í vinnu og blebleble... HERREGUD! Eins gott að ekkert komi upp á...

Fór til tannsa í morgun. Er alltaf á nálum að þeir finni eitthvað sem kostar aleiguna og það lá nú við því í morgun. Suddi segist sjá í taug í einni holunni og þurfi kannski að rótfylla. Mér varð svo um að ég gleymdi að spurja hvað aðgerðir dagsins kostuðu...

20. febrúar 2006

Skírn


Þá er Ísak kominn í kristinna manna tölu. Dagurinn var æðislegur, allt tókst svo vel og Ísak svo fallegur og góður. Sr. Jón Helgi skrírði á Sólvallagötu og nánasta fjölskyldan var viðstödd. Komnar myndir í myndaalbúm fyrir myndasjúka...

Ég skellti mér í göngutúr niður í Húsgagnahöll áðan. Var örugglega heilar 5 mín á leiðinni. Það var hið besta mál og Ísak græddi snudduklemmu en ekki beisli í vagninn því það virðast ekki vera hankar í vagninum. Skelfing og abbabbabb. Þarf samt að tékka betur á því þegar Ísak er ekki sofandi í vagninum á meðan hihihi. Mamman græddi svo nammi og köku og það var nú gott að hún var keypt því von er á góðum gestum í dag veiii.

Annars er ég að hugsa um að flytja lögheimili mitt tímabundið inní þvottahús m&p! Kannast einhver við þá tilfinningu? Skil ekki hvernig barnafólk í Sverige fór að í sameiginlega þvottahúsinu og maður fékk ekki tíma nema 1x í viku. Allt í lagi fyrir okkur meðan við vorum tvö en sæi það í anda núna. Enda erum við að spá í að splæsa á okkur þvottavél þegar við flytjum. Erum með gamla frá Ragnari sem festist alltaf á ákveðnum stað og dælir endalaust inn á sig þangað til flæðir út úr ef maður er ekki að fylgjast með. Ekki sniðugt.

15. febrúar 2006

Fórum í góða heimsókn í gærkvöldi og græddum alveg helling. Fórum til Óttarrs og Kötu og þau létu okkur hafa þurrmjólk og svona babymonitor/hlerunartæki sem okkur hefur langað í. Svo fékk litli prinsinn ros sæt föt. Það gekk strax miklu betur að gefa Ísak þessa tegund af kvöldmjólkinni (sem hann fær alltaf með brjóstinu fyrir svefninn) og hann svaf bara vel. Mamman var hins vegar með mígreni alla nóttina sem endaði í vitleysu í dag og ég er ekkert smá glöð að við vorum búin að fá þessa þurrmjólk því annars held ég að það hefði verið svangur drengur hér í dag. Hann má ekki fá brjóstamjólk þegar ég tek mígrenitöflu. Erfitt fyrir mömmuna...

Annars gengur allt bara mjög vel og allt að smella saman með húsnæðismál og maður er farinn að finna sig betur og betur í öllu bara. Allt á uppleið. Á morgun koma Indra og Ragnar Steinn að leika við okkur Ísak. Við ætlum að gerast hannyrðakonur... ha? er það kannski hannirðakonur? Jiii nú verð ég að fara að sofa. Gute nacht

8. febrúar 2006

Vííí

Lánið er komið í gegn og þar með á bara eftir að skrifa undir!!! Grafarvogur hír ví komm

6. febrúar 2006

Að sofa eða ekki sofa...


Stal þessari af síðunni hans Jökuls, svo mikið krútt!


Síðustu 2 nætur hafa verið ótrúlega góðar. Barnið sofið til þrjú á nóttunni! Svo í nótt var hann að væla og vesenast svo nú er maður lúinn. Þvílíkur munur að vera sofinn eða ósofinn! Ég fór bara að prjóna, taka til í herberginu og ég veitekkihvaðoghvað. Næsta dag hugsar maður svo bara um að sofa zzzzzzzz

Annars erum við á fullu að sækja um bankalán og standa í öllu svoleiðis sem fylgir íbúðarkaupum. Það ætti alveg að ganga upp. Svo ákváðum við að skíra 19.feb, sem minnir mig á að ég verð að hringja í prestinn... Þetta verður vonanadi bara heima hjá tengdó á Sólvallagötunni og bara við fjölskyldan. Annars yrði þetta 100 manna veisla herregud!

3. febrúar 2006

Allt í rugli

Nú kemur hérna blogg í 2 hlutum sem ég skrifaði 1. febrúar. Svo kemur blogg dagsins neðar. Allt út af þessu fjárans rugli og bulli á kerfinu.

Mi gorda Bella



Hefur einhver séð bestu sápuóperu allra tíma sem er á stöð2 þessa dagana; "My Sweet Fat Valentina" eins og hún útleggst á ensku (og greinilega íslensku líka" eða "Mi gorda bella" á spænsku. Þetta er vinsælasta sápa S-Ameríku og er stórkostlegt sjónvarpsefni. Þetta er reyndar það sem kallast telenovel með alvöru upphafi, söguþræði og endi. En sko ómægod! leikurinn og umhverfið og bara allt við þetta er svo fyndið að ég er gjörsamlega fallin. Þetta fjallar um hina feitu Valentinu, leikna af þvengmjórri stúlku sem er klædd í 70 lög af fötum og með þykk gleraugu og sem er svo hjartahlý og góð að það nær engri átt. Hins vegar eru allir hinir ógó vondir við hana nema frændi hennar Orestes sem hún bæðövei er ástfangin af og frænka hennar hún Tza Tza. Frændinn kallar hana alltaf "fallega feita frænka mín" og hún er hæstánægð með það. Æ maður verður að upplifa þetta sjálfur. 10:20 alla virka daga á stöð 2!
Þetta blogger kerfi er alveg að fara með mig! Nema það sé nettengingin hérna, allavega kemur svo oft "error" þegar maður er búin að ýta á "publish" og þá hverfur allt heila klabbið. Bloggaði mjööög langt á mánudaginn sem hvarf allt. Nú verður gerð ný tilraun og geymt en ekki gleymt í word.

Hjúkkan kom á mánudaginn. Ég var þá með skítugt hár, ómáluð og bauga niður að hnjám, í útgubbaðri peysu... allt til að undirstrika hvað ég væri uppgefin á þessu næturbrölti sonarins. Það þurfti ekkert, hún var mjög skilningsrík og mælti með því að gefa drengnum þurrmjólk fyrir svefnin sem er lengur að meltast og að við Maggi myndum alveg skipta um pláss, svo það sé alltaf hann sem sinnir honum fyrst, reynir að halda honum á snuðinu..... Þetta prógramm byrjaði strax um kvöldið. Mamma hjálpaði til við að hita pelann svo allt væri nú rétt og ég settist í stellingarnar og stakk uppí Ísak. Augun urðu stór (stærri) eins og undirskálar og svo bara byrjaði hann að kúgast og kúgast!!! Af 80ml fóru svona 5 ofaní hann!! Greyið litla táraðist hann kúgaðist svo mikið og glápti svo á mig það sem eftir var kvölds eins og til að spyrja "hvað varstu að spá mamma?" Svo prófaði Maggi að gefa honum í gær og þá kúgaðist hann bara á fyrsta sopanum og fékk nú svei mér þá bara örugglega 20 ml! Enda liðu svo 4 tímar þangað til ég gaf honum næst í nótt. En svo datt hann inn á 2 tímana aftur... pjúff. En þetta er kannski byrjunin á betri tímum. Markmiðið hjá mér er að komast upp á núllstrikið í orku! Bið nú ekki um meira...

Til hamingju með afmælið elsku Sandra Sif í gær (31./1) og Torfi frændi í dag!! Þau lengi lifi húrrahúrrahúrraaaa!